Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar 7. maí 2025 12:01 Það ríkir neyðarástand í málefnum barna og unglinga sem glíma við alvarlegan hegðunar- og geðrænan vanda hérlendis. Í dag eru Stuðlar eina vistunarúrræðið sem stendur til boða fyrir börn í slíkri stöðu og þar eru einungis örfá rými. Önnur sértæk úrræði bráðvantar og því eru börn annaðhvort vistuð í úrræðum sem henta ekki þeirra þörfum eða látin bíða án nokkurrar þjónustu. Í þessari stöðu hefur nýr barnamálaráðherra lýst því yfir að Háholt í Skagafirði komi ekki til greina sem meðferðarúrræði. Á meðan eru börn hýst í fangaklefum. Sérbyggt húsnæði sem nýtist strax Háholt var upphaflega byggt sem meðferðarheimili og var sérstaklega endurbætt árið 2014 fyrir vistun barna með alvarlegan hegðunarvanda. Sérfræðingar hafa bent á að með lágmarks viðbótum mætti opna húsið á ný og hefja þar brýna þjónustu. Eitt meðferðarúrræði dugar ekki öllum því börn eru með ólíkan bakgrunn, fjölbreyttan vanda og þar af leiðandi mismunandi þarfir. Það þarf úrræði sem eru sérsniðin með hag barnanna í forgrunni. Það hefur þingmaðurinn Jón Gnarr ítrekað bent á en hann hefur gert sér ferð í Háholt til að taka út húsnæðið og mæla með því sem hluta af lausninni. Ráðherra málaflokksins telur hinsvegar að fjarðlægðin frá höfuðborgarsvæðinu geri Háholt óhentugt. En með flugi til Akureyrar og stuttri akstursleið þaðan til Skagafjarðar ætti ferðatíminn ekki að vera hindrun. Fjarlægð getur að auki verið styrkleiki í meðferðarúrræði, sum börn þurfa ró og úrræði utan höfuðborgarsvæðisins geta rofið skaðleg tengsl. Háholt getur verið slíkt úrræði. Skýrsla stýrihóps kallar á aðgerðir Í skýrslu stýrihóps sem unnin var fyrir barna- og menntamálaráðherra árið 2022 kemur fram að yfir 120 börn þurfi á einhversskonar úrræðum að halda á hverjum tíma, þar á meðal meðferðarheimilum og vistheimilum. Skýrslan leggur ríka áherslu á að byggt verði upp fjölbreytt úrræði, m.a. meðferðarheimili fyrir börn með alvarlegan hegðunarvanda. Að opna Háholt á ný sem meðferðaúrræði gæti verið bæði hagkvæm og skjót lausn til að mæta þessari brýnu þörf. Húsnæðið er til staðar rétt eins og biðlistar eftir úrræðum eru líka til staðar. Í ljósi niðurstaðna skýrslunnar og raunverulegra þarfa barna með fjölþættan vanda, er með öllu ótækt að ríkið láti úrræði eins og Háholt standa autt meðan viðkvæmur hópur barna bíður eftir lausnum. Höfundur er oddviti VG og óháðra í Skagafirði og fyrrverandi starfsmaður Stuðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Vistheimili Skagafjörður Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Sjá meira
Það ríkir neyðarástand í málefnum barna og unglinga sem glíma við alvarlegan hegðunar- og geðrænan vanda hérlendis. Í dag eru Stuðlar eina vistunarúrræðið sem stendur til boða fyrir börn í slíkri stöðu og þar eru einungis örfá rými. Önnur sértæk úrræði bráðvantar og því eru börn annaðhvort vistuð í úrræðum sem henta ekki þeirra þörfum eða látin bíða án nokkurrar þjónustu. Í þessari stöðu hefur nýr barnamálaráðherra lýst því yfir að Háholt í Skagafirði komi ekki til greina sem meðferðarúrræði. Á meðan eru börn hýst í fangaklefum. Sérbyggt húsnæði sem nýtist strax Háholt var upphaflega byggt sem meðferðarheimili og var sérstaklega endurbætt árið 2014 fyrir vistun barna með alvarlegan hegðunarvanda. Sérfræðingar hafa bent á að með lágmarks viðbótum mætti opna húsið á ný og hefja þar brýna þjónustu. Eitt meðferðarúrræði dugar ekki öllum því börn eru með ólíkan bakgrunn, fjölbreyttan vanda og þar af leiðandi mismunandi þarfir. Það þarf úrræði sem eru sérsniðin með hag barnanna í forgrunni. Það hefur þingmaðurinn Jón Gnarr ítrekað bent á en hann hefur gert sér ferð í Háholt til að taka út húsnæðið og mæla með því sem hluta af lausninni. Ráðherra málaflokksins telur hinsvegar að fjarðlægðin frá höfuðborgarsvæðinu geri Háholt óhentugt. En með flugi til Akureyrar og stuttri akstursleið þaðan til Skagafjarðar ætti ferðatíminn ekki að vera hindrun. Fjarlægð getur að auki verið styrkleiki í meðferðarúrræði, sum börn þurfa ró og úrræði utan höfuðborgarsvæðisins geta rofið skaðleg tengsl. Háholt getur verið slíkt úrræði. Skýrsla stýrihóps kallar á aðgerðir Í skýrslu stýrihóps sem unnin var fyrir barna- og menntamálaráðherra árið 2022 kemur fram að yfir 120 börn þurfi á einhversskonar úrræðum að halda á hverjum tíma, þar á meðal meðferðarheimilum og vistheimilum. Skýrslan leggur ríka áherslu á að byggt verði upp fjölbreytt úrræði, m.a. meðferðarheimili fyrir börn með alvarlegan hegðunarvanda. Að opna Háholt á ný sem meðferðaúrræði gæti verið bæði hagkvæm og skjót lausn til að mæta þessari brýnu þörf. Húsnæðið er til staðar rétt eins og biðlistar eftir úrræðum eru líka til staðar. Í ljósi niðurstaðna skýrslunnar og raunverulegra þarfa barna með fjölþættan vanda, er með öllu ótækt að ríkið láti úrræði eins og Háholt standa autt meðan viðkvæmur hópur barna bíður eftir lausnum. Höfundur er oddviti VG og óháðra í Skagafirði og fyrrverandi starfsmaður Stuðla.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun