Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar 5. maí 2025 13:31 Sú vegferð sem ég óttaðist að Sjálfstæðisflokkurinn myndi hefja er nú að verða að veruleika. Flokkurinn er byrjaður að leggja jarðveg fyrir einkavæðingu Bjargs íbúðafélags og Félagsbústaða, og beita sér markvisst gegn mikilvægri uppbyggingu þessara nauðsynlegu húsnæðislausna. Samkvæmt Ragnhildi Öldu, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, er húsnæðisstefna stjórnvalda „siðlaus" og henni hugnast ekki að borgin afhendi óhagnaðardrifnum leigufélögum „svona mikið af lóðum". Ég efast ekki um að Ragnhildur Alda meinar vel, en þessi orðræða er stórhættuleg í þeim skilningi að hún undirbýr jarðveg fyrir afnám eða veikingu félagslegra úrræða sem verja efnaminni einstaklinga og leigjendur gegn okri og óöryggi á húsnæðismarkaði. Þegar rætt er um að draga úr hlutverki óhagnaðardrifinna félaga og leggja þess í stað áherslu á að „hjálpa fólki að eignast", þá kann það að hljóma vel á yfirborðinu — en í samfélagi þar sem umtalsverður hluti almennings hefur ekki raunhæfa möguleika á fasteignakaupum, getur slík stefna í raun þýtt að tekjulægra fólk verði skilið eftir í enn verri aðstæðum eða neyðist út á almennan leigumarkað þar sem gróðahyggja ræður för. Í stað raunverulegs valfrelsis (að geta leigt á mannsæmandi kjörum eða keypt ef maður kýs það) verður niðurstaðan óhjákvæmilega sú að ákveðnir samfélagshópar hafa val, á meðan aðrir festast í viðvarandi óöryggi og skuldaklafa sem erfitt er að losna úr. Hvers vegna er þessi stefna hættuleg? Stefna sem leggur ofuráherslu á eignarhald á húsnæði nýtist fyrst og fremst efnameiri hópum samfélagsins. Þeir sem eru tekjulægri eða yngri hafa síður tækifæri til að eignast eigið heimili og sitja því eftir á kostnaðarsömum og ótryggilegum leigumarkaði. Félagslegt húsnæði veitir hins vegar ekki einungis skjól fyrir þá sem verst standa — það styrkir allan leigumarkaðinn með því að halda leiguverði í hóflegum skorðum og veita fólki raunverulegt val um búsetuform. Þegar dregið er úr félagslegum valkostum eykst þrýstingur á almenna markaðinn. Leigusalar fá þannig aukið svigrúm til að hækka leiguverð, en jafnframt festast margir leigjendur í langvarandi skuldaklafa þegar þeir neyðast til að kaupa fasteignir á fölskum forsendum um „frelsi til eignarhalds". Þetta getur einnig aukið á félagslega mismunun, þar sem eignamyndun verður að meginmælikvarða á samfélagsstöðu einstaklinga. Þetta er alls ekki ný stefna. Víða þar sem félagslegt húsnæði hefur verið einkavætt eða skorið niður hefur reynslan verið ótvíræð: aukinn ójöfnuður, skortur á öruggu húsnæði og vaxandi félagsleg útilokun. Í hnotskurn: Slík orðræða Viðskiptaráðs er ekki hlutlaus. Hún þjónar hagsmunum þeirra sem vilja veikja félagsleg úrræði og viðhalda hárri leigu og eignaverði — en hún vinnur gegn raunverulegu frelsi og öryggi fyrir almenning. Reykjavíkurborg hefur afhent Bjargi íbúðafélagi langflestar lóðir Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi þegar kemur að því að útvega Bjargi lóðir, enda hefur borgin verið undir stjórn jafnaðarmanna, frjálslyndra og félagshyggjuflokka. Önnur sveitarfélög, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, hafa ekki fylgt þessu mikilvæga fordæmi eða aðeins gert það í mjög takmörkuðum mæli með örfáum lóðarúthlutunum. Þrátt fyrir það eru Sjálfstæðismenn og fylgismenn þeirra í fjölmiðlum einstaklega ötulir við að gagnrýna borgina fyrir allt sem miður fer, oft með margvíslegum áróðursherferðum. Sjálfstæðismenn í borginni stefna ótvírætt að einkavæðingu innviða, leikskóla og útrýmingu félagslegra úrræða. Þess vegna er mikilvægt að halda þeim frá völdum. Reykjavíkurborg mun halda áfram að vera leiðandi Reykjavíkurborg hyggst reisa 9.300 íbúðir á næstu árum, þar sem um 35% verða byggðar af óhagnaðardrifnum íbúðafélögum eða verða félagslegt húsnæði – sem er nákvæmlega sú stefna sem ábyrg borg á að fylgja. Borgarfulltrúinn heldur því fram að þessi nálgun muni valda hærra fasteignaverði, auka ójöfnuð og stéttaskiptingu, sem er augljóslega fjarstæðukennd fullyrðing. Slíkur málflutningur borgarfulltrúans virðist beinlínis ætlaður til að greiða leið fyrir einkavæðingu, líkt og við höfum séð með hörmulegustu afleiðingum í Bretlandi undir stjórn Margaret Thatcher á níunda áratugnum og í Reykjavík þegar Davíð Oddsson lagði niður verkamannabústaðakerfið. Í báðum tilvikum jókst húsnæðisójöfnuður og stéttaskipting umtalsvert. Þegar borgarfulltrúinn notar hugtökin „ójöfnuður" og „stéttaskipting" í þessu samhengi eru þau notuð á hátt sem á ekkert skylt við raunveruleikann – því hér er í raun talað gegn jöfnuði og fyrir auknum stéttamun með því að gagnrýna Bjarg og félagslegar lausnir eins og félagsíbúðir og önnur óhagnaðardrifin leigufélög. Ég velti fyrir mér á hvaða villigötum borgarfulltrúinn er þegar haldið er fram að óhagnaðardrifin félög séu í raun hagnaðardrifin. Með slíkum fullyrðingum er vísvitandi verið að afbaka staðreyndir og blekkja almenning. Grundvallarmunurinn á Bjargi og hefðbundnum fasteignafélögum er einmitt sá að hagnaðurinn rennur ekki til fjárfesta og spákaupmanna, heldur beint aftur í að halda leiguverði niðri og fjármagna fleiri íbúðir fyrir þá sem þurfa á þeim að halda. Húsnæði eru mannréttindi, og Bjarg byggir á þeirri grundvallarhugmyndafræði sem og alþjóðlegum sáttmálum um félagsleg réttindi. Með fjölbreyttum húsnæðiskostum og sterkri félagslegri húsnæðisstefnu stuðlar Reykjavíkurborg að bættum lífsgæðum fyrir alla borgarbúa, óháð efnahag þeirra. Hverjir fá ekki lengur að græða? Hvað er á bakvið þetta tal? Ég spyr mig: Hverra hagsmuna er Sjálfstæðisflokkurinn og Viðskiptaráð raunverulega að gæta? Er það mögulega þannig að vinir og vandamenn fá ekki lengur að græða á lóðabraski? Sakna þau þess að geta úthlutað lóðum eftir hentugleika, þar sem útvöldum aðilum er gert kleift að hagnast umtalsvert? Liggur ekki beinast við að þessi stefna sé hönnuð til að tryggja að auðmenn og fasteignabraskarar geti keypt allt húsnæði upp og haldið almenningi föngnum í hinum grimma frjálsa leigumarkaði? Er það ekki kaldhæðnislegt að Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur árum og áratugum saman talað fyrir vali og frelsi einstaklingsins, beiti sér nú af fullum þunga gegn því að fólk hafi raunverulegt val um búsetuform? Flokkurinn virðist líta svo á að „frelsi" felist einungis í að kaupa húsnæði, þótt slíkur kostur sé í raun óframkvæmanlegur fyrir stóran hluta þjóðarinnar. Mikilvægi Bjargs Bjarg hefur verið himnasending fyrir þúsundir íbúa sem voru áður fastir á hinum miskunnarlausu frjálsa leigumarkaði, þar sem allt snýst um gróðamyndun og ekkert um öryggi leigjenda, þar sem manni getur verið hent út hvenær sem er eða íbúð seld undan manni – þetta er hinn svonefndi frjálsi leigumarkaður. Ég hef sjálfur upplifað áfallastreitu eftir mörg ár á þessum frjálsa leigumarkaði, þar til ég komst loksins í öruggt skjól. Er þetta ástand virkilega það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill viðhalda í samfélaginu? Að halda því fram að félagslegar íbúðir hækki verð á almennum markaði er þverstæðukennt, því það er einmitt skortur á félagslegum valkostum sem hefur ýtt húsnæðisverði upp á hættulegt stig. Trúir því raunverulega nokkur maður að fasteignaverð myndi lækka ef Bjarg og Félagsbústaðir hyrfu af markaðnum? Þessi hræðsluáróður væri hlægilegur ef hann væri ekki um leið stórhættulegur. Þetta er tilraun til að koma í veg fyrir metnaðarfull áform um fjölgun félagslegra úrræða á húsnæðismarkaði og koma óhagnaðardrifnu húsnæði á almennan markað svo auðmenn, fjársterkir aðilar, spákaupmenn og braskarar geti sölsað undir sig þessar íbúðir og níðst á leigjendum í örvæntingu. Við verðum að muna það, að þegar íhaldsmenn tala með þessum hætti þá liggur eitthvað annað að baki – það er ávallt einhver sem bíður eftir að fá að græða á gullgæsinni. Ég sé fyrir mér að félagar í Viðskiptaráði horfi á íbúðir Bjargs og Félagsbústaða eins og gullgæs sem bíður þess að verða einkavædd. Ég fyrir mitt leyti segi hiklaust nei takk. Blákaldur sannleikurinn er sá að ákveðnir valdamiklir hagsmunahópar í samfélagi okkar vilja útrýma öllum félagslegum húsnæðisúrræðum til að hækka verð á markaði og til að komast sjálfir að kjötkötlunum. Þeir vilja sjá okkur föst í ævilöngum skuldaklafa eða greiða okurleigu til æviloka. Ég get ekki betur séð en að það sé einmitt raunveruleg ástæða þess að Viðskiptaráð talar nú gegn Bjargi íbúðafélagi og öðrum óhagnaðardrifnum leigufélögum – þetta er yfirlýst stefna, falin á bak við fagurgala um „frelsi" og „sjálfbæran markað". Þeir eru farnir að sjá að núverandi ríkisstjórn og meirihluti borgarstjórnar eru að leggja grunn að auknum félagslegum lausnum, sem grefur undan tækifærum umbjóðenda Viðskiptaráðs til að geta grætt á lóðabraski, okurleigum og spákaupmennsku. Látum ekki blekkjast af þessum ódýra áróðri! Stefna sem hvetur til húsnæðiskaupa án félagslegra úrræða er í raun áhrifamesta leiðin til að halda húsnæðisverði háu – með því að lána fólki sem ekki hefur efni á því. Slík stefna leiðir óhjákvæmilega til eignartilfærslu frá tekjulágum, sem neyðast til að taka á sig 40 ára skuldir, til þeirra sem þegar eru efnaðir og eiga eignir. Staðreyndin er óumdeild: Það eru ekki allir fæddir með silfurskeið í munninum eða inn í ríka fjölskyldu sem getur keypt þeim íbúð. Og það er einnig fjöldi fólks sem kýs einfaldlega að leigja – og þá eiga sanngjörn og örugg leiguúrræði að vera í boði. Þetta snýst um raunverulegt val og raunverulegt frelsi einstaklingsins. Við höfum séð og heyrt þetta stef áður. Útrýma öllum félagslegum íbúðum og íbúðum í eigu stéttarfélaga, svo húsnæðisverð hækki enn frekar, færa eignir frá verndaða kerfinu yfir á almenna markaðinn svo fjárfestar og spákaupsmenn geti keypt þær upp og leigt á okurverði. Þannig verða leigjendur fastir á ómanneskjulegum, sálardrepandi leigumarkaði — því miður svo alltof týpískt íslenskt. Þarna er spilað inn á tilfinningar og reiði fólks með orðum á borð við: „Eru skattpeningar þínir að fara í að byggja íbúðir handa lágtekjufólki?" Við höfum svo sannarlega verið hér áður. Hvernig vinna þau þetta? Hvernig virkar þessi áætlun í reynd? Jú, með því að "gefa fólki val" á að eignast íbúðina sína. Einhvern tímann munu einhverjir selja og þá mun þessi íbúð, sem var áður í eigu Félagsbústaða eða Bjargs, fara inn á almenna markaðinn þar sem fjársterkir aðilar geta keypt hana. Þannig verður þetta eins og dómínóáhrif – smátt og smátt munu íbúðir Bjargs og Félagsbústaða færast inn á almenna markaðinn þar sem hagnaðardrifin leigufélög og fjársterkir einstaklingar geta sölsað undir sig íbúðirnar. Þetta gerðist til dæmis í Bretlandi með "Right to Buy" stefnu Thatcher-stjórnarinnar. Ferlið virkar í grunninn svona: Upphafleg hugmynd: Íbúar í félagslegum íbúðum fá tækifæri til að kaupa íbúðina sína, oft með afslætti. Fyrsta skrefið: Einhverjir íbúar nýta sér þennan möguleika og breyta félagslegum leiguíbúðum í einkaeignir. Framvindan: Þegar þessir eigendur selja síðar meir, fara íbúðirnar inn á almenna markaðinn þar sem þær geta verið keyptar af hverjum sem er - þar með talið fjárfestum og leigufélögum. Langtímaáhrif: Smám saman minnkar stofn félagslegra íbúða, og ef ekki er fjárfest í nýjum félagslegum íbúðum á móti, dregur úr framboði þeirra. Þetta getur leitt til þess að með tímanum fækki félagslegum íbúðum og stærri hluti íbúða fari á almennan markað. Rannsóknir frá löndum eins og Bretlandi hafa sýnt að þar sem þessu var ekki mætt með uppbyggingu nýrra félagslegra íbúða, dró verulega úr framboði þeirra. Niðurstaðan? Búið að útrýma Félagsbústöðum og Bjargi með skipulögðum hætti, og ekkert annað kemur í staðinn. Engar félagslegar íbúðir eru í boði lengur – eða þær eru orðnar svo fáar að þær hafa engin raunveruleg áhrif á markaðinn – og Bjarg er ekki lengur til. Þetta er ekkert annað en kerfisbundin aðför að félagslegum húsnæðisúrræðum og öryggi almennings undir fölsku yfirskini valfrelsis. Kæri lesandi, við verðum að hætta að falla fyrir svona tali. Þetta er allt skipulagt. Kveðja, Íbúi hjá Bjargi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Freyr Öfjörð Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Sú vegferð sem ég óttaðist að Sjálfstæðisflokkurinn myndi hefja er nú að verða að veruleika. Flokkurinn er byrjaður að leggja jarðveg fyrir einkavæðingu Bjargs íbúðafélags og Félagsbústaða, og beita sér markvisst gegn mikilvægri uppbyggingu þessara nauðsynlegu húsnæðislausna. Samkvæmt Ragnhildi Öldu, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, er húsnæðisstefna stjórnvalda „siðlaus" og henni hugnast ekki að borgin afhendi óhagnaðardrifnum leigufélögum „svona mikið af lóðum". Ég efast ekki um að Ragnhildur Alda meinar vel, en þessi orðræða er stórhættuleg í þeim skilningi að hún undirbýr jarðveg fyrir afnám eða veikingu félagslegra úrræða sem verja efnaminni einstaklinga og leigjendur gegn okri og óöryggi á húsnæðismarkaði. Þegar rætt er um að draga úr hlutverki óhagnaðardrifinna félaga og leggja þess í stað áherslu á að „hjálpa fólki að eignast", þá kann það að hljóma vel á yfirborðinu — en í samfélagi þar sem umtalsverður hluti almennings hefur ekki raunhæfa möguleika á fasteignakaupum, getur slík stefna í raun þýtt að tekjulægra fólk verði skilið eftir í enn verri aðstæðum eða neyðist út á almennan leigumarkað þar sem gróðahyggja ræður för. Í stað raunverulegs valfrelsis (að geta leigt á mannsæmandi kjörum eða keypt ef maður kýs það) verður niðurstaðan óhjákvæmilega sú að ákveðnir samfélagshópar hafa val, á meðan aðrir festast í viðvarandi óöryggi og skuldaklafa sem erfitt er að losna úr. Hvers vegna er þessi stefna hættuleg? Stefna sem leggur ofuráherslu á eignarhald á húsnæði nýtist fyrst og fremst efnameiri hópum samfélagsins. Þeir sem eru tekjulægri eða yngri hafa síður tækifæri til að eignast eigið heimili og sitja því eftir á kostnaðarsömum og ótryggilegum leigumarkaði. Félagslegt húsnæði veitir hins vegar ekki einungis skjól fyrir þá sem verst standa — það styrkir allan leigumarkaðinn með því að halda leiguverði í hóflegum skorðum og veita fólki raunverulegt val um búsetuform. Þegar dregið er úr félagslegum valkostum eykst þrýstingur á almenna markaðinn. Leigusalar fá þannig aukið svigrúm til að hækka leiguverð, en jafnframt festast margir leigjendur í langvarandi skuldaklafa þegar þeir neyðast til að kaupa fasteignir á fölskum forsendum um „frelsi til eignarhalds". Þetta getur einnig aukið á félagslega mismunun, þar sem eignamyndun verður að meginmælikvarða á samfélagsstöðu einstaklinga. Þetta er alls ekki ný stefna. Víða þar sem félagslegt húsnæði hefur verið einkavætt eða skorið niður hefur reynslan verið ótvíræð: aukinn ójöfnuður, skortur á öruggu húsnæði og vaxandi félagsleg útilokun. Í hnotskurn: Slík orðræða Viðskiptaráðs er ekki hlutlaus. Hún þjónar hagsmunum þeirra sem vilja veikja félagsleg úrræði og viðhalda hárri leigu og eignaverði — en hún vinnur gegn raunverulegu frelsi og öryggi fyrir almenning. Reykjavíkurborg hefur afhent Bjargi íbúðafélagi langflestar lóðir Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi þegar kemur að því að útvega Bjargi lóðir, enda hefur borgin verið undir stjórn jafnaðarmanna, frjálslyndra og félagshyggjuflokka. Önnur sveitarfélög, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, hafa ekki fylgt þessu mikilvæga fordæmi eða aðeins gert það í mjög takmörkuðum mæli með örfáum lóðarúthlutunum. Þrátt fyrir það eru Sjálfstæðismenn og fylgismenn þeirra í fjölmiðlum einstaklega ötulir við að gagnrýna borgina fyrir allt sem miður fer, oft með margvíslegum áróðursherferðum. Sjálfstæðismenn í borginni stefna ótvírætt að einkavæðingu innviða, leikskóla og útrýmingu félagslegra úrræða. Þess vegna er mikilvægt að halda þeim frá völdum. Reykjavíkurborg mun halda áfram að vera leiðandi Reykjavíkurborg hyggst reisa 9.300 íbúðir á næstu árum, þar sem um 35% verða byggðar af óhagnaðardrifnum íbúðafélögum eða verða félagslegt húsnæði – sem er nákvæmlega sú stefna sem ábyrg borg á að fylgja. Borgarfulltrúinn heldur því fram að þessi nálgun muni valda hærra fasteignaverði, auka ójöfnuð og stéttaskiptingu, sem er augljóslega fjarstæðukennd fullyrðing. Slíkur málflutningur borgarfulltrúans virðist beinlínis ætlaður til að greiða leið fyrir einkavæðingu, líkt og við höfum séð með hörmulegustu afleiðingum í Bretlandi undir stjórn Margaret Thatcher á níunda áratugnum og í Reykjavík þegar Davíð Oddsson lagði niður verkamannabústaðakerfið. Í báðum tilvikum jókst húsnæðisójöfnuður og stéttaskipting umtalsvert. Þegar borgarfulltrúinn notar hugtökin „ójöfnuður" og „stéttaskipting" í þessu samhengi eru þau notuð á hátt sem á ekkert skylt við raunveruleikann – því hér er í raun talað gegn jöfnuði og fyrir auknum stéttamun með því að gagnrýna Bjarg og félagslegar lausnir eins og félagsíbúðir og önnur óhagnaðardrifin leigufélög. Ég velti fyrir mér á hvaða villigötum borgarfulltrúinn er þegar haldið er fram að óhagnaðardrifin félög séu í raun hagnaðardrifin. Með slíkum fullyrðingum er vísvitandi verið að afbaka staðreyndir og blekkja almenning. Grundvallarmunurinn á Bjargi og hefðbundnum fasteignafélögum er einmitt sá að hagnaðurinn rennur ekki til fjárfesta og spákaupmanna, heldur beint aftur í að halda leiguverði niðri og fjármagna fleiri íbúðir fyrir þá sem þurfa á þeim að halda. Húsnæði eru mannréttindi, og Bjarg byggir á þeirri grundvallarhugmyndafræði sem og alþjóðlegum sáttmálum um félagsleg réttindi. Með fjölbreyttum húsnæðiskostum og sterkri félagslegri húsnæðisstefnu stuðlar Reykjavíkurborg að bættum lífsgæðum fyrir alla borgarbúa, óháð efnahag þeirra. Hverjir fá ekki lengur að græða? Hvað er á bakvið þetta tal? Ég spyr mig: Hverra hagsmuna er Sjálfstæðisflokkurinn og Viðskiptaráð raunverulega að gæta? Er það mögulega þannig að vinir og vandamenn fá ekki lengur að græða á lóðabraski? Sakna þau þess að geta úthlutað lóðum eftir hentugleika, þar sem útvöldum aðilum er gert kleift að hagnast umtalsvert? Liggur ekki beinast við að þessi stefna sé hönnuð til að tryggja að auðmenn og fasteignabraskarar geti keypt allt húsnæði upp og haldið almenningi föngnum í hinum grimma frjálsa leigumarkaði? Er það ekki kaldhæðnislegt að Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur árum og áratugum saman talað fyrir vali og frelsi einstaklingsins, beiti sér nú af fullum þunga gegn því að fólk hafi raunverulegt val um búsetuform? Flokkurinn virðist líta svo á að „frelsi" felist einungis í að kaupa húsnæði, þótt slíkur kostur sé í raun óframkvæmanlegur fyrir stóran hluta þjóðarinnar. Mikilvægi Bjargs Bjarg hefur verið himnasending fyrir þúsundir íbúa sem voru áður fastir á hinum miskunnarlausu frjálsa leigumarkaði, þar sem allt snýst um gróðamyndun og ekkert um öryggi leigjenda, þar sem manni getur verið hent út hvenær sem er eða íbúð seld undan manni – þetta er hinn svonefndi frjálsi leigumarkaður. Ég hef sjálfur upplifað áfallastreitu eftir mörg ár á þessum frjálsa leigumarkaði, þar til ég komst loksins í öruggt skjól. Er þetta ástand virkilega það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill viðhalda í samfélaginu? Að halda því fram að félagslegar íbúðir hækki verð á almennum markaði er þverstæðukennt, því það er einmitt skortur á félagslegum valkostum sem hefur ýtt húsnæðisverði upp á hættulegt stig. Trúir því raunverulega nokkur maður að fasteignaverð myndi lækka ef Bjarg og Félagsbústaðir hyrfu af markaðnum? Þessi hræðsluáróður væri hlægilegur ef hann væri ekki um leið stórhættulegur. Þetta er tilraun til að koma í veg fyrir metnaðarfull áform um fjölgun félagslegra úrræða á húsnæðismarkaði og koma óhagnaðardrifnu húsnæði á almennan markað svo auðmenn, fjársterkir aðilar, spákaupmenn og braskarar geti sölsað undir sig þessar íbúðir og níðst á leigjendum í örvæntingu. Við verðum að muna það, að þegar íhaldsmenn tala með þessum hætti þá liggur eitthvað annað að baki – það er ávallt einhver sem bíður eftir að fá að græða á gullgæsinni. Ég sé fyrir mér að félagar í Viðskiptaráði horfi á íbúðir Bjargs og Félagsbústaða eins og gullgæs sem bíður þess að verða einkavædd. Ég fyrir mitt leyti segi hiklaust nei takk. Blákaldur sannleikurinn er sá að ákveðnir valdamiklir hagsmunahópar í samfélagi okkar vilja útrýma öllum félagslegum húsnæðisúrræðum til að hækka verð á markaði og til að komast sjálfir að kjötkötlunum. Þeir vilja sjá okkur föst í ævilöngum skuldaklafa eða greiða okurleigu til æviloka. Ég get ekki betur séð en að það sé einmitt raunveruleg ástæða þess að Viðskiptaráð talar nú gegn Bjargi íbúðafélagi og öðrum óhagnaðardrifnum leigufélögum – þetta er yfirlýst stefna, falin á bak við fagurgala um „frelsi" og „sjálfbæran markað". Þeir eru farnir að sjá að núverandi ríkisstjórn og meirihluti borgarstjórnar eru að leggja grunn að auknum félagslegum lausnum, sem grefur undan tækifærum umbjóðenda Viðskiptaráðs til að geta grætt á lóðabraski, okurleigum og spákaupmennsku. Látum ekki blekkjast af þessum ódýra áróðri! Stefna sem hvetur til húsnæðiskaupa án félagslegra úrræða er í raun áhrifamesta leiðin til að halda húsnæðisverði háu – með því að lána fólki sem ekki hefur efni á því. Slík stefna leiðir óhjákvæmilega til eignartilfærslu frá tekjulágum, sem neyðast til að taka á sig 40 ára skuldir, til þeirra sem þegar eru efnaðir og eiga eignir. Staðreyndin er óumdeild: Það eru ekki allir fæddir með silfurskeið í munninum eða inn í ríka fjölskyldu sem getur keypt þeim íbúð. Og það er einnig fjöldi fólks sem kýs einfaldlega að leigja – og þá eiga sanngjörn og örugg leiguúrræði að vera í boði. Þetta snýst um raunverulegt val og raunverulegt frelsi einstaklingsins. Við höfum séð og heyrt þetta stef áður. Útrýma öllum félagslegum íbúðum og íbúðum í eigu stéttarfélaga, svo húsnæðisverð hækki enn frekar, færa eignir frá verndaða kerfinu yfir á almenna markaðinn svo fjárfestar og spákaupsmenn geti keypt þær upp og leigt á okurverði. Þannig verða leigjendur fastir á ómanneskjulegum, sálardrepandi leigumarkaði — því miður svo alltof týpískt íslenskt. Þarna er spilað inn á tilfinningar og reiði fólks með orðum á borð við: „Eru skattpeningar þínir að fara í að byggja íbúðir handa lágtekjufólki?" Við höfum svo sannarlega verið hér áður. Hvernig vinna þau þetta? Hvernig virkar þessi áætlun í reynd? Jú, með því að "gefa fólki val" á að eignast íbúðina sína. Einhvern tímann munu einhverjir selja og þá mun þessi íbúð, sem var áður í eigu Félagsbústaða eða Bjargs, fara inn á almenna markaðinn þar sem fjársterkir aðilar geta keypt hana. Þannig verður þetta eins og dómínóáhrif – smátt og smátt munu íbúðir Bjargs og Félagsbústaða færast inn á almenna markaðinn þar sem hagnaðardrifin leigufélög og fjársterkir einstaklingar geta sölsað undir sig íbúðirnar. Þetta gerðist til dæmis í Bretlandi með "Right to Buy" stefnu Thatcher-stjórnarinnar. Ferlið virkar í grunninn svona: Upphafleg hugmynd: Íbúar í félagslegum íbúðum fá tækifæri til að kaupa íbúðina sína, oft með afslætti. Fyrsta skrefið: Einhverjir íbúar nýta sér þennan möguleika og breyta félagslegum leiguíbúðum í einkaeignir. Framvindan: Þegar þessir eigendur selja síðar meir, fara íbúðirnar inn á almenna markaðinn þar sem þær geta verið keyptar af hverjum sem er - þar með talið fjárfestum og leigufélögum. Langtímaáhrif: Smám saman minnkar stofn félagslegra íbúða, og ef ekki er fjárfest í nýjum félagslegum íbúðum á móti, dregur úr framboði þeirra. Þetta getur leitt til þess að með tímanum fækki félagslegum íbúðum og stærri hluti íbúða fari á almennan markað. Rannsóknir frá löndum eins og Bretlandi hafa sýnt að þar sem þessu var ekki mætt með uppbyggingu nýrra félagslegra íbúða, dró verulega úr framboði þeirra. Niðurstaðan? Búið að útrýma Félagsbústöðum og Bjargi með skipulögðum hætti, og ekkert annað kemur í staðinn. Engar félagslegar íbúðir eru í boði lengur – eða þær eru orðnar svo fáar að þær hafa engin raunveruleg áhrif á markaðinn – og Bjarg er ekki lengur til. Þetta er ekkert annað en kerfisbundin aðför að félagslegum húsnæðisúrræðum og öryggi almennings undir fölsku yfirskini valfrelsis. Kæri lesandi, við verðum að hætta að falla fyrir svona tali. Þetta er allt skipulagt. Kveðja, Íbúi hjá Bjargi
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun