Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2025 13:51 Frá setningu Alþingis í febrúar. Vísir/Vilhelm Skrifstofa forseta Íslands segir afgreiðslu á beiðnum fréttastofu RÚV um upplýsingar um dagskrá forsetans ekki hafa verið fyllilega í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Umboðsmaður Alþingis segir ekki tilefni til frekari skoðunar á málinu í ljósi viðurkenningar skrifstofunnar á mistökum. Fréttastofa RÚV fjallaði um það 5. febrúar að skrifstofa forsetans hefði veitt óskýr svör við fyrirspurnum um hvar Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefði verið á meðan minningarathöfn um helförina í Auschwitz fór fram í lok janúar. Þegar RÚV óskaði fyrst eftir upplýsingum um af hverju forsetinn hefði ekki sótt minningarathöfnina sagði forsetaskrifstofan að ekki hefði verið hægt að koma minningarathöfninni heim og saman við dagskrá forsetans. Í síðari svörum kom fram að Halla hefði ekki tök á að sækja viðburðinn því hann stangaðist á við einkaferð forsetahjónanna. Forsetahjónin voru í Dóminíska lýðveldinu þar sem Björn Skúlason forsetamarki nýtti tækifærið og auglýsti collagen-vörumerkið sitt Just Björn á Instagram-reikningi fyrirtækisins. View this post on Instagram A post shared by just björn (@justbjorncollagen) Þegar fréttastofa RÚV óskaði eftir að fá dagskrá forseta afhenta sagði forsetaskrifstofan að dagskrá forsetans væri ekki afhent. Var vísað til þess að ekki væri hægt að greina frá fyrirhuguðum ferðum forseta fyrir fram því það væri oft gestgjafans að tilkynna um ferðina. Þá ættu fleiri sjónarmið við til dæmis þau sem snúa að öryggi. Umboðsmaður óskaði því eftir að skrifstofa forseta upplýsti nánar um fyrirkomulag upplýsingagjafar um málefni sem snerta forsetann, meðal annars hvaða reglur giltu um meðferð beiðna um upplýsingar um dagskrá hans. Jafnframt var óskað eftir upplýsingum um þau sjónarmið sem lágu til grundvallar synjun á beiðnum fréttastofu RÚV og þá með hliðsjón af því að ekki var beðið um upplýsingarnar fyrir fram heldur eftir á. Umboðsmaður segir í bréfi sínu til skrifstofu forseta Íslands að í upplýsingalögum sé gengið út frá því sem meginreglu að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál sem og aðgengi að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þó megi takmarka aðganginn þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. Aðilum á borð við skrifstofu forsetans beri skylda til að kanna hvort fyrir liggi í vörslum þeirra gögn með þeim upplýsingum sem óskað sé eftir og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita eigi aðgang að gögnunum í heild eða hluta. Umboðsmaður segir skrifstofu forsetans ekki hafa veitt nægjanlegar upplýsingar um það hvers vegna beiðni RÚV var synjað og sömuleiðis að skort hafi á leiðbeiningar um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Fram kemur í bréfi umboðsmanns að í svörum skrifstofunnar hefði verið viðurkennt að afgreiðsla á beiðnum RÚV hefði ekki verið fyllilega í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Lét umboðsmaður því nægja að benda skrifstofu forseta á að gæta framvegis að tilteknum ákvæðum upplýsingalaga í störfum sínum. Athugun umboðsmanns á upplýsingagjöf skrifstofu forseta Íslands væri því lokið. Áfram yrði þó fylgst með afgreiðslu skrifstofunnar á beiðnum um upplýsingar og þær teknar til skoðunar eftir atvikum. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Fréttastofa RÚV fjallaði um það 5. febrúar að skrifstofa forsetans hefði veitt óskýr svör við fyrirspurnum um hvar Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefði verið á meðan minningarathöfn um helförina í Auschwitz fór fram í lok janúar. Þegar RÚV óskaði fyrst eftir upplýsingum um af hverju forsetinn hefði ekki sótt minningarathöfnina sagði forsetaskrifstofan að ekki hefði verið hægt að koma minningarathöfninni heim og saman við dagskrá forsetans. Í síðari svörum kom fram að Halla hefði ekki tök á að sækja viðburðinn því hann stangaðist á við einkaferð forsetahjónanna. Forsetahjónin voru í Dóminíska lýðveldinu þar sem Björn Skúlason forsetamarki nýtti tækifærið og auglýsti collagen-vörumerkið sitt Just Björn á Instagram-reikningi fyrirtækisins. View this post on Instagram A post shared by just björn (@justbjorncollagen) Þegar fréttastofa RÚV óskaði eftir að fá dagskrá forseta afhenta sagði forsetaskrifstofan að dagskrá forsetans væri ekki afhent. Var vísað til þess að ekki væri hægt að greina frá fyrirhuguðum ferðum forseta fyrir fram því það væri oft gestgjafans að tilkynna um ferðina. Þá ættu fleiri sjónarmið við til dæmis þau sem snúa að öryggi. Umboðsmaður óskaði því eftir að skrifstofa forseta upplýsti nánar um fyrirkomulag upplýsingagjafar um málefni sem snerta forsetann, meðal annars hvaða reglur giltu um meðferð beiðna um upplýsingar um dagskrá hans. Jafnframt var óskað eftir upplýsingum um þau sjónarmið sem lágu til grundvallar synjun á beiðnum fréttastofu RÚV og þá með hliðsjón af því að ekki var beðið um upplýsingarnar fyrir fram heldur eftir á. Umboðsmaður segir í bréfi sínu til skrifstofu forseta Íslands að í upplýsingalögum sé gengið út frá því sem meginreglu að skylt sé að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál sem og aðgengi að tilteknum fyrirliggjandi gögnum. Þó megi takmarka aðganginn þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjist þess enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. Aðilum á borð við skrifstofu forsetans beri skylda til að kanna hvort fyrir liggi í vörslum þeirra gögn með þeim upplýsingum sem óskað sé eftir og í kjölfarið taka rökstudda ákvörðun um hvort veita eigi aðgang að gögnunum í heild eða hluta. Umboðsmaður segir skrifstofu forsetans ekki hafa veitt nægjanlegar upplýsingar um það hvers vegna beiðni RÚV var synjað og sömuleiðis að skort hafi á leiðbeiningar um kæruheimild til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Fram kemur í bréfi umboðsmanns að í svörum skrifstofunnar hefði verið viðurkennt að afgreiðsla á beiðnum RÚV hefði ekki verið fyllilega í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Lét umboðsmaður því nægja að benda skrifstofu forseta á að gæta framvegis að tilteknum ákvæðum upplýsingalaga í störfum sínum. Athugun umboðsmanns á upplýsingagjöf skrifstofu forseta Íslands væri því lokið. Áfram yrði þó fylgst með afgreiðslu skrifstofunnar á beiðnum um upplýsingar og þær teknar til skoðunar eftir atvikum.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira