„Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2025 09:01 Við þekkjum öll ævintýri og kvikmyndir þar sem stjúpmamman er vond við stjúpbörn sín og reynir allt hvað hún getur til að þau öðlist ekki þá hamingju sem þau eiga skilið. Lætur stjúpbarnið eða börnin þræla fyrir sig, sendir þau út í skóg til að deyja eins og Hans og Grétu eða beitir jafnvel göldrum til að drepa stjúpbörnin, eins og í Mjallhvíti, þar sem stjúpmóðir hennar gefur henni eitrað epli. Langoftast er öfundsýki stjúpunnar ástæðan fyrir þessum illu gjörðum. Þessi ævintýri enda þó yfirleitt alltaf vel fyrir börnin og vondu stjúpunni hefnist að sjálfsögðu grimmilega fyrir. Þjóðfræðingar hafa verið iðnir við að skoða og greina ævintýri. Það má til dæmis skoða útgáfu Disney á kvikmyndum, hvernig þau hafa haft áhrif á það hvernig við sjáum ævintýrin fyrir okkur. Það var ekki fyrr en rithöfundar og aðrir fræðimenn fóru að rýna betur í efnið að það kom í ljós að jákvæðar hjálparlausar hetjur og vondar gamlar konur virðast vera algengar staðalmyndir í þessum kvikmyndum. Ójafnvægið milli góðs og ills í þessum myndum hefur haft áhrif á skynjun samtímans á ævintýrin, þar sem dimm og skelfileg öfl ráða ríkjum fram að síðasta augnabliki. Þá nær réttlætið og góðvildin að sigra það illa á hreint ótrúlegan hátt. Grimms bræður gáfu út ævintýrasafn sitt Kinder- und Hausmärchen árið1812 og nutu þeir mikilla vinsælda með útgáfu sinni, þeir gáfu safnið svo út aftur þar sem þeir höfðu gert breytingar á sumum sögunum. Þær breytingar voru meðal annars að þeir sem vondir voru fengu verri örlög en í fyrri útgáfu. Þeir breyttu t.d. sögunni um Hans og Grétu, en í upprunalegu sögunni voru það bæði móðirin og faðirinn sem vildu yfirgefa börnin. Í næstu útgáfu var faðirinn sorgmæddur yfir að þurfa að yfirgefa börnin og svo breyttu þeir móðurinni í stjúpmóður. Illar stjúpur koma mikið fyrir í ævintýraheiminum. Refsing illmenna sagnanna er yfirleitt vægðarlaus, en í flestum þjóðsagnasöfnum frá 19. öld voru refsingarnar pyntingar eða aftökur. Í sumum tilfellum var ofbeldi jafnvel bætt við sögurnar til að gera þær áhugaverðari. Í gegnum æviskeið okkar höfum við fylgst með illsku og örlögum vondu stjúpunnar í gegnum teiknimyndir, ævintýri sem lesin voru fyrir okkur og við svo lesið síðar. Geta þessi ævintýri orðið til þess að fólk lítur öðrum augum á stjúpmæður almennt? þá helst meðal barna sem ekki hafa upplifað skilnað foreldra sinna eða annara nákominna og halda kannski að allar stjúpmæður séu vondar. Eins og við flest vitum eiga stjúpmæður ævintýranna fátt sameiginlegt með stjúpmæðrum í raunveruleikanum. Hvað sem því líður hefur það sýnt sig að þessi neikvæða ímynd er oft í algjörri andstæðu við þá ákefð sem stjúpmæður leggja á sig til að sýna stjúpbörnum sínum ást og veita þeim umhyggju og öryggi. Vangaveltur mínar eru ekki af ástæðulausu, heldur heyrði ég útundan mér fyrir stuttu barn spyrja annað barn: Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku? Líklega var meiningin ekki mikil á bak við þessi orð, mögulega var þetta sagt sem einhverskonar grín þó svo ég hafi ekki tekið eftir því, vonandi var það svo, og að bæði börn og fullorðnir nái að aðskilja ævintýraheiminn við raunveruleikann. Engu að síður er það ljóst að ævintýri hafa áhrif á viðhorf okkar og heimsmynd og mikilvægt að vera vakandi fyrir því. Höfundur er þjóðfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Fjölskyldumál Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll ævintýri og kvikmyndir þar sem stjúpmamman er vond við stjúpbörn sín og reynir allt hvað hún getur til að þau öðlist ekki þá hamingju sem þau eiga skilið. Lætur stjúpbarnið eða börnin þræla fyrir sig, sendir þau út í skóg til að deyja eins og Hans og Grétu eða beitir jafnvel göldrum til að drepa stjúpbörnin, eins og í Mjallhvíti, þar sem stjúpmóðir hennar gefur henni eitrað epli. Langoftast er öfundsýki stjúpunnar ástæðan fyrir þessum illu gjörðum. Þessi ævintýri enda þó yfirleitt alltaf vel fyrir börnin og vondu stjúpunni hefnist að sjálfsögðu grimmilega fyrir. Þjóðfræðingar hafa verið iðnir við að skoða og greina ævintýri. Það má til dæmis skoða útgáfu Disney á kvikmyndum, hvernig þau hafa haft áhrif á það hvernig við sjáum ævintýrin fyrir okkur. Það var ekki fyrr en rithöfundar og aðrir fræðimenn fóru að rýna betur í efnið að það kom í ljós að jákvæðar hjálparlausar hetjur og vondar gamlar konur virðast vera algengar staðalmyndir í þessum kvikmyndum. Ójafnvægið milli góðs og ills í þessum myndum hefur haft áhrif á skynjun samtímans á ævintýrin, þar sem dimm og skelfileg öfl ráða ríkjum fram að síðasta augnabliki. Þá nær réttlætið og góðvildin að sigra það illa á hreint ótrúlegan hátt. Grimms bræður gáfu út ævintýrasafn sitt Kinder- und Hausmärchen árið1812 og nutu þeir mikilla vinsælda með útgáfu sinni, þeir gáfu safnið svo út aftur þar sem þeir höfðu gert breytingar á sumum sögunum. Þær breytingar voru meðal annars að þeir sem vondir voru fengu verri örlög en í fyrri útgáfu. Þeir breyttu t.d. sögunni um Hans og Grétu, en í upprunalegu sögunni voru það bæði móðirin og faðirinn sem vildu yfirgefa börnin. Í næstu útgáfu var faðirinn sorgmæddur yfir að þurfa að yfirgefa börnin og svo breyttu þeir móðurinni í stjúpmóður. Illar stjúpur koma mikið fyrir í ævintýraheiminum. Refsing illmenna sagnanna er yfirleitt vægðarlaus, en í flestum þjóðsagnasöfnum frá 19. öld voru refsingarnar pyntingar eða aftökur. Í sumum tilfellum var ofbeldi jafnvel bætt við sögurnar til að gera þær áhugaverðari. Í gegnum æviskeið okkar höfum við fylgst með illsku og örlögum vondu stjúpunnar í gegnum teiknimyndir, ævintýri sem lesin voru fyrir okkur og við svo lesið síðar. Geta þessi ævintýri orðið til þess að fólk lítur öðrum augum á stjúpmæður almennt? þá helst meðal barna sem ekki hafa upplifað skilnað foreldra sinna eða annara nákominna og halda kannski að allar stjúpmæður séu vondar. Eins og við flest vitum eiga stjúpmæður ævintýranna fátt sameiginlegt með stjúpmæðrum í raunveruleikanum. Hvað sem því líður hefur það sýnt sig að þessi neikvæða ímynd er oft í algjörri andstæðu við þá ákefð sem stjúpmæður leggja á sig til að sýna stjúpbörnum sínum ást og veita þeim umhyggju og öryggi. Vangaveltur mínar eru ekki af ástæðulausu, heldur heyrði ég útundan mér fyrir stuttu barn spyrja annað barn: Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku? Líklega var meiningin ekki mikil á bak við þessi orð, mögulega var þetta sagt sem einhverskonar grín þó svo ég hafi ekki tekið eftir því, vonandi var það svo, og að bæði börn og fullorðnir nái að aðskilja ævintýraheiminn við raunveruleikann. Engu að síður er það ljóst að ævintýri hafa áhrif á viðhorf okkar og heimsmynd og mikilvægt að vera vakandi fyrir því. Höfundur er þjóðfræðinemi.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar