Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Eiður Þór Árnason skrifar 18. apríl 2025 07:36 Ýmis mál komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan aðhafðist í miðborginni eftir að tilkynnt var um þrjá einstaklinga sem grunaðir voru um vasaþjófnað. Fannst einn þeirra þegar lögregla kom á vettvang og reyndist vera með nokkuð magn af ætluðu þýfi og fjármunum. Hinn grunaði var handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Greint er frá þessu í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þrír gistu fangageymslur í morgunsárið og voru alls 52 mál skráð frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Lögregla hafði einnig afskipti af einstaklingi sem tók á rás þegar hann sá laganna verði við almennt eftirlit. Eftir stutta en snarpa eftirför á fæti náðist einstaklingurinn og reyndist hann vera með nokkuð magn af fíkniefnum innanklæða, að sögn lögreglu. Sá var handtekinn og vistaður í fangageymslu grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna og ólöglega dvöl á landinu. Kærðir vegna filmu í rúðu Lögregla var sömuleiðis kölluð til vegna einstaklings sem er sagður hafa verið með ógnandi tilburði í miðborginni, haft sig mikið í frammi og kastað glasi í rúðu á skemmtistað. Sá var handtekinn og vistaður í fangaklefa þar til af honum rennur. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir brot á reglugerð um gerð og búnað ökutækja en búið var að setja dökkar filmur í fremri hliðarrúður bifreiðanna. Ökutækin voru einnig boðuð í skoðun að kröfu lögreglu. Þá handtók lögregla ökumenn sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, og hafði afskipti af ökumönnum án gildra ökuréttinda. Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur en sá hraðasti mældist á 121 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst, að sögn lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marktæka aukningu á tilkynningum um vasaþjófnað. Erlent þjófagengi náðist á myndband láta greipar sópa í skartgripabúð á Skólavörðustíg í gær. 15. apríl 2025 19:45 Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Gerð var tilraun til að nota stolin greiðslukort í verslun í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í gær. Þeim hafði fyrr um daginn verið stolið af ferðamanni sem beið eftir því að Strokkur sýndi listir sínar í Haukadal. Myndband náðist af stuldinum. 15. apríl 2025 12:22 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira
Greint er frá þessu í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þrír gistu fangageymslur í morgunsárið og voru alls 52 mál skráð frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Lögregla hafði einnig afskipti af einstaklingi sem tók á rás þegar hann sá laganna verði við almennt eftirlit. Eftir stutta en snarpa eftirför á fæti náðist einstaklingurinn og reyndist hann vera með nokkuð magn af fíkniefnum innanklæða, að sögn lögreglu. Sá var handtekinn og vistaður í fangageymslu grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna og ólöglega dvöl á landinu. Kærðir vegna filmu í rúðu Lögregla var sömuleiðis kölluð til vegna einstaklings sem er sagður hafa verið með ógnandi tilburði í miðborginni, haft sig mikið í frammi og kastað glasi í rúðu á skemmtistað. Sá var handtekinn og vistaður í fangaklefa þar til af honum rennur. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir brot á reglugerð um gerð og búnað ökutækja en búið var að setja dökkar filmur í fremri hliðarrúður bifreiðanna. Ökutækin voru einnig boðuð í skoðun að kröfu lögreglu. Þá handtók lögregla ökumenn sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, og hafði afskipti af ökumönnum án gildra ökuréttinda. Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur en sá hraðasti mældist á 121 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst, að sögn lögreglu.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marktæka aukningu á tilkynningum um vasaþjófnað. Erlent þjófagengi náðist á myndband láta greipar sópa í skartgripabúð á Skólavörðustíg í gær. 15. apríl 2025 19:45 Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Gerð var tilraun til að nota stolin greiðslukort í verslun í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í gær. Þeim hafði fyrr um daginn verið stolið af ferðamanni sem beið eftir því að Strokkur sýndi listir sínar í Haukadal. Myndband náðist af stuldinum. 15. apríl 2025 12:22 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira
Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marktæka aukningu á tilkynningum um vasaþjófnað. Erlent þjófagengi náðist á myndband láta greipar sópa í skartgripabúð á Skólavörðustíg í gær. 15. apríl 2025 19:45
Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Gerð var tilraun til að nota stolin greiðslukort í verslun í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í gær. Þeim hafði fyrr um daginn verið stolið af ferðamanni sem beið eftir því að Strokkur sýndi listir sínar í Haukadal. Myndband náðist af stuldinum. 15. apríl 2025 12:22