Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2025 13:00 Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp til laga um að val nemenda inn í framhaldsskóla skuli taka mið af fleiri þáttum en einkunnum, því nemendur búi yfir margs konar hæfileikum sem ekki eru metnir á einkunnaskala. Við erum mörg sem getum tekið undir orð ráðherra, um að skólarnir eigi að endurspegla fjölbreytileikann í samfélaginu og því eigi öll ungmenni rétt á að sækja þá skóla sem þau helst vilja. Það er einmitt einn af kostum íslenskra framhaldsskóla hversu fjölbreytilegir þeir eru og því höfða þeir til mismunandi nemendahópa. Í framhaldsskólum viljum við líka hafa vettvang fyrir nemendur til að þróa margs konar færni, ekki bara bóklega, og þannig hefur það einmitt verið. Í framhaldsskólum landsins hafa til dæmis margir tónlistarsnillingar tekið stökk, sem síðan leiddi sum þeirra út í heim og nokkur þeirra eru nú heimsfræg. Ætli við Íslendingar eigum kannski heimsmet í fjölda heimsfrægra á hvern íbúa? Hér er um réttlætismál að ræða, að öll ungmenni hafi sama rétt og sömu möguleika á áframhaldandi námi eftir grunnskólann. En til að ná því markmiði er spurning hvort sé nóg að breyta inngöngureglum í framhaldsskóla. Að hafa sama rétt og sömu möguleika byggir einmitt líka á námslegri færni, ekki aðeins hvað varðar val um framhaldsskóla eins og hingað til, heldur líka hvort skólagangan verður farsæl. Er það ekki líka réttlætismál að öll ungmenni komi námslega sterk út úr 10 ára grunnskólanámi? Er námslegur styrkur ekki valdeflandi og því ákjósanlegur fyrir alla nemendur? Og þá komum við að spurningunni um það hver námsleg staða nemenda er hérlendis eftir 10 ára grunnskólagöngu. Við höfum ekki marga mælikvarða en getum þó tekið mið af PISA. Þessi alþjóðlega könnun leiddi í ljós að árið 2022 náðu 40% nemenda hér á landi ekki lágmarksviðmiðum í lesskilningi (26% árið 2018, 17% árið 2009 og 15% árið 2000), og 54% nemenda af annarri kynslóð innflytjenda. Nemendur sem skora svo lágt eiga í erfiðleikum með texta sem eru aðeins í meðallagi langir og flóknir og texta sem fjalla um efni sem er þeim ókunnugt. Til að geta tekist á við texta þurfa þau að fá leiðbeiningar eða skýrar vísanir í það sem skiptir máli. Með öðrum orðum má gera ráð fyrir að þau eigi erfitt með að nýta sér lestur við dagleg viðfangsefni, svo sem að fylgjast með rökræðum um samfélagsleg álitamál, lesa bæklinga, eða nýta sér vefsíður á borð við skattur.is eða heimabanka. Þau eiga þá enn frekar í erfiðleikum með að lesa sér til þekkingarauka eins og nám gerir kröfur um. Sum vilja halda því fram að lesskilningur sem PISA mælir sé þröng námsleg færni. Þó ber að hafa í huga að verkefnin eru miðuð við lestrariðkun í samtímanum og því reglulega endurskoðuð. Árin 2018 og 2022 reyndu verkefnin með stigvaxandi hætti á færni nemenda í að lesa texta af ýmsum vefsíðum, af ólíkum uppruna og eftir ýmsa höfunda, greina upplýsingar, meta gæði texta og trúverðugleika, takast á við ólík sjónarmið og draga ályktanir. Við hljótum flest að sammælast um að það sé mikilvæg færni. En hvað getur valdið því að svo stór hópur nemenda í íslenskum grunnskólum hefur ekki náð grunnfærni í lesskilningi skv. PISA? Við höfum ekki marga aðra mælikvarða, en þó sýna niðurstöður lesfimiprófa Menntamálastofnunar að síðustu ár hefur u.þ.b. fjórðungur allra 10. bekkinga verið á rauðu í þessari tæknilegu lestrarfærni, þau ná ekki að lesa úr bókstöfum áreynslulaust. Íslenskar rannsóknir síðustu ára hafa sýnt vaxandi mun á hljóða-bókstafsþekkingu barna strax yfir fyrsta ár grunnskólans og í lesfimi yfir annað ár grunnskólans, vaxandi mun á íslenskum orðaforða nemenda og lesskilningi yfir öll miðstigsár grunnskólans. Niðurstöður PISA sýna þróun lesskilnings frá aldamótum, en þá voru nemendur hér á landi á pari við OECD löndin, árið 2018 vorum við svo 13 stigum undir meðaltalinu, en 40 stigum árið 2022. Það ár var munurinn jafngildur meðalframförum nemenda yfir tvö skólaár. Það er réttlætismál að gefa öllum börnum og ungmennum tækifæri til að læra að lesa, og að skilja það sem þau lesa. Það er réttlætismál að öll ungmenni komi námslega sterk út úr 10 ára grunnskólanámi, að öll geti nýtt sér lestur til að ná markmiðum sínum í lífinu og þroskað þekkingu sína og hæfileika. Það er einmitt mergur málsins, að námslegur vandi barna er ekki vegna þess að þau séu ekki fær um að ná árangri í skólanum. Vandinn er að þau hafa ekki öll fengið sömu tækifærin, heima hjá uppalendum sínum, í leikskólanum og síðan í grunnskólanum. Við lögum það ekki með því að lækka rána heldur með því að lyfta þeim upp til að komast yfir rána. Niðurstöður íslenskra rannsókna sýna vaxandi mun á mál- og læsisfærni barna, það þýðir að ríkir verða ríkari og fátækir fátækari. Það er í samræmi við síendurteknar rannsóknir víða um heim í málþroska- og læsisfræðum, þ.e. ef ekki er unnið markvisst með málþroska og læsi í leik- og grunnskólastarfi. Fjölmargar rannsóknir innan málþroska- og læsisfræða síðustu áratugi hafa gefið samhljóma niðurstöður. Við getum byggt á þeim og gefið nemendum námslega færni með því að tryggja: máleflandi leikskólastarf með öllum börnum sem eykur málskilning þeirra og tjáningarfærni á tungumáli skólans, íslensku að kennarar á yngsta stigi grunnskólans hafi þekkingu, færni og aðstæður til að veita börnum vandaða lestrarkennslu að kennarar í grunnskólum landsins hafi þekkingu, færni og aðstæður til að gefa öllum börnum máleflandi skólastarf: Að nemendur nái að skilja það sem þau heyra og lesa, og umfram allt að þau fái að takast á við áhugaverð viðfangsefni, lesi frá ýmsum sjónarhornum, ræði saman og skrifi um það sem þau lesa. Tækifærin eru í skólanum en það eru menntayfirvöld sem bera ábyrgð. Við náum fyrst að snúa við óheillavænlegri þróun í námsfærni nemenda í íslenskum skólum með því að snúa bökum saman, tengja saman og nýta þekkingu fjölbreytilegra sviða innan menntavísinda, ná fram sameiginlegri sýn á að námsleg færni er réttlætismál. Er forgangsröðunin rétt? Höfundur er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Mennta- og barnamálaráðherra segir misskilnings hafa gætt um frumvarp sitt um breytingar á lögum um framhaldsskóla. Ekki standi til að hætta að líta til námsárangurs við innritun nemenda í framhaldsskóla heldur skólum einnig heimilað að horfa til annarra þátta. 17. apríl 2025 09:20 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp til laga um að val nemenda inn í framhaldsskóla skuli taka mið af fleiri þáttum en einkunnum, því nemendur búi yfir margs konar hæfileikum sem ekki eru metnir á einkunnaskala. Við erum mörg sem getum tekið undir orð ráðherra, um að skólarnir eigi að endurspegla fjölbreytileikann í samfélaginu og því eigi öll ungmenni rétt á að sækja þá skóla sem þau helst vilja. Það er einmitt einn af kostum íslenskra framhaldsskóla hversu fjölbreytilegir þeir eru og því höfða þeir til mismunandi nemendahópa. Í framhaldsskólum viljum við líka hafa vettvang fyrir nemendur til að þróa margs konar færni, ekki bara bóklega, og þannig hefur það einmitt verið. Í framhaldsskólum landsins hafa til dæmis margir tónlistarsnillingar tekið stökk, sem síðan leiddi sum þeirra út í heim og nokkur þeirra eru nú heimsfræg. Ætli við Íslendingar eigum kannski heimsmet í fjölda heimsfrægra á hvern íbúa? Hér er um réttlætismál að ræða, að öll ungmenni hafi sama rétt og sömu möguleika á áframhaldandi námi eftir grunnskólann. En til að ná því markmiði er spurning hvort sé nóg að breyta inngöngureglum í framhaldsskóla. Að hafa sama rétt og sömu möguleika byggir einmitt líka á námslegri færni, ekki aðeins hvað varðar val um framhaldsskóla eins og hingað til, heldur líka hvort skólagangan verður farsæl. Er það ekki líka réttlætismál að öll ungmenni komi námslega sterk út úr 10 ára grunnskólanámi? Er námslegur styrkur ekki valdeflandi og því ákjósanlegur fyrir alla nemendur? Og þá komum við að spurningunni um það hver námsleg staða nemenda er hérlendis eftir 10 ára grunnskólagöngu. Við höfum ekki marga mælikvarða en getum þó tekið mið af PISA. Þessi alþjóðlega könnun leiddi í ljós að árið 2022 náðu 40% nemenda hér á landi ekki lágmarksviðmiðum í lesskilningi (26% árið 2018, 17% árið 2009 og 15% árið 2000), og 54% nemenda af annarri kynslóð innflytjenda. Nemendur sem skora svo lágt eiga í erfiðleikum með texta sem eru aðeins í meðallagi langir og flóknir og texta sem fjalla um efni sem er þeim ókunnugt. Til að geta tekist á við texta þurfa þau að fá leiðbeiningar eða skýrar vísanir í það sem skiptir máli. Með öðrum orðum má gera ráð fyrir að þau eigi erfitt með að nýta sér lestur við dagleg viðfangsefni, svo sem að fylgjast með rökræðum um samfélagsleg álitamál, lesa bæklinga, eða nýta sér vefsíður á borð við skattur.is eða heimabanka. Þau eiga þá enn frekar í erfiðleikum með að lesa sér til þekkingarauka eins og nám gerir kröfur um. Sum vilja halda því fram að lesskilningur sem PISA mælir sé þröng námsleg færni. Þó ber að hafa í huga að verkefnin eru miðuð við lestrariðkun í samtímanum og því reglulega endurskoðuð. Árin 2018 og 2022 reyndu verkefnin með stigvaxandi hætti á færni nemenda í að lesa texta af ýmsum vefsíðum, af ólíkum uppruna og eftir ýmsa höfunda, greina upplýsingar, meta gæði texta og trúverðugleika, takast á við ólík sjónarmið og draga ályktanir. Við hljótum flest að sammælast um að það sé mikilvæg færni. En hvað getur valdið því að svo stór hópur nemenda í íslenskum grunnskólum hefur ekki náð grunnfærni í lesskilningi skv. PISA? Við höfum ekki marga aðra mælikvarða, en þó sýna niðurstöður lesfimiprófa Menntamálastofnunar að síðustu ár hefur u.þ.b. fjórðungur allra 10. bekkinga verið á rauðu í þessari tæknilegu lestrarfærni, þau ná ekki að lesa úr bókstöfum áreynslulaust. Íslenskar rannsóknir síðustu ára hafa sýnt vaxandi mun á hljóða-bókstafsþekkingu barna strax yfir fyrsta ár grunnskólans og í lesfimi yfir annað ár grunnskólans, vaxandi mun á íslenskum orðaforða nemenda og lesskilningi yfir öll miðstigsár grunnskólans. Niðurstöður PISA sýna þróun lesskilnings frá aldamótum, en þá voru nemendur hér á landi á pari við OECD löndin, árið 2018 vorum við svo 13 stigum undir meðaltalinu, en 40 stigum árið 2022. Það ár var munurinn jafngildur meðalframförum nemenda yfir tvö skólaár. Það er réttlætismál að gefa öllum börnum og ungmennum tækifæri til að læra að lesa, og að skilja það sem þau lesa. Það er réttlætismál að öll ungmenni komi námslega sterk út úr 10 ára grunnskólanámi, að öll geti nýtt sér lestur til að ná markmiðum sínum í lífinu og þroskað þekkingu sína og hæfileika. Það er einmitt mergur málsins, að námslegur vandi barna er ekki vegna þess að þau séu ekki fær um að ná árangri í skólanum. Vandinn er að þau hafa ekki öll fengið sömu tækifærin, heima hjá uppalendum sínum, í leikskólanum og síðan í grunnskólanum. Við lögum það ekki með því að lækka rána heldur með því að lyfta þeim upp til að komast yfir rána. Niðurstöður íslenskra rannsókna sýna vaxandi mun á mál- og læsisfærni barna, það þýðir að ríkir verða ríkari og fátækir fátækari. Það er í samræmi við síendurteknar rannsóknir víða um heim í málþroska- og læsisfræðum, þ.e. ef ekki er unnið markvisst með málþroska og læsi í leik- og grunnskólastarfi. Fjölmargar rannsóknir innan málþroska- og læsisfræða síðustu áratugi hafa gefið samhljóma niðurstöður. Við getum byggt á þeim og gefið nemendum námslega færni með því að tryggja: máleflandi leikskólastarf með öllum börnum sem eykur málskilning þeirra og tjáningarfærni á tungumáli skólans, íslensku að kennarar á yngsta stigi grunnskólans hafi þekkingu, færni og aðstæður til að veita börnum vandaða lestrarkennslu að kennarar í grunnskólum landsins hafi þekkingu, færni og aðstæður til að gefa öllum börnum máleflandi skólastarf: Að nemendur nái að skilja það sem þau heyra og lesa, og umfram allt að þau fái að takast á við áhugaverð viðfangsefni, lesi frá ýmsum sjónarhornum, ræði saman og skrifi um það sem þau lesa. Tækifærin eru í skólanum en það eru menntayfirvöld sem bera ábyrgð. Við náum fyrst að snúa við óheillavænlegri þróun í námsfærni nemenda í íslenskum skólum með því að snúa bökum saman, tengja saman og nýta þekkingu fjölbreytilegra sviða innan menntavísinda, ná fram sameiginlegri sýn á að námsleg færni er réttlætismál. Er forgangsröðunin rétt? Höfundur er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Mennta- og barnamálaráðherra segir misskilnings hafa gætt um frumvarp sitt um breytingar á lögum um framhaldsskóla. Ekki standi til að hætta að líta til námsárangurs við innritun nemenda í framhaldsskóla heldur skólum einnig heimilað að horfa til annarra þátta. 17. apríl 2025 09:20
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun