Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 28. apríl 2025 14:00 Undanfarin ár hefur fjöldi flóttabarna sem koma til Íslands aukist til muna. Átök í heiminum hafa ýtt undir fjölgun flóttamanna, og Ísland hefur m.a. tekið á móti börnum frá löndum eins og Sýrlandi, Afganistan, Írak, Palestínu, Venesúela og Úkraínu. Með þessum fjölbreytta hópi fylgja áskoranir – en líka dýrmæt tækifæri fyrir íslenskt samfélag, og ekki síst íslenska grunnskóla. Flóttabörn eru oft á viðkvæmum stað í lífi sínu þegar þau mæta í skólann sinn á Íslandi – þau hafa yfirgefið heimili sín, misst tengsl við vini, fjölskyldu og rof hefur komið í skólagöngu. Það reynir því á þau að þurfa nú að takast á við nýtt tungumál, nýja menningu og nýtt skólakerfi. Þess vegna hefur það skipt miklu máli að skapa aðstæður þar sem þau fá tækifæri til að aðlagast á eigin hraða. Í þeim tilgangi hafa móttökudeildir sprottið upp í nokkrum sveitarfélögum þar sem Reykjavík, Reykjanesbær og Hafnarfjörður hafa, að öðrum sveitarfélögum ólöstuðum, verið í fararbroddi. Hvað eru móttökudeildir? Móttökudeildir eru sérhæfð úrræði innan grunnskóla þar sem flóttabörnum er veitt aðlögun að íslensku skólakerfi áður en þau fara inn í hefðbundinn bekk með jafnöldrum sínum. Þær eru reknar sem hluti af almennum grunnskólum en með sérstakt teymi kennara, stuðningsfulltrúa og oft starfsfólk sem talar móðurmál barnanna. Markmiðið er skýrt: að veita börnunum öryggi, færni og sjálfstraust til að stíga inn í nýjan veruleika með reisn. Í Reykjavík eru í dag tvær slíkir deildir: fyrir yngri börn í Breiðagerðisskóla og eldri börn í Seljaskóla. Í Reykjanesbæ starfa Friðheimar (áður Nýheimar) við Háaleitisskóla á Ásbrú, og í Hafnarfirði hefur Bjarg í Hvaleyrarskóla sinnt móttöku barna á flótta frá árinu 2017. Reynslan úr skólunum Kennarar og skólastjórnendur sem sinna flóttabörnum í móttökudeildum tala allir um mikilvægi þess að veita börnunum mjúka lendingu. Kennslan er einstaklingsmiðuð, íslenskan kennd með sjónrænum stuðningi og einföldu máli, og barninu er boðið að taka þátt í íþróttum, sundi og list- og verkgreinum með almennum bekk eins fljótt og kostur er. Foreldrar flóttabarnanna sem hafa tjáð sig um þetta ferli lýsa því yfirleitt sem miklum létti. Þeir finna fyrir trausti og samhygð af hálfu skólans, og fylgjast með börnunum sínum ná framförum, eignast vini og öðlast nýjan tilgang. Það sem stendur upp úr í reynslu skólanna er að þegar öflug móttaka er til staðar, þá gengur börnunum betur – bæði námslega og félagslega. Börnin fara í gegnum öfluga íslenskukennslu í litlum hópum og fá stuðning við að skilja íslenskar skólareglur, viðmið og venjur. Þau kynnast skólaumhverfinu smám saman og fá tækifæri til að vinna úr þeirri reynslu sem þau hafa að baki. Hvers vegna skiptir þetta máli? Það er freistandi að líta á menntun flóttabarna sem "vandamál" sem þarf að leysa, en raunveruleikinn er sá að við höfum tækifæri – og ábyrgð – til að bjóða börnum nýja framtíð. Þegar þau fá sanngjarnt tækifæri til að læra, tjá sig, kynnast nýjum vinum og byggja upp nýtt líf, þá skilar það sér margfalt til samfélagsins. Flóttabörn eru hvorki einsleitur né veikburða hópur. Þau bera með sér mismunandi reynslu, hæfileika og vonir. Sum hafa ekki farið í skóla árum saman, önnur hafa að baki reglubundna skólagöngu, og mörg hafa misst foreldri eða heimaland. Þau eiga það öll sameiginlegt að þurfa stuðning í upphafi – og það er hlutverk skólans að veita þann stuðning. Þegar móttökudeildir fá faglegan stuðning, fjármagn og traust til að sinna sínu hlutverki – þá breytast þær úr neyðarlausnum í uppbyggileg samfélagsverkefni. Þær verða brú milli ólíkra heima og skóla, milli fortíðar og framtíðar, og skila flóttabörnum yfir í nýtt líf – með íslenskuna sem lykil að samfélaginu. Að lokum Menntun er eitt sterkasta vopn sem við eigum gegn útilokun og vanmáttarkennd. Með því að veita flóttabörnum öfluga móttöku og menntun – og leggja alvöru fjármagn í verkefnið – erum við ekki aðeins að hjálpa þeim. Við erum líka að byggja upp réttlátara, fjölbreyttara og öflugra samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er deildarstjóri Bjargs í Hvaleyrarskóla og fv. skólastjóri og bæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur fjöldi flóttabarna sem koma til Íslands aukist til muna. Átök í heiminum hafa ýtt undir fjölgun flóttamanna, og Ísland hefur m.a. tekið á móti börnum frá löndum eins og Sýrlandi, Afganistan, Írak, Palestínu, Venesúela og Úkraínu. Með þessum fjölbreytta hópi fylgja áskoranir – en líka dýrmæt tækifæri fyrir íslenskt samfélag, og ekki síst íslenska grunnskóla. Flóttabörn eru oft á viðkvæmum stað í lífi sínu þegar þau mæta í skólann sinn á Íslandi – þau hafa yfirgefið heimili sín, misst tengsl við vini, fjölskyldu og rof hefur komið í skólagöngu. Það reynir því á þau að þurfa nú að takast á við nýtt tungumál, nýja menningu og nýtt skólakerfi. Þess vegna hefur það skipt miklu máli að skapa aðstæður þar sem þau fá tækifæri til að aðlagast á eigin hraða. Í þeim tilgangi hafa móttökudeildir sprottið upp í nokkrum sveitarfélögum þar sem Reykjavík, Reykjanesbær og Hafnarfjörður hafa, að öðrum sveitarfélögum ólöstuðum, verið í fararbroddi. Hvað eru móttökudeildir? Móttökudeildir eru sérhæfð úrræði innan grunnskóla þar sem flóttabörnum er veitt aðlögun að íslensku skólakerfi áður en þau fara inn í hefðbundinn bekk með jafnöldrum sínum. Þær eru reknar sem hluti af almennum grunnskólum en með sérstakt teymi kennara, stuðningsfulltrúa og oft starfsfólk sem talar móðurmál barnanna. Markmiðið er skýrt: að veita börnunum öryggi, færni og sjálfstraust til að stíga inn í nýjan veruleika með reisn. Í Reykjavík eru í dag tvær slíkir deildir: fyrir yngri börn í Breiðagerðisskóla og eldri börn í Seljaskóla. Í Reykjanesbæ starfa Friðheimar (áður Nýheimar) við Háaleitisskóla á Ásbrú, og í Hafnarfirði hefur Bjarg í Hvaleyrarskóla sinnt móttöku barna á flótta frá árinu 2017. Reynslan úr skólunum Kennarar og skólastjórnendur sem sinna flóttabörnum í móttökudeildum tala allir um mikilvægi þess að veita börnunum mjúka lendingu. Kennslan er einstaklingsmiðuð, íslenskan kennd með sjónrænum stuðningi og einföldu máli, og barninu er boðið að taka þátt í íþróttum, sundi og list- og verkgreinum með almennum bekk eins fljótt og kostur er. Foreldrar flóttabarnanna sem hafa tjáð sig um þetta ferli lýsa því yfirleitt sem miklum létti. Þeir finna fyrir trausti og samhygð af hálfu skólans, og fylgjast með börnunum sínum ná framförum, eignast vini og öðlast nýjan tilgang. Það sem stendur upp úr í reynslu skólanna er að þegar öflug móttaka er til staðar, þá gengur börnunum betur – bæði námslega og félagslega. Börnin fara í gegnum öfluga íslenskukennslu í litlum hópum og fá stuðning við að skilja íslenskar skólareglur, viðmið og venjur. Þau kynnast skólaumhverfinu smám saman og fá tækifæri til að vinna úr þeirri reynslu sem þau hafa að baki. Hvers vegna skiptir þetta máli? Það er freistandi að líta á menntun flóttabarna sem "vandamál" sem þarf að leysa, en raunveruleikinn er sá að við höfum tækifæri – og ábyrgð – til að bjóða börnum nýja framtíð. Þegar þau fá sanngjarnt tækifæri til að læra, tjá sig, kynnast nýjum vinum og byggja upp nýtt líf, þá skilar það sér margfalt til samfélagsins. Flóttabörn eru hvorki einsleitur né veikburða hópur. Þau bera með sér mismunandi reynslu, hæfileika og vonir. Sum hafa ekki farið í skóla árum saman, önnur hafa að baki reglubundna skólagöngu, og mörg hafa misst foreldri eða heimaland. Þau eiga það öll sameiginlegt að þurfa stuðning í upphafi – og það er hlutverk skólans að veita þann stuðning. Þegar móttökudeildir fá faglegan stuðning, fjármagn og traust til að sinna sínu hlutverki – þá breytast þær úr neyðarlausnum í uppbyggileg samfélagsverkefni. Þær verða brú milli ólíkra heima og skóla, milli fortíðar og framtíðar, og skila flóttabörnum yfir í nýtt líf – með íslenskuna sem lykil að samfélaginu. Að lokum Menntun er eitt sterkasta vopn sem við eigum gegn útilokun og vanmáttarkennd. Með því að veita flóttabörnum öfluga móttöku og menntun – og leggja alvöru fjármagn í verkefnið – erum við ekki aðeins að hjálpa þeim. Við erum líka að byggja upp réttlátara, fjölbreyttara og öflugra samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er deildarstjóri Bjargs í Hvaleyrarskóla og fv. skólastjóri og bæjarfulltrúi.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun