Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar 6. maí 2025 15:33 Frá 9. til 13. júní 2025 mun Frakkland í samstarfi við Kosta Ríka halda þriðju hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (UNOC3) í Nice. Á þessari mikilvægu ráðstefnu munu um 100 þjóðhöfðingjar og ríkisstjórnir koma saman, ásamt tugþúsundum vísindamanna, fræðimanna, fólki úr atvinnulífinu, aktívista og almennra borgara frá öllum heimshornum. Markmið Frakklands með þessari ráðstefnu er skýrt: að vernda hafið með áþreifanlegum aðgerðum. Hafið er okkar sameiginlega auðlind. Það nærir og verndar þjóðir okkar. Það vekur okkur til drauma og ferðalaga. Það veitir okkur sjálfbæra orku, viðskipti, auðlindir og óendanlega vísindalega þekkingu. Þriðjungur mannkyns reiðir sig á hafið um lífsviðurværi sitt, en þrátt fyrir það er það í hættu. Hafið er svæði sem er enn að mestu óþekkt og skortir alþjóðlega stjórnsýslu og fjármögnun sem nauðsynleg er til að varðveita það. Tölurnar eru áhyggjuefni: meira en átta milljónir tonna af plasti enda í hafinu árlega, samkvæmt rannsókn sem birt var í vísindaritinu Science. Auk þess þjáist meira en þriðjungur fiskistofna af ofveiði, á meðan súrnun sjávar, hækkandi sjávarborð og eyðilegging hafkerfa eykst, sem bein afleiðing loftslagsbreytinga. Við verðum að bregðast við núna. Meira en nokkru sinni fyrr verðum við að tryggja að fjölþjóðlegar aðgerðir séu í samræmi við þær áskoranir sem felast í að vernda hafið. Tíu árum eftir COP21 og Parísarsamkomulagið, sem setti bindandi alþjóðlegan ramma til að takmarka loftslagsbreytingar, er þriðja hafráðstefna Sameinuðu þjóðanna sögulegt tækifæri. „Nicesamningarnir um hafið“ geta myndað alþjóðlegan sáttmála um varðveislu og sjálfbæra nýtingu hafsins, í fullu samræmi við sjálfbær þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt voru árið 2015. Til að ná þessu markmiði þurfa viðræður í Nice að vera virkar og verkmiðaðar með það að markmiði að bæta stjórnsýslu, auka fjármögnun og auka þekkingu á hafinu. Þegar kemur að stjórnsýslu er samningurinn undir hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni í hafinu utan lögsögu ríkja (BBNJ-samningurinn) grundvallaratriði. Úthöfin, sem tekur yfir 60% af hafinu, er nú eina svæðið sem lýtur ekki alþjóðalögum. Skortur á eftirliti og sameiginlegum reglum veldur raunverulegu félagslegu og umhverfislegu hruni, með mikilli olíu- og plastmengun, ólöglegum og óreglulegum veiðiaðferðum og veiði á vernduðum spendýrum. Til að loka þessu lagalega tómarúmi þurfum við að tryggja að BBNJ-samningurinn verði staðfestur af 60 löndum svo hann geti tekið gildi. Verndun hafsins krefst bæði opinberrar sem og einkafjármögnunar og stuðnings við sjálfbært blátt hagkerfi. Til að geta haldið áfram að njóta þeirra stórkostlegu efnahagslegu tækifæra sem hafið býður upp á, þurfum við að tryggja að sjávarauðlindir geti endurnýjast. Í Nice verða kynntar nokkrar skuldbindingar fyrir alþjóðlega viðskipti, siglingar, ferðaþjónustu og fjárfestingar. Hafið hefur nært Ísland í gegnum aldirnar og lagt sitt af mörkum til nýlegrar velmegunar landsins. Ísland, sem hefur undirritað BBNJ-samninginn, er þjóð sem hefur sterka skuldbindingu til verndar hafinu og auðlindum þess og berst gegn plastmengun og ólöglegum veiðum. Fyrir Ísland er verndun hafsins einnig lykilatriði í þróun sjálfbærs blás hagkerfis. Samningurinn mun einnig stuðla að fæðuöryggi í heiminum með svokölluðum „bláum mat“, þar sem nýsköpun og vísindi eru virkjuð til að styðja við ábyrga nýtingu auðlinda sjávar — eins og sést hér á Íslandi í starfsemi Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði sem stuðlar að sjálfbærri og arðbærri stjórn fiskistofna. Að lokum, hvernig getum við verndað eitthvað sem við þekkjum ekki – eða þekkjum ekki nægilega vel? Við þurfum að auka þekkingu okkar á hafinu og dreifa henni betur. Í dag getum við kortlagt yfirborð tunglsins eða Mars, en dýptir hafsins – sem þekja 70% af yfirborði jarðar – eru enn óþekktar. Við verðum því í sameiningu að nýta vísindi, nýsköpun og menntun til að skilja hafið betur og til almennrar vitundarvakningar. Í ljósi sífellt hraðari loftslagsbreytinga og ofnýtingar sjávarauðlinda er hafið einstakt mál. Það snertir alla. Í samhengi þar sem fjölþjóðahyggja er áskorun, megum við ekki gleyma sameiginlegri ábyrgð okkar. Hafið er alheimstenging, sem er grundvallaratriði fyrir framtíð okkar. Sameiginlega getum við gert þriðju hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna að mikilvægum vendipunkti fyrir þjóðir okkar, komandi kynslóðir og plánetu okkar. Höfundur er sendiherra Frakklands á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafið Frakkland Vísindi Umhverfismál Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Frá 9. til 13. júní 2025 mun Frakkland í samstarfi við Kosta Ríka halda þriðju hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (UNOC3) í Nice. Á þessari mikilvægu ráðstefnu munu um 100 þjóðhöfðingjar og ríkisstjórnir koma saman, ásamt tugþúsundum vísindamanna, fræðimanna, fólki úr atvinnulífinu, aktívista og almennra borgara frá öllum heimshornum. Markmið Frakklands með þessari ráðstefnu er skýrt: að vernda hafið með áþreifanlegum aðgerðum. Hafið er okkar sameiginlega auðlind. Það nærir og verndar þjóðir okkar. Það vekur okkur til drauma og ferðalaga. Það veitir okkur sjálfbæra orku, viðskipti, auðlindir og óendanlega vísindalega þekkingu. Þriðjungur mannkyns reiðir sig á hafið um lífsviðurværi sitt, en þrátt fyrir það er það í hættu. Hafið er svæði sem er enn að mestu óþekkt og skortir alþjóðlega stjórnsýslu og fjármögnun sem nauðsynleg er til að varðveita það. Tölurnar eru áhyggjuefni: meira en átta milljónir tonna af plasti enda í hafinu árlega, samkvæmt rannsókn sem birt var í vísindaritinu Science. Auk þess þjáist meira en þriðjungur fiskistofna af ofveiði, á meðan súrnun sjávar, hækkandi sjávarborð og eyðilegging hafkerfa eykst, sem bein afleiðing loftslagsbreytinga. Við verðum að bregðast við núna. Meira en nokkru sinni fyrr verðum við að tryggja að fjölþjóðlegar aðgerðir séu í samræmi við þær áskoranir sem felast í að vernda hafið. Tíu árum eftir COP21 og Parísarsamkomulagið, sem setti bindandi alþjóðlegan ramma til að takmarka loftslagsbreytingar, er þriðja hafráðstefna Sameinuðu þjóðanna sögulegt tækifæri. „Nicesamningarnir um hafið“ geta myndað alþjóðlegan sáttmála um varðveislu og sjálfbæra nýtingu hafsins, í fullu samræmi við sjálfbær þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt voru árið 2015. Til að ná þessu markmiði þurfa viðræður í Nice að vera virkar og verkmiðaðar með það að markmiði að bæta stjórnsýslu, auka fjármögnun og auka þekkingu á hafinu. Þegar kemur að stjórnsýslu er samningurinn undir hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna um verndun og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni í hafinu utan lögsögu ríkja (BBNJ-samningurinn) grundvallaratriði. Úthöfin, sem tekur yfir 60% af hafinu, er nú eina svæðið sem lýtur ekki alþjóðalögum. Skortur á eftirliti og sameiginlegum reglum veldur raunverulegu félagslegu og umhverfislegu hruni, með mikilli olíu- og plastmengun, ólöglegum og óreglulegum veiðiaðferðum og veiði á vernduðum spendýrum. Til að loka þessu lagalega tómarúmi þurfum við að tryggja að BBNJ-samningurinn verði staðfestur af 60 löndum svo hann geti tekið gildi. Verndun hafsins krefst bæði opinberrar sem og einkafjármögnunar og stuðnings við sjálfbært blátt hagkerfi. Til að geta haldið áfram að njóta þeirra stórkostlegu efnahagslegu tækifæra sem hafið býður upp á, þurfum við að tryggja að sjávarauðlindir geti endurnýjast. Í Nice verða kynntar nokkrar skuldbindingar fyrir alþjóðlega viðskipti, siglingar, ferðaþjónustu og fjárfestingar. Hafið hefur nært Ísland í gegnum aldirnar og lagt sitt af mörkum til nýlegrar velmegunar landsins. Ísland, sem hefur undirritað BBNJ-samninginn, er þjóð sem hefur sterka skuldbindingu til verndar hafinu og auðlindum þess og berst gegn plastmengun og ólöglegum veiðum. Fyrir Ísland er verndun hafsins einnig lykilatriði í þróun sjálfbærs blás hagkerfis. Samningurinn mun einnig stuðla að fæðuöryggi í heiminum með svokölluðum „bláum mat“, þar sem nýsköpun og vísindi eru virkjuð til að styðja við ábyrga nýtingu auðlinda sjávar — eins og sést hér á Íslandi í starfsemi Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði sem stuðlar að sjálfbærri og arðbærri stjórn fiskistofna. Að lokum, hvernig getum við verndað eitthvað sem við þekkjum ekki – eða þekkjum ekki nægilega vel? Við þurfum að auka þekkingu okkar á hafinu og dreifa henni betur. Í dag getum við kortlagt yfirborð tunglsins eða Mars, en dýptir hafsins – sem þekja 70% af yfirborði jarðar – eru enn óþekktar. Við verðum því í sameiningu að nýta vísindi, nýsköpun og menntun til að skilja hafið betur og til almennrar vitundarvakningar. Í ljósi sífellt hraðari loftslagsbreytinga og ofnýtingar sjávarauðlinda er hafið einstakt mál. Það snertir alla. Í samhengi þar sem fjölþjóðahyggja er áskorun, megum við ekki gleyma sameiginlegri ábyrgð okkar. Hafið er alheimstenging, sem er grundvallaratriði fyrir framtíð okkar. Sameiginlega getum við gert þriðju hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna að mikilvægum vendipunkti fyrir þjóðir okkar, komandi kynslóðir og plánetu okkar. Höfundur er sendiherra Frakklands á Íslandi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun