Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2025 21:07 Bill Owens, hefur stýrt 60 mínútum frá 2019 en unnið við framleiðslu þáttanna í 25 ár. AP/Chris Pizzello Bill Owens, æðsti stjórnandi fréttaskýringaþáttarins vinsæla 60 Minutes eða 60 mínútur hefur sagt starfi sínu lausu og segir ástæðuna þá að hann hafi tapað sjálfstæði sínu í starfi. Stjórnendur CBS og móðurfélagsins Paramount hafi gert ljóst að hann muni ekki fá að stjórna þættinum með hag áhorfenda í huga lengur. Owens hefur stýrt 60 mínútum frá árinu frá 2019 en hann hefur starfað við gerð þáttanna í 25 ár. Hann er einungis þriðji maðurinn til að sinna þeirri stöðu frá því framleiðsla þáttanna hófst fyrir 57 árum síðan. Þættirnir hafa ávallt verið álitnir sem sérstök eining innan fréttadeildar CBS og hafa stjórnendur hans notið mikils sjálfstæðis. Í pósti sem hann sendi á starfsmenn í dag sagðist Owens hafa reynt að verja 60 mínútur af öllum krafti. Nú þyrfti hann að stíga til hliðar svo hægt væri að halda framleiðslu þáttanna áfram. Þeir væru gífurlega mikilvægir Bandaríkjunum. Owens hét því í póstinum að starfsmenn 60 mínútna myndu áfram fjalla um yfirvöld í Bandaríkjunum með gagnrýnum hætti. AP fréttaveitan segir óljóst hvort hann hafi hætt sjálfur eða hvort hann hafi verið rekinn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lengi verið gagnrýninn í garð 60 mínútna og hefur hann meðal annars höfðað mál gegn CBS þar sem hann krefst tíu milljarða dala frá fyrirtækinu vegna meints ólöglegs athæfis hvað varðar viðtal við Kamölu Harris sem tekið var í kosningabaráttunni í fyrra. Trump heldur því fram að viðtalið hafi verið klippt með ólöglegum hætti. Forsvarsmenn þáttanna segja það rangt og að hafa opinberað viðtalið í heild sinni. Eins og fram kemur í grein New York Times segja sérfræðingar að lögsóknin sé alfarið byggð á sandi en æðstu stjórnendur Paramount og CBS eru sagðir vilja semja við Trump og tryggja sér þannig samþykki hans fyrir sölu Paramount til fyrirtækisins Skydance. Salan þarf samþykki samkeppnisyfirvalda í Bandaríkjunum. Árið 2020 gekk Trump úr viðtali við Lesley Stahl í 60 mínútum. Sjá einnig: CBS svarar fyrir sig og birtir myndband af Trump að ganga út úr viðtalinu Hann neitaði einnig að fara í viðtal fyrir síðustu kosningar og hefur ítrekað síðan þá verið mjög gagnrýninn í garð þáttanna. Fyrr í þessum mánuði fór forsetinn hörðum orðum um 60 mínútur á samfélagsmiðli sínum og kallaði eftir því að CBS yrði svipt leyfi til að sjónvarpsútsendinga í Bandaríkjunum. Var það eftir nokkra þætti um ríkisstjórn Trumps og aðgerðir hans í embætti. Forsetinn hefur áður slegið á svipaða strengi og eftir að hann tók embætti lýsti yfirmaður Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC) því yfir að CBS yrði tekið til rannsóknar vegna viðtalsins. Sjá einnig: Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar NYT segir stjórnendur hjá Paramount og Skydance hafa áhyggjur af ummælum Trumps og aðgerðum. Viðræður milli þeirra og Trump-liða um mögulega sátt á deilunum standi nú yfir. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Owens hefur stýrt 60 mínútum frá árinu frá 2019 en hann hefur starfað við gerð þáttanna í 25 ár. Hann er einungis þriðji maðurinn til að sinna þeirri stöðu frá því framleiðsla þáttanna hófst fyrir 57 árum síðan. Þættirnir hafa ávallt verið álitnir sem sérstök eining innan fréttadeildar CBS og hafa stjórnendur hans notið mikils sjálfstæðis. Í pósti sem hann sendi á starfsmenn í dag sagðist Owens hafa reynt að verja 60 mínútur af öllum krafti. Nú þyrfti hann að stíga til hliðar svo hægt væri að halda framleiðslu þáttanna áfram. Þeir væru gífurlega mikilvægir Bandaríkjunum. Owens hét því í póstinum að starfsmenn 60 mínútna myndu áfram fjalla um yfirvöld í Bandaríkjunum með gagnrýnum hætti. AP fréttaveitan segir óljóst hvort hann hafi hætt sjálfur eða hvort hann hafi verið rekinn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lengi verið gagnrýninn í garð 60 mínútna og hefur hann meðal annars höfðað mál gegn CBS þar sem hann krefst tíu milljarða dala frá fyrirtækinu vegna meints ólöglegs athæfis hvað varðar viðtal við Kamölu Harris sem tekið var í kosningabaráttunni í fyrra. Trump heldur því fram að viðtalið hafi verið klippt með ólöglegum hætti. Forsvarsmenn þáttanna segja það rangt og að hafa opinberað viðtalið í heild sinni. Eins og fram kemur í grein New York Times segja sérfræðingar að lögsóknin sé alfarið byggð á sandi en æðstu stjórnendur Paramount og CBS eru sagðir vilja semja við Trump og tryggja sér þannig samþykki hans fyrir sölu Paramount til fyrirtækisins Skydance. Salan þarf samþykki samkeppnisyfirvalda í Bandaríkjunum. Árið 2020 gekk Trump úr viðtali við Lesley Stahl í 60 mínútum. Sjá einnig: CBS svarar fyrir sig og birtir myndband af Trump að ganga út úr viðtalinu Hann neitaði einnig að fara í viðtal fyrir síðustu kosningar og hefur ítrekað síðan þá verið mjög gagnrýninn í garð þáttanna. Fyrr í þessum mánuði fór forsetinn hörðum orðum um 60 mínútur á samfélagsmiðli sínum og kallaði eftir því að CBS yrði svipt leyfi til að sjónvarpsútsendinga í Bandaríkjunum. Var það eftir nokkra þætti um ríkisstjórn Trumps og aðgerðir hans í embætti. Forsetinn hefur áður slegið á svipaða strengi og eftir að hann tók embætti lýsti yfirmaður Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC) því yfir að CBS yrði tekið til rannsóknar vegna viðtalsins. Sjá einnig: Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar NYT segir stjórnendur hjá Paramount og Skydance hafa áhyggjur af ummælum Trumps og aðgerðum. Viðræður milli þeirra og Trump-liða um mögulega sátt á deilunum standi nú yfir.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Sjá meira