Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 28. apríl 2025 14:00 Undanfarin ár hefur fjöldi flóttabarna sem koma til Íslands aukist til muna. Átök í heiminum hafa ýtt undir fjölgun flóttamanna, og Ísland hefur m.a. tekið á móti börnum frá löndum eins og Sýrlandi, Afganistan, Írak, Palestínu, Venesúela og Úkraínu. Með þessum fjölbreytta hópi fylgja áskoranir – en líka dýrmæt tækifæri fyrir íslenskt samfélag, og ekki síst íslenska grunnskóla. Flóttabörn eru oft á viðkvæmum stað í lífi sínu þegar þau mæta í skólann sinn á Íslandi – þau hafa yfirgefið heimili sín, misst tengsl við vini, fjölskyldu og rof hefur komið í skólagöngu. Það reynir því á þau að þurfa nú að takast á við nýtt tungumál, nýja menningu og nýtt skólakerfi. Þess vegna hefur það skipt miklu máli að skapa aðstæður þar sem þau fá tækifæri til að aðlagast á eigin hraða. Í þeim tilgangi hafa móttökudeildir sprottið upp í nokkrum sveitarfélögum þar sem Reykjavík, Reykjanesbær og Hafnarfjörður hafa, að öðrum sveitarfélögum ólöstuðum, verið í fararbroddi. Hvað eru móttökudeildir? Móttökudeildir eru sérhæfð úrræði innan grunnskóla þar sem flóttabörnum er veitt aðlögun að íslensku skólakerfi áður en þau fara inn í hefðbundinn bekk með jafnöldrum sínum. Þær eru reknar sem hluti af almennum grunnskólum en með sérstakt teymi kennara, stuðningsfulltrúa og oft starfsfólk sem talar móðurmál barnanna. Markmiðið er skýrt: að veita börnunum öryggi, færni og sjálfstraust til að stíga inn í nýjan veruleika með reisn. Í Reykjavík eru í dag tvær slíkir deildir: fyrir yngri börn í Breiðagerðisskóla og eldri börn í Seljaskóla. Í Reykjanesbæ starfa Friðheimar (áður Nýheimar) við Háaleitisskóla á Ásbrú, og í Hafnarfirði hefur Bjarg í Hvaleyrarskóla sinnt móttöku barna á flótta frá árinu 2017. Reynslan úr skólunum Kennarar og skólastjórnendur sem sinna flóttabörnum í móttökudeildum tala allir um mikilvægi þess að veita börnunum mjúka lendingu. Kennslan er einstaklingsmiðuð, íslenskan kennd með sjónrænum stuðningi og einföldu máli, og barninu er boðið að taka þátt í íþróttum, sundi og list- og verkgreinum með almennum bekk eins fljótt og kostur er. Foreldrar flóttabarnanna sem hafa tjáð sig um þetta ferli lýsa því yfirleitt sem miklum létti. Þeir finna fyrir trausti og samhygð af hálfu skólans, og fylgjast með börnunum sínum ná framförum, eignast vini og öðlast nýjan tilgang. Það sem stendur upp úr í reynslu skólanna er að þegar öflug móttaka er til staðar, þá gengur börnunum betur – bæði námslega og félagslega. Börnin fara í gegnum öfluga íslenskukennslu í litlum hópum og fá stuðning við að skilja íslenskar skólareglur, viðmið og venjur. Þau kynnast skólaumhverfinu smám saman og fá tækifæri til að vinna úr þeirri reynslu sem þau hafa að baki. Hvers vegna skiptir þetta máli? Það er freistandi að líta á menntun flóttabarna sem "vandamál" sem þarf að leysa, en raunveruleikinn er sá að við höfum tækifæri – og ábyrgð – til að bjóða börnum nýja framtíð. Þegar þau fá sanngjarnt tækifæri til að læra, tjá sig, kynnast nýjum vinum og byggja upp nýtt líf, þá skilar það sér margfalt til samfélagsins. Flóttabörn eru hvorki einsleitur né veikburða hópur. Þau bera með sér mismunandi reynslu, hæfileika og vonir. Sum hafa ekki farið í skóla árum saman, önnur hafa að baki reglubundna skólagöngu, og mörg hafa misst foreldri eða heimaland. Þau eiga það öll sameiginlegt að þurfa stuðning í upphafi – og það er hlutverk skólans að veita þann stuðning. Þegar móttökudeildir fá faglegan stuðning, fjármagn og traust til að sinna sínu hlutverki – þá breytast þær úr neyðarlausnum í uppbyggileg samfélagsverkefni. Þær verða brú milli ólíkra heima og skóla, milli fortíðar og framtíðar, og skila flóttabörnum yfir í nýtt líf – með íslenskuna sem lykil að samfélaginu. Að lokum Menntun er eitt sterkasta vopn sem við eigum gegn útilokun og vanmáttarkennd. Með því að veita flóttabörnum öfluga móttöku og menntun – og leggja alvöru fjármagn í verkefnið – erum við ekki aðeins að hjálpa þeim. Við erum líka að byggja upp réttlátara, fjölbreyttara og öflugra samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er deildarstjóri Bjargs í Hvaleyrarskóla og fv. skólastjóri og bæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur fjöldi flóttabarna sem koma til Íslands aukist til muna. Átök í heiminum hafa ýtt undir fjölgun flóttamanna, og Ísland hefur m.a. tekið á móti börnum frá löndum eins og Sýrlandi, Afganistan, Írak, Palestínu, Venesúela og Úkraínu. Með þessum fjölbreytta hópi fylgja áskoranir – en líka dýrmæt tækifæri fyrir íslenskt samfélag, og ekki síst íslenska grunnskóla. Flóttabörn eru oft á viðkvæmum stað í lífi sínu þegar þau mæta í skólann sinn á Íslandi – þau hafa yfirgefið heimili sín, misst tengsl við vini, fjölskyldu og rof hefur komið í skólagöngu. Það reynir því á þau að þurfa nú að takast á við nýtt tungumál, nýja menningu og nýtt skólakerfi. Þess vegna hefur það skipt miklu máli að skapa aðstæður þar sem þau fá tækifæri til að aðlagast á eigin hraða. Í þeim tilgangi hafa móttökudeildir sprottið upp í nokkrum sveitarfélögum þar sem Reykjavík, Reykjanesbær og Hafnarfjörður hafa, að öðrum sveitarfélögum ólöstuðum, verið í fararbroddi. Hvað eru móttökudeildir? Móttökudeildir eru sérhæfð úrræði innan grunnskóla þar sem flóttabörnum er veitt aðlögun að íslensku skólakerfi áður en þau fara inn í hefðbundinn bekk með jafnöldrum sínum. Þær eru reknar sem hluti af almennum grunnskólum en með sérstakt teymi kennara, stuðningsfulltrúa og oft starfsfólk sem talar móðurmál barnanna. Markmiðið er skýrt: að veita börnunum öryggi, færni og sjálfstraust til að stíga inn í nýjan veruleika með reisn. Í Reykjavík eru í dag tvær slíkir deildir: fyrir yngri börn í Breiðagerðisskóla og eldri börn í Seljaskóla. Í Reykjanesbæ starfa Friðheimar (áður Nýheimar) við Háaleitisskóla á Ásbrú, og í Hafnarfirði hefur Bjarg í Hvaleyrarskóla sinnt móttöku barna á flótta frá árinu 2017. Reynslan úr skólunum Kennarar og skólastjórnendur sem sinna flóttabörnum í móttökudeildum tala allir um mikilvægi þess að veita börnunum mjúka lendingu. Kennslan er einstaklingsmiðuð, íslenskan kennd með sjónrænum stuðningi og einföldu máli, og barninu er boðið að taka þátt í íþróttum, sundi og list- og verkgreinum með almennum bekk eins fljótt og kostur er. Foreldrar flóttabarnanna sem hafa tjáð sig um þetta ferli lýsa því yfirleitt sem miklum létti. Þeir finna fyrir trausti og samhygð af hálfu skólans, og fylgjast með börnunum sínum ná framförum, eignast vini og öðlast nýjan tilgang. Það sem stendur upp úr í reynslu skólanna er að þegar öflug móttaka er til staðar, þá gengur börnunum betur – bæði námslega og félagslega. Börnin fara í gegnum öfluga íslenskukennslu í litlum hópum og fá stuðning við að skilja íslenskar skólareglur, viðmið og venjur. Þau kynnast skólaumhverfinu smám saman og fá tækifæri til að vinna úr þeirri reynslu sem þau hafa að baki. Hvers vegna skiptir þetta máli? Það er freistandi að líta á menntun flóttabarna sem "vandamál" sem þarf að leysa, en raunveruleikinn er sá að við höfum tækifæri – og ábyrgð – til að bjóða börnum nýja framtíð. Þegar þau fá sanngjarnt tækifæri til að læra, tjá sig, kynnast nýjum vinum og byggja upp nýtt líf, þá skilar það sér margfalt til samfélagsins. Flóttabörn eru hvorki einsleitur né veikburða hópur. Þau bera með sér mismunandi reynslu, hæfileika og vonir. Sum hafa ekki farið í skóla árum saman, önnur hafa að baki reglubundna skólagöngu, og mörg hafa misst foreldri eða heimaland. Þau eiga það öll sameiginlegt að þurfa stuðning í upphafi – og það er hlutverk skólans að veita þann stuðning. Þegar móttökudeildir fá faglegan stuðning, fjármagn og traust til að sinna sínu hlutverki – þá breytast þær úr neyðarlausnum í uppbyggileg samfélagsverkefni. Þær verða brú milli ólíkra heima og skóla, milli fortíðar og framtíðar, og skila flóttabörnum yfir í nýtt líf – með íslenskuna sem lykil að samfélaginu. Að lokum Menntun er eitt sterkasta vopn sem við eigum gegn útilokun og vanmáttarkennd. Með því að veita flóttabörnum öfluga móttöku og menntun – og leggja alvöru fjármagn í verkefnið – erum við ekki aðeins að hjálpa þeim. Við erum líka að byggja upp réttlátara, fjölbreyttara og öflugra samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er deildarstjóri Bjargs í Hvaleyrarskóla og fv. skólastjóri og bæjarfulltrúi.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun