„Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar 7. maí 2025 14:45 Húsnæðisstaða fatlaðs fólks á Íslandi er ekki til fyrirmyndar og kannski er unga fólkið okkar sá hópur sem hvað helst finnur fyrir því í dag. Staða þeirra einkennist af vanefndum eða ófjármögnuðum aðgerðum sem leiða til þess að ákveðinn hópur er fastur í foreldrahúsum eða býr við óásættanlegan kost í einhvers konar samkrulli við annað fatlað fólk. Alltof mörg dæmi eru um að ungt fólk búi jafnvel inn á hjúkrunarheimilum í stað þess að fá að lifa með reisn í sínu húsnæði og skapa sér sitt heimili með viðunandi þjónustu heima. Þetta er jú „allt í vinnslu“. Samkvæmt rannsókn sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir húsnæðishóp ÖBÍ árið 2022 er verulegur munur á milli fatlaðs fólks og almennings þegar kemur að húsnæðismarkaðnum. 58% fatlaðs fólks býr í eigin húsnæði, sem er 20% minna en meðal landsmanna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 70% fatlaðs fólks sem bjó í eigin húsnæði var ekki með örorkumat þegar það eignaðist húsnæði sitt. 65% svarenda með 75% örorkumat fannst mjög eða frekar erfitt að fá leigt húsnæði á almennum markaði. Skortur á leiguhúsnæði og uppsprengt leiguverð spila þar lykilhlutverk. Aðeins 8% aðspurðra í könnuninni leigja félagslegt húsnæði á vegum sveitarfélaga og 3% hjá Brynju leigufélagi. Þar er biðin eftir félagslegu leiguhúsnæði oft löng og ströng og dæmi eru um að fatlað fólk hafi neyðst til að flytja inn á ættingja eða orðið heimilislaust. Af þeim sem voru á biðlista eftir félagslegu húsnæði höfðu 58% verið á biðlista í þrjú ár eða lengur.Þetta sýnir að fólk sem er á örorkumati á mun erfiðara uppdráttar á húsnæðismarkaðnum og á erfiðara með að komast inn á eignarmarkaðinn samanborið við almenning. Hlutfallið er enn lægra meðal þeirra sem hafa lágar tekjur eða eru með ákveðna tegund fötlunar. Biðlistar í kerfinu þykja allt of sjálfsagðir þegar kemur að þessu og þarf unga fólkið að bíða jafnvel svo árum skiptir eftir NPA-þjónustu til að geta sótt um húsnæði eða húsnæði við hæfi sem er ekki á lausu, er ekki til og því er sagt ítrekað að „þetta sé allt í vinnslu“. Dæmin eru allt of mörg. Við þekkjum til dæmis dæmi þess að húsnæðisúrræði henti ekki einstaklingi lengur og að í stað þess að gera breytingar á húsnæði sem miða að þörfum hans, þyki húsnæðisfélagi hins opinbera þægilegra fyrir sig að flytja einstaklinginn búferlum frekar. Einnig þekkjum við dæmi þess að þegar fólk er að gera stærstu fjárfestingu lífs síns með fasteignakaupum, þá virka öryggisstaðlar kannski ekki fyrir fatlaða manneskju; hún getur t.d. ekki nýtt brunaútgang eða annað sambærilegt, en slíkt er látið kyrrt liggja. Hennar líf virðist minna virði. Eða... „þetta er bara allt í vinnslu“. Við þekkjum líka dæmi þess að einstaklingur hefur ekki komist úr foreldrahúsum nema í gegnum langt og strangt kæruferli sem jafnvel hefur tekið áratug... enda alltaf „allt í vinnslu“. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem ríkisstjórnin hyggst lögfesta á næstunni (eða það á að vera í vinnslu), segir í 28. greininni um „viðunandi lífskjör og félagslega vernd“, að hið opinbera skuli sjá til þess að fötluðu fólki sé ekki mismunað þegar kemur að lífsviðurværi og húsnæði. Þar er ítrekað að fatlað fólk og fjölskyldur þeirra skuli njóta viðunandi lífskjara, fæðis, klæða og húsnæðis og til sífellt batnandi lífskjara, og skal ríkið gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja og stuðla að því að sá réttur verði að veruleika án mismununar á grundvelli fötlunar. Í sömu grein er ítrekað að gera skuli ráðstafanir til þess að tryggja fötluðu fólki aðgang að húsnæðiskerfi á vegum hins opinbera. Það liggur því í augum uppi að hið opinbera verður að bjóða fötluðu fólki upp á þessa félagslegu vernd í formi húsnæðis sem hentar þeim og/eða í formi lánskjara sem sniðin eru að þeirra launaveruleika, svo ekki verði mismunun á grundvelli fötlunar. Í rannsókninni sem húsnæðishópur ÖBÍ lét gera árið 2022 kom fram að ákveðnir hópar fatlaðs fólks eru verst staddir á húsnæðismarkaðnum. Það eru hópar fólks sem annað hvort fæðast með fötlun eða veikjast snemma á lífsleiðinni: fólk með þroskaröskun, fólk með einhverfu og fólk með geðfatlanir. Það er óásættanlegt að hópur ungs fólks sem glímir við fötlun þurfi líka að glíma við hökktandi og ómannúðleg kerfi, kerfi sem eiga að virka en eru endalaust „í vinnslu“. Hópur fólks sem þarf mest á því að halda að kerfin okkar virki og þau séu varin. Kerfin okkar eru líka samhangandi. Þetta er ekki bara spurning um að reka hér gott húsnæðiskerfi, heldur þarf heilbrigðis- og velferðarkerfið að virka einnig. Greiningarleysi getur tafið fyrir og skapað húsnæðisleysi; lélegt heilbrigðiskerfi og stíflur í kerfinu, svo sem biðlistar eftir greiningum og viðeigandi læknum, geta þýtt áraraðir þar sem fjölskyldur þurfa að sinna og halda uppi unga fólkinu sínu sem annars ætti að vera að búa sér til framtíðarheimili. Og hver er staðan hjá ungu fólki með fjölþættan vanda? Er það ekki „allt í vinnslu“ líka? Við sjáum fréttir af fólki sem borið er út í stað þess að fólk sé varið og verndað.Það er gott og vel að unnið sé að hlutum en við viljum fara að sjá varanlegar breytingar.Klárum vinnuna strax. Og hlustum á unga fólkið okkar sem oftast þarf að heyra viðkvæðið: „Þetta er allt í vinnslu.“ Málþing Húsnæðishóps ÖBÍ um sama málefni verður á Grand Hótel í dag miðvikudag kl 15.30. Höfundur er formaður húsnæðishóps ÖBÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Málefni fatlaðs fólks Leigumarkaður Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Húsnæðisstaða fatlaðs fólks á Íslandi er ekki til fyrirmyndar og kannski er unga fólkið okkar sá hópur sem hvað helst finnur fyrir því í dag. Staða þeirra einkennist af vanefndum eða ófjármögnuðum aðgerðum sem leiða til þess að ákveðinn hópur er fastur í foreldrahúsum eða býr við óásættanlegan kost í einhvers konar samkrulli við annað fatlað fólk. Alltof mörg dæmi eru um að ungt fólk búi jafnvel inn á hjúkrunarheimilum í stað þess að fá að lifa með reisn í sínu húsnæði og skapa sér sitt heimili með viðunandi þjónustu heima. Þetta er jú „allt í vinnslu“. Samkvæmt rannsókn sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir húsnæðishóp ÖBÍ árið 2022 er verulegur munur á milli fatlaðs fólks og almennings þegar kemur að húsnæðismarkaðnum. 58% fatlaðs fólks býr í eigin húsnæði, sem er 20% minna en meðal landsmanna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 70% fatlaðs fólks sem bjó í eigin húsnæði var ekki með örorkumat þegar það eignaðist húsnæði sitt. 65% svarenda með 75% örorkumat fannst mjög eða frekar erfitt að fá leigt húsnæði á almennum markaði. Skortur á leiguhúsnæði og uppsprengt leiguverð spila þar lykilhlutverk. Aðeins 8% aðspurðra í könnuninni leigja félagslegt húsnæði á vegum sveitarfélaga og 3% hjá Brynju leigufélagi. Þar er biðin eftir félagslegu leiguhúsnæði oft löng og ströng og dæmi eru um að fatlað fólk hafi neyðst til að flytja inn á ættingja eða orðið heimilislaust. Af þeim sem voru á biðlista eftir félagslegu húsnæði höfðu 58% verið á biðlista í þrjú ár eða lengur.Þetta sýnir að fólk sem er á örorkumati á mun erfiðara uppdráttar á húsnæðismarkaðnum og á erfiðara með að komast inn á eignarmarkaðinn samanborið við almenning. Hlutfallið er enn lægra meðal þeirra sem hafa lágar tekjur eða eru með ákveðna tegund fötlunar. Biðlistar í kerfinu þykja allt of sjálfsagðir þegar kemur að þessu og þarf unga fólkið að bíða jafnvel svo árum skiptir eftir NPA-þjónustu til að geta sótt um húsnæði eða húsnæði við hæfi sem er ekki á lausu, er ekki til og því er sagt ítrekað að „þetta sé allt í vinnslu“. Dæmin eru allt of mörg. Við þekkjum til dæmis dæmi þess að húsnæðisúrræði henti ekki einstaklingi lengur og að í stað þess að gera breytingar á húsnæði sem miða að þörfum hans, þyki húsnæðisfélagi hins opinbera þægilegra fyrir sig að flytja einstaklinginn búferlum frekar. Einnig þekkjum við dæmi þess að þegar fólk er að gera stærstu fjárfestingu lífs síns með fasteignakaupum, þá virka öryggisstaðlar kannski ekki fyrir fatlaða manneskju; hún getur t.d. ekki nýtt brunaútgang eða annað sambærilegt, en slíkt er látið kyrrt liggja. Hennar líf virðist minna virði. Eða... „þetta er bara allt í vinnslu“. Við þekkjum líka dæmi þess að einstaklingur hefur ekki komist úr foreldrahúsum nema í gegnum langt og strangt kæruferli sem jafnvel hefur tekið áratug... enda alltaf „allt í vinnslu“. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem ríkisstjórnin hyggst lögfesta á næstunni (eða það á að vera í vinnslu), segir í 28. greininni um „viðunandi lífskjör og félagslega vernd“, að hið opinbera skuli sjá til þess að fötluðu fólki sé ekki mismunað þegar kemur að lífsviðurværi og húsnæði. Þar er ítrekað að fatlað fólk og fjölskyldur þeirra skuli njóta viðunandi lífskjara, fæðis, klæða og húsnæðis og til sífellt batnandi lífskjara, og skal ríkið gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja og stuðla að því að sá réttur verði að veruleika án mismununar á grundvelli fötlunar. Í sömu grein er ítrekað að gera skuli ráðstafanir til þess að tryggja fötluðu fólki aðgang að húsnæðiskerfi á vegum hins opinbera. Það liggur því í augum uppi að hið opinbera verður að bjóða fötluðu fólki upp á þessa félagslegu vernd í formi húsnæðis sem hentar þeim og/eða í formi lánskjara sem sniðin eru að þeirra launaveruleika, svo ekki verði mismunun á grundvelli fötlunar. Í rannsókninni sem húsnæðishópur ÖBÍ lét gera árið 2022 kom fram að ákveðnir hópar fatlaðs fólks eru verst staddir á húsnæðismarkaðnum. Það eru hópar fólks sem annað hvort fæðast með fötlun eða veikjast snemma á lífsleiðinni: fólk með þroskaröskun, fólk með einhverfu og fólk með geðfatlanir. Það er óásættanlegt að hópur ungs fólks sem glímir við fötlun þurfi líka að glíma við hökktandi og ómannúðleg kerfi, kerfi sem eiga að virka en eru endalaust „í vinnslu“. Hópur fólks sem þarf mest á því að halda að kerfin okkar virki og þau séu varin. Kerfin okkar eru líka samhangandi. Þetta er ekki bara spurning um að reka hér gott húsnæðiskerfi, heldur þarf heilbrigðis- og velferðarkerfið að virka einnig. Greiningarleysi getur tafið fyrir og skapað húsnæðisleysi; lélegt heilbrigðiskerfi og stíflur í kerfinu, svo sem biðlistar eftir greiningum og viðeigandi læknum, geta þýtt áraraðir þar sem fjölskyldur þurfa að sinna og halda uppi unga fólkinu sínu sem annars ætti að vera að búa sér til framtíðarheimili. Og hver er staðan hjá ungu fólki með fjölþættan vanda? Er það ekki „allt í vinnslu“ líka? Við sjáum fréttir af fólki sem borið er út í stað þess að fólk sé varið og verndað.Það er gott og vel að unnið sé að hlutum en við viljum fara að sjá varanlegar breytingar.Klárum vinnuna strax. Og hlustum á unga fólkið okkar sem oftast þarf að heyra viðkvæðið: „Þetta er allt í vinnslu.“ Málþing Húsnæðishóps ÖBÍ um sama málefni verður á Grand Hótel í dag miðvikudag kl 15.30. Höfundur er formaður húsnæðishóps ÖBÍ
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun