Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Bjarki Sigurðsson skrifar 20. apríl 2025 14:02 Jón Gnarr situr á þingi fyrir Viðreisn. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar vill að nýr barnamálaráðherra skoði það að alvöru að reka aftur meðferðarheimili fyrir börn að Háholti í Skagafirði. Skrítið sé að nýta húsnæðið ekki á meðan málaflokkurinn er á jafnslæmum stað og hann er núna. Húsnæðið sem hýsti meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði er komið aftur á sölu. Nánast engin starfsemi hefur verið í húsinu síðan 2017 en vegna áhugaleysis ríkisins á að hefja þar starfsemi á ný var ákveðið að setja það á sölu. Það seldist með fyrirvara en kaupin gengu ekki í gegn. Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur talað fyrir því að ríkið kaupi húsið og hefji þar starfsemi á ný. Málaflokkur barna í fíknivanda sé á erfiðum stað og gæti meðferðarheimilið létt þar undir. „Fólk setti fyrir sig að það væri of langt í burtu, sem eru rök sem ég fellst ekki á. Þegar við erum farin að tala um að ákveðnir landshlutar á Íslandi séu of langt í burtu, finnst mér við vera komin á mjög hálan ís. Ég fagna því að húsið sé komið aftur á sölu og að við getum farið að skoða þetta aftur, kannski af alvöru núna,“ segir Jón. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi barnamálaráðherra, sagði heimilið ekki henta, en Jón er bjartsýnn á að nýr ráðherra málaflokksins, Guðmundur Ingi Kristinsson, taki málið upp. „Ég mun beita mér fyrir því og er þegar búinn að upplýsa ráðherra um það að ég muni fara að róa að þessu öllum árum. Ég á fund með ráðherra og hans fólki eftir páska og þá verður þetta eitt af málunum sem verða til umræðu. Mér finnst gráupplagt að kaupa þetta því þetta er mjög sérstakt húsnæði sem er sérsniðið að ákveðnum þörfum, það er öryggisvistun ungmenna. Við eigum ekkert annað svona húsnæði og mér fyndist bráðsniðugt að kaupa þetta og reka, að minnsta kosti þar til eitthvað annað kemur,“ segir Jón. Það þurfi að bregðast við vandanum sem fyrst. „Við höfum líka verið með síendurtekna harmleiki í málefnum barna og okkur vantar svo nauðsynlega eitthvað úrræði. Þess vegna er það mjög skrítið að vilja ekki þetta úrræði því það sé of langt í burtu. Eða að viðbragðstími sé of langur. Sem er bara ekki rétt, hann er ekkert langur,“ segir Jón. Skagafjörður Börn og uppeldi Málefni Stuðla Ofbeldi barna Meðferðarheimili Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira
Húsnæðið sem hýsti meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði er komið aftur á sölu. Nánast engin starfsemi hefur verið í húsinu síðan 2017 en vegna áhugaleysis ríkisins á að hefja þar starfsemi á ný var ákveðið að setja það á sölu. Það seldist með fyrirvara en kaupin gengu ekki í gegn. Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur talað fyrir því að ríkið kaupi húsið og hefji þar starfsemi á ný. Málaflokkur barna í fíknivanda sé á erfiðum stað og gæti meðferðarheimilið létt þar undir. „Fólk setti fyrir sig að það væri of langt í burtu, sem eru rök sem ég fellst ekki á. Þegar við erum farin að tala um að ákveðnir landshlutar á Íslandi séu of langt í burtu, finnst mér við vera komin á mjög hálan ís. Ég fagna því að húsið sé komið aftur á sölu og að við getum farið að skoða þetta aftur, kannski af alvöru núna,“ segir Jón. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fyrrverandi barnamálaráðherra, sagði heimilið ekki henta, en Jón er bjartsýnn á að nýr ráðherra málaflokksins, Guðmundur Ingi Kristinsson, taki málið upp. „Ég mun beita mér fyrir því og er þegar búinn að upplýsa ráðherra um það að ég muni fara að róa að þessu öllum árum. Ég á fund með ráðherra og hans fólki eftir páska og þá verður þetta eitt af málunum sem verða til umræðu. Mér finnst gráupplagt að kaupa þetta því þetta er mjög sérstakt húsnæði sem er sérsniðið að ákveðnum þörfum, það er öryggisvistun ungmenna. Við eigum ekkert annað svona húsnæði og mér fyndist bráðsniðugt að kaupa þetta og reka, að minnsta kosti þar til eitthvað annað kemur,“ segir Jón. Það þurfi að bregðast við vandanum sem fyrst. „Við höfum líka verið með síendurtekna harmleiki í málefnum barna og okkur vantar svo nauðsynlega eitthvað úrræði. Þess vegna er það mjög skrítið að vilja ekki þetta úrræði því það sé of langt í burtu. Eða að viðbragðstími sé of langur. Sem er bara ekki rétt, hann er ekkert langur,“ segir Jón.
Skagafjörður Börn og uppeldi Málefni Stuðla Ofbeldi barna Meðferðarheimili Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira