Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. apríl 2025 22:14 Jón Sigurðsson formaður Meistarafélags húsasmiða. Vísir Unnið er að viðgerðum á húsi sem er einungis sex ára gamalt í Vogahverfi í Reykjavík vegna lekavandamála. Fleiri dæmi eru um slík fjölbýlishús í Reykjavík en formaður Meistarafélags Húsasmíða segir græðgi um að kenna frekar en flötum þökum. Áður fyrr hafi hús verið í lagi í fjörutíu, fimmtíu ár. Fjölbýlishúsið í Kugguvogi var byggt árið 2019 og var á því varin sjónsteypa með lituðum flötum sem farið hefur illa úr íslenskri veðráttu. Ekki er um að ræða eina dæmið um slík lekavandræði í svo nýju húsnæði en dæmi eru um að húsfélög hafi stefnt byggingarverktaka vegna galla í fjölbýlishúsi. Jón Sigurðsson formaður Meistarafélags húsasmiða segist telja að breytingar í byggingageiranum ráði mestu um galla í þessum nýju húsum. Hugsað um hagnað „Fyrir hrun þá voru meistarar úr okkar félagi með fyrirtæki, þeir fengu lóðir og voru að byggja, þeir voru að byggja upp sín fyrirtæki og allir mennirnir voru starfsmenn hjá þeim, þannig þeir reyndu að skila af sér góðu verki. Síðan eftir hrun þá koma fjárfestar inn á markaðinn og þeir eru bara að hugsa um hagnað og ætla bara að reyna að ná eins út miklum hagnaði og þeir geta á eins skömmum tíma og þeir geta.“ Fjárfestarnir hafi enga starfsmenn á sínum snærum, allt sé boðið út í smáum einingum og þar bjóði verktakar eins lágar upphæðir og þeir geti í verkin svo þeir tapi sem minnstu. Hraði uppbyggingar, vöntun á leiðbeiningum fyrir íslenskar aðstæður og val á efni spila einnig inn í að sögn Jóns, frekar en hönnun nýju húsanna, sem athygli vekur að eru flest með flötum þökum. „Það vantar náttúrulega, eins og leiðbeiningar sem ég er að tala um, það vantar að hönnuðir skili inn sérteikningu og frágangi á gluggum. Flatt þak á ekkert að leka. Það er ekkert samansemmerki þar á milli, það er bara gömul klisja frá því Ómar Ragnarsson var hérna með fréttir úr Fossvoginum. Flatt þak á alveg að geta verið þétt, það þarf bara að gera það rétt.“ Lágmark að hús séu í lagi í tíu ár Jón segir lágmark að hús séu í lagi í tíu ár. Iðnaðarmenn hafi ekki farið að gera við hús á Íslandi svo heitið getur fyrr en í kringum 1990. „Hús sem voru byggð í kringum 1930, 1940, þau entust. Það segir okkur eitthvað. “ Þannig að þau entust í 40, 50 ár? „Já já. Það er bara þannig. Það þarf náttúrulega og mála og halda við en hús eiga ekki að vera farin að leka vatni.“ Hús og heimili Fasteignamarkaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Fjölbýlishúsið í Kugguvogi var byggt árið 2019 og var á því varin sjónsteypa með lituðum flötum sem farið hefur illa úr íslenskri veðráttu. Ekki er um að ræða eina dæmið um slík lekavandræði í svo nýju húsnæði en dæmi eru um að húsfélög hafi stefnt byggingarverktaka vegna galla í fjölbýlishúsi. Jón Sigurðsson formaður Meistarafélags húsasmiða segist telja að breytingar í byggingageiranum ráði mestu um galla í þessum nýju húsum. Hugsað um hagnað „Fyrir hrun þá voru meistarar úr okkar félagi með fyrirtæki, þeir fengu lóðir og voru að byggja, þeir voru að byggja upp sín fyrirtæki og allir mennirnir voru starfsmenn hjá þeim, þannig þeir reyndu að skila af sér góðu verki. Síðan eftir hrun þá koma fjárfestar inn á markaðinn og þeir eru bara að hugsa um hagnað og ætla bara að reyna að ná eins út miklum hagnaði og þeir geta á eins skömmum tíma og þeir geta.“ Fjárfestarnir hafi enga starfsmenn á sínum snærum, allt sé boðið út í smáum einingum og þar bjóði verktakar eins lágar upphæðir og þeir geti í verkin svo þeir tapi sem minnstu. Hraði uppbyggingar, vöntun á leiðbeiningum fyrir íslenskar aðstæður og val á efni spila einnig inn í að sögn Jóns, frekar en hönnun nýju húsanna, sem athygli vekur að eru flest með flötum þökum. „Það vantar náttúrulega, eins og leiðbeiningar sem ég er að tala um, það vantar að hönnuðir skili inn sérteikningu og frágangi á gluggum. Flatt þak á ekkert að leka. Það er ekkert samansemmerki þar á milli, það er bara gömul klisja frá því Ómar Ragnarsson var hérna með fréttir úr Fossvoginum. Flatt þak á alveg að geta verið þétt, það þarf bara að gera það rétt.“ Lágmark að hús séu í lagi í tíu ár Jón segir lágmark að hús séu í lagi í tíu ár. Iðnaðarmenn hafi ekki farið að gera við hús á Íslandi svo heitið getur fyrr en í kringum 1990. „Hús sem voru byggð í kringum 1930, 1940, þau entust. Það segir okkur eitthvað. “ Þannig að þau entust í 40, 50 ár? „Já já. Það er bara þannig. Það þarf náttúrulega og mála og halda við en hús eiga ekki að vera farin að leka vatni.“
Hús og heimili Fasteignamarkaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira