Veður

Gengur á með skúrum sunnan- og vestan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu fimm til tíu stig í dag.
Hiti verður á bilinu fimm til tíu stig í dag. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri suðlægri eða breytilegri átt í dag og að gangi á með skúrum sunnan- og vestanlands.

Á vef Veðurstofunnar segir að á norðaustanverðu ætti að sjást vel til sólar, en að þar gætu orðið síðdegisskúrir á stöku stað.

Hiti verður á bilinu fimm til tíu stig í dag.

„Heldur mildara á morgun, þurrt að mestu og bjartviðri austantil. Um kvöldið og aðfaranótt miðvikudags fer síðan að rigna með stífri suðaustanátt, fyrst á Suðvesturlandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Sunnan 3-10 m/s, skýjað og að mestu þurrt, en bjartviðri um landið austanvert. Gengur í suðaustan 10-15 suðvestanlands með rigningu þar um kvöldið. Hiti 6 til 13 stig.

Á miðvikudag: Suðlæg eða breytileg átt 8-15 og rigning eða skúrir, einkum sunnan- og vestantil. Hiti 5 til 10 stig. Hægari norðvestanátt og smáskúrir um kvöldið.

Á fimmtudag: Vestanátt og smáskúrir, en þurrt á Suðaustur- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.

Á föstudag: Norðvestanátt og skýjað með köflum, en dálitlar skúrir eða slydduél og kólnar norðanlands.

Á laugardag: Suðvestanátt og dálítil væta vestanlands, en bjart með köflum eystra. Hiti 6 til 12 stig, yfir daginn.

Á sunnudag: Vestlæg átt og lítilsháttar rigning norðan- og vestantil á landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×