Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. apríl 2025 23:44 Þórir kallar eftir auknu aðhaldi og ramma frá stjórnvöldum. Engar reglur eru um það hér á landi hversu margar fjölskyldur sæðisgjafar mega búa til. Eigandi frjósemisstofu kallar eftir breytingum og segir fréttir af evrópskum sæðisgjöfum sem eignast hafi tugi, jafnvel hundruð barna vekja hjá sér ugg. Greint var frá því í hollenskum miðlum í vikunni að tugir sæðisgjafa þar í landi hefðu feðrað að minnsta kosti 25 börn í trássi við lög um áratugaskeið. Þá greinir danska ríkisútvarpið frá því að siðaráð allra Norðurlandanna utan Íslands hafi farið fram á að skorður verði settar við því hve mörg börn megi koma undan einum sæðisgjafa. Þar gilda engar reglur um sæðisgjafir utan landamæra Danmerkur en sæðisgjafar mega mest feðra tólf börn innan landsins. Dæmi eru um að börn sem feðruð hafa verið með dönsku sæði eigi hundruð hálfsystkina. Þórir Harðarson doktor í frjósemisfræðum og eigandi frjósemisstofunnar Sunnu segir engar reglur á Íslandi gilda um hve margar fjölskyldur sæðisgjafar megi búa til. „Hvorki um fjölda sæðisgjafa né hversu mörg börn eða fjölskyldur þessir gjafar mega búa til, því miður,“ segir Þórir. Væri æskilegt að fá aðhald og ramma Sunna er ein af tveimur frjósemisstofum sem starfa hér á landi en rekur ekki eigin sæðisbanka. Þórir segir Sunnu stunda viðskipti við þrjá erlenda sæðisbanka, einn í Bandaríkjunum og tvo í Danmörku. Hann segir farið fram á að bankarnir sendi ekki fleiri en tvær gjafir, sem þá búi til tvær fjölskyldur hérlendis. „Við höfum því þurft að treysta á bankana og hingað til höfum við ekki haft neinar ástæður til að ætla neitt annað en að þeir standi við það, að svo sé. En það eru engar reglur sem í rauninni eru til í landinu til þess, og ekkert regluverk og enginn sem fylgir því eftir nema bankarnir sjálfir.“ Þórir segir fréttir frá Hollandi vekja sig til umhugsunar um þessi mál. „Auðvitað get ég ímyndað mér að okkar skjólstæðingar geti verið örlítið hugsi, er virkilega hægt að tryggja það að þessir bankar séu ekki að senda frá sér fleiri skammta en á að gerast? Við erum eins og ég sagði áðan svoldið í höndunum á þessum bönkum, að þeir standi við það sem við erum búnir að semja við þá um að vera ekki að búa til fleiri fjölskyldur en tvær á Íslandi.“ Hann segir æskilegt að stjórnvöld veittu þjónustuaðilum aðhald og ramma. „Það er svoldið skrýtið að við sem þjónustuaðilar séum að setja okkur takmarkanir sjálf. Auðvitað viljum við gera vel og við viljum vanda okkur og passa upp á þetta, að vera ekki að búa til alltof marga skylda aðila í samfélaginu. En það væri eðlilegt að þær takmarkanir kæmu að ofan, ekki að ofan en frá okkar yfirvöldum.“ Frjósemi Tengdar fréttir Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Greint var frá því í hollenskum miðlum í vikunni að tugir sæðisgjafa þar í landi hefðu feðrað að minnsta kosti 25 börn í trássi við lög um áratugaskeið. Þá greinir danska ríkisútvarpið frá því að siðaráð allra Norðurlandanna utan Íslands hafi farið fram á að skorður verði settar við því hve mörg börn megi koma undan einum sæðisgjafa. Þar gilda engar reglur um sæðisgjafir utan landamæra Danmerkur en sæðisgjafar mega mest feðra tólf börn innan landsins. Dæmi eru um að börn sem feðruð hafa verið með dönsku sæði eigi hundruð hálfsystkina. Þórir Harðarson doktor í frjósemisfræðum og eigandi frjósemisstofunnar Sunnu segir engar reglur á Íslandi gilda um hve margar fjölskyldur sæðisgjafar megi búa til. „Hvorki um fjölda sæðisgjafa né hversu mörg börn eða fjölskyldur þessir gjafar mega búa til, því miður,“ segir Þórir. Væri æskilegt að fá aðhald og ramma Sunna er ein af tveimur frjósemisstofum sem starfa hér á landi en rekur ekki eigin sæðisbanka. Þórir segir Sunnu stunda viðskipti við þrjá erlenda sæðisbanka, einn í Bandaríkjunum og tvo í Danmörku. Hann segir farið fram á að bankarnir sendi ekki fleiri en tvær gjafir, sem þá búi til tvær fjölskyldur hérlendis. „Við höfum því þurft að treysta á bankana og hingað til höfum við ekki haft neinar ástæður til að ætla neitt annað en að þeir standi við það, að svo sé. En það eru engar reglur sem í rauninni eru til í landinu til þess, og ekkert regluverk og enginn sem fylgir því eftir nema bankarnir sjálfir.“ Þórir segir fréttir frá Hollandi vekja sig til umhugsunar um þessi mál. „Auðvitað get ég ímyndað mér að okkar skjólstæðingar geti verið örlítið hugsi, er virkilega hægt að tryggja það að þessir bankar séu ekki að senda frá sér fleiri skammta en á að gerast? Við erum eins og ég sagði áðan svoldið í höndunum á þessum bönkum, að þeir standi við það sem við erum búnir að semja við þá um að vera ekki að búa til fleiri fjölskyldur en tvær á Íslandi.“ Hann segir æskilegt að stjórnvöld veittu þjónustuaðilum aðhald og ramma. „Það er svoldið skrýtið að við sem þjónustuaðilar séum að setja okkur takmarkanir sjálf. Auðvitað viljum við gera vel og við viljum vanda okkur og passa upp á þetta, að vera ekki að búa til alltof marga skylda aðila í samfélaginu. En það væri eðlilegt að þær takmarkanir kæmu að ofan, ekki að ofan en frá okkar yfirvöldum.“
Frjósemi Tengdar fréttir Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03