Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. apríl 2025 09:02 Valdimar og Magnús eru með ólíkar áherslur. Vísir/Ívar Tvö mjög ólík framboð til forseta Íþrótta- og Ólympíusambandsins bárust áður en fresturinn til að tilkynna framboð rann út á föstudag. Willum Þór Þórsson, Olga Bjarnadóttir og Brynjar Karl Sigurðsson höfðu þegar tilkynnt framboð en Valdimar Leó Friðriksson og Magnús Ragnarsson bættust við listann á föstudag og frambjóðendur til forseta ÍSÍ verða því alls fimm. Valdimar og Magnús eru tveir ólíkir frambjóðendur. Hrærst innan hreyfingarinnar í áratugi Valdimar situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ og hefur síðustu áratugi sinnt ýmsum stjórnunarstörfum innan íþróttahreyfingarinnar. „Ég hef starfað frá foreldraráði og alla leið upp, tekið að mér ýmis konar rekstur bæði félaga, héraðssambanda og sérsambanda. Það þýðir að það er þekking á öllum þessum rekstri. Ég veit hvar skóginn kreppir, hvað það er sem fólkinu vantar til að geta rekið sig sómasamlega“ segir Valdimar. Ekki innvígður í efri lög ÍSÍ Magnús kveðst hins vegar fjarri því að vera innvígður í efri lög ÍSÍ og segist bjóða sig fram sem fulltrúi grasrótarinnar. „Ég tilheyri ekki þessu stjórnskipulagi ÍSÍ í dag. Ég er formaður Tennissambandsins og hef tekið þátt í almenningsíþróttum í mörg herrans ár, en ég er ekki hluti af þessum öflum sem ráða þarna í dag. Ég er fulltrúi þessara litlu afla í hreyfingunni“ segir Magnús. Hann sækir sína reynslu frekar úr viðskipta- og atvinnulífinu. „Ég þekki þessa viðskiptahlið, að búa til peninga innan hreyfingarinnar og ég held að ÍSÍ vanti þann þátt.“ Mismunandi áherslur Magnús talar fyrir einföldun á skipulagi og í forgangi verður að efla tekjustofna ÍSÍ. „Það þarf náttúrulega að fjármagna hreyfinguna betur og íþróttahreyfingin er komin á þann stað að hún þarf ekkert að standa með einhvern betlistaf. Þetta er orðið einn af máttarstólpum samfélagsins og ég held að allir viðurkenni það“ segir Magnús. Valdimar leggur hins vegar áherslu á meiri fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum. „Einhvern tímann var ég kallaður Valdimar styrkur af því að ég hef svo mikinn áhuga á auknu fé frá ríki og sveitarfélögum. Ég átti á sínum tíma hugmyndina að rekstrarstyrk til sérsambanda og ætla að gera tilraunir í ágúst til að tvöfalda hann… Síðan átti ég þátt í að koma á laggirnar ferðasjóði sem er fyrst og fremst hugsaður fyrir landsbyggðina. Þar er kominn tími líka á að tvöfalda. Það verða svona helstu áherslumálin, auk þess að sjálfsögðu að hlúa að sjálfboðaliðunum“ segir Valdimar. Fjallað var um frambjóðendurna tvo í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Hér fyrir neðan má svo finna viðtölin við þá í heild sinni þar sem farið er nánar yfir þeirra reynslu og helstu stefnumál. Klippa: Viðtal við ÍSÍ forsetaframbjóðandann Valdimar Leó Klippa: Viðtal við ÍSÍ forsetaframbjóðandann Magnús Ragnarsson ÍSÍ Tengdar fréttir Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Forsetaframboðin fimm sem höfðu verið tilkynnt voru öll úrskurðuð lögleg af kjörnefnd. Skila þurfti inn stuðningsyfirlýsingu frá einu sérsambandi og einu héraðssambandi, sem formenn sambandanna skrifuðu undir. 26. apríl 2025 17:06 Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Willum Þór Þórsson sækist eftir forsetaembætti ÍSÍ í vor. Hann segir ljóst að þörf sé á meira fjármagni frá ríkinu til þessa stærstu félagasamtaka landsins, bæði í starfsemi þeirra sem og innviðauppbyggingu. 29. mars 2025 08:02 Olga ætlar ekki í slag við Willum Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. 17. apríl 2025 08:31 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan. 19. apríl 2025 19:04 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Fleiri fréttir Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Sjá meira
Willum Þór Þórsson, Olga Bjarnadóttir og Brynjar Karl Sigurðsson höfðu þegar tilkynnt framboð en Valdimar Leó Friðriksson og Magnús Ragnarsson bættust við listann á föstudag og frambjóðendur til forseta ÍSÍ verða því alls fimm. Valdimar og Magnús eru tveir ólíkir frambjóðendur. Hrærst innan hreyfingarinnar í áratugi Valdimar situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ og hefur síðustu áratugi sinnt ýmsum stjórnunarstörfum innan íþróttahreyfingarinnar. „Ég hef starfað frá foreldraráði og alla leið upp, tekið að mér ýmis konar rekstur bæði félaga, héraðssambanda og sérsambanda. Það þýðir að það er þekking á öllum þessum rekstri. Ég veit hvar skóginn kreppir, hvað það er sem fólkinu vantar til að geta rekið sig sómasamlega“ segir Valdimar. Ekki innvígður í efri lög ÍSÍ Magnús kveðst hins vegar fjarri því að vera innvígður í efri lög ÍSÍ og segist bjóða sig fram sem fulltrúi grasrótarinnar. „Ég tilheyri ekki þessu stjórnskipulagi ÍSÍ í dag. Ég er formaður Tennissambandsins og hef tekið þátt í almenningsíþróttum í mörg herrans ár, en ég er ekki hluti af þessum öflum sem ráða þarna í dag. Ég er fulltrúi þessara litlu afla í hreyfingunni“ segir Magnús. Hann sækir sína reynslu frekar úr viðskipta- og atvinnulífinu. „Ég þekki þessa viðskiptahlið, að búa til peninga innan hreyfingarinnar og ég held að ÍSÍ vanti þann þátt.“ Mismunandi áherslur Magnús talar fyrir einföldun á skipulagi og í forgangi verður að efla tekjustofna ÍSÍ. „Það þarf náttúrulega að fjármagna hreyfinguna betur og íþróttahreyfingin er komin á þann stað að hún þarf ekkert að standa með einhvern betlistaf. Þetta er orðið einn af máttarstólpum samfélagsins og ég held að allir viðurkenni það“ segir Magnús. Valdimar leggur hins vegar áherslu á meiri fjárstuðning frá ríki og sveitarfélögum. „Einhvern tímann var ég kallaður Valdimar styrkur af því að ég hef svo mikinn áhuga á auknu fé frá ríki og sveitarfélögum. Ég átti á sínum tíma hugmyndina að rekstrarstyrk til sérsambanda og ætla að gera tilraunir í ágúst til að tvöfalda hann… Síðan átti ég þátt í að koma á laggirnar ferðasjóði sem er fyrst og fremst hugsaður fyrir landsbyggðina. Þar er kominn tími líka á að tvöfalda. Það verða svona helstu áherslumálin, auk þess að sjálfsögðu að hlúa að sjálfboðaliðunum“ segir Valdimar. Fjallað var um frambjóðendurna tvo í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Hér fyrir neðan má svo finna viðtölin við þá í heild sinni þar sem farið er nánar yfir þeirra reynslu og helstu stefnumál. Klippa: Viðtal við ÍSÍ forsetaframbjóðandann Valdimar Leó Klippa: Viðtal við ÍSÍ forsetaframbjóðandann Magnús Ragnarsson
ÍSÍ Tengdar fréttir Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Forsetaframboðin fimm sem höfðu verið tilkynnt voru öll úrskurðuð lögleg af kjörnefnd. Skila þurfti inn stuðningsyfirlýsingu frá einu sérsambandi og einu héraðssambandi, sem formenn sambandanna skrifuðu undir. 26. apríl 2025 17:06 Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Willum Þór Þórsson sækist eftir forsetaembætti ÍSÍ í vor. Hann segir ljóst að þörf sé á meira fjármagni frá ríkinu til þessa stærstu félagasamtaka landsins, bæði í starfsemi þeirra sem og innviðauppbyggingu. 29. mars 2025 08:02 Olga ætlar ekki í slag við Willum Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. 17. apríl 2025 08:31 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan. 19. apríl 2025 19:04 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Fleiri fréttir Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Sjá meira
Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Forsetaframboðin fimm sem höfðu verið tilkynnt voru öll úrskurðuð lögleg af kjörnefnd. Skila þurfti inn stuðningsyfirlýsingu frá einu sérsambandi og einu héraðssambandi, sem formenn sambandanna skrifuðu undir. 26. apríl 2025 17:06
Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Willum Þór Þórsson sækist eftir forsetaembætti ÍSÍ í vor. Hann segir ljóst að þörf sé á meira fjármagni frá ríkinu til þessa stærstu félagasamtaka landsins, bæði í starfsemi þeirra sem og innviðauppbyggingu. 29. mars 2025 08:02
Olga ætlar ekki í slag við Willum Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. 17. apríl 2025 08:31
„Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan. 19. apríl 2025 19:04
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti