Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar 8. maí 2025 10:01 Einn morgun fyrir nokkrum árum ákvað ég að hjóla í vinnuna. Þetta var engin hetjuleg ákvörðun né þátttaka í einhverju átaki og ekki einu sinni vegna þess að ég nennti ekki að hanga í umferð á morgnana. Ég hafði einfaldlega selt bílinn minn því ég var á leiðinni til Lundúna í háskólanám. Ég gerði það meira að segja óvart, nokkrum mánuðum fyrr en ég hafði ætlað mér. Bíllinn seldist skömmu eftir að ég auglýsti hann til sölu og þar með hurfu daglegu ferðirnar á fjórum hjólum. Engu að síður þurfti ég að koma mér til og frá vinnu, þá búsettur í perlu Grafarvogsins – Korpuhverfi. Miðað við allt sem ég hafði heyrt og haldið til þessa bjóst ég við að þurfa treysta á að fá far með föður mínum til að komast í vinnuna við Sundahöfn. Ég hélt að aðrir samgöngumátar kæmu ekki til greina – eða hvað? Það vildi svo til að ég átti inni í bílskúr götuhjól og spandex galla, sem ég hafði til þessa einungis litið á til að æfa og fara í hjólatúra. Ég ákvað því að prufa að hjóla í vinnuna til tilbreytingar. Ekki bara persónuleg ákvörðun – heldur pólitísk Síðan þá hef ég ekki hætt að hjóla í vinnuna. Það sem átti að vera tímabundin lausn varð nýtt norm. Nú er ég vissulega fluttur og hef skipt um vinnu og eignast barn. Því hjóla ég ekki sömu leið og fyrsta sumarið sem ég hjólaði í vinnuna. Í millitíðinni er ég búinn að skipta út götuhjólinu og spandex gallanum fyrir rafmagnshjól og barnasæti. En ferðamáti minn hefur staðið óhaggaður. Nýr veruleiki hefur nú tekið við: morgnar þar sem útivera og ferskt loft koma í stað stress og umferðarteppu. Stundum er rok og rigning, jafnvel snjókoma og frost og ég þarf að klæða mig og soninn töluvert betur en á vor- og sumardögum. Vissulega kem ég stundum örlítið veðurbarinn í vinnuna en aldrei pirraður eftir að hafa þurft að sitja fastur í bíl í umferðinni. Umferð er nefnilega svolítið sem ég upplifi aldrei í morgunhjólatúrnum mínum. Það er nefnilega ekki bara ég sem græði á þessu – hjólreiðar eru einfaldlega skynsamlegar fyrir alla. Þegar fleiri hjóla þá minnkar álag á vegakerfið, færri sitja fastir í umferð og við fáum öll öruggari og betri borg. Það er samfélagslegur ávinningur af hverri ferð sem ekki er farin á bíl. Borgir sem velja að setja fólk og vistvænar samgöngur í fyrsta sæti verða mannvænni, grænni og heilbrigðari. Lítil ákvörðun sem hafði stór áhrif Þegar ég stóð inni í bílskúrnum mínum einn vormorgun í spandex gallanum með töskuna á bakinu hélt ég að ég væri að taka skyndiákvörðun sem myndi vara í örfáar vikur – en hún varð að nýrri venju og að lokum lífsstíl. Þó ég hjóli ekki lengur í spandex galla þá er hver morgun ennþá smá ævintýri – bara með hjálm, barnasæti og brosi á vör. Við veljum okkur fararmáta oftast út frá vananum – en stundum opnast nýjar leiðir þegar við höfum ekki annan kost. Fyrir mig opnaði hjólið ekki bara nýja leið í vinnuna, heldur nýtt sjónarhorn á hversdagsleikann. Þú þarft ekki að selja bílinn eða hjóla í spandex – þú getur bara prófað. Hver ferð skiptir máli. Hvað er annars að stöðva þig? Höfundur hjólar í vinnuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Einn morgun fyrir nokkrum árum ákvað ég að hjóla í vinnuna. Þetta var engin hetjuleg ákvörðun né þátttaka í einhverju átaki og ekki einu sinni vegna þess að ég nennti ekki að hanga í umferð á morgnana. Ég hafði einfaldlega selt bílinn minn því ég var á leiðinni til Lundúna í háskólanám. Ég gerði það meira að segja óvart, nokkrum mánuðum fyrr en ég hafði ætlað mér. Bíllinn seldist skömmu eftir að ég auglýsti hann til sölu og þar með hurfu daglegu ferðirnar á fjórum hjólum. Engu að síður þurfti ég að koma mér til og frá vinnu, þá búsettur í perlu Grafarvogsins – Korpuhverfi. Miðað við allt sem ég hafði heyrt og haldið til þessa bjóst ég við að þurfa treysta á að fá far með föður mínum til að komast í vinnuna við Sundahöfn. Ég hélt að aðrir samgöngumátar kæmu ekki til greina – eða hvað? Það vildi svo til að ég átti inni í bílskúr götuhjól og spandex galla, sem ég hafði til þessa einungis litið á til að æfa og fara í hjólatúra. Ég ákvað því að prufa að hjóla í vinnuna til tilbreytingar. Ekki bara persónuleg ákvörðun – heldur pólitísk Síðan þá hef ég ekki hætt að hjóla í vinnuna. Það sem átti að vera tímabundin lausn varð nýtt norm. Nú er ég vissulega fluttur og hef skipt um vinnu og eignast barn. Því hjóla ég ekki sömu leið og fyrsta sumarið sem ég hjólaði í vinnuna. Í millitíðinni er ég búinn að skipta út götuhjólinu og spandex gallanum fyrir rafmagnshjól og barnasæti. En ferðamáti minn hefur staðið óhaggaður. Nýr veruleiki hefur nú tekið við: morgnar þar sem útivera og ferskt loft koma í stað stress og umferðarteppu. Stundum er rok og rigning, jafnvel snjókoma og frost og ég þarf að klæða mig og soninn töluvert betur en á vor- og sumardögum. Vissulega kem ég stundum örlítið veðurbarinn í vinnuna en aldrei pirraður eftir að hafa þurft að sitja fastur í bíl í umferðinni. Umferð er nefnilega svolítið sem ég upplifi aldrei í morgunhjólatúrnum mínum. Það er nefnilega ekki bara ég sem græði á þessu – hjólreiðar eru einfaldlega skynsamlegar fyrir alla. Þegar fleiri hjóla þá minnkar álag á vegakerfið, færri sitja fastir í umferð og við fáum öll öruggari og betri borg. Það er samfélagslegur ávinningur af hverri ferð sem ekki er farin á bíl. Borgir sem velja að setja fólk og vistvænar samgöngur í fyrsta sæti verða mannvænni, grænni og heilbrigðari. Lítil ákvörðun sem hafði stór áhrif Þegar ég stóð inni í bílskúrnum mínum einn vormorgun í spandex gallanum með töskuna á bakinu hélt ég að ég væri að taka skyndiákvörðun sem myndi vara í örfáar vikur – en hún varð að nýrri venju og að lokum lífsstíl. Þó ég hjóli ekki lengur í spandex galla þá er hver morgun ennþá smá ævintýri – bara með hjálm, barnasæti og brosi á vör. Við veljum okkur fararmáta oftast út frá vananum – en stundum opnast nýjar leiðir þegar við höfum ekki annan kost. Fyrir mig opnaði hjólið ekki bara nýja leið í vinnuna, heldur nýtt sjónarhorn á hversdagsleikann. Þú þarft ekki að selja bílinn eða hjóla í spandex – þú getur bara prófað. Hver ferð skiptir máli. Hvað er annars að stöðva þig? Höfundur hjólar í vinnuna.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun