Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson og Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifa 6. maí 2025 10:30 Það var sannkallað gleðiefni þegar skólamáltíðir grunnskóla urðu gjaldfrjálsar síðastliðið haust og öll börn eiga því kost á því í dag óháð efnahag að fá heita máltíð í hádeginu. Hjá mjög mörgum börnum er þetta aðalmáltíð dagsins og því ákaflega mikilvægt að í boði sé hollur og næringarríkur matur sem börnin vilja borða. Þetta er nú sem betur fer ekki í fyrsta skipti sem börnum er boðið upp á mat í skólum en hins vegar mjög gott tækifæri fyrir skóla og sveitarfélög til að fara yfir hvernig að framkvæmdinni er staðið í hverjum skóla fyrir sig. Í grunninn þurfum við að fylgja ráðleggingum landlæknis um mataræði. Í nýjustu ráðlegginunum er enn meiri áhersla lögð á neyslu á grænmeti og ávöxtum, fiski og baunum en ráðlagt er að minnka neyslu á rauðu kjöti. Jafnframt er mælt með að takmarka neyslu unninna kjötvara. Þetta er í fyrsta skipti sem ráðleggingarnar taka bæði mið af hollustu- og loftslagssjónarmiðum. Það vill svo vel til að holl fæða er jafnframt umhverfisvæn og leiðir til minni losunar gróðurhúsalofttegunda og vinnur þannig gegn hlýnun jarðar sem nú ógnar framtíð okkar. Í dag veldur matvælaframleiðsla og næringarvenjur um þriðjungi losunar CO2 af mannavöldum. Hollur og góður matur ýtir undir góðar neysluvenjur og eflir heilbrigði nemenda. Það er hins vegar ekki nóg að útbúa hollan mat ef enginn vill borða hann. Í mörgum skólum eru frábærir matreiðslumenn og matráðar sem kunna vel til verka en við þurfum líka skapa jákvætt andrúmsloft nemenda foreldra og starfsfólks í kringum matinn. Máltíðin í skólanum á að vera tilhlökkunarefni og jákvæð samverustund en ekki aðeins til að seðja sárasta hungrið. Þær geta verið vettvangur fyrir jákvæð samskipti milli nemenda og kennara og dregið úr einangrun. Með góðri skipulagningu er einnig hægt að tengja máltíðina við ýmsar kennslugreinar s.s. heimilisfræði, líffræði og landafræði og fá þannig jafnvel meiri tíma til að nýta í þessa mikilvægu samverustund. Fjár til gjaldfrjálsra skólamáltíða er því vel varið og ætti ekki að skoðast sem sóun. Menntavísindasvið H.Í. og Aldin, samtök eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá, standa fyrir málþingi um gjaldfrjálsar skólamáltíðir undir yfirskriftinni „Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna“ í Öskju húsi stofu N-132, þann 13. maí næst komandi kl 13 – 16:30. Á málþinginu verða fyrirlesarar úr ólíkum áttum og fjallað um margvíslegar leiðir til að þær gagnist sem best. Aðalfyrirlesari verður Päivi Palojoki frá Finnlandi en Finnar hafa verið í fararbroddi hvað varðar uppbyggilega umgjörð um skólamáltíðir. Við hvetjum sem flesta til að taka þátt í málþinginu en ekki síst skólafólk, foreldra og sveitarstjórnarmenn. Málþingið er öllum opið. Ludvig Guðmundsson læknir og félagi í AldinGuðrún E. Gunnarsdóttir matvælafræðingur og félagi í Aldin Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Það var sannkallað gleðiefni þegar skólamáltíðir grunnskóla urðu gjaldfrjálsar síðastliðið haust og öll börn eiga því kost á því í dag óháð efnahag að fá heita máltíð í hádeginu. Hjá mjög mörgum börnum er þetta aðalmáltíð dagsins og því ákaflega mikilvægt að í boði sé hollur og næringarríkur matur sem börnin vilja borða. Þetta er nú sem betur fer ekki í fyrsta skipti sem börnum er boðið upp á mat í skólum en hins vegar mjög gott tækifæri fyrir skóla og sveitarfélög til að fara yfir hvernig að framkvæmdinni er staðið í hverjum skóla fyrir sig. Í grunninn þurfum við að fylgja ráðleggingum landlæknis um mataræði. Í nýjustu ráðlegginunum er enn meiri áhersla lögð á neyslu á grænmeti og ávöxtum, fiski og baunum en ráðlagt er að minnka neyslu á rauðu kjöti. Jafnframt er mælt með að takmarka neyslu unninna kjötvara. Þetta er í fyrsta skipti sem ráðleggingarnar taka bæði mið af hollustu- og loftslagssjónarmiðum. Það vill svo vel til að holl fæða er jafnframt umhverfisvæn og leiðir til minni losunar gróðurhúsalofttegunda og vinnur þannig gegn hlýnun jarðar sem nú ógnar framtíð okkar. Í dag veldur matvælaframleiðsla og næringarvenjur um þriðjungi losunar CO2 af mannavöldum. Hollur og góður matur ýtir undir góðar neysluvenjur og eflir heilbrigði nemenda. Það er hins vegar ekki nóg að útbúa hollan mat ef enginn vill borða hann. Í mörgum skólum eru frábærir matreiðslumenn og matráðar sem kunna vel til verka en við þurfum líka skapa jákvætt andrúmsloft nemenda foreldra og starfsfólks í kringum matinn. Máltíðin í skólanum á að vera tilhlökkunarefni og jákvæð samverustund en ekki aðeins til að seðja sárasta hungrið. Þær geta verið vettvangur fyrir jákvæð samskipti milli nemenda og kennara og dregið úr einangrun. Með góðri skipulagningu er einnig hægt að tengja máltíðina við ýmsar kennslugreinar s.s. heimilisfræði, líffræði og landafræði og fá þannig jafnvel meiri tíma til að nýta í þessa mikilvægu samverustund. Fjár til gjaldfrjálsra skólamáltíða er því vel varið og ætti ekki að skoðast sem sóun. Menntavísindasvið H.Í. og Aldin, samtök eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá, standa fyrir málþingi um gjaldfrjálsar skólamáltíðir undir yfirskriftinni „Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna“ í Öskju húsi stofu N-132, þann 13. maí næst komandi kl 13 – 16:30. Á málþinginu verða fyrirlesarar úr ólíkum áttum og fjallað um margvíslegar leiðir til að þær gagnist sem best. Aðalfyrirlesari verður Päivi Palojoki frá Finnlandi en Finnar hafa verið í fararbroddi hvað varðar uppbyggilega umgjörð um skólamáltíðir. Við hvetjum sem flesta til að taka þátt í málþinginu en ekki síst skólafólk, foreldra og sveitarstjórnarmenn. Málþingið er öllum opið. Ludvig Guðmundsson læknir og félagi í AldinGuðrún E. Gunnarsdóttir matvælafræðingur og félagi í Aldin
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar