Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar 5. maí 2025 10:17 Francesca Albanese, sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um hernumin palestínsk svæði, hefur hvatt til þess að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og aðrir háttsettir embættismenn ESB verði sóttir til saka fyrir hlutdeild í stríðsglæpum sem framdir eru í árás Ísraels á Gaza. Í einkaviðtali við blaðið The Intercept sagði Albanese að pólitískur og diplómatískur stuðningur þeirra við hernað Ísraels jafngildi aðstoð og stuðningi við stríðglæpi samkvæmt alþjóðalögum. „Þau verða að skilja að friðhelgi [stjórnarerindreka] getur ekki jafngilt refsileysi,“ sagði Albanese. „Ég er ekki meðal þeirra sem segja: „Sagan mun dæma þau“ – þau verður að dæma fyrir þann tíma.“ Alþjóðlega friðarrannsóknastofnunin í Genf (GIPRI) og samtök franskra lögfræðinga (CJRF) hafa lagt fram kæru hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum (ICC) gegn Ursulu von der Leyen, fyrir hlutdeild í stríðsglæpum í Gaza, þar sem æðstu embættismenn ESB eru ákærðir, þar á meðal er Kaja Kallas, utanríkismálastjóri, fyrir að styðja stríðsglæpi og þjóðarmorð Ísraels þrátt fyrir alþjóðlegar lagalegar skyldur um að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Ursula von der Leyen hefur verið einörð stuðningskona Ísraels. Þegar Ísrael fagnaði 75 ára stofnafmæli ríkisins í apríl 2023 á landi Palestínu sagði hún að gyðingar hefðu byggt upp „lifandi lýðræði í landinu sem guð gaf þeim (The Promised Land)“. Hún ræddi einnig um „sameiginlega menningu og gildi Evrópu og Ísraels“ og að „frelsi þitt (Ísrael) er frelsi okkar“. En hún minntist ekki einu orði á fólkið sem síonistarnir hröktu frá heimilum sínum og stálu landi þeirra. Í ávarpi vegna 7. október 2023 sagði Ursula von der Leyen að Hamas hefði „kveikt ofbeldisspriral sem hefur leitt allt svæðið í ástand mikilla spennu og óstöðugleika.“ Sem fyrr, ekki orð um orsökina; glæpi síonistanna, þjóðernishreinsanir í 75 ár. Dr Salman Abu Sitta, palestínskur baráttumaður, skrifaði opið bréf til Ursulu þegar hún flutti síonistunum árnaðaróskir sínar: „Þú óskaðir Ísrael til hamingju með 75 ára tilvist á landsvæði sem er 20.500 km², sem er 78% af Palestínu. Ekki einn einasti ferkílómetri af þessu svæði er fenginn með löglegum eða réttlátum hætti. Sex prósent voru fengin með sviksamlegri samvinnu við Breta og 72% með hernaðarlegum landvinningum. Hvernig gast þú óskað slíkum aðilum til hamingju; fólki sem tók þetta land með því að úthella blóði saklausra?“ Stjórnvöld Vesturlanda sem hafa stutt þjóðarmorð Ísraels í Palestínu munu uppskera eins og þau hafa sáð. Morð á börnum, á ungabörnum, eru látin viðgangast, sveltistefna Ísraels sem hefur þegar drepið tugi barna er í umboði Bandaríkjanna, Þýskalands ofl ríkja - sem hafa sent Ísraelsher vopn til að drepa börnin. Börn sem eru þegar veik fyrir vegna skorts á lífsnauðsynjum og heilbrigðisþjónustu. Skráð dauðsföll barna nálgast tuttugu þúsund, þúsundir þeirra munu deyja á næstu dögum og vikum. Með stuðningi við þjóðarmorðið, ýmist með beinum stuðningi eða með aðgerðaleysi, eru vestræn stjórnvöld samsek. Þjóðarmorð framið í allra augsýn mun ekki falla í gleymsku, dagur uppgjörsins mun koma. Nöfn ísraelsku hermannanna og stjórnenda þeirra eru þegar komin á skrá alþjóðastofnanna. Nöfn stjórnmálamannanna sem styðja þjóðarmorðið með aðgerðum eða aðgerðaleysi eru skráð á spjöld sögunnar. Hvoru megin ætla íslensk stjórnvöld að standa? BÖRNIN Á GAZA ERU OKKAR BÖRN! Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. https://www.youtube.com/watch?v=SV6RwmH09dA https://www.middleeastmonitor.com/20230430-an-open-letter-to-madame-ursula-von-der-leyen-president-of-the-european-commission/ chrome-extension://efaidnbmnnnibpcajpcglclefindmkaj/https://gipri.ch/wp-content/uploads/2024/05/Press-Release-GIPRI-CJRF-ICC-Ursula-von-der-Leyen.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Francesca Albanese, sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um hernumin palestínsk svæði, hefur hvatt til þess að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og aðrir háttsettir embættismenn ESB verði sóttir til saka fyrir hlutdeild í stríðsglæpum sem framdir eru í árás Ísraels á Gaza. Í einkaviðtali við blaðið The Intercept sagði Albanese að pólitískur og diplómatískur stuðningur þeirra við hernað Ísraels jafngildi aðstoð og stuðningi við stríðglæpi samkvæmt alþjóðalögum. „Þau verða að skilja að friðhelgi [stjórnarerindreka] getur ekki jafngilt refsileysi,“ sagði Albanese. „Ég er ekki meðal þeirra sem segja: „Sagan mun dæma þau“ – þau verður að dæma fyrir þann tíma.“ Alþjóðlega friðarrannsóknastofnunin í Genf (GIPRI) og samtök franskra lögfræðinga (CJRF) hafa lagt fram kæru hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum (ICC) gegn Ursulu von der Leyen, fyrir hlutdeild í stríðsglæpum í Gaza, þar sem æðstu embættismenn ESB eru ákærðir, þar á meðal er Kaja Kallas, utanríkismálastjóri, fyrir að styðja stríðsglæpi og þjóðarmorð Ísraels þrátt fyrir alþjóðlegar lagalegar skyldur um að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Ursula von der Leyen hefur verið einörð stuðningskona Ísraels. Þegar Ísrael fagnaði 75 ára stofnafmæli ríkisins í apríl 2023 á landi Palestínu sagði hún að gyðingar hefðu byggt upp „lifandi lýðræði í landinu sem guð gaf þeim (The Promised Land)“. Hún ræddi einnig um „sameiginlega menningu og gildi Evrópu og Ísraels“ og að „frelsi þitt (Ísrael) er frelsi okkar“. En hún minntist ekki einu orði á fólkið sem síonistarnir hröktu frá heimilum sínum og stálu landi þeirra. Í ávarpi vegna 7. október 2023 sagði Ursula von der Leyen að Hamas hefði „kveikt ofbeldisspriral sem hefur leitt allt svæðið í ástand mikilla spennu og óstöðugleika.“ Sem fyrr, ekki orð um orsökina; glæpi síonistanna, þjóðernishreinsanir í 75 ár. Dr Salman Abu Sitta, palestínskur baráttumaður, skrifaði opið bréf til Ursulu þegar hún flutti síonistunum árnaðaróskir sínar: „Þú óskaðir Ísrael til hamingju með 75 ára tilvist á landsvæði sem er 20.500 km², sem er 78% af Palestínu. Ekki einn einasti ferkílómetri af þessu svæði er fenginn með löglegum eða réttlátum hætti. Sex prósent voru fengin með sviksamlegri samvinnu við Breta og 72% með hernaðarlegum landvinningum. Hvernig gast þú óskað slíkum aðilum til hamingju; fólki sem tók þetta land með því að úthella blóði saklausra?“ Stjórnvöld Vesturlanda sem hafa stutt þjóðarmorð Ísraels í Palestínu munu uppskera eins og þau hafa sáð. Morð á börnum, á ungabörnum, eru látin viðgangast, sveltistefna Ísraels sem hefur þegar drepið tugi barna er í umboði Bandaríkjanna, Þýskalands ofl ríkja - sem hafa sent Ísraelsher vopn til að drepa börnin. Börn sem eru þegar veik fyrir vegna skorts á lífsnauðsynjum og heilbrigðisþjónustu. Skráð dauðsföll barna nálgast tuttugu þúsund, þúsundir þeirra munu deyja á næstu dögum og vikum. Með stuðningi við þjóðarmorðið, ýmist með beinum stuðningi eða með aðgerðaleysi, eru vestræn stjórnvöld samsek. Þjóðarmorð framið í allra augsýn mun ekki falla í gleymsku, dagur uppgjörsins mun koma. Nöfn ísraelsku hermannanna og stjórnenda þeirra eru þegar komin á skrá alþjóðastofnanna. Nöfn stjórnmálamannanna sem styðja þjóðarmorðið með aðgerðum eða aðgerðaleysi eru skráð á spjöld sögunnar. Hvoru megin ætla íslensk stjórnvöld að standa? BÖRNIN Á GAZA ERU OKKAR BÖRN! Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. https://www.youtube.com/watch?v=SV6RwmH09dA https://www.middleeastmonitor.com/20230430-an-open-letter-to-madame-ursula-von-der-leyen-president-of-the-european-commission/ chrome-extension://efaidnbmnnnibpcajpcglclefindmkaj/https://gipri.ch/wp-content/uploads/2024/05/Press-Release-GIPRI-CJRF-ICC-Ursula-von-der-Leyen.pdf
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar