Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. maí 2025 14:05 Miklar skemmdir urðu á heimilum fólks eftir jarðskjálftana 17. júní 2000 og aftur eftir skjálftann aðfaranótt 21. júní. Halldór Kolbeins „Skjálftasögur“ er verkefni á vegum Rangárþings ytra en sveitarfélagið óskar eftir sögum frá íbúum um afleiðingar og skemmdir af jarðskjálftunum 17. júní árið 2000. Miklar skemmdir urðu í Rangárvallasýslu í skjálftunum, sem voru tveir þennan dag, sá stærri mældist 6,6 á richter. Það er ótrúlegt en dagsatt en 17. júní næstkomandi eru 25 ár síðan að tveir stórir jarðskjálftar urðu á Suðurlandi, sem skildu eftir sig djúp spor í minni þeirra sem upplifðu þá. Sá fyrsti var af stærðinni 6,6 á richter en hann varð klukkan 15:40 en upptök hans voru austarlega í Holtum eða 9 km suður af Árnesi. Tveimur mínútum síðar reið yfir annar skjálfti, sem var 5,7 að stærð. Seinni stóri skjálftinn varð rúmum þremur sólarhringum síðar eða aðfaranótt 21. júní suðvestan við Hestfjall. Sá skjálfti mældist einnig 6,6 á richter og bætti við það tjón sem þegar hafði orðið. Rangárþing ytra hefur hleypt af stað verkefni, sem kallast „Skjálftasögur“ þar sem íbúar eru beðnir að segja frá sinni upplifun af jarðskjálftunum fyrir 25 árum. Sögurnar munu svo birtast á vefsíðunni Suðurlíf.is, þar sem sérstakt svæði hefur verið tileinkað verkefninu. Ösp Viðarsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra stýrir verkefninu. „Þetta er okkur öllum enn þá í fersku minni og það eiga allir hér á svæðinu og, sem upplifðu skjálftana sína skjálftasögu og okkur finnst mikilvægt að þetta varðveitist af því að þetta er að megninu til bara til í munnlegri geymd. Það er ekki búið að skrásetja þetta að neinu viti,“ segir Ösp. Ösp Viðarsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra, sem stýrir verkefninu „Skjálftasögur“. Vakni einhverjar spurningar er hægt að senda henni tölvupóst á netfangið osp@ry.isAðsend Áttu von á því að viðbrögðin verði góð? „Já, ég á svona frekar von á því af því að þeir, sem ég hef rætt við um þetta eru spenntir fyrir þessu og finnst þetta afar brýnt“, segir Ösp og bætir við. „Mig langar bara að óska eftir sögum frá, sem allra flestum og það á engin að líta á sínu sögu, sem eitthvað lítilvæga, þær skipta allar máli, við viljum heyra þær allar. Og við viljum heyra um hvernig þér leið þegar skjálftinn varð og líka allt, sem gerðist á eftir, hvernig var að koma heim og sjá allt í rúst. Hvernig leið þér, hver eftirköstin voru og allt þetta, við viljum bara heyra allskonar sögur.“ Mynd, sem RAX tók af heilmikilli sprungu, sem opnaðist eftir skjálftana 17. júní.Aðsend Sögurnar munu birtast á vefsíðunni Suðurlíf.is, þar sem sérstakt svæði hefur verið tileinkað verkefninu. Rangárþing ytra Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Það er ótrúlegt en dagsatt en 17. júní næstkomandi eru 25 ár síðan að tveir stórir jarðskjálftar urðu á Suðurlandi, sem skildu eftir sig djúp spor í minni þeirra sem upplifðu þá. Sá fyrsti var af stærðinni 6,6 á richter en hann varð klukkan 15:40 en upptök hans voru austarlega í Holtum eða 9 km suður af Árnesi. Tveimur mínútum síðar reið yfir annar skjálfti, sem var 5,7 að stærð. Seinni stóri skjálftinn varð rúmum þremur sólarhringum síðar eða aðfaranótt 21. júní suðvestan við Hestfjall. Sá skjálfti mældist einnig 6,6 á richter og bætti við það tjón sem þegar hafði orðið. Rangárþing ytra hefur hleypt af stað verkefni, sem kallast „Skjálftasögur“ þar sem íbúar eru beðnir að segja frá sinni upplifun af jarðskjálftunum fyrir 25 árum. Sögurnar munu svo birtast á vefsíðunni Suðurlíf.is, þar sem sérstakt svæði hefur verið tileinkað verkefninu. Ösp Viðarsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra stýrir verkefninu. „Þetta er okkur öllum enn þá í fersku minni og það eiga allir hér á svæðinu og, sem upplifðu skjálftana sína skjálftasögu og okkur finnst mikilvægt að þetta varðveitist af því að þetta er að megninu til bara til í munnlegri geymd. Það er ekki búið að skrásetja þetta að neinu viti,“ segir Ösp. Ösp Viðarsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra, sem stýrir verkefninu „Skjálftasögur“. Vakni einhverjar spurningar er hægt að senda henni tölvupóst á netfangið osp@ry.isAðsend Áttu von á því að viðbrögðin verði góð? „Já, ég á svona frekar von á því af því að þeir, sem ég hef rætt við um þetta eru spenntir fyrir þessu og finnst þetta afar brýnt“, segir Ösp og bætir við. „Mig langar bara að óska eftir sögum frá, sem allra flestum og það á engin að líta á sínu sögu, sem eitthvað lítilvæga, þær skipta allar máli, við viljum heyra þær allar. Og við viljum heyra um hvernig þér leið þegar skjálftinn varð og líka allt, sem gerðist á eftir, hvernig var að koma heim og sjá allt í rúst. Hvernig leið þér, hver eftirköstin voru og allt þetta, við viljum bara heyra allskonar sögur.“ Mynd, sem RAX tók af heilmikilli sprungu, sem opnaðist eftir skjálftana 17. júní.Aðsend Sögurnar munu birtast á vefsíðunni Suðurlíf.is, þar sem sérstakt svæði hefur verið tileinkað verkefninu.
Rangárþing ytra Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira