Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2025 11:00 Pakistanskir rannsakendur safna brraki úr indverskum dróna í Karachi. AP/Fareed Khan Yfirvöld í bæði Indlandi og Pakistan segjast hafa skotið niður dróna og jafnvel eldflaugar frá hinum aðilanum í gærkvöldi og í nótt. Indverjar segjast hafa gert árásir á loftvarnarkerfi í Pakistan eftir að drónar og eldflaugar, sem beint hafi verið að hernaðarskotmörkum í Indlandi hafi verið skotnir niður yfir Indlandi. Pakistanar segjast hafa skotið niður að minnsta kosti 25 dróna frá Indlandi en einnig hefur komið til átaka yfir landamæri ríkjanna í Kasmír-héraði, þar sem hermenn hafa skipst á skotum með stórskotaliði. Óbreyttir borgarar eru sagðir hafa fallið beggja vegna við landamærin. Mikil spenna hefur verið milli ríkjanna í rúmar tvær vikur, að undanskildum tæpum átta áratugum fyrir það, eftir að hryðjuverkamenn myrtu 26 ferðamenn Indlandsmegin í Kasmírhéraði. Ráðamenn í Indlandi hafa lengi sakað yfirvöld í Pakistan um að standa við bakið á hryðjuverkahópum í Kasmír. Á miðvikudagskvöldið skutu Indverjar svo eldflaugum á að minnsta kosti níu skotmörk Pakistanmegin í Kasmír og í sjálfu Pakistan. Ráðamenn í Pakistan hafa hótað hefndum og segjast ætla að bregðast við þegar þeim hentar. Eins og frægt er búa bæði ríkin yfir kjarnorkuvopnum og er óttast að nýtt stríð, það fjórða milli ríkjanna, gæti verið í uppsiglingu. Sjá einnig: „Þetta er svona eitraður kokteill” Tvö af þremur stríðum Indlands og Pakistan hafa verið háð um Kasmír-hérað en það hafa ríkin lengi deilt um. Bæði ríki gera tilkall til alls héraðsins, en stjórna hvort sínum hluta þess. Indverjar stjórna um 55 prósentum Kasmír, í flatarmáli talið og Pakistanar um þrjátíu prósentum. Kort af Kasmír og árásum Indverja á miðvikudagskvöldið. Kínverjar, sem styðja Pakistan, stjórna svo um fimmtán prósentum héraðsins. Kínverskir hermenn tóku hluta þess í stríði við Indland árið 1962 en þeir höfðu í raun haft stjórn á honum um nokkuð skeið fyrir það. Á undanförnum árum hefur komið til blóðugra átaka milli kínverskra og indverskra hermanna á svæðinu. Þeir hafa þó barist sín í milli með bareflum og steinum í stað skotvopna og sprengja. Indverjar eru á blaði töluvert öflugri en Pakistanar, þegar kemur að hernaði. Her Indlands er skipaður tæpri einni og hálfri milljón manna en um 660 þúsund menn eru í her Pakistan. Þá verja Indverjar um 74,4 milljörðum dala í varnarmál en Pakistanar eingöngu 8,4 milljörðum. Áætlað er að Indverjar eigi um 180 kjarnorkuvopn en Pakistanar 170. Frá 2019, þegar síðast kom til átaka milli ríkjanna, hafa heraflar bæði Indlands og Pakistans styrkst töluvert. Bæði ríkin hafa keypt mikið magn hergagna á undanförnum árum. Indverjar hafa keypt frá Bandaríkjunum og öðrum Vesturlöndum en Pakistanar hafa fengið töluvert magn hergagna frá Kína. Pakistan Indland Hernaður Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Pakistanar segjast hafa skotið niður að minnsta kosti 25 dróna frá Indlandi en einnig hefur komið til átaka yfir landamæri ríkjanna í Kasmír-héraði, þar sem hermenn hafa skipst á skotum með stórskotaliði. Óbreyttir borgarar eru sagðir hafa fallið beggja vegna við landamærin. Mikil spenna hefur verið milli ríkjanna í rúmar tvær vikur, að undanskildum tæpum átta áratugum fyrir það, eftir að hryðjuverkamenn myrtu 26 ferðamenn Indlandsmegin í Kasmírhéraði. Ráðamenn í Indlandi hafa lengi sakað yfirvöld í Pakistan um að standa við bakið á hryðjuverkahópum í Kasmír. Á miðvikudagskvöldið skutu Indverjar svo eldflaugum á að minnsta kosti níu skotmörk Pakistanmegin í Kasmír og í sjálfu Pakistan. Ráðamenn í Pakistan hafa hótað hefndum og segjast ætla að bregðast við þegar þeim hentar. Eins og frægt er búa bæði ríkin yfir kjarnorkuvopnum og er óttast að nýtt stríð, það fjórða milli ríkjanna, gæti verið í uppsiglingu. Sjá einnig: „Þetta er svona eitraður kokteill” Tvö af þremur stríðum Indlands og Pakistan hafa verið háð um Kasmír-hérað en það hafa ríkin lengi deilt um. Bæði ríki gera tilkall til alls héraðsins, en stjórna hvort sínum hluta þess. Indverjar stjórna um 55 prósentum Kasmír, í flatarmáli talið og Pakistanar um þrjátíu prósentum. Kort af Kasmír og árásum Indverja á miðvikudagskvöldið. Kínverjar, sem styðja Pakistan, stjórna svo um fimmtán prósentum héraðsins. Kínverskir hermenn tóku hluta þess í stríði við Indland árið 1962 en þeir höfðu í raun haft stjórn á honum um nokkuð skeið fyrir það. Á undanförnum árum hefur komið til blóðugra átaka milli kínverskra og indverskra hermanna á svæðinu. Þeir hafa þó barist sín í milli með bareflum og steinum í stað skotvopna og sprengja. Indverjar eru á blaði töluvert öflugri en Pakistanar, þegar kemur að hernaði. Her Indlands er skipaður tæpri einni og hálfri milljón manna en um 660 þúsund menn eru í her Pakistan. Þá verja Indverjar um 74,4 milljörðum dala í varnarmál en Pakistanar eingöngu 8,4 milljörðum. Áætlað er að Indverjar eigi um 180 kjarnorkuvopn en Pakistanar 170. Frá 2019, þegar síðast kom til átaka milli ríkjanna, hafa heraflar bæði Indlands og Pakistans styrkst töluvert. Bæði ríkin hafa keypt mikið magn hergagna á undanförnum árum. Indverjar hafa keypt frá Bandaríkjunum og öðrum Vesturlöndum en Pakistanar hafa fengið töluvert magn hergagna frá Kína.
Pakistan Indland Hernaður Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira