Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar 16. apríl 2025 19:01 Á Íslandi á sér stað skipulögð glæpastarfsemi. Árlega ræna glæpagengin hundruðum milljóna króna af vinnandi fólki. Fólki sem stendur undir hagvextinum og lífsgæðunum, skúrar gólfin, afgreiðir túristana, byggir húsin okkar og innviði. Glæpagengið er þó ekki það sama og fjallað var um á öllum fréttamiðlum í gær, sem hafði rænt þýfi fyrir „nokkra hundrað þúsund kalla” og kallaði fram ógrynni rasískra ummæla á kommentakerfunum. Þessi skipulagða glæpastarfsemi á sér stað meðal ýmissa atvinnurekenda á Íslandi og eru fyrirtæki í hótel- veitinga- og ferðaþjónustu í umfangsmestu glæpastarfseminni. Má ekki annars kalla það glæpastarfsemi að ræna kerfislægt og skipulega fé af fólki sem hefur unnið fyrir þig? Og það í svo miklum mæli að allir smákrimmar landsins komast ekki nærri því að ræna jafn miklu árlega þó allt þeirra þýfi sé lagt saman? Má ekki kalla þau glæpamenn sem hafa fátæka innflytjendur að féþúfu? Á Íslandi er launaþjófnaður ekki refsiverður. Það er ekki refsivert þegar atvinnurekendur ræna starfsfólk sitt, aðallega erlent starfsfólk sem á erfitt með að átta sig á brotinu. Þau sem átta sig á brotinu upplifa sig í bágri stöðu til að tilkynna það til stéttarfélags af ótta við að vera rekin og þar með gerð réttindalaus. Hvað eru nokkrir tugir þúsunda á milli starfsmanns og atvinnurekanda, þegar dvalarleyfi þitt veltur á því að þú haldir starfinu? En ef börnin þín líða skort vegna brotsins? Stéttarfélög hafa í áraraðir vakið máls á þessari brotastarfsemi og nemur þýfið sem haft er af fólki í það minnsta nokkur hundruðum milljónum króna á ári. Og er þá bara tekið inn í útreikinga það sem kemur á borð stéttarfélaga, og við vitum að er bara toppurinn á ísjakanum.[1] Um þetta eru sjaldan skrifaðar fréttir. Aldrei fer lögreglan í viðtöl til að lýsa yfir einhverskonar vargöld vegna þessa líkt og hún gerði í gær vegna vasaþjófagengis sem er að hafa á burt brota-brot af þeirri upphæð sem launaþjófnaður á Íslandi nær daglega. Aldrei fer lögreglan í sérstök átök til að taka á þessu eins og með vasaþjófnaðinn. Þessi þjófnaður nær ekki einu sinni inn á borð til þeirra. Enginn í lögreglunni rannsakar þessi umfangsmestu og skipulögðustu rán landsins. Þau eru ekki rannsökuð því þau eru ekki refsiverð. Hvatinn til að ræna ekki af fólki er enginn því ef upp kemst um stuldinn þarf aldrei að greiða skaðabætur, aldrei að fara í skýrslutöku til lögreglu, og aldrei að fórna frelsinu eða sæta farbanni. Það er auðvelt að vera glæpalaus þjóð ef glæpirnir eru ekki kallaðir sínu rétta nafni. Við þurfum að uppræta þessa skipulögðu glæpastarfsemi sem rænir fólki, sem mest þarf á launum sínum að halda lífsviðurværinu, tækifærum og mannlegri reisn. Það væri við hæfi að setja fókusinn þangað. Fjölmiðlar mættu gjarnan finna einhver af þeim þúsundum vinnandi fólks í landinu sem af hefur verið rænt „nokkrum hundrað þúsund köllum” í gegnum skipulagðar ránsferðir fyrirtækja á launaseðlum vinnandi fólks um hábjartan dag. Eins og dæmin sanna, hafa þessir glæpir sannarlega náðst á vökul eftirlitsmyndavélakerfi fyrirtækjanna sem glæpina stunda. Stjórnvöld verða svo að gera launaþjófnað refsiverðan til að stöðva þessa glæpaöldu. [1] https://vinnan.is/mest-brotid-a-erlendu-launfolki-haestu-krofurnar-i-ferdathjonustu-og-mannvirkjagerd/ Höfundur er áhugamaður um upprætingu skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi á sér stað skipulögð glæpastarfsemi. Árlega ræna glæpagengin hundruðum milljóna króna af vinnandi fólki. Fólki sem stendur undir hagvextinum og lífsgæðunum, skúrar gólfin, afgreiðir túristana, byggir húsin okkar og innviði. Glæpagengið er þó ekki það sama og fjallað var um á öllum fréttamiðlum í gær, sem hafði rænt þýfi fyrir „nokkra hundrað þúsund kalla” og kallaði fram ógrynni rasískra ummæla á kommentakerfunum. Þessi skipulagða glæpastarfsemi á sér stað meðal ýmissa atvinnurekenda á Íslandi og eru fyrirtæki í hótel- veitinga- og ferðaþjónustu í umfangsmestu glæpastarfseminni. Má ekki annars kalla það glæpastarfsemi að ræna kerfislægt og skipulega fé af fólki sem hefur unnið fyrir þig? Og það í svo miklum mæli að allir smákrimmar landsins komast ekki nærri því að ræna jafn miklu árlega þó allt þeirra þýfi sé lagt saman? Má ekki kalla þau glæpamenn sem hafa fátæka innflytjendur að féþúfu? Á Íslandi er launaþjófnaður ekki refsiverður. Það er ekki refsivert þegar atvinnurekendur ræna starfsfólk sitt, aðallega erlent starfsfólk sem á erfitt með að átta sig á brotinu. Þau sem átta sig á brotinu upplifa sig í bágri stöðu til að tilkynna það til stéttarfélags af ótta við að vera rekin og þar með gerð réttindalaus. Hvað eru nokkrir tugir þúsunda á milli starfsmanns og atvinnurekanda, þegar dvalarleyfi þitt veltur á því að þú haldir starfinu? En ef börnin þín líða skort vegna brotsins? Stéttarfélög hafa í áraraðir vakið máls á þessari brotastarfsemi og nemur þýfið sem haft er af fólki í það minnsta nokkur hundruðum milljónum króna á ári. Og er þá bara tekið inn í útreikinga það sem kemur á borð stéttarfélaga, og við vitum að er bara toppurinn á ísjakanum.[1] Um þetta eru sjaldan skrifaðar fréttir. Aldrei fer lögreglan í viðtöl til að lýsa yfir einhverskonar vargöld vegna þessa líkt og hún gerði í gær vegna vasaþjófagengis sem er að hafa á burt brota-brot af þeirri upphæð sem launaþjófnaður á Íslandi nær daglega. Aldrei fer lögreglan í sérstök átök til að taka á þessu eins og með vasaþjófnaðinn. Þessi þjófnaður nær ekki einu sinni inn á borð til þeirra. Enginn í lögreglunni rannsakar þessi umfangsmestu og skipulögðustu rán landsins. Þau eru ekki rannsökuð því þau eru ekki refsiverð. Hvatinn til að ræna ekki af fólki er enginn því ef upp kemst um stuldinn þarf aldrei að greiða skaðabætur, aldrei að fara í skýrslutöku til lögreglu, og aldrei að fórna frelsinu eða sæta farbanni. Það er auðvelt að vera glæpalaus þjóð ef glæpirnir eru ekki kallaðir sínu rétta nafni. Við þurfum að uppræta þessa skipulögðu glæpastarfsemi sem rænir fólki, sem mest þarf á launum sínum að halda lífsviðurværinu, tækifærum og mannlegri reisn. Það væri við hæfi að setja fókusinn þangað. Fjölmiðlar mættu gjarnan finna einhver af þeim þúsundum vinnandi fólks í landinu sem af hefur verið rænt „nokkrum hundrað þúsund köllum” í gegnum skipulagðar ránsferðir fyrirtækja á launaseðlum vinnandi fólks um hábjartan dag. Eins og dæmin sanna, hafa þessir glæpir sannarlega náðst á vökul eftirlitsmyndavélakerfi fyrirtækjanna sem glæpina stunda. Stjórnvöld verða svo að gera launaþjófnað refsiverðan til að stöðva þessa glæpaöldu. [1] https://vinnan.is/mest-brotid-a-erlendu-launfolki-haestu-krofurnar-i-ferdathjonustu-og-mannvirkjagerd/ Höfundur er áhugamaður um upprætingu skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun