Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Atli Ísleifsson skrifar 2. maí 2025 08:34 Kári Stefánsson stofnaði Íslenska erfðagreiningu árið 1996. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Dr. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrick Sulem muni saman leiða starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar á Íslandi, en þau hafi bæði starfað hjá fyrirtækinu um langt árabil. Ekki hefur náðst í Kára Stefánsson, en samkvæmt heimildum fréttastofu er hann nú staddur í Kaliforníu. Tilkynningin var send frá almannatenglaskrifstofu, ekki fyrirtækinu sjálfu, og er ekkert haft eftir Kára sjálfum í tilkynningunni. Fyrir nánari upplýsingar er vísað á upplýsingafulltrúa Amgen. Dr. Unnur Þorsteinsdóttir. Unnur og Patrick taka við stjórnartaumum Í tilkynningunni segir að Unnur hafi starfað hjá Íslenskri erfðagreiningu frá árinu 2000 sem framkvæmdastjóri erfðarannsókna. „Hún er talin einn fremsti erfðafræðingur heims, brautryðjandi meðal kvenna í vísindum á heimsvísu, og var valin áhrifamesta vísindakona Evrópu af Research.com árið 2023. Hún er prófessor við læknadeild og starfaði sem forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands 2022- 2024. Patrick Sulem er læknir (M.D.) og hefur hann starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2002. Áður en hann tók við stöðu framkvæmdastjóra leiddi hann klínísk raðgreiningarverkefni (Clinical Sequencing) hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hann er sérhæfður í faraldsfræði og lýðheilsu og hefur hann verið þátttakandi í viðamiklum erfðafræðirannsóknum ólíkra sjúkdóma í gegnum störf sín hjá fyrirtækinu,“ segir í tilkynningunni. Finnur til ábyrgðar Haft er eftir Unni að frá hún hafi komið til Íslenskrar erfðagreiningar eftir nám við Háskólann í British Columbia fyrir 25 árum, hafi það verið sannkölluð forréttindi að taka þátt í rannsóknum sem komu Íslandi á kortið í erfðafræði mannsins. „Ég finn til mikillar ábyrgðar á degi hverjum því það er skylda okkar að tryggja að vísindalegar uppgvötanir okkar stuðli áfram að bættum lífsgæðum og að við getum stutt dyggilega við bakið á íslensku vísindasamfélagi til framtíðar. Við eigum enn langt í land með að skilja til fulls undur erfðavísindanna og ég er jafn innblásin í dag og ég var fyrsta daginn minn hjá Íslenskri erfðagreiningu,“ segir Unnur. Patrick Sulem. Sannfærður um mikilvægi erfðarannsókna Þá er haft eftir Patrick Sulemað þegar hann horfi til framtíðar sé hann sannfærður um mikilvægi erfðafræðirannsókna fyrir framþróun læknavísinda. „Ég er staðráðinn í að efla það hlutverk okkar hjá Íslenskri erfðagreiningu að nýta erfðafræði á þann hátt að hún auki ekki aðeins vísindalegan skilning heldur skili einnig raunverulegum ávinningi fyrir sjúklinga.“ Hann segist hlakka til að vinna með Unni og þeirra frábæra teymi sem áfram muni takast á við það mikilvæga verkefni að umbreyta læknisfræðinni með erfðafræðirannsóknum. Full þakklætis Í tilkynningunni er haft eftir Jay Bradner, framkvæmdastjóra rannsókna og þróunar hjá Amgen, að Kári Stefánsson hafi gengt lykilhlutverki við að festa Íslenska erfðagreiningu í sessi sem leiðandi fyrirtæki og rannsóknarstofnun á sviði erfðafræða. „Við erum full þakklætis fyrir framlag Kára og við erum ákveðin í að þróa Ísland áfram sem lykilstað fyrir erfðafræðirannsóknir í lækningaskyni. Við munum halda áfram á þeirri leið sem starfsfólki Íslenskrar erfðagreiningar hefur markað og þeim árangri sem náðst hefur.” Íslensk erfðagreining er í eigu Amgen sem skráð er í NASDAQ kauphöllina í Bandaríkjunum. Íslensk erfðagreining Vistaskipti Vísindi Tímamót Heilbrigðismál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Dr. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrick Sulem muni saman leiða starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar á Íslandi, en þau hafi bæði starfað hjá fyrirtækinu um langt árabil. Ekki hefur náðst í Kára Stefánsson, en samkvæmt heimildum fréttastofu er hann nú staddur í Kaliforníu. Tilkynningin var send frá almannatenglaskrifstofu, ekki fyrirtækinu sjálfu, og er ekkert haft eftir Kára sjálfum í tilkynningunni. Fyrir nánari upplýsingar er vísað á upplýsingafulltrúa Amgen. Dr. Unnur Þorsteinsdóttir. Unnur og Patrick taka við stjórnartaumum Í tilkynningunni segir að Unnur hafi starfað hjá Íslenskri erfðagreiningu frá árinu 2000 sem framkvæmdastjóri erfðarannsókna. „Hún er talin einn fremsti erfðafræðingur heims, brautryðjandi meðal kvenna í vísindum á heimsvísu, og var valin áhrifamesta vísindakona Evrópu af Research.com árið 2023. Hún er prófessor við læknadeild og starfaði sem forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands 2022- 2024. Patrick Sulem er læknir (M.D.) og hefur hann starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2002. Áður en hann tók við stöðu framkvæmdastjóra leiddi hann klínísk raðgreiningarverkefni (Clinical Sequencing) hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hann er sérhæfður í faraldsfræði og lýðheilsu og hefur hann verið þátttakandi í viðamiklum erfðafræðirannsóknum ólíkra sjúkdóma í gegnum störf sín hjá fyrirtækinu,“ segir í tilkynningunni. Finnur til ábyrgðar Haft er eftir Unni að frá hún hafi komið til Íslenskrar erfðagreiningar eftir nám við Háskólann í British Columbia fyrir 25 árum, hafi það verið sannkölluð forréttindi að taka þátt í rannsóknum sem komu Íslandi á kortið í erfðafræði mannsins. „Ég finn til mikillar ábyrgðar á degi hverjum því það er skylda okkar að tryggja að vísindalegar uppgvötanir okkar stuðli áfram að bættum lífsgæðum og að við getum stutt dyggilega við bakið á íslensku vísindasamfélagi til framtíðar. Við eigum enn langt í land með að skilja til fulls undur erfðavísindanna og ég er jafn innblásin í dag og ég var fyrsta daginn minn hjá Íslenskri erfðagreiningu,“ segir Unnur. Patrick Sulem. Sannfærður um mikilvægi erfðarannsókna Þá er haft eftir Patrick Sulemað þegar hann horfi til framtíðar sé hann sannfærður um mikilvægi erfðafræðirannsókna fyrir framþróun læknavísinda. „Ég er staðráðinn í að efla það hlutverk okkar hjá Íslenskri erfðagreiningu að nýta erfðafræði á þann hátt að hún auki ekki aðeins vísindalegan skilning heldur skili einnig raunverulegum ávinningi fyrir sjúklinga.“ Hann segist hlakka til að vinna með Unni og þeirra frábæra teymi sem áfram muni takast á við það mikilvæga verkefni að umbreyta læknisfræðinni með erfðafræðirannsóknum. Full þakklætis Í tilkynningunni er haft eftir Jay Bradner, framkvæmdastjóra rannsókna og þróunar hjá Amgen, að Kári Stefánsson hafi gengt lykilhlutverki við að festa Íslenska erfðagreiningu í sessi sem leiðandi fyrirtæki og rannsóknarstofnun á sviði erfðafræða. „Við erum full þakklætis fyrir framlag Kára og við erum ákveðin í að þróa Ísland áfram sem lykilstað fyrir erfðafræðirannsóknir í lækningaskyni. Við munum halda áfram á þeirri leið sem starfsfólki Íslenskrar erfðagreiningar hefur markað og þeim árangri sem náðst hefur.” Íslensk erfðagreining er í eigu Amgen sem skráð er í NASDAQ kauphöllina í Bandaríkjunum.
Íslensk erfðagreining Vistaskipti Vísindi Tímamót Heilbrigðismál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira