Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar 6. maí 2025 10:02 Nýlega heimsótti ég Orkneyjar, norður af Skotlandi, til að skoða orkuinnviði og framleiðslu á orku í eyjasamfélagi í Norður-Atlantshafi. Með mér í för voru fulltrúar nokkurra af þeim stórnotendum raforku sem eru með starfsemi í Vestmannaeyjum sem og fulltrúar frá Umhverfis- og orkustofnun og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Líkindin gefa góð fyrirheit Markmið ferðarinnar var að skoða hvernig orkuframleiðsla, orkugeymsla og stjórnsýsla í orkumálum fer fram á Orkneyjum og í Skotlandi. Orkneyjar eru góður staður til að bera saman við Vestmannaeyjar, sama hvort horft er til landfræðilegrar legu, landslags, veðráttu og núverandi stöðu í orkumálum sem og þeirrar þróunnar sem kann að koma upp í framtíðinni. Á Orkneyjum fer fram talsverð vindorkuframleiðsla sem og að eyjarnar eru miðstöð rannsókna á sviði sjávarfalla- og ölduvirkjanna. Þegar þetta er skrifað geta orkumannvirki á eyjunum framleitt um 130% af orkuþörf samfélagsins. Við urðum margs vísari Hópurinn átti marga innihaldsríka fundi í ferðinni, m.a. með yfirvöldum á eyjunum sem horfa þessa daganna til gríðarmikillar uppbyggingar í vindorku sem og með The European Marine Energy Center (EMEC) sem heldur utan um helstu tilraunir er varða virkjun sjávarfallanna. Einnig hitti hópurinn mikilvæga þjónustu- og hagsmunaaðila í uppbyggingu grænna orkuinnviða. Þar má helst nefna Leask Marine sem þjónustar við uppsetningu og viðhald orkuinnviða á sjó sem og hafnaryfirvöld á Orkneyjum sem eru að vinna að metnaðarfullri uppbyggingu hafnarinnviða sem til að styðja við áætlanir um vindorkuver á sjó sem verð nokkur gígavött að stærð. Gott aðgengi að orku = öflugt samfélag Ferðin var liður í að finna leiðir til að bæta samkeppnishæfni Vestmannaeyja hvað varðar orkuöryggi og orkuverð. Hugmyndin að ferðinni kviknaði þegar ég sat í starfshóp sem Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði sem hafði það hlutverk að skoða leiðir til að efla samfélagið í Vestmannaeyjum á málefnasviðum ráðuneytisins. Lausnir munu finnast Ýmsar hugmyndir að lausnum kviknuðu í ferðinni sem munu nýtast í samtalinu um leysa þann vanda í orkumálum sem Vestmannaeyjar hafa glímt við undanfarin misseri. Lausnirnar þurfa að snúa að því hvernig við getum náð niður húshitunarkostnaði í Vestmannaeyjum sem eru á köldu svæði sem og hvernig við bætum aðgengi að grænni orku fyrir fiskvinnslur og landeldi á laxi. Þrátt fyrir að hér sé varmadælustöð af bestu gerð ræðst verð á hita af markaðsverði orku og himinháum flutningsgjöldum. Í fiskvinnslunum snýst þetta um að bæta aðgengi að grænni orku til að draga úr olíunotkun. Staðan sem er uppi hér í dag veikir samkeppnishæfni samfélagsins og rýrir verðmætasköpunina. Þess vegna ætlum við að finna lausnirnar. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum og 2. varaþingmaður flokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Orkumál Gísli Stefánsson Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega heimsótti ég Orkneyjar, norður af Skotlandi, til að skoða orkuinnviði og framleiðslu á orku í eyjasamfélagi í Norður-Atlantshafi. Með mér í för voru fulltrúar nokkurra af þeim stórnotendum raforku sem eru með starfsemi í Vestmannaeyjum sem og fulltrúar frá Umhverfis- og orkustofnun og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Líkindin gefa góð fyrirheit Markmið ferðarinnar var að skoða hvernig orkuframleiðsla, orkugeymsla og stjórnsýsla í orkumálum fer fram á Orkneyjum og í Skotlandi. Orkneyjar eru góður staður til að bera saman við Vestmannaeyjar, sama hvort horft er til landfræðilegrar legu, landslags, veðráttu og núverandi stöðu í orkumálum sem og þeirrar þróunnar sem kann að koma upp í framtíðinni. Á Orkneyjum fer fram talsverð vindorkuframleiðsla sem og að eyjarnar eru miðstöð rannsókna á sviði sjávarfalla- og ölduvirkjanna. Þegar þetta er skrifað geta orkumannvirki á eyjunum framleitt um 130% af orkuþörf samfélagsins. Við urðum margs vísari Hópurinn átti marga innihaldsríka fundi í ferðinni, m.a. með yfirvöldum á eyjunum sem horfa þessa daganna til gríðarmikillar uppbyggingar í vindorku sem og með The European Marine Energy Center (EMEC) sem heldur utan um helstu tilraunir er varða virkjun sjávarfallanna. Einnig hitti hópurinn mikilvæga þjónustu- og hagsmunaaðila í uppbyggingu grænna orkuinnviða. Þar má helst nefna Leask Marine sem þjónustar við uppsetningu og viðhald orkuinnviða á sjó sem og hafnaryfirvöld á Orkneyjum sem eru að vinna að metnaðarfullri uppbyggingu hafnarinnviða sem til að styðja við áætlanir um vindorkuver á sjó sem verð nokkur gígavött að stærð. Gott aðgengi að orku = öflugt samfélag Ferðin var liður í að finna leiðir til að bæta samkeppnishæfni Vestmannaeyja hvað varðar orkuöryggi og orkuverð. Hugmyndin að ferðinni kviknaði þegar ég sat í starfshóp sem Guðlaugur Þór Þórðarson fyrrverandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði sem hafði það hlutverk að skoða leiðir til að efla samfélagið í Vestmannaeyjum á málefnasviðum ráðuneytisins. Lausnir munu finnast Ýmsar hugmyndir að lausnum kviknuðu í ferðinni sem munu nýtast í samtalinu um leysa þann vanda í orkumálum sem Vestmannaeyjar hafa glímt við undanfarin misseri. Lausnirnar þurfa að snúa að því hvernig við getum náð niður húshitunarkostnaði í Vestmannaeyjum sem eru á köldu svæði sem og hvernig við bætum aðgengi að grænni orku fyrir fiskvinnslur og landeldi á laxi. Þrátt fyrir að hér sé varmadælustöð af bestu gerð ræðst verð á hita af markaðsverði orku og himinháum flutningsgjöldum. Í fiskvinnslunum snýst þetta um að bæta aðgengi að grænni orku til að draga úr olíunotkun. Staðan sem er uppi hér í dag veikir samkeppnishæfni samfélagsins og rýrir verðmætasköpunina. Þess vegna ætlum við að finna lausnirnar. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum og 2. varaþingmaður flokksins í Suðurkjördæmi.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun