Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2025 19:20 Örvar skoraði tvö. Vísir/Anton Brink Stjarnan lenti í gríðarlegum vandræðum gegn Lengjudeildarliði Njarðvíkur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Á endanum unnu Garðbæingar 5-3 sigur í framlengingu. Vestri lenti í svipuðum vandræðum gegn Lengjudeildarliði HK en heimamenn komust á endanum áfram eftir vítaspyrnukeppni. Bikarmeistarar KA unnu þá öruggan 4-0 sigur á KFA sem leikur í 2. deild. Stjarnan lenti í gríðarlegum vandræðum gegn Lengjudeildarliði Njarðvíkur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Á endanum unnu Garðbæingar 5-3 sigur í framlengingu. Vestri lenti í svipuðum vandræðum gegn Lengjudeildarliði HK en heimamenn komust á endanum áfram eftir vítaspyrnukeppni. Omar Diouck kom gestunum frá Njarðvík yfir strax á 2. mínútu í Garðabæ. Emil Atlason svaraði með tveimur mörkum fyrir lok fyrri hálfleik og heimamenn því í góðri stöðu þegar síðari hálfleikur hófst. Tveir sem voru á skotskónum.vísir/Diego Valdimar Jóhannsson jafnaði metin fyrir Njarðvíkinga á 64. mínútu og Tómas Bjarki Jónsson kom gestunum yfir þremur mínútum síðar. Það var komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma þegar Örvar Eggertsson jafnaði metin og staðan 3-3 þegar flautað var til loka venjulegs leiktíma. Eðli málsins samkvæmt þurfti að framlengja og þar reyndust heimamenn sterkari. Sindri Þór Ingimarsson kom Stjörnunni snemma yfir. Sigurjón Már Markússon fékk sitt annað gula spjald á 114. mínútu og gestirnir því manni færri það sem eftir lifði leiks. Örvar bætti fimmta marki Stjörnunnar við örskömmu síðar. Diouck gat minnkað muninn þegar gestirnir fengu vítaspyrnu á 118. mínútu eftir að Kjartan Már Kjartansson var dæmdur brotlegur innan vítateigs og fékk að líta rauða spjaldið í kjölfarið. Aron Dagur Birnuson varði hins vegar spyrnuna og lokatölur 5-3 Stjörnunni í vil. 🥛Stjarnan 5 - 3 Njarðvík (eftir framlengingu)⚽️0-1 Oumar Diouck 2'⚽️1-1 Emil Atlason 25'⚽️2-1 Emil Atlason 36'⚽️2-2 Valdimar Jóhannsson 64'⚽️2-3 Tómas Bjarki Jónsson 67'⚽️3-3 Örvar Eggertsson 90'⚽️4-3 Sindri Þór Ingimarsson 94'⚽️5-3 Örvar Eggertsson 114' pic.twitter.com/KTyiYAuEo6— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 18, 2025 Vestri komið áfram eftir að henda frá sér 2-0 forystu gegn HK. Eiður Aron Sigurbjörnsson kom Vestra yfir og Kristoffer Grauberg tvöfaldaði forystuna. Dagur Orri Garðarsson minnkaði muninn á Tumi Þorvarðsson jafnaði metin á 57. mínútu. Daði Berg Jónsson hélt hann hefði tryggt Vestra áfram með marki í lok leiks en Jóhann Þór Arnarsson kom leiknum í framlengingu. Að henni lokinni var staðan enn 3-3 og því þurfti vítaspyrnukeppni. Þar reyndist Vestri betri aðilinn og Vestfirðingar komnir í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Vestri 8 - HK 7 eftir vító fyrir vestan!⚽️1-0 Eiður Aron Sigurbjörnsson 22'⚽️2-0 Kristoffer Grauberg 26'⚽️2-1 Dagur Orri Garðarsson 30'⚽️2-2 Tumi Þorvarsson 57'⚽️3-2 Daði Berg Jónsson 90'⚽️3-3 Jóhann Þór Arnarsson 90' pic.twitter.com/R0CeeDi5jd— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 18, 2025 Á Akureyri átti 2. deildarlið KFA ekki mikla möguleika gegn bikarmeisturum KA sem leika í Bestu deildinni. Eggert Gunnþór Jónsson, spilandi þjálfari gestanna, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 38. mínútu. Jakob Snær Árnason bætti við öðru marki heimamanna fyrir lok fyrri hálfleiks. Dagbjartur Búi Davíðsson kom KA í 3-0 og Marcel Römer, nýjasta viðbót KA, bætti fjórða markinu við undir lok leiks. Akureyringar nokkuð þægilega í 16-liða úrslit bikarkeppninnar. KA 4 - KFA 0⚽️1-0 Eggert Gunnþór Jónsson (sm) 38'⚽️2-0 Jakod Snær Árnason 41'⚽️3-0 Dagbjartur Búi Davíðsson 68'⚽️4-0 Marcel Romer 80' pic.twitter.com/jAHP96rTdV— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 18, 2025 Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Stjarnan KA Vestri Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira
Vestri lenti í svipuðum vandræðum gegn Lengjudeildarliði HK en heimamenn komust á endanum áfram eftir vítaspyrnukeppni. Bikarmeistarar KA unnu þá öruggan 4-0 sigur á KFA sem leikur í 2. deild. Stjarnan lenti í gríðarlegum vandræðum gegn Lengjudeildarliði Njarðvíkur í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Á endanum unnu Garðbæingar 5-3 sigur í framlengingu. Vestri lenti í svipuðum vandræðum gegn Lengjudeildarliði HK en heimamenn komust á endanum áfram eftir vítaspyrnukeppni. Omar Diouck kom gestunum frá Njarðvík yfir strax á 2. mínútu í Garðabæ. Emil Atlason svaraði með tveimur mörkum fyrir lok fyrri hálfleik og heimamenn því í góðri stöðu þegar síðari hálfleikur hófst. Tveir sem voru á skotskónum.vísir/Diego Valdimar Jóhannsson jafnaði metin fyrir Njarðvíkinga á 64. mínútu og Tómas Bjarki Jónsson kom gestunum yfir þremur mínútum síðar. Það var komið var langt fram yfir venjulegan leiktíma þegar Örvar Eggertsson jafnaði metin og staðan 3-3 þegar flautað var til loka venjulegs leiktíma. Eðli málsins samkvæmt þurfti að framlengja og þar reyndust heimamenn sterkari. Sindri Þór Ingimarsson kom Stjörnunni snemma yfir. Sigurjón Már Markússon fékk sitt annað gula spjald á 114. mínútu og gestirnir því manni færri það sem eftir lifði leiks. Örvar bætti fimmta marki Stjörnunnar við örskömmu síðar. Diouck gat minnkað muninn þegar gestirnir fengu vítaspyrnu á 118. mínútu eftir að Kjartan Már Kjartansson var dæmdur brotlegur innan vítateigs og fékk að líta rauða spjaldið í kjölfarið. Aron Dagur Birnuson varði hins vegar spyrnuna og lokatölur 5-3 Stjörnunni í vil. 🥛Stjarnan 5 - 3 Njarðvík (eftir framlengingu)⚽️0-1 Oumar Diouck 2'⚽️1-1 Emil Atlason 25'⚽️2-1 Emil Atlason 36'⚽️2-2 Valdimar Jóhannsson 64'⚽️2-3 Tómas Bjarki Jónsson 67'⚽️3-3 Örvar Eggertsson 90'⚽️4-3 Sindri Þór Ingimarsson 94'⚽️5-3 Örvar Eggertsson 114' pic.twitter.com/KTyiYAuEo6— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 18, 2025 Vestri komið áfram eftir að henda frá sér 2-0 forystu gegn HK. Eiður Aron Sigurbjörnsson kom Vestra yfir og Kristoffer Grauberg tvöfaldaði forystuna. Dagur Orri Garðarsson minnkaði muninn á Tumi Þorvarðsson jafnaði metin á 57. mínútu. Daði Berg Jónsson hélt hann hefði tryggt Vestra áfram með marki í lok leiks en Jóhann Þór Arnarsson kom leiknum í framlengingu. Að henni lokinni var staðan enn 3-3 og því þurfti vítaspyrnukeppni. Þar reyndist Vestri betri aðilinn og Vestfirðingar komnir í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Vestri 8 - HK 7 eftir vító fyrir vestan!⚽️1-0 Eiður Aron Sigurbjörnsson 22'⚽️2-0 Kristoffer Grauberg 26'⚽️2-1 Dagur Orri Garðarsson 30'⚽️2-2 Tumi Þorvarsson 57'⚽️3-2 Daði Berg Jónsson 90'⚽️3-3 Jóhann Þór Arnarsson 90' pic.twitter.com/R0CeeDi5jd— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 18, 2025 Á Akureyri átti 2. deildarlið KFA ekki mikla möguleika gegn bikarmeisturum KA sem leika í Bestu deildinni. Eggert Gunnþór Jónsson, spilandi þjálfari gestanna, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 38. mínútu. Jakob Snær Árnason bætti við öðru marki heimamanna fyrir lok fyrri hálfleiks. Dagbjartur Búi Davíðsson kom KA í 3-0 og Marcel Römer, nýjasta viðbót KA, bætti fjórða markinu við undir lok leiks. Akureyringar nokkuð þægilega í 16-liða úrslit bikarkeppninnar. KA 4 - KFA 0⚽️1-0 Eggert Gunnþór Jónsson (sm) 38'⚽️2-0 Jakod Snær Árnason 41'⚽️3-0 Dagbjartur Búi Davíðsson 68'⚽️4-0 Marcel Romer 80' pic.twitter.com/jAHP96rTdV— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 18, 2025
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Stjarnan KA Vestri Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira