Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2025 07:35 Þolinmæði Elds Smára er á þrotum en hann hefur engin gögn fengið sem varða kæru Samtakanna ´78 á hendur honum. Eldur Smári Kristinsson, formaður samtakanna 22, sem hefur verið kærður fyrir hatursorðræðu af Samtökunum ´78, segir að gögnum málsins sé markvisst haldið frá sér. „Það er eitthvað sérstaklega bogið við íslenskt réttarfar þegar oddviti stjórnmálaflokks er dreginn í skýrslutökur hjá lögreglunni degi fyrir kjördag í lok nóvember vegna móðganagirni og lélegs lesskilnings einhverja kynjafræðinga á Suðurgötunni,“ segir Eldur í yfirlýsingu á Facebook. Líkir sér við Voldemort eða þann sem ekki má nefna Eldur vísar þarna meðal annars til stjórnmálasamtaka sinna Lýðræðisflokksins sem hann var í framboði fyrir síðustu Alþingiskosningar. Eldur Smári greinir frá því að hann hafi nú ráðið sér lögfræðing til að gæta hagsmuna sinna en sá er Skúli Sveinsson. Skúli hafi óskað eftir gögnum málsins og því að verða tilnefndur verjandi í máli Elds. En það hafi verið 3. febrúar síðastliðinn. Þeir hafi nú sjö sinnum óskað eftir gögnum málsins en án árangurs. „Svo uppúr þurru fyrir páska er lögreglan send í bíltúr frá Reyðarfirði yfir á Breiðdalsvík til þess að hafa hendur í hári hugsanakrimmans og kjarnyrta hommans sem allir kynjafræðingar og einhver sértrúarsöfnuður þeirra elska að hatast útí, eins og einhvern Voldemort úr Harry Potter. Hann sem aldrei má nefna. No debate! Engar umræður!“ segir Eldur. „Ofsótti homminn“ fær ekki að sjá gögnin Eldur lýsir því að hann hafi fengið skilaboð fyrir páska, að hann skuli hafa samband við Eirík Valberg hjá R-2 hjá yfirvaldinu á höfuðborgarsvæðinu ellegar yrði gefin út handtökuskipun á hendur honum. „Ég hringi um hæl í yfirvaldið. Það er ekki við, og þegar fjölmiðlarnir sem hafa ennþá áhuga á málfrelsi, skoðanafrelsi, raunveruleikanum og heilbrigðri skynsemi hafa samband, þá er þeim sagt að yfirvaldið sé farið í páskafrí. Í dag sendum við svo áttundu ítrekunina um gögn málsins og að Skúli Sveinsson verði skipaður verjandi minn.“ Eldur segir að nú virðist sem hann þurfi að stefna lögreglunni sérstaklega til að fá dómsúrskurð með það fyrir augum að fá gögnin. Hann segir Vísi hafa birt kæruna gegn sér frá Samtökunum ´78. Það hafi verið á kjördegi. Sjálfur fái hann hins vegar ekki að sjá kæruna eftir formlegum leiðum. „Ég, ofsótti homminn, hef hvorki fengið kæruna eftir formlegum leiðum né gögn málsins,“ segir Eldur Smári. Dómsmál Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Lýðræðisflokkurinn Félagasamtök Tengdar fréttir Á sér langa sögu eldfimra ummæla Oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem kærður hefur verið fyrir ummæli gagnvart trans fólki á sér langa sögu slíkra ummæla. Þá hafa mótframbjóðendur hans orðið fyrir barðinu á ummælum hans. 30. nóvember 2024 10:44 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
„Það er eitthvað sérstaklega bogið við íslenskt réttarfar þegar oddviti stjórnmálaflokks er dreginn í skýrslutökur hjá lögreglunni degi fyrir kjördag í lok nóvember vegna móðganagirni og lélegs lesskilnings einhverja kynjafræðinga á Suðurgötunni,“ segir Eldur í yfirlýsingu á Facebook. Líkir sér við Voldemort eða þann sem ekki má nefna Eldur vísar þarna meðal annars til stjórnmálasamtaka sinna Lýðræðisflokksins sem hann var í framboði fyrir síðustu Alþingiskosningar. Eldur Smári greinir frá því að hann hafi nú ráðið sér lögfræðing til að gæta hagsmuna sinna en sá er Skúli Sveinsson. Skúli hafi óskað eftir gögnum málsins og því að verða tilnefndur verjandi í máli Elds. En það hafi verið 3. febrúar síðastliðinn. Þeir hafi nú sjö sinnum óskað eftir gögnum málsins en án árangurs. „Svo uppúr þurru fyrir páska er lögreglan send í bíltúr frá Reyðarfirði yfir á Breiðdalsvík til þess að hafa hendur í hári hugsanakrimmans og kjarnyrta hommans sem allir kynjafræðingar og einhver sértrúarsöfnuður þeirra elska að hatast útí, eins og einhvern Voldemort úr Harry Potter. Hann sem aldrei má nefna. No debate! Engar umræður!“ segir Eldur. „Ofsótti homminn“ fær ekki að sjá gögnin Eldur lýsir því að hann hafi fengið skilaboð fyrir páska, að hann skuli hafa samband við Eirík Valberg hjá R-2 hjá yfirvaldinu á höfuðborgarsvæðinu ellegar yrði gefin út handtökuskipun á hendur honum. „Ég hringi um hæl í yfirvaldið. Það er ekki við, og þegar fjölmiðlarnir sem hafa ennþá áhuga á málfrelsi, skoðanafrelsi, raunveruleikanum og heilbrigðri skynsemi hafa samband, þá er þeim sagt að yfirvaldið sé farið í páskafrí. Í dag sendum við svo áttundu ítrekunina um gögn málsins og að Skúli Sveinsson verði skipaður verjandi minn.“ Eldur segir að nú virðist sem hann þurfi að stefna lögreglunni sérstaklega til að fá dómsúrskurð með það fyrir augum að fá gögnin. Hann segir Vísi hafa birt kæruna gegn sér frá Samtökunum ´78. Það hafi verið á kjördegi. Sjálfur fái hann hins vegar ekki að sjá kæruna eftir formlegum leiðum. „Ég, ofsótti homminn, hef hvorki fengið kæruna eftir formlegum leiðum né gögn málsins,“ segir Eldur Smári.
Dómsmál Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Lýðræðisflokkurinn Félagasamtök Tengdar fréttir Á sér langa sögu eldfimra ummæla Oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem kærður hefur verið fyrir ummæli gagnvart trans fólki á sér langa sögu slíkra ummæla. Þá hafa mótframbjóðendur hans orðið fyrir barðinu á ummælum hans. 30. nóvember 2024 10:44 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Á sér langa sögu eldfimra ummæla Oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem kærður hefur verið fyrir ummæli gagnvart trans fólki á sér langa sögu slíkra ummæla. Þá hafa mótframbjóðendur hans orðið fyrir barðinu á ummælum hans. 30. nóvember 2024 10:44