Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. maí 2025 22:14 Sigurður Kristinsson hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi í stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar. Hann var árið 2019 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðaði innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni í janúar 2017. Vísir/Villi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Kristinsson í átta ára fangelsi í stærsta kristal-amfetamínmál Íslandssögunnar. Fjórir hinna meðákærðu munu einnig sæta fangelsisvist en einn, sem nefndur er Y í dómnum, hefur verið sýknaður. Sexmenningarnir, sem allir neituðu sök, voru ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og stórfellt fíkniefnalagabrot, sem ákærðu sammæltust um að fremja, með því að hafa staðið saman að innflutningi á 5,733 kílóum af metamfetamín-kristöllum. Efnin, sem voru með 81 prósent styrkleika í metamfetamínbasa sem samsvarar 100 prósent metamfetamínklóríði, voru falin í Jagúar-bíl af gerðinni Daimler Double Six sem kom til Þorlákshafnar 11. október með flutningaskipinu Mykines frá Rotterdam í Hollandi. Lögregla lagði hald á fíkniefnin þegar bíllinn kom til landsins og skipti þeim út fyrir gerviefni áður en bíllinn var afhentur þremur mannanna, Sigfús Bergmann Svavarssyni, Baldri Þór Sigurðssyni og Y, þann 24. október. Mennirnir færðu síðan þeim fjórða, Agurim Xixa, bílinn í Reykjavík þar sem hann reyndi árangurslaust að fjarlægja efnin úr bílnum. Daginn eftir flutti Agurim bílinn, ásamt Sigurði Kristinssyni, að hesthúsahverfi þar sem Sigurður rétti Agurim og konu efnin og þau báru efnin inn í nærliggjandi hesthús. Lesa má ítarlega um framvindu málsins í yfirferð fréttastofu af aðalmeðferð málsins frá því í mars. Fylgdust með þeim í tvær vikur Fram kemur í dómnum, sem féll þann 28. apríl, að málsatvik séu að mestu óumdeild og á meðal helstu sönnunargagna séu samtímagögn með hljóðupptökum af samtölum ákærðu, myndbandsupptökum, ljósmyndum og upptökum af símtölum milli ákærðu, sem gefi „nokkuð glögga mynd“ af atburðarásinni. Lögreglan hafi þannig aflað dómsúrskurða sem veittu heimild til þess að koma fyrir hljóð- og myndupptökubúnaði undir Daimler-bílnum og komið fyrir hljóðupptökubúnaði í bíl Sigfúsar, sem hann og ákærðu, Baldur og Y, héldu til í. Lögregla hafði því fylgst náið með ferðum ákærðu í tvær vikur, frá því Daimler-bíllinn kom til landsins 11. október 2024 og þar til þeir voru handteknir 25. október. Fimm hljóta dóm en einn sýknaður Niðurstöður dómsins eru eftirfarandi. Sigurður Kristinsson hlýtur átta ára fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.229.714 krónur. Agurim Xixa hlýtur fimm ára og sex mánaða fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.335.310 krónur. Baldur Þór Sigurðarson hlýtur fjögurra ára fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.338.140 krónur. Sigfús Bergmann Svavarsson hlýtur þriggja ára og sex mánaða fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.849.094 krónur. Þá hlýtur kona tíu mánaða dóm en fresta skal fullnustu refsingarinnar og fellur hún niður að þremur árum liðnum haldi hún skilorð. Maðurinn sem nefndur er Y í dómnum er sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira
Sexmenningarnir, sem allir neituðu sök, voru ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og stórfellt fíkniefnalagabrot, sem ákærðu sammæltust um að fremja, með því að hafa staðið saman að innflutningi á 5,733 kílóum af metamfetamín-kristöllum. Efnin, sem voru með 81 prósent styrkleika í metamfetamínbasa sem samsvarar 100 prósent metamfetamínklóríði, voru falin í Jagúar-bíl af gerðinni Daimler Double Six sem kom til Þorlákshafnar 11. október með flutningaskipinu Mykines frá Rotterdam í Hollandi. Lögregla lagði hald á fíkniefnin þegar bíllinn kom til landsins og skipti þeim út fyrir gerviefni áður en bíllinn var afhentur þremur mannanna, Sigfús Bergmann Svavarssyni, Baldri Þór Sigurðssyni og Y, þann 24. október. Mennirnir færðu síðan þeim fjórða, Agurim Xixa, bílinn í Reykjavík þar sem hann reyndi árangurslaust að fjarlægja efnin úr bílnum. Daginn eftir flutti Agurim bílinn, ásamt Sigurði Kristinssyni, að hesthúsahverfi þar sem Sigurður rétti Agurim og konu efnin og þau báru efnin inn í nærliggjandi hesthús. Lesa má ítarlega um framvindu málsins í yfirferð fréttastofu af aðalmeðferð málsins frá því í mars. Fylgdust með þeim í tvær vikur Fram kemur í dómnum, sem féll þann 28. apríl, að málsatvik séu að mestu óumdeild og á meðal helstu sönnunargagna séu samtímagögn með hljóðupptökum af samtölum ákærðu, myndbandsupptökum, ljósmyndum og upptökum af símtölum milli ákærðu, sem gefi „nokkuð glögga mynd“ af atburðarásinni. Lögreglan hafi þannig aflað dómsúrskurða sem veittu heimild til þess að koma fyrir hljóð- og myndupptökubúnaði undir Daimler-bílnum og komið fyrir hljóðupptökubúnaði í bíl Sigfúsar, sem hann og ákærðu, Baldur og Y, héldu til í. Lögregla hafði því fylgst náið með ferðum ákærðu í tvær vikur, frá því Daimler-bíllinn kom til landsins 11. október 2024 og þar til þeir voru handteknir 25. október. Fimm hljóta dóm en einn sýknaður Niðurstöður dómsins eru eftirfarandi. Sigurður Kristinsson hlýtur átta ára fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.229.714 krónur. Agurim Xixa hlýtur fimm ára og sex mánaða fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.335.310 krónur. Baldur Þór Sigurðarson hlýtur fjögurra ára fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.338.140 krónur. Sigfús Bergmann Svavarsson hlýtur þriggja ára og sex mánaða fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.849.094 krónur. Þá hlýtur kona tíu mánaða dóm en fresta skal fullnustu refsingarinnar og fellur hún niður að þremur árum liðnum haldi hún skilorð. Maðurinn sem nefndur er Y í dómnum er sýknaður af kröfum ákæruvaldsins.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Sjá meira