Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Bjarki Sigurðsson skrifar 20. apríl 2025 14:02 Jón Gnarr situr á þingi fyrir Viðreisn. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar vill að nýr barnamálaráðherra skoði það að alvöru að reka aftur meðferðarheimili fyrir börn að Háholti í Skagafirði. Skrítið sé að nýta húsnæðið ekki á meðan málaflokkurinn er á jafnslæmum stað og hann er núna. Húsnæðið sem hýsti meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði er komið aftur á sölu. Nánast engin starfsemi hefur verið í húsinu síðan 2017 en vegna áhugaleysis ríkisins á að hefja þar starfsemi á ný var ákveðið að setja það á sölu. Það seldist með fyrirvara en kaupin gengu ekki í gegn. Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur talað fyrir því að ríkið kaupi húsið og hefji þar starfsemi á ný. Málaflokkur barna í fíknivanda sé á erfiðum stað og gæti meðferðarheimilið létt þar undir. „Fólk setti fyrir sig að það væri of langt í burtu, sem eru rök sem ég fellst ekki á. Þegar við erum farin að tala um að ákveðnir landshlutar á Íslandi séu of langt í burtu, finnst mér við vera komin á mjög hálan ís. Ég fagna því að húsið sé komið aftur á sölu og að við getum farið að skoða þetta aftur, kannski af alvöru núna,“ segir Jón. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi barnamálaráðherra, sagði heimilið ekki henta, en Jón er bjartsýnn á að nýr ráðherra málaflokksins, Guðmundur Ingi Kristinsson, taki málið upp. „Ég mun beita mér fyrir því og er þegar búinn að upplýsa ráðherra um það að ég muni fara að róa að þessu öllum árum. Ég á fund með ráðherra og hans fólki eftir páska og þá verður þetta eitt af málunum sem verða til umræðu. Mér finnst gráupplagt að kaupa þetta því þetta er mjög sérstakt húsnæði sem er sérsniðið að ákveðnum þörfum, það er öryggisvistun ungmenna. Við eigum ekkert annað svona húsnæði og mér fyndist bráðsniðugt að kaupa þetta og reka, að minnsta kosti þar til eitthvað annað kemur,“ segir Jón. Það þurfi að bregðast við vandanum sem fyrst. „Við höfum líka verið með síendurtekna harmleiki í málefnum barna og okkur vantar svo nauðsynlega eitthvað úrræði. Þess vegna er það mjög skrítið að vilja ekki þetta úrræði því það sé of langt í burtu. Eða að viðbragðstími sé of langur. Sem er bara ekki rétt, hann er ekkert langur,“ segir Jón. Skagafjörður Börn og uppeldi Málefni Stuðla Ofbeldi barna Meðferðarheimili Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Sjá meira
Húsnæðið sem hýsti meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði er komið aftur á sölu. Nánast engin starfsemi hefur verið í húsinu síðan 2017 en vegna áhugaleysis ríkisins á að hefja þar starfsemi á ný var ákveðið að setja það á sölu. Það seldist með fyrirvara en kaupin gengu ekki í gegn. Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur talað fyrir því að ríkið kaupi húsið og hefji þar starfsemi á ný. Málaflokkur barna í fíknivanda sé á erfiðum stað og gæti meðferðarheimilið létt þar undir. „Fólk setti fyrir sig að það væri of langt í burtu, sem eru rök sem ég fellst ekki á. Þegar við erum farin að tala um að ákveðnir landshlutar á Íslandi séu of langt í burtu, finnst mér við vera komin á mjög hálan ís. Ég fagna því að húsið sé komið aftur á sölu og að við getum farið að skoða þetta aftur, kannski af alvöru núna,“ segir Jón. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi barnamálaráðherra, sagði heimilið ekki henta, en Jón er bjartsýnn á að nýr ráðherra málaflokksins, Guðmundur Ingi Kristinsson, taki málið upp. „Ég mun beita mér fyrir því og er þegar búinn að upplýsa ráðherra um það að ég muni fara að róa að þessu öllum árum. Ég á fund með ráðherra og hans fólki eftir páska og þá verður þetta eitt af málunum sem verða til umræðu. Mér finnst gráupplagt að kaupa þetta því þetta er mjög sérstakt húsnæði sem er sérsniðið að ákveðnum þörfum, það er öryggisvistun ungmenna. Við eigum ekkert annað svona húsnæði og mér fyndist bráðsniðugt að kaupa þetta og reka, að minnsta kosti þar til eitthvað annað kemur,“ segir Jón. Það þurfi að bregðast við vandanum sem fyrst. „Við höfum líka verið með síendurtekna harmleiki í málefnum barna og okkur vantar svo nauðsynlega eitthvað úrræði. Þess vegna er það mjög skrítið að vilja ekki þetta úrræði því það sé of langt í burtu. Eða að viðbragðstími sé of langur. Sem er bara ekki rétt, hann er ekkert langur,“ segir Jón.
Skagafjörður Börn og uppeldi Málefni Stuðla Ofbeldi barna Meðferðarheimili Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Sjá meira