Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar 17. apríl 2025 12:01 Það sem ég ætla að fjalla um hér er hvernig við innbyrðum og metum upplýsingar. Ég hef skoðað fjölmargar rannsóknir sem tengjast bæði heilbrigði og samfélagi. Í því ferli hef ég áttað mig á því að ef ég vil draga áreiðanlegar ályktanir, þá þarf ég að beina sjónum mínum að því sem er líklegast til að gerast og vera meðvitaður um hvað er ólíklegt. Guðrún Ragnarsdóttir, prófessor í stjórnun menntastofnana við Háskóla Íslands, vísar í fjölmargar ritrýndar heimildir sem sýna fram á að þegar við bætum við breytum eða þáttum í mati á námsárangri, þá eykst jöfnuður og ákveðnir hópar barna fá sterkari grunnstoðir. Þetta getur stuðlað að heilbrigðara og öflugra skólasamfélagi. Það þýðir ekki að þetta dragi úr vægi annarra þátta eins og einkunna heldur að fleiri þættir fái að njóta sín samhliða. Með því að fjölga áherslum breikkum við sýn okkar á hvað felst í raunverulegum námsárangri. Ef við lítum á skólakerfið og skoðum ekki eingöngu námsárangur í formi einkunna, heldur einnig geðheilsu og líkamlega heilsu nemenda, þá sjáum við ákveðin mynstur. Ritrýndar heimildir sýna að nemendur sofa minna og verr, borða óhollari mat og hreyfa sig minna PMID: 36087035 PMCID:7331085. Þetta má túlka sem svo að í kapphlaupinu eftir hærri einkunnum sé stundum gengið á kostnað heilsu og vellíðunar. Taka þarf tillit til umburðarlyndis, tilfinningagreindar, tillitssemi, áhuga á námsefninu og félagslegrar greindar sem væri góður kostur til að meta námsárangur sem þýðir það að það þurfi að gera pláss fyrir það í aðalnámskrá. Rannsókn: The Role of Nonacademic Factors in College Readiness and Success Í rannsókn PMCID: PMC9365103 er lögð áhersla á mikilvægi þess að horfa til margra þátta við mat á námsárangri, ekki einungis niðurstaðna á prófum. Þar kemur fram að námsárangur má skýra með fjölbreyttum þáttum, sem eru mismunandi eftir námsgrein, kyni og aðstæðum. Þetta undirstrikar hversu flókið það er að spá fyrir um námsárangur og hversu takmarkað það er að horfa eingöngu á tölur á skjali. Við þurfum því að spyrja okkur – sérstaklega við sem störfum innan menntakerfisins hverskonar skólasamfélag við viljum skapa. Hvernig ætlum við að tryggja að þeir sem móta þetta samfélag hafi hagsmuni allra barna að leiðarljósi? Ætlum við að hlusta á manneskju sem vinnur með stórt úrtak, skoðar fjölbreyttar breytur og leitast við að skilja áhrif þeirra á vellíðan og árangur nemenda? Eða ætlum við að treysta á íhaldssaman stjórnmálamann sem byggir skoðanir sínar fyrst og fremst á eigin reynslu og frásögnum þeirra sem hann þekkir? Við skulum ekki fylgja manneskjunni – heldur upplýsingunum. Við eigum að spyrja okkur hvað sé líklegast til að vera rétt og hvað sé líklegast til að vera rangt. Guðrún heldur því fram að með því að auka vægi fleiri þátta en bara einkunna – eins og félagslegri stöðu, tilfinningagreind og líðan – styrkjum við skólasamfélagið og sköpum umhverfi þar sem fleiri nemendur fá að blómstra. Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, heldur því fram að ef áherslur á einkunnir veikjast, muni sumir nemendur missa áhuga og hætta að sækjast eftir góðum árangri –sú skoðun byggir hann á eigin reynslu og frásögnum annarra. Líkur á hlutdrægni: Guðrún: Ólíkleg til hlutdrægni (en hún getur samt haft rangt fyrir sér). Snorri: Líklegur til hlutdrægni (en hann getur samt haft rétt fyrir sér). Gagnrýnin hugsun kemur okkur langt. Hún kennir okkur að þó við tengjumst ákveðnum stjórnmálaflokki eða höfum tilhneigingu til hægri eða vinstri í hugsun, þá megum við ekki festast í blindri fylgni. Við getum verið hægri, vinstri, uppi, niðri eða jafnvel út og suður, eftir samhengi og aðstæðum. Það sem skiptir mestu máli er að við glötum ekki eigin dómgreind heldur spyrjum af einlægni: Hvað styðja gögnin? Hvað segir reynslan og hvað segja rannsóknirnar? Allt þarf að bera saman til að komast að áreiðanlegri niðurstöðu. Höfundur er einkaþjálfari og starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Það sem ég ætla að fjalla um hér er hvernig við innbyrðum og metum upplýsingar. Ég hef skoðað fjölmargar rannsóknir sem tengjast bæði heilbrigði og samfélagi. Í því ferli hef ég áttað mig á því að ef ég vil draga áreiðanlegar ályktanir, þá þarf ég að beina sjónum mínum að því sem er líklegast til að gerast og vera meðvitaður um hvað er ólíklegt. Guðrún Ragnarsdóttir, prófessor í stjórnun menntastofnana við Háskóla Íslands, vísar í fjölmargar ritrýndar heimildir sem sýna fram á að þegar við bætum við breytum eða þáttum í mati á námsárangri, þá eykst jöfnuður og ákveðnir hópar barna fá sterkari grunnstoðir. Þetta getur stuðlað að heilbrigðara og öflugra skólasamfélagi. Það þýðir ekki að þetta dragi úr vægi annarra þátta eins og einkunna heldur að fleiri þættir fái að njóta sín samhliða. Með því að fjölga áherslum breikkum við sýn okkar á hvað felst í raunverulegum námsárangri. Ef við lítum á skólakerfið og skoðum ekki eingöngu námsárangur í formi einkunna, heldur einnig geðheilsu og líkamlega heilsu nemenda, þá sjáum við ákveðin mynstur. Ritrýndar heimildir sýna að nemendur sofa minna og verr, borða óhollari mat og hreyfa sig minna PMID: 36087035 PMCID:7331085. Þetta má túlka sem svo að í kapphlaupinu eftir hærri einkunnum sé stundum gengið á kostnað heilsu og vellíðunar. Taka þarf tillit til umburðarlyndis, tilfinningagreindar, tillitssemi, áhuga á námsefninu og félagslegrar greindar sem væri góður kostur til að meta námsárangur sem þýðir það að það þurfi að gera pláss fyrir það í aðalnámskrá. Rannsókn: The Role of Nonacademic Factors in College Readiness and Success Í rannsókn PMCID: PMC9365103 er lögð áhersla á mikilvægi þess að horfa til margra þátta við mat á námsárangri, ekki einungis niðurstaðna á prófum. Þar kemur fram að námsárangur má skýra með fjölbreyttum þáttum, sem eru mismunandi eftir námsgrein, kyni og aðstæðum. Þetta undirstrikar hversu flókið það er að spá fyrir um námsárangur og hversu takmarkað það er að horfa eingöngu á tölur á skjali. Við þurfum því að spyrja okkur – sérstaklega við sem störfum innan menntakerfisins hverskonar skólasamfélag við viljum skapa. Hvernig ætlum við að tryggja að þeir sem móta þetta samfélag hafi hagsmuni allra barna að leiðarljósi? Ætlum við að hlusta á manneskju sem vinnur með stórt úrtak, skoðar fjölbreyttar breytur og leitast við að skilja áhrif þeirra á vellíðan og árangur nemenda? Eða ætlum við að treysta á íhaldssaman stjórnmálamann sem byggir skoðanir sínar fyrst og fremst á eigin reynslu og frásögnum þeirra sem hann þekkir? Við skulum ekki fylgja manneskjunni – heldur upplýsingunum. Við eigum að spyrja okkur hvað sé líklegast til að vera rétt og hvað sé líklegast til að vera rangt. Guðrún heldur því fram að með því að auka vægi fleiri þátta en bara einkunna – eins og félagslegri stöðu, tilfinningagreind og líðan – styrkjum við skólasamfélagið og sköpum umhverfi þar sem fleiri nemendur fá að blómstra. Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, heldur því fram að ef áherslur á einkunnir veikjast, muni sumir nemendur missa áhuga og hætta að sækjast eftir góðum árangri –sú skoðun byggir hann á eigin reynslu og frásögnum annarra. Líkur á hlutdrægni: Guðrún: Ólíkleg til hlutdrægni (en hún getur samt haft rangt fyrir sér). Snorri: Líklegur til hlutdrægni (en hann getur samt haft rétt fyrir sér). Gagnrýnin hugsun kemur okkur langt. Hún kennir okkur að þó við tengjumst ákveðnum stjórnmálaflokki eða höfum tilhneigingu til hægri eða vinstri í hugsun, þá megum við ekki festast í blindri fylgni. Við getum verið hægri, vinstri, uppi, niðri eða jafnvel út og suður, eftir samhengi og aðstæðum. Það sem skiptir mestu máli er að við glötum ekki eigin dómgreind heldur spyrjum af einlægni: Hvað styðja gögnin? Hvað segir reynslan og hvað segja rannsóknirnar? Allt þarf að bera saman til að komast að áreiðanlegri niðurstöðu. Höfundur er einkaþjálfari og starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkur.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun