Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Lovísa Arnardóttir skrifar 9. maí 2025 15:15 Svona mun Stóra Hraun líta út þegar það verður tilbúið. Stjórnarráðið Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku tillögu dómsmálaráðherra um að ráðast í byggingu öryggisfangelsis að Stóra Hrauni. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði byggð rými fyrir 92 fanga og er áætlaður kostnaður við hann 17,8 milljarðar króna. „Þetta er stærsta framfaraskref í fangelsismálum á Íslandi í áratugi og lykilatriði til að mæta breyttum áskorunum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Nýja fangelsið kemur í stað fyrirhugaðra endurbóta á Litla Hrauni þar sem ástand húsnæðisins reyndist mun verra en áður hafði verið talið. Stóra Hraun, sem er í næsta nágrenni við Litla Hraun, verður byggt upp í áföngum. Áætlað er að kostnaður við þennan fyrsta og stærsta áfanga verði 17,8 milljarðar króna og fellur sá kostnaður undir fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir þetta mikil tímamót og miklar framfarir. Vísir/Vilhelm Samkvæmt tilkynningu verður fyrsti hluti framkvæmdanna boðinn út á næstunni og framkvæmdir svo hefjast fljótlega. Stefnt er að því að framkvæmdir við næsta áfanga hefjist svo í beinu framhaldi af þeim fyrri. Í fyrsta áfanga verksins er gert ráð fyrir 84 klefum á Stóra Hrauni og þangað til fangelsið verður fullbyggt verði nokkrir klefar á Litla Hrauni notaðir samhliða. Er því gert ráð fyrir að pláss verði fyrir um 90 til 98 fanga á hverjum tíma. Þegar fangelsið að Stóra Hrauni verður fullbyggt er gert ráð fyrir að það geti hýst allt að 128 fanga. „Öryggisfangelsið er hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og verður jafnframt stærsta fangelsi landsins en eins og flest vita þá hefur fangelsiskerfið lengi glímt við alvarlegan húsnæðisskort og bágborinn aðbúnað. Því ætlum við að ráða bót á,“ segir Þorbjörg Sigríður. Þar kemur fram að fangelsinu verði skipt í öryggisstig sem hafi verið skilgreind í samræmi við norræna staðla. Sérstaklega hafi verið litið til Danmerkur. Öryggisstigin eru flokkuð frá eitt til þrjú, þar sem öryggisstig eitt gerir ráð fyrir mesta öryggi og öryggisstig þrjú minnsta. Draga úr líkum á tengslum skipulagðra brotahópa Samkvæmt tilkynningunni er gert ráð fyrir að með þeirri skiptingu verði unnt að bæta heildaröryggi innan fangelsiskerfisins sem og aðgreina fanga eftir alvarleika brota og draga úr líkum á tengslum milli skipulagðra brotahópa. „Það er mikilvægt að geta tryggt uppskiptingu fangahópsins á einum stað. Með því má stuðla að faglegra starfi sem og tryggja betur öryggi allra,“ segir Þorbjörg Sigríður og segir að gert sé ráð fyrir að fangelsið að Stóra Hrauni verði að meginstefnu til með öryggisstigi tvö, en jafnframt verði þar aðstaða fyrir deildir með bæði hærra og lægra öryggisstig. Alex Poulsen arkitektar (AP) og VA arkitektar komu að for- og frumhönnun verkefnisins en AP eru danskir ráðgjafar sem hafa hannað mörg sambærileg verkefni. Í dag er Arkís aðalhönnuður verkefnisins ásamt mörgum öðrum sérhæfðum hönnuðum og AP gegna ráðgefandi hlutverki. Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Árborg Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Þetta er stærsta framfaraskref í fangelsismálum á Íslandi í áratugi og lykilatriði til að mæta breyttum áskorunum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Nýja fangelsið kemur í stað fyrirhugaðra endurbóta á Litla Hrauni þar sem ástand húsnæðisins reyndist mun verra en áður hafði verið talið. Stóra Hraun, sem er í næsta nágrenni við Litla Hraun, verður byggt upp í áföngum. Áætlað er að kostnaður við þennan fyrsta og stærsta áfanga verði 17,8 milljarðar króna og fellur sá kostnaður undir fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir þetta mikil tímamót og miklar framfarir. Vísir/Vilhelm Samkvæmt tilkynningu verður fyrsti hluti framkvæmdanna boðinn út á næstunni og framkvæmdir svo hefjast fljótlega. Stefnt er að því að framkvæmdir við næsta áfanga hefjist svo í beinu framhaldi af þeim fyrri. Í fyrsta áfanga verksins er gert ráð fyrir 84 klefum á Stóra Hrauni og þangað til fangelsið verður fullbyggt verði nokkrir klefar á Litla Hrauni notaðir samhliða. Er því gert ráð fyrir að pláss verði fyrir um 90 til 98 fanga á hverjum tíma. Þegar fangelsið að Stóra Hrauni verður fullbyggt er gert ráð fyrir að það geti hýst allt að 128 fanga. „Öryggisfangelsið er hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og verður jafnframt stærsta fangelsi landsins en eins og flest vita þá hefur fangelsiskerfið lengi glímt við alvarlegan húsnæðisskort og bágborinn aðbúnað. Því ætlum við að ráða bót á,“ segir Þorbjörg Sigríður. Þar kemur fram að fangelsinu verði skipt í öryggisstig sem hafi verið skilgreind í samræmi við norræna staðla. Sérstaklega hafi verið litið til Danmerkur. Öryggisstigin eru flokkuð frá eitt til þrjú, þar sem öryggisstig eitt gerir ráð fyrir mesta öryggi og öryggisstig þrjú minnsta. Draga úr líkum á tengslum skipulagðra brotahópa Samkvæmt tilkynningunni er gert ráð fyrir að með þeirri skiptingu verði unnt að bæta heildaröryggi innan fangelsiskerfisins sem og aðgreina fanga eftir alvarleika brota og draga úr líkum á tengslum milli skipulagðra brotahópa. „Það er mikilvægt að geta tryggt uppskiptingu fangahópsins á einum stað. Með því má stuðla að faglegra starfi sem og tryggja betur öryggi allra,“ segir Þorbjörg Sigríður og segir að gert sé ráð fyrir að fangelsið að Stóra Hrauni verði að meginstefnu til með öryggisstigi tvö, en jafnframt verði þar aðstaða fyrir deildir með bæði hærra og lægra öryggisstig. Alex Poulsen arkitektar (AP) og VA arkitektar komu að for- og frumhönnun verkefnisins en AP eru danskir ráðgjafar sem hafa hannað mörg sambærileg verkefni. Í dag er Arkís aðalhönnuður verkefnisins ásamt mörgum öðrum sérhæfðum hönnuðum og AP gegna ráðgefandi hlutverki.
Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Árborg Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira