Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. maí 2025 21:31 Ráðstefna presta og djákna var haldin í Seltjarnarneskirkju. Vísir/Arnar Halldórsson Prestar og djáknar kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda í málum barna sem „eiga allt sitt undir ákvörðunarvaldi íslenskra stjórnvalda .“ Þau óska eftir dvalarleyfi fyrir sautján ára kólumbískan dreng og lýsa yfir samstöðu við hann og fjölskyldu hans. Prestar og djáknar „hvetur íslensk stjórnvöld eindregið til að sýna öllum börnum og unglingum samstöðu og mannúð og taka af mildi og miskunnsemi á málum allra þeirra barna er eiga allt sitt undir ákvörðunarvaldi íslenskra stjórnvalda.“ Þetta er fyrsta ályktun presta- og djáknastefnunnar sem haldin var í dag í Seltjarnarneskirkju. „Vígðir þjónar Þjóðkirkjunnar lofa í vígsluheiti sínu að standa vörð um börn og unglinga, styðja, hjálpa, styrkja og þjóna bágstöddum og þeim er minna mega sín.“ Tekið er sérstaklega fram mál Oscars Anders Florez Bocanegra sem er sautján ára kólumbískur strákur sem var synjað um dvalarleyfi. Hann kom til landsins með föður sínum sem beitti hann ofbeldi og var þeim báðum synjað um vernd og þeir fluttir úr landi. Fósturfjölskyldan tók málin í sínar hendur og sóttu Oscar. Honum var aftur synjað um dvalarleyfi en bíður nú niðurstöður kærunefndar útlendingamála. Þrátt fyrir að málið sé á borði kærunefndarinnar getur honum verið brottvísað hvenær sem er. Rúmlega 120 prestar Þjóðkirkjunnar skrifuðu undir ákall til stjórnvalda um að veita drengnum dvalarleyfi. Ályktun um málið var einnig samþykkt af prestum og djáknum „Presta- og djáknastefna lýsir yfir samstöðu með þeirri fjölskyldu sem hefur tekið drenginn Oscar Anders Florez Bocanegra að sér, veitt honum heimili og vill leiða hann í ástríku uppeldi til bjartar framtíðar hér á Íslandi. Presta- djáknastefna tekur undir þá bón þeirra um að hann fái dvalarleyfi/landvistarleyfi hér á landi,“ segir í ályktuninni. Alvarleg staða vígðra presta á landsbyggðinni Tvær aðrar ályktanir voru samþykktar á ráðstefnunni. Annars vegar að úttekt verði gerð á barna- og unglingastarfi innan kirkjunnar og samstarf við æskulýðssambönd eflt. Hins vegar lýsa prestar og djáknar yfir verulegum áhyggjum af stöðu vígðrar þjónustu á landsbyggðinni. „Undanfarin ár hefur víða verið skorið niður í prestsþjónustu á landsbyggðinni, og loforð um að stöðugildum yrði ekki fækkað við sameiningu prestakalla hafa verið svikin. Þá hefur reynst erfitt að manna auglýst prestsstörf á landsbyggðinni, sem hefur óhjákvæmilega leitt til skertrar þjónustu við sóknarbörn og aukins álags á starfandi þjóna“ segir í ályktuninni. Kallað er eftir að biskup Íslands bregðist við stöðu mála og tryggi þjónustu þjóðkirkjunnar um allt land. Þá er einnig skorað á Guðfræði- og trúarbragaðfræðideild Háskóla Íslands að koma á fjölbreyttari námsleiðum líkt og fjarnámi. Með fjarnáminu sé hægt að auðvelda fólki að stunda guðfræði óháð búsetu. Þjóðkirkjan Hælisleitendur Innflytjendamál Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Prestar og djáknar „hvetur íslensk stjórnvöld eindregið til að sýna öllum börnum og unglingum samstöðu og mannúð og taka af mildi og miskunnsemi á málum allra þeirra barna er eiga allt sitt undir ákvörðunarvaldi íslenskra stjórnvalda.“ Þetta er fyrsta ályktun presta- og djáknastefnunnar sem haldin var í dag í Seltjarnarneskirkju. „Vígðir þjónar Þjóðkirkjunnar lofa í vígsluheiti sínu að standa vörð um börn og unglinga, styðja, hjálpa, styrkja og þjóna bágstöddum og þeim er minna mega sín.“ Tekið er sérstaklega fram mál Oscars Anders Florez Bocanegra sem er sautján ára kólumbískur strákur sem var synjað um dvalarleyfi. Hann kom til landsins með föður sínum sem beitti hann ofbeldi og var þeim báðum synjað um vernd og þeir fluttir úr landi. Fósturfjölskyldan tók málin í sínar hendur og sóttu Oscar. Honum var aftur synjað um dvalarleyfi en bíður nú niðurstöður kærunefndar útlendingamála. Þrátt fyrir að málið sé á borði kærunefndarinnar getur honum verið brottvísað hvenær sem er. Rúmlega 120 prestar Þjóðkirkjunnar skrifuðu undir ákall til stjórnvalda um að veita drengnum dvalarleyfi. Ályktun um málið var einnig samþykkt af prestum og djáknum „Presta- og djáknastefna lýsir yfir samstöðu með þeirri fjölskyldu sem hefur tekið drenginn Oscar Anders Florez Bocanegra að sér, veitt honum heimili og vill leiða hann í ástríku uppeldi til bjartar framtíðar hér á Íslandi. Presta- djáknastefna tekur undir þá bón þeirra um að hann fái dvalarleyfi/landvistarleyfi hér á landi,“ segir í ályktuninni. Alvarleg staða vígðra presta á landsbyggðinni Tvær aðrar ályktanir voru samþykktar á ráðstefnunni. Annars vegar að úttekt verði gerð á barna- og unglingastarfi innan kirkjunnar og samstarf við æskulýðssambönd eflt. Hins vegar lýsa prestar og djáknar yfir verulegum áhyggjum af stöðu vígðrar þjónustu á landsbyggðinni. „Undanfarin ár hefur víða verið skorið niður í prestsþjónustu á landsbyggðinni, og loforð um að stöðugildum yrði ekki fækkað við sameiningu prestakalla hafa verið svikin. Þá hefur reynst erfitt að manna auglýst prestsstörf á landsbyggðinni, sem hefur óhjákvæmilega leitt til skertrar þjónustu við sóknarbörn og aukins álags á starfandi þjóna“ segir í ályktuninni. Kallað er eftir að biskup Íslands bregðist við stöðu mála og tryggi þjónustu þjóðkirkjunnar um allt land. Þá er einnig skorað á Guðfræði- og trúarbragaðfræðideild Háskóla Íslands að koma á fjölbreyttari námsleiðum líkt og fjarnámi. Með fjarnáminu sé hægt að auðvelda fólki að stunda guðfræði óháð búsetu.
Þjóðkirkjan Hælisleitendur Innflytjendamál Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira