Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Jakob Bjarnar skrifar 25. apríl 2025 16:08 Magnús Þór Jónsson formaður KÍ fagnar framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram. Hann segir að ef til standi að allar greinar taki mið af jafnrétti verði það að vera hluti námsefnis í kennaranámi. vísir/vilhelm Meðal þeirra sem sérstaklega voru fengnir til að vega og meta stjórnartillögu til þingsályktunar, þeirrar sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram um jafnréttismál, er Kennarasamband Íslands. KÍ fagnar tillögunni og vonar að hún nái fram að ganga. Þetta má sjá í umsögn KÍ sem Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands og Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber sérfræðingur í vinnuumhverfis- og jafnréttismálum skrifa undir. Hér geisi faraldur kynbundis ofbeldis „KÍ leggur sem fyrr áherslu á að í skólakerfinu leynist sóknarfæri því þar má vekja jafnréttisnæmi flestra þegna samfélagsins. KÍ leggur jafnframt áherslu á að mennta þurfi kennara til jafnréttiskennslu og bjóða þeim viðeigandi starfsþróun því mikilvægt er að allir kennarar hafi fyrrgreint jafnréttisnæmi svo virkja megi grunnþáttinn jafnrétti í öllu skólastarfi á öllum skólastigum,“ segir meðal annars í umsögn KÍ. Þá er vakin athygli á því að 2025 sér sérstakt Kvennaár og yfir 50 samtök launafólks; kvenna, hinsegin fólks og fatlaðs hafi tekið höndum saman og lagt fram kröfur til stjórnvalda um hvernig stuðla megi að auknu jafnrétti. „Þrátt fyrir að Ísland hafi náð töluverðum árangri í jafnréttismálum á síðustu áratugum er enn langt í land þar til fullu jafnrétti er náð.“ „Hér geisar faraldur kynbundins ofbeldis og hefur KÍ orðið áþreifanlega vart við áhrif þessa faraldurs meðal síns félagsfólks,“ segir meðal annars í umsögninni. Vilja fá jafnréttisfulltrúa í alla skóla KÍ fagnar því að horft sér sérstaklega til framhaldsskóla í þessu sambandi en bendir á að ef flétta á kynja- og jafnréttisfræði inn í alla kennslu og starfsemi skóla verður efnið að vera hluti kennaranáms, starfsþróunar og alls þess náms sem starfsfólki í framhaldsskólum stendur til boða. Er lagt til að mikilvægt sé að í hverjum framhaldsskóla sé skilgreint stöðuhlutfall sérstaks jafnréttisfulltrúa. „Verkefni jafnréttisfulltrúa ættu að hverfast um það starf sem unnið er í skólanum og félagslíf nemenda. Jafnréttisfulltrúi ætti að vera formaður jafnréttisnefndar sem fengi þá það hlutverk að auka þekkingu starfsfólks og nemenda í málum er varða einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi innan hvers framhaldsskóla.“ Hallar verulega á karlmenn í áætluninni Athygli vekur að af 19 erindum sendum Alþingi vegna tillögunnar eru karlar einungis nefndir i 3 erindum. Og einungis í erindi Ingimundar Stefánssonar er bent á kynjamismunun sem birtist í áætluninni. Meðal þeirra athugasemda sem Ingimundur gerir, en honum þykir halla allverulega á karlmenn í bæði áætluninni sem og þeim umsögnum sem kallað hefur verið eftir, er að „ekki sé stefnt að aðgerðum til að fjölga körlum í störfum hjá ríki og ráðuneytum, eða í sveitarstjórnum þar sem þeir hafa verið mun færri, en á sama tíma stefnt að aðgerðum til að fjölga konum í efstu lögum fyrirtækja.“ Ingimundur segir að um mismunun sé að ræða, til að mynda liggi fyrir að karlmenn þurfi oft að sæta heimilsofbeldi, það sýni erlendar rannsóknir. En Ingimundur virðist einn um að benda á þetta, ef marka má umsagnirnar, og sker hann sig því nokkuð úr þeim fögnuði sem annars ríkir með tillöguna. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Jafnréttismál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Þetta má sjá í umsögn KÍ sem Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands og Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber sérfræðingur í vinnuumhverfis- og jafnréttismálum skrifa undir. Hér geisi faraldur kynbundis ofbeldis „KÍ leggur sem fyrr áherslu á að í skólakerfinu leynist sóknarfæri því þar má vekja jafnréttisnæmi flestra þegna samfélagsins. KÍ leggur jafnframt áherslu á að mennta þurfi kennara til jafnréttiskennslu og bjóða þeim viðeigandi starfsþróun því mikilvægt er að allir kennarar hafi fyrrgreint jafnréttisnæmi svo virkja megi grunnþáttinn jafnrétti í öllu skólastarfi á öllum skólastigum,“ segir meðal annars í umsögn KÍ. Þá er vakin athygli á því að 2025 sér sérstakt Kvennaár og yfir 50 samtök launafólks; kvenna, hinsegin fólks og fatlaðs hafi tekið höndum saman og lagt fram kröfur til stjórnvalda um hvernig stuðla megi að auknu jafnrétti. „Þrátt fyrir að Ísland hafi náð töluverðum árangri í jafnréttismálum á síðustu áratugum er enn langt í land þar til fullu jafnrétti er náð.“ „Hér geisar faraldur kynbundins ofbeldis og hefur KÍ orðið áþreifanlega vart við áhrif þessa faraldurs meðal síns félagsfólks,“ segir meðal annars í umsögninni. Vilja fá jafnréttisfulltrúa í alla skóla KÍ fagnar því að horft sér sérstaklega til framhaldsskóla í þessu sambandi en bendir á að ef flétta á kynja- og jafnréttisfræði inn í alla kennslu og starfsemi skóla verður efnið að vera hluti kennaranáms, starfsþróunar og alls þess náms sem starfsfólki í framhaldsskólum stendur til boða. Er lagt til að mikilvægt sé að í hverjum framhaldsskóla sé skilgreint stöðuhlutfall sérstaks jafnréttisfulltrúa. „Verkefni jafnréttisfulltrúa ættu að hverfast um það starf sem unnið er í skólanum og félagslíf nemenda. Jafnréttisfulltrúi ætti að vera formaður jafnréttisnefndar sem fengi þá það hlutverk að auka þekkingu starfsfólks og nemenda í málum er varða einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi innan hvers framhaldsskóla.“ Hallar verulega á karlmenn í áætluninni Athygli vekur að af 19 erindum sendum Alþingi vegna tillögunnar eru karlar einungis nefndir i 3 erindum. Og einungis í erindi Ingimundar Stefánssonar er bent á kynjamismunun sem birtist í áætluninni. Meðal þeirra athugasemda sem Ingimundur gerir, en honum þykir halla allverulega á karlmenn í bæði áætluninni sem og þeim umsögnum sem kallað hefur verið eftir, er að „ekki sé stefnt að aðgerðum til að fjölga körlum í störfum hjá ríki og ráðuneytum, eða í sveitarstjórnum þar sem þeir hafa verið mun færri, en á sama tíma stefnt að aðgerðum til að fjölga konum í efstu lögum fyrirtækja.“ Ingimundur segir að um mismunun sé að ræða, til að mynda liggi fyrir að karlmenn þurfi oft að sæta heimilsofbeldi, það sýni erlendar rannsóknir. En Ingimundur virðist einn um að benda á þetta, ef marka má umsagnirnar, og sker hann sig því nokkuð úr þeim fögnuði sem annars ríkir með tillöguna.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Jafnréttismál Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira