Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson og Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifa 6. maí 2025 10:30 Það var sannkallað gleðiefni þegar skólamáltíðir grunnskóla urðu gjaldfrjálsar síðastliðið haust og öll börn eiga því kost á því í dag óháð efnahag að fá heita máltíð í hádeginu. Hjá mjög mörgum börnum er þetta aðalmáltíð dagsins og því ákaflega mikilvægt að í boði sé hollur og næringarríkur matur sem börnin vilja borða. Þetta er nú sem betur fer ekki í fyrsta skipti sem börnum er boðið upp á mat í skólum en hins vegar mjög gott tækifæri fyrir skóla og sveitarfélög til að fara yfir hvernig að framkvæmdinni er staðið í hverjum skóla fyrir sig. Í grunninn þurfum við að fylgja ráðleggingum landlæknis um mataræði. Í nýjustu ráðlegginunum er enn meiri áhersla lögð á neyslu á grænmeti og ávöxtum, fiski og baunum en ráðlagt er að minnka neyslu á rauðu kjöti. Jafnframt er mælt með að takmarka neyslu unninna kjötvara. Þetta er í fyrsta skipti sem ráðleggingarnar taka bæði mið af hollustu- og loftslagssjónarmiðum. Það vill svo vel til að holl fæða er jafnframt umhverfisvæn og leiðir til minni losunar gróðurhúsalofttegunda og vinnur þannig gegn hlýnun jarðar sem nú ógnar framtíð okkar. Í dag veldur matvælaframleiðsla og næringarvenjur um þriðjungi losunar CO2 af mannavöldum. Hollur og góður matur ýtir undir góðar neysluvenjur og eflir heilbrigði nemenda. Það er hins vegar ekki nóg að útbúa hollan mat ef enginn vill borða hann. Í mörgum skólum eru frábærir matreiðslumenn og matráðar sem kunna vel til verka en við þurfum líka skapa jákvætt andrúmsloft nemenda foreldra og starfsfólks í kringum matinn. Máltíðin í skólanum á að vera tilhlökkunarefni og jákvæð samverustund en ekki aðeins til að seðja sárasta hungrið. Þær geta verið vettvangur fyrir jákvæð samskipti milli nemenda og kennara og dregið úr einangrun. Með góðri skipulagningu er einnig hægt að tengja máltíðina við ýmsar kennslugreinar s.s. heimilisfræði, líffræði og landafræði og fá þannig jafnvel meiri tíma til að nýta í þessa mikilvægu samverustund. Fjár til gjaldfrjálsra skólamáltíða er því vel varið og ætti ekki að skoðast sem sóun. Menntavísindasvið H.Í. og Aldin, samtök eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá, standa fyrir málþingi um gjaldfrjálsar skólamáltíðir undir yfirskriftinni „Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna“ í Öskju húsi stofu N-132, þann 13. maí næst komandi kl 13 – 16:30. Á málþinginu verða fyrirlesarar úr ólíkum áttum og fjallað um margvíslegar leiðir til að þær gagnist sem best. Aðalfyrirlesari verður Päivi Palojoki frá Finnlandi en Finnar hafa verið í fararbroddi hvað varðar uppbyggilega umgjörð um skólamáltíðir. Við hvetjum sem flesta til að taka þátt í málþinginu en ekki síst skólafólk, foreldra og sveitarstjórnarmenn. Málþingið er öllum opið. Ludvig Guðmundsson læknir og félagi í AldinGuðrún E. Gunnarsdóttir matvælafræðingur og félagi í Aldin Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það var sannkallað gleðiefni þegar skólamáltíðir grunnskóla urðu gjaldfrjálsar síðastliðið haust og öll börn eiga því kost á því í dag óháð efnahag að fá heita máltíð í hádeginu. Hjá mjög mörgum börnum er þetta aðalmáltíð dagsins og því ákaflega mikilvægt að í boði sé hollur og næringarríkur matur sem börnin vilja borða. Þetta er nú sem betur fer ekki í fyrsta skipti sem börnum er boðið upp á mat í skólum en hins vegar mjög gott tækifæri fyrir skóla og sveitarfélög til að fara yfir hvernig að framkvæmdinni er staðið í hverjum skóla fyrir sig. Í grunninn þurfum við að fylgja ráðleggingum landlæknis um mataræði. Í nýjustu ráðlegginunum er enn meiri áhersla lögð á neyslu á grænmeti og ávöxtum, fiski og baunum en ráðlagt er að minnka neyslu á rauðu kjöti. Jafnframt er mælt með að takmarka neyslu unninna kjötvara. Þetta er í fyrsta skipti sem ráðleggingarnar taka bæði mið af hollustu- og loftslagssjónarmiðum. Það vill svo vel til að holl fæða er jafnframt umhverfisvæn og leiðir til minni losunar gróðurhúsalofttegunda og vinnur þannig gegn hlýnun jarðar sem nú ógnar framtíð okkar. Í dag veldur matvælaframleiðsla og næringarvenjur um þriðjungi losunar CO2 af mannavöldum. Hollur og góður matur ýtir undir góðar neysluvenjur og eflir heilbrigði nemenda. Það er hins vegar ekki nóg að útbúa hollan mat ef enginn vill borða hann. Í mörgum skólum eru frábærir matreiðslumenn og matráðar sem kunna vel til verka en við þurfum líka skapa jákvætt andrúmsloft nemenda foreldra og starfsfólks í kringum matinn. Máltíðin í skólanum á að vera tilhlökkunarefni og jákvæð samverustund en ekki aðeins til að seðja sárasta hungrið. Þær geta verið vettvangur fyrir jákvæð samskipti milli nemenda og kennara og dregið úr einangrun. Með góðri skipulagningu er einnig hægt að tengja máltíðina við ýmsar kennslugreinar s.s. heimilisfræði, líffræði og landafræði og fá þannig jafnvel meiri tíma til að nýta í þessa mikilvægu samverustund. Fjár til gjaldfrjálsra skólamáltíða er því vel varið og ætti ekki að skoðast sem sóun. Menntavísindasvið H.Í. og Aldin, samtök eldri aðgerðarsinna gegn loftslagsvá, standa fyrir málþingi um gjaldfrjálsar skólamáltíðir undir yfirskriftinni „Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna“ í Öskju húsi stofu N-132, þann 13. maí næst komandi kl 13 – 16:30. Á málþinginu verða fyrirlesarar úr ólíkum áttum og fjallað um margvíslegar leiðir til að þær gagnist sem best. Aðalfyrirlesari verður Päivi Palojoki frá Finnlandi en Finnar hafa verið í fararbroddi hvað varðar uppbyggilega umgjörð um skólamáltíðir. Við hvetjum sem flesta til að taka þátt í málþinginu en ekki síst skólafólk, foreldra og sveitarstjórnarmenn. Málþingið er öllum opið. Ludvig Guðmundsson læknir og félagi í AldinGuðrún E. Gunnarsdóttir matvælafræðingur og félagi í Aldin
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun