Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2025 10:38 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á lóð Hvíta hússins. AP/Alex Brandon Mikið hefur gustað um Pete Hegseth, fyrrverandi sjónvarpsmann og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, undanfarið. Mikil óreiða er sögð hafa ríkt innan veggja ráðuneytisins, sem gengur iðulega undir nafninu Pentagon, og vantraust hefur aukist milli borgaralegra starfsmanna ráðuneytisins og hermanna sem starfa þar. Hegseth hefur verið gagnrýndur fyrir að segja frá yfirvofandi loftárásum á samskiptaforritinu Signal, bæði í hópi háttsettra embættismanna, og eins blaðamanns, og í persónulegum hópi sem innihélt meðal annars eiginkonu hans og bróður. Þá hefur hann rekið þó nokkra af sínum helstu ráðgjöfum í ráðuneytinu á undanförnum dögum og sakað þá um að leka upplýsingum í blaðamenn. Umkringdi sig vinum Þegar Hegseth settist fyrst að í ráðuneytinu stefndu æðstu starfsmenn þess að því að umkringja hann reyndu fólki til að hjálpa honum að reka það stærðarinnar bákn sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna er, samkvæmt frétt Politico. Ráðuneytið er í raun stærsta stofnun Bandaríkjanna. Þess í stað umkringdi hann sig nánum ráðgjöfum sem einnig voru uppgjafahermenn, eins og Hegseth, og höfðu einnig litla reynslu af rekstri bákns í anda ráðuneytisins, eins og Hegseth. Þessi hópur hefur síðan þá einkennst af illdeilum og óreiðu. Í síðustu viku voru þrír úr þessum hópi reknir og þeim vísað úr byggingunni, eftir að Hegseth sakaði þá um að leka upplýsingum til fjölmiðla. Hegseth er sagður hafa grunað að mennirnir væru að veita fjölmiðlum upplýsingar til að sverta aðra í hópnum. Sá fjórði, sem hafði verið helsti talsmaður ráðherrans, hætti í kjölfarið og sakaði Hegseth um vanhæfi og skort á hollustu í grein sem hann skrifaði á vef Politico. Í þeirri grein talaði Ullyot um „mánuð frá helvíti“ í ráðuneytinu og sagði meðal annars að Trump ætti skilið að hafa betri varnarmálaráðherra en Hegseth. „Óreiðan ræður ríkjum undir stjórn Hegseth.“ Hægagangur í Pentagon Óreiðan í ráðuneytinu er sögð hafa komið verulega niður á störfum starfsmanna þess og við það hefur bæst krafa DOGE, niðurskurðarstofnunar Elons Musk, um að um tvö hundruð þúsund borgaralegum starfsmönnum ráðuneytisins, af um 750 þúsund, verði sagt upp. Hegseth hefur, samkvæmt New York Times, varað við því að þessar uppsagnir myndu lama starfsemi ráðuneytisins. Fjölmiðlar ytra segja starfsemi ráðuneytins þegar hafa orðið fyrir skaða. Ákvarðanataka sé hæg, fundir gangi illa og illdeilur aukist. Nánustu samstarfsmenn Hegseths eru sagðir hafa farið í gegnum samfélagsmiðla annarra starfsmanna í leit að neikvæðum ummælum um Donald Trump. Þrír heimildarmenn NYT sögðust hafa verið krafnir um ferilskrár svo þær gætu sannað „föðurlandsást“ sína. Allir þrír höfðu tekið þátt í bardögum í Afganistan. Segir fjölmiðla í herferð gegn sér Þrátt fyrir alla óreiðuna hefur Trump lýst yfir stuðningi við Hegseth og Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, sagði í viðtali við Fox News að þetta ástand hefði myndast vegna þess að Hegseth væri umkringdur fólki sem reyndi koma í veg fyrir þær umfangsmiklu breytingar sem hann ætlaði að framkvæma. Hegseth sjálfur hefur sakað fjölmiðla og áðurnefnda fyrrverandi samstarfsfélaga sína um áróðursherferð gegn sér. Þrátt fyrir stuðningsyfirlýsingar frá Hvíta húsinu eru vísbendingar um að þolinmæði þingmanna í garð Hegseths fari dvínandi. Ráðherrann er til rannsókn vegna samskipta hans og annarra háttsettra embættismanna á Signal en sú rannsókn hófst áður en í ljós kom að hann átti einnig samskiptum um árásirnar á Húta í öðrum hópi með óbreyttum borgurum. Sú rannsókn var sett á laggirnar eftir að Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings lögðu slíkt til. Eftir að seinni spjallhópurinn leit dagsins ljós hefur einn þingmaður Repúblikanaflokksins sagt opinberlega að Trump ætti að reka Hegseth. Sá er Don Bacon, fyrrverandi herforingi í flugher Bandaríkjanna, en hann hefur sagt að samskipti Hegseths á Signal séu óásættanleg. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, greindi frá upplýsingum um árás Bandaríkjahers á Húta í Signal-spjalli með konu sinni, bróður og lögfræðing. Þetta er í annað sinn sem hann deilir óvarlega viðkvæmum hernaðarupplýsingum á forritinu. 20. apríl 2025 22:56 Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Yfirmaður bandarísku herstöðvarinnar á Grænlandi var rekinn eftir að hann vildi ekki taka undir gagnrýni J.D. Vance varaforseta á dönsk stjórnvöld í umdeildri heimsókn á dögunum. Talsmaður Bandaríkjastjórnar segir engar tilraunir til að „vinna gegn“ stefnu forsetans verða liðnar. 11. apríl 2025 10:51 Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið. 27. mars 2025 21:02 Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Talsmenn Hvíta hússins hafa síðustu daga varið miklu púðri í að gagnrýna blaðamann sem var fyrir mistök bætt inn í spjallhóp margra af æðstu ráðamönnum Bandaríkjanna. Þar ræddu þeir yfirvofandi árásir gegn Hútum í Jemen og deildu upplýsingum um árásirnar sín á milli en búið er að birta öll samskiptin úr hópnum. 26. mars 2025 18:22 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Hegseth hefur verið gagnrýndur fyrir að segja frá yfirvofandi loftárásum á samskiptaforritinu Signal, bæði í hópi háttsettra embættismanna, og eins blaðamanns, og í persónulegum hópi sem innihélt meðal annars eiginkonu hans og bróður. Þá hefur hann rekið þó nokkra af sínum helstu ráðgjöfum í ráðuneytinu á undanförnum dögum og sakað þá um að leka upplýsingum í blaðamenn. Umkringdi sig vinum Þegar Hegseth settist fyrst að í ráðuneytinu stefndu æðstu starfsmenn þess að því að umkringja hann reyndu fólki til að hjálpa honum að reka það stærðarinnar bákn sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna er, samkvæmt frétt Politico. Ráðuneytið er í raun stærsta stofnun Bandaríkjanna. Þess í stað umkringdi hann sig nánum ráðgjöfum sem einnig voru uppgjafahermenn, eins og Hegseth, og höfðu einnig litla reynslu af rekstri bákns í anda ráðuneytisins, eins og Hegseth. Þessi hópur hefur síðan þá einkennst af illdeilum og óreiðu. Í síðustu viku voru þrír úr þessum hópi reknir og þeim vísað úr byggingunni, eftir að Hegseth sakaði þá um að leka upplýsingum til fjölmiðla. Hegseth er sagður hafa grunað að mennirnir væru að veita fjölmiðlum upplýsingar til að sverta aðra í hópnum. Sá fjórði, sem hafði verið helsti talsmaður ráðherrans, hætti í kjölfarið og sakaði Hegseth um vanhæfi og skort á hollustu í grein sem hann skrifaði á vef Politico. Í þeirri grein talaði Ullyot um „mánuð frá helvíti“ í ráðuneytinu og sagði meðal annars að Trump ætti skilið að hafa betri varnarmálaráðherra en Hegseth. „Óreiðan ræður ríkjum undir stjórn Hegseth.“ Hægagangur í Pentagon Óreiðan í ráðuneytinu er sögð hafa komið verulega niður á störfum starfsmanna þess og við það hefur bæst krafa DOGE, niðurskurðarstofnunar Elons Musk, um að um tvö hundruð þúsund borgaralegum starfsmönnum ráðuneytisins, af um 750 þúsund, verði sagt upp. Hegseth hefur, samkvæmt New York Times, varað við því að þessar uppsagnir myndu lama starfsemi ráðuneytisins. Fjölmiðlar ytra segja starfsemi ráðuneytins þegar hafa orðið fyrir skaða. Ákvarðanataka sé hæg, fundir gangi illa og illdeilur aukist. Nánustu samstarfsmenn Hegseths eru sagðir hafa farið í gegnum samfélagsmiðla annarra starfsmanna í leit að neikvæðum ummælum um Donald Trump. Þrír heimildarmenn NYT sögðust hafa verið krafnir um ferilskrár svo þær gætu sannað „föðurlandsást“ sína. Allir þrír höfðu tekið þátt í bardögum í Afganistan. Segir fjölmiðla í herferð gegn sér Þrátt fyrir alla óreiðuna hefur Trump lýst yfir stuðningi við Hegseth og Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, sagði í viðtali við Fox News að þetta ástand hefði myndast vegna þess að Hegseth væri umkringdur fólki sem reyndi koma í veg fyrir þær umfangsmiklu breytingar sem hann ætlaði að framkvæma. Hegseth sjálfur hefur sakað fjölmiðla og áðurnefnda fyrrverandi samstarfsfélaga sína um áróðursherferð gegn sér. Þrátt fyrir stuðningsyfirlýsingar frá Hvíta húsinu eru vísbendingar um að þolinmæði þingmanna í garð Hegseths fari dvínandi. Ráðherrann er til rannsókn vegna samskipta hans og annarra háttsettra embættismanna á Signal en sú rannsókn hófst áður en í ljós kom að hann átti einnig samskiptum um árásirnar á Húta í öðrum hópi með óbreyttum borgurum. Sú rannsókn var sett á laggirnar eftir að Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings lögðu slíkt til. Eftir að seinni spjallhópurinn leit dagsins ljós hefur einn þingmaður Repúblikanaflokksins sagt opinberlega að Trump ætti að reka Hegseth. Sá er Don Bacon, fyrrverandi herforingi í flugher Bandaríkjanna, en hann hefur sagt að samskipti Hegseths á Signal séu óásættanleg.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, greindi frá upplýsingum um árás Bandaríkjahers á Húta í Signal-spjalli með konu sinni, bróður og lögfræðing. Þetta er í annað sinn sem hann deilir óvarlega viðkvæmum hernaðarupplýsingum á forritinu. 20. apríl 2025 22:56 Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Yfirmaður bandarísku herstöðvarinnar á Grænlandi var rekinn eftir að hann vildi ekki taka undir gagnrýni J.D. Vance varaforseta á dönsk stjórnvöld í umdeildri heimsókn á dögunum. Talsmaður Bandaríkjastjórnar segir engar tilraunir til að „vinna gegn“ stefnu forsetans verða liðnar. 11. apríl 2025 10:51 Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið. 27. mars 2025 21:02 Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Talsmenn Hvíta hússins hafa síðustu daga varið miklu púðri í að gagnrýna blaðamann sem var fyrir mistök bætt inn í spjallhóp margra af æðstu ráðamönnum Bandaríkjanna. Þar ræddu þeir yfirvofandi árásir gegn Hútum í Jemen og deildu upplýsingum um árásirnar sín á milli en búið er að birta öll samskiptin úr hópnum. 26. mars 2025 18:22 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, greindi frá upplýsingum um árás Bandaríkjahers á Húta í Signal-spjalli með konu sinni, bróður og lögfræðing. Þetta er í annað sinn sem hann deilir óvarlega viðkvæmum hernaðarupplýsingum á forritinu. 20. apríl 2025 22:56
Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Yfirmaður bandarísku herstöðvarinnar á Grænlandi var rekinn eftir að hann vildi ekki taka undir gagnrýni J.D. Vance varaforseta á dönsk stjórnvöld í umdeildri heimsókn á dögunum. Talsmaður Bandaríkjastjórnar segir engar tilraunir til að „vinna gegn“ stefnu forsetans verða liðnar. 11. apríl 2025 10:51
Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið. 27. mars 2025 21:02
Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Talsmenn Hvíta hússins hafa síðustu daga varið miklu púðri í að gagnrýna blaðamann sem var fyrir mistök bætt inn í spjallhóp margra af æðstu ráðamönnum Bandaríkjanna. Þar ræddu þeir yfirvofandi árásir gegn Hútum í Jemen og deildu upplýsingum um árásirnar sín á milli en búið er að birta öll samskiptin úr hópnum. 26. mars 2025 18:22
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“