Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 1. maí 2025 13:33 Staða fatlaðs fólks á vinnumarkaði er almennt verri en annarra. Þrátt fyrir það og fögur fyrirheit um mikilvægi fjölbreytileika á vinnumarkaði er nánast útilokað fyrir fatlað fólk að fá vinnu við hæfi og getu. Þetta er augljós og þekkt staðreynd og kemur væntanlega engum á óvart. Þetta er óviðunandi staða sem á sér ýmsar ástæður. Má þar til dæmis nefna óhagstætt lífeyriskerfi, skort á þekkingu og tækifærum og misjafnt aðgengi og er því er jafnan borið við að kostnaðurinn sé meiri en ávinningurinn. Þó eru jákvæð teikn á lofti. Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi í haust en því er meðal annars ætlað að greiða fyrir atvinnuþátttöku lífeyristaka. Við gildistöku frumvarpsins þann 1. september breytist heilmargt. Kerfið verður einfaldað, fólk á möguleika á því að vera á svokallaðri hlutaörorku, sjálft örorkumatið breytist og tekur mið af fleiri þáttum en gert er í dag og svo mætti lengi áfram halda. Þessi kerfisbreyting ein og sér er hins vegar ekki nóg. Upplifun fatlaðs fólks Samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, gerði fyrir ÖBÍ réttindasamtök, sagði tæpur þriðjungur örorkulífeyristaka að það að viðkomandi hafi ekki fundið starf við hæfi vera helstu ástæðuna fyrir því að hann væri utan vinnumarkaðar. Rannsóknin var ítarleg og sýndi glögglega laka stöðu lífeyristaka á flestum sviðum. Fatlað fólk er verr sett á húsnæðismarkaði, vinnumarkaði og hvað varðar tekjur og mikill fjöldi upplifir félagslega einangrun. Einnig kom fram að meira en fjórðungur sagðist upplifa mikla fordóma á vinnustað og heil 55% sögðust upplifa fordóma við atvinnuleit. Hvað er til ráða? Nýtt lífeyriskerfi mun hafa þær afleiðingar að mikill fjöldi fólks með skerta starfsgetu mun leita út á vinnumarkaðinn og þá sérstaklega í hlutastörf. Það er brýnt að þessi störf séu til staðar, enda er aukin atvinnuþátttaka ekki bara góð fyrir einstaklinginn heldur gagnleg samfélaginu öllu. Atvinnurekendur geta haft margþættan ávinning af því að ráða fatlað fólk til vinnu. Með því geta komið ný sjónarmið inn í starfsemina og þá hafa rannsóknir bent til þess að fyrirtæki sem leggja áherslu á inngildingu nái oft betri rekstarafkomu. Meðal annars vegna betri teymisvinnu, meiri starfsánægju og nýsköpunar. ÖBÍ réttindasamtök hafa að undanförnu unnið með Vinnumálastofnun að verkefni sem kallast Unndís og byggir á fyrirmynd frá Sameinuðu þjóðunum. Verkefnið miðar að því að fjölga hlutastörfum hér á landi. Unndís er eins konar matskvarði og leiðarvísir á öllum þáttum vinnustaðar sem miðar að því að styðja við atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Lesa má nánar um verkefnið hér: https://island.is/fjolgun-hlutastarfa Sýnum gott fordæmi Um leið og við hjá ÖBÍ réttindasamtökum óskum öllum landsmönnum til hamingju með baráttudags verkalýðsins viljum við hvetja ríki og sveitarfélög til þess að sýna gott fordæmi í að skapa fötluðu fólki tækifæri á atvinnumarkaði með hlutastörf í huga sem og almennan vinnumarkað. Þátttaka fatlaðs fólks á vinnumarkaði á ekki að vera fjarlægur draumur heldur raunveruleiki sem felur í sér tækifæri og framþróun fyrir fatlað fólk, atvinnulífið og samfélagið allt. Við getum ekki kallað samfélagið okkar velferðar- og jafnréttissamfélag nema allir njóti mannsæmandi lífs og enginn sé skilinn eftir í í fátækt. Þegar inngilding fatlaðs fólks á vinnumarkaði hefur náð fótfestu geta vinnustaðir fyrst farið að tala um raunverulegt jafnrétti. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Staða fatlaðs fólks á vinnumarkaði er almennt verri en annarra. Þrátt fyrir það og fögur fyrirheit um mikilvægi fjölbreytileika á vinnumarkaði er nánast útilokað fyrir fatlað fólk að fá vinnu við hæfi og getu. Þetta er augljós og þekkt staðreynd og kemur væntanlega engum á óvart. Þetta er óviðunandi staða sem á sér ýmsar ástæður. Má þar til dæmis nefna óhagstætt lífeyriskerfi, skort á þekkingu og tækifærum og misjafnt aðgengi og er því er jafnan borið við að kostnaðurinn sé meiri en ávinningurinn. Þó eru jákvæð teikn á lofti. Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi í haust en því er meðal annars ætlað að greiða fyrir atvinnuþátttöku lífeyristaka. Við gildistöku frumvarpsins þann 1. september breytist heilmargt. Kerfið verður einfaldað, fólk á möguleika á því að vera á svokallaðri hlutaörorku, sjálft örorkumatið breytist og tekur mið af fleiri þáttum en gert er í dag og svo mætti lengi áfram halda. Þessi kerfisbreyting ein og sér er hins vegar ekki nóg. Upplifun fatlaðs fólks Samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, gerði fyrir ÖBÍ réttindasamtök, sagði tæpur þriðjungur örorkulífeyristaka að það að viðkomandi hafi ekki fundið starf við hæfi vera helstu ástæðuna fyrir því að hann væri utan vinnumarkaðar. Rannsóknin var ítarleg og sýndi glögglega laka stöðu lífeyristaka á flestum sviðum. Fatlað fólk er verr sett á húsnæðismarkaði, vinnumarkaði og hvað varðar tekjur og mikill fjöldi upplifir félagslega einangrun. Einnig kom fram að meira en fjórðungur sagðist upplifa mikla fordóma á vinnustað og heil 55% sögðust upplifa fordóma við atvinnuleit. Hvað er til ráða? Nýtt lífeyriskerfi mun hafa þær afleiðingar að mikill fjöldi fólks með skerta starfsgetu mun leita út á vinnumarkaðinn og þá sérstaklega í hlutastörf. Það er brýnt að þessi störf séu til staðar, enda er aukin atvinnuþátttaka ekki bara góð fyrir einstaklinginn heldur gagnleg samfélaginu öllu. Atvinnurekendur geta haft margþættan ávinning af því að ráða fatlað fólk til vinnu. Með því geta komið ný sjónarmið inn í starfsemina og þá hafa rannsóknir bent til þess að fyrirtæki sem leggja áherslu á inngildingu nái oft betri rekstarafkomu. Meðal annars vegna betri teymisvinnu, meiri starfsánægju og nýsköpunar. ÖBÍ réttindasamtök hafa að undanförnu unnið með Vinnumálastofnun að verkefni sem kallast Unndís og byggir á fyrirmynd frá Sameinuðu þjóðunum. Verkefnið miðar að því að fjölga hlutastörfum hér á landi. Unndís er eins konar matskvarði og leiðarvísir á öllum þáttum vinnustaðar sem miðar að því að styðja við atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Lesa má nánar um verkefnið hér: https://island.is/fjolgun-hlutastarfa Sýnum gott fordæmi Um leið og við hjá ÖBÍ réttindasamtökum óskum öllum landsmönnum til hamingju með baráttudags verkalýðsins viljum við hvetja ríki og sveitarfélög til þess að sýna gott fordæmi í að skapa fötluðu fólki tækifæri á atvinnumarkaði með hlutastörf í huga sem og almennan vinnumarkað. Þátttaka fatlaðs fólks á vinnumarkaði á ekki að vera fjarlægur draumur heldur raunveruleiki sem felur í sér tækifæri og framþróun fyrir fatlað fólk, atvinnulífið og samfélagið allt. Við getum ekki kallað samfélagið okkar velferðar- og jafnréttissamfélag nema allir njóti mannsæmandi lífs og enginn sé skilinn eftir í í fátækt. Þegar inngilding fatlaðs fólks á vinnumarkaði hefur náð fótfestu geta vinnustaðir fyrst farið að tala um raunverulegt jafnrétti. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar