Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar 1. maí 2025 18:02 Þann 1. maí 2004 gengu tíu ný ríki í Evrópusambandið. Þetta voru Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland, Slóvenía, Malta og Kýpur. Þetta var stærsta stækkun sambandsins í sögunni og um leið táknræn sameining Evrópu eftir áratugi aðskilnaðar milli austurs og vesturs. Í dag, 21 ári síðar, er ljóst að þessi stækkun hefur haft gríðarleg jákvæð áhrif – ekki aðeins á nýju aðildarríkin, heldur einnig á álfuna í heild sinni.Sé litið til efnahagsvaxtar er ljóst að stækkunin hefur verið fullkomin sigursaga. Til dæmis hefur Pólland, stærsta ríkið í umræddri stækkunarlotu nánast þrefaldað landsframleiðslu á mann frá árinu 2004. Eystrasaltsríkin hafa fest sig í sessi sem öflug og nútímaleg hagkerfi, og traustur samstarfsaðili okkar Íslendinga á alþjóðavísu. Flest ríkja í umræddri stækkunarlotu hafa nálgast eða jafnvel náð meðaltekjum eldri aðildarríkja ESB. Þannig er verg landsframleiðsla á mann nú hærri í Slóveníu en á Spáni eða í Portúgal.Stækkun ESB opnaði ótalmörg tækifæri, jafnt fyrir fólk sem fyrirtæki um alla Evrópu. Hún opnaði á aðgang að innri markaði, hún liðkaði fyrir fjárfestingum þvert á landamæri og tryggði frelsi fólks til að starfa og ferðast og alla Evrópu. Það er þess vegna full ástæða til að fagna þessum tímamótum. Evrópuhugsjónin hefur sannað gildi sitt. Hugsjón sem tryggir frelsi fólks og bætir lífsgæði hjá fjölda þjóða er hugsjón sem er þess virði að berjast fyrir. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Evrópusambandið Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Þann 1. maí 2004 gengu tíu ný ríki í Evrópusambandið. Þetta voru Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland, Slóvenía, Malta og Kýpur. Þetta var stærsta stækkun sambandsins í sögunni og um leið táknræn sameining Evrópu eftir áratugi aðskilnaðar milli austurs og vesturs. Í dag, 21 ári síðar, er ljóst að þessi stækkun hefur haft gríðarleg jákvæð áhrif – ekki aðeins á nýju aðildarríkin, heldur einnig á álfuna í heild sinni.Sé litið til efnahagsvaxtar er ljóst að stækkunin hefur verið fullkomin sigursaga. Til dæmis hefur Pólland, stærsta ríkið í umræddri stækkunarlotu nánast þrefaldað landsframleiðslu á mann frá árinu 2004. Eystrasaltsríkin hafa fest sig í sessi sem öflug og nútímaleg hagkerfi, og traustur samstarfsaðili okkar Íslendinga á alþjóðavísu. Flest ríkja í umræddri stækkunarlotu hafa nálgast eða jafnvel náð meðaltekjum eldri aðildarríkja ESB. Þannig er verg landsframleiðsla á mann nú hærri í Slóveníu en á Spáni eða í Portúgal.Stækkun ESB opnaði ótalmörg tækifæri, jafnt fyrir fólk sem fyrirtæki um alla Evrópu. Hún opnaði á aðgang að innri markaði, hún liðkaði fyrir fjárfestingum þvert á landamæri og tryggði frelsi fólks til að starfa og ferðast og alla Evrópu. Það er þess vegna full ástæða til að fagna þessum tímamótum. Evrópuhugsjónin hefur sannað gildi sitt. Hugsjón sem tryggir frelsi fólks og bætir lífsgæði hjá fjölda þjóða er hugsjón sem er þess virði að berjast fyrir. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar