Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Árni Sæberg skrifar 23. apríl 2025 14:41 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er utanríkisráðherra. Könnunin var framkvæmd fyrir ráðuneyti hennar. Vísir/Anton Brink Þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar sé hlynntur því að Ísland styðji Úkraínu í stríðinu við Rússland fer stuðningurinn minnkandi á milli ára. Stuðningur við Palestínu minnkar töluvert milli ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í árlegri skoðanakönnun sem Maskína gerir fyrir utanríkisráðuneytið. Í umfjöllun um könnunina á vef ráðuneytisins er útgangspunkturinn sá að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga, eða áttatíu prósent, telji hagsæld Íslands byggja á alþjóðlegum viðskiptum. Þá segi 81 prósent skipta miklu máli að Ísland hafi gott orðspor í alþjóðasamfélaginu og sjötíu prósent segi að þátttaka Íslands í alþjóðasamvinnu styrki fullveldi landsins. Íslendingar séu sem fyrr afar jákvæðir gagnvart norrænu samstarfi en alls segist 87 prósent landsmanna jákvæðir gagnvart því að Ísland taki virkan þátt í því. Þá séu 82,2 prósent landsmanna jákvæðir gagnvart vestnorrænu samstarfi, það er samstarfi með Færeyjum og Grænlandi. Hafa áhyggjur af þróun alþjóðamála Þegar spurt er um mikilvægi þess að Ísland styðji fullveldi og friðhelgi landamæra Konungsríkisins Danmerkur og sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga segi 81,4 prósent það vera mikilvægt en einungis 5,3 prósent segi það lítilvægt. Í könnuninni komi einnig fram að ansi hátt hlutfall landsmanna segist hafa miklar áhyggjur af þróun alþjóðamála, eða 72 prósent. Það sé hækkun um sjö prósentustig á milli ára. Þess megi geta að árið 2023 hafi 56 prósent sagst hafa áhyggjur af þróun alþjóðamála og aukningin sé því talsverð síðustu tvö ár. Innan við þriðjungur hlynntur beinum hernaðarstuðningi Líkt og undanfarin ár hafi sérstaklega verið spurt um stuðning Íslands við Úkraínu. Þrátt fyrir að meirihluti landsmanna, 71 prósent, sé hlynntur því að Ísland styðji við Úkraínu í stríðinu við Rússland fari stuðningurinn minnkandi á milli ára. Hann hafi verið 75 prósent árið 2024 og 82 prósent 2023. Alls segist 57 prósent hlynnt því að Ísland veiti Úkraínu efnahagslegan stuðning en 29 prósent séu hlynnt því að Ísland veiti Úkraínu beinan hernaðarlegan stuðning, til dæmis með því að greiða fyrir hergögn, flutning á þeim eða þjálfun hermanna. 48 prósent séu því andvíg. Stuðningur við mannúðaraðstoð til Úkraínu lækki einnig örlítið á milli ára og sé kominn í áttatíu prósent samanborið við 86 prósent í fyrra. Við þetta megi bæta að 76 prósent landsmanna séu andvíg því að Ísland eigi í samstarfi við Rússland á alþjóðavettvangi og þegar spurt er með hvaða ríkjum fólk telur að Ísland eigi síst að starfa með á alþjóðavettvangi nefni flest Rússland, 73,9 prósent. Þar á eftir séu Bandaríkin, 36,8 prósent, Kína, 29,9 prósent, Norður-Kórea, 33,2 prósent, og Ísrael, 32,1 prósent. Aðspurð með hvaða ríkjum fólk telur að Ísland eigi helst samleið með á alþjóðavettvangi nefni flestir sem fyrr Norðurlöndin, Noreg, Danmörku, Svíþjóð og Finnland. Stuðningur við Palestínu minnkar um tíu prósentustig Eins og í fyrra hafi sérstaklega verið spurt um afstöðu fólks til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Þannig segist 49 prósent landsmanna ósammála því að Ísland styðji rétt Ísraels til sjálfsvarnar innan marka alþjóðalaga, hlutfallið hafi verið 48 prósent í fyrra, á meðan 25 prósent séu sammála, hlutfallið hafi verið 29 prósent í fyrra. Aftur á móti séu 63 prósent sammála því að Ísland styðji við sjálfstæði Palestínu, en 73 prósent hafi verið sammála því í fyrra, þar með talið aðild þeirra að Sameinuðu þjóðunum, en 13 prósent séu ósammála. Spurt hvort Ísland eigi að beita sér fyrir tveggja ríkja lausn á milli Ísraels og Palestínu segist 50,5 prósent vera sammála en 21,8 prósent ósammála. Neikvæð í garð varnarsamstarfsins við Bandaríkin Í umfjölluninni segir að alls 57 prósent telji að Ísland eigi að auka framlög til varnarmála. Þá séu 66 prósent jákvæð gagnvart aðild að Atlantshafsbandalaginu, sem sé smávægileg aukning frá því í fyrra. Á móti séu aðeins 38 prósent jákvæð í garð varnarsamstarfsins við Bandaríkin, sem sé talsverð lækkun frá því í fyrra en þá hafi 53 prósent verið jákvæð gagnvart samstarfinu. Um fjórtán prósent telji að Ísland njóti ekki fullnægjandi herverndar, en sú tala hafi verið átta prósent í fyrra. Þjóðin vill þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki inngöngu Að þessu sinni hafi sérstaklega verið spurt um afstöðu fólks til fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður Íslands að Evrópusambandinu. Alls hafi 58,4 sagst hlynnt því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla en 21,9 prósent séu því andvíg. Þá hafi 44,6 prósent sagst hlynnt því að aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu verði teknar upp að nýju en 33,6 prósent séu því andvíg. Þegar spurt er um afstöðu fólks til inngöngu Íslands í Evrópusambandið segist 36,5 prósent hlynnt inngöngu en 39,8 prósent séu því andvíg. Þá segist 55 prósent jákvæð gagnvart aðild Íslands að EES-samningnum. Stuðningur við þróunarsamvinnu áfram mikill en fer minnkandi Loks segir að líkt og undanfarin ár mælist stuðningur almennings við þróunarsamvinnu mikill hér á landi. Þannig segi 64 prósent mikilvægt að Ísland veiti þróunarríkjum og íbúum þeirra aðstoð, sem sé lækkun úr 78 prósent frá því í fyrra. Þá segja 52 prósent það vera siðferðislega skyldu Íslands að draga úr fátækt í þróunarríkjum, en í fyrra hafi sú tala verið 63 prósent. Nú séu 18 prósent ósammála þeirri fullyrðingu, sem sé aukning um fimm prósent frá því í fyrra. Könnunin hafi farið fram á netinu dagana 27. mars til 3. apríl 2025. Svarendur hafi verið 981 og gögnin hafi verið vigtuð með tilliti til kyns, aldurs, búsetu og menntunar í samræmi við upplýsingar úr Þjóðskrá. Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Palestína Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Evrópusambandið Þróunarsamvinna Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í árlegri skoðanakönnun sem Maskína gerir fyrir utanríkisráðuneytið. Í umfjöllun um könnunina á vef ráðuneytisins er útgangspunkturinn sá að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga, eða áttatíu prósent, telji hagsæld Íslands byggja á alþjóðlegum viðskiptum. Þá segi 81 prósent skipta miklu máli að Ísland hafi gott orðspor í alþjóðasamfélaginu og sjötíu prósent segi að þátttaka Íslands í alþjóðasamvinnu styrki fullveldi landsins. Íslendingar séu sem fyrr afar jákvæðir gagnvart norrænu samstarfi en alls segist 87 prósent landsmanna jákvæðir gagnvart því að Ísland taki virkan þátt í því. Þá séu 82,2 prósent landsmanna jákvæðir gagnvart vestnorrænu samstarfi, það er samstarfi með Færeyjum og Grænlandi. Hafa áhyggjur af þróun alþjóðamála Þegar spurt er um mikilvægi þess að Ísland styðji fullveldi og friðhelgi landamæra Konungsríkisins Danmerkur og sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga segi 81,4 prósent það vera mikilvægt en einungis 5,3 prósent segi það lítilvægt. Í könnuninni komi einnig fram að ansi hátt hlutfall landsmanna segist hafa miklar áhyggjur af þróun alþjóðamála, eða 72 prósent. Það sé hækkun um sjö prósentustig á milli ára. Þess megi geta að árið 2023 hafi 56 prósent sagst hafa áhyggjur af þróun alþjóðamála og aukningin sé því talsverð síðustu tvö ár. Innan við þriðjungur hlynntur beinum hernaðarstuðningi Líkt og undanfarin ár hafi sérstaklega verið spurt um stuðning Íslands við Úkraínu. Þrátt fyrir að meirihluti landsmanna, 71 prósent, sé hlynntur því að Ísland styðji við Úkraínu í stríðinu við Rússland fari stuðningurinn minnkandi á milli ára. Hann hafi verið 75 prósent árið 2024 og 82 prósent 2023. Alls segist 57 prósent hlynnt því að Ísland veiti Úkraínu efnahagslegan stuðning en 29 prósent séu hlynnt því að Ísland veiti Úkraínu beinan hernaðarlegan stuðning, til dæmis með því að greiða fyrir hergögn, flutning á þeim eða þjálfun hermanna. 48 prósent séu því andvíg. Stuðningur við mannúðaraðstoð til Úkraínu lækki einnig örlítið á milli ára og sé kominn í áttatíu prósent samanborið við 86 prósent í fyrra. Við þetta megi bæta að 76 prósent landsmanna séu andvíg því að Ísland eigi í samstarfi við Rússland á alþjóðavettvangi og þegar spurt er með hvaða ríkjum fólk telur að Ísland eigi síst að starfa með á alþjóðavettvangi nefni flest Rússland, 73,9 prósent. Þar á eftir séu Bandaríkin, 36,8 prósent, Kína, 29,9 prósent, Norður-Kórea, 33,2 prósent, og Ísrael, 32,1 prósent. Aðspurð með hvaða ríkjum fólk telur að Ísland eigi helst samleið með á alþjóðavettvangi nefni flestir sem fyrr Norðurlöndin, Noreg, Danmörku, Svíþjóð og Finnland. Stuðningur við Palestínu minnkar um tíu prósentustig Eins og í fyrra hafi sérstaklega verið spurt um afstöðu fólks til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Þannig segist 49 prósent landsmanna ósammála því að Ísland styðji rétt Ísraels til sjálfsvarnar innan marka alþjóðalaga, hlutfallið hafi verið 48 prósent í fyrra, á meðan 25 prósent séu sammála, hlutfallið hafi verið 29 prósent í fyrra. Aftur á móti séu 63 prósent sammála því að Ísland styðji við sjálfstæði Palestínu, en 73 prósent hafi verið sammála því í fyrra, þar með talið aðild þeirra að Sameinuðu þjóðunum, en 13 prósent séu ósammála. Spurt hvort Ísland eigi að beita sér fyrir tveggja ríkja lausn á milli Ísraels og Palestínu segist 50,5 prósent vera sammála en 21,8 prósent ósammála. Neikvæð í garð varnarsamstarfsins við Bandaríkin Í umfjölluninni segir að alls 57 prósent telji að Ísland eigi að auka framlög til varnarmála. Þá séu 66 prósent jákvæð gagnvart aðild að Atlantshafsbandalaginu, sem sé smávægileg aukning frá því í fyrra. Á móti séu aðeins 38 prósent jákvæð í garð varnarsamstarfsins við Bandaríkin, sem sé talsverð lækkun frá því í fyrra en þá hafi 53 prósent verið jákvæð gagnvart samstarfinu. Um fjórtán prósent telji að Ísland njóti ekki fullnægjandi herverndar, en sú tala hafi verið átta prósent í fyrra. Þjóðin vill þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki inngöngu Að þessu sinni hafi sérstaklega verið spurt um afstöðu fólks til fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður Íslands að Evrópusambandinu. Alls hafi 58,4 sagst hlynnt því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla en 21,9 prósent séu því andvíg. Þá hafi 44,6 prósent sagst hlynnt því að aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu verði teknar upp að nýju en 33,6 prósent séu því andvíg. Þegar spurt er um afstöðu fólks til inngöngu Íslands í Evrópusambandið segist 36,5 prósent hlynnt inngöngu en 39,8 prósent séu því andvíg. Þá segist 55 prósent jákvæð gagnvart aðild Íslands að EES-samningnum. Stuðningur við þróunarsamvinnu áfram mikill en fer minnkandi Loks segir að líkt og undanfarin ár mælist stuðningur almennings við þróunarsamvinnu mikill hér á landi. Þannig segi 64 prósent mikilvægt að Ísland veiti þróunarríkjum og íbúum þeirra aðstoð, sem sé lækkun úr 78 prósent frá því í fyrra. Þá segja 52 prósent það vera siðferðislega skyldu Íslands að draga úr fátækt í þróunarríkjum, en í fyrra hafi sú tala verið 63 prósent. Nú séu 18 prósent ósammála þeirri fullyrðingu, sem sé aukning um fimm prósent frá því í fyrra. Könnunin hafi farið fram á netinu dagana 27. mars til 3. apríl 2025. Svarendur hafi verið 981 og gögnin hafi verið vigtuð með tilliti til kyns, aldurs, búsetu og menntunar í samræmi við upplýsingar úr Þjóðskrá.
Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Palestína Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Evrópusambandið Þróunarsamvinna Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira