Fótboltinn víkur fyrir padel Árni Sæberg skrifar 14. apríl 2025 14:01 Þröstur Jón Sigurðsson er eigandi Sporthússins. Sporthúsið Þann 11. ágúst næstkomandi mun Sporthúsið Kópavogi opna fjóra padelvelli fyrir almenning. Padelvellirnir verða staðsettir í rýminu sem knattspyrnuvellirnir hafa verið í til fjölda ára. Þetta verður óhjákvæmilega til þess að knattspyrnunni verður lokað í lok júní. Í fréttatilkynningu þess efnis frá Sporthúsinu segir að þrír vellirnir verði tvíliðaleiksvellir með löglegri keppnishæð, ellefu til tólf metra, og einn völlurinn verði einliðaleiksvöllur. Þá verði þægileg félagsaðstaða fyrir iðkendur. Hentar öllum aldurshópum Padel sé ört vaxandi íþrótt sem sameini eiginleika úr tennis og skvass. Hún sé leikin á minni velli en tennis, með veggjum og sérstökum spaða, sem geri hana aðgengilega og skemmtilega fyrir breiðan hóp iðkenda. Reglurnar séu einfaldar og leikurinn oftast spilaður í tvíliðaleik, sem auki félagslega þáttinn í íþróttinni. „Padel hentar fólki á öllum aldri og á mismunandi getustigum. Vegna minni krafna um styrk og úthald en í mörgum öðrum boltaíþróttum, geta byrjendur komist fljótt inn í leikinn og haft gaman af honum frá fyrstu mínútu. Við teljum Padel eiga eftir að passa mjög vel inní fjölbreytt þjónustuframboð Sporthússins,“ segir í tilkynningu. Hér má sjá tölvugerða mynd sem sýnir hvernig padelvellirnir munu koma til með að líta út.Sporthúsið Aldur iðkenda spanni allt frá börnum upp í eldri borgara. Kynjahlutfallið sé nokkuð jafnt, þó að karlar séu enn í meirihluta í keppnishaldi. Hins vegar hafi þátttaka kvenna aukist jafnt og þétt og fjölmargir kvennaklúbbar og mót hafi sprottið upp. Skortur á völlum Á heimsvísu hafi padel notið mikilla vinsælda síðustu ár, sérstaklega í Suður-Ameríku og Evrópu. Spánn hafi verið leiðandi í þróun og útbreiðslu íþróttarinnar, þar sem padel sé nú ein vinsælasta íþróttin í landinu. Vinsældir hennar séu einnig í örum vexti í öðrum löndum, þar á meðal Svíþjóð, Bretlandi og Bandaríkjunum. Padel sé víða orðin aðgengileg afþreying fyrir fólk á öllum aldri og sífellt aukin áhersla hafi verið lögð á mótahald og þjálfun bæði barna og fullorðinna víða um heim, enda sé stefnt að því að padel verði keppnisgrein á sumarólympíleikunum 2032. Á Íslandi hafi Padel náð miklum vinsældum á skömmum tíma. Fyrsta og eina aðstaðan hafi verið opnuð í Tennishöllinni árið 2020 og síðan þá hafi áhuginn aukist hratt. Mikill fjöldi Íslendinga hafi prófað íþróttina og margir vilji stunda hana reglulega, en vegna mikils skorts á völlum til þessa hafi vaxtamöguleikar hennar verið takmarkaðir. „Ljóst er að með tilkomu þessara nýju valla mun aðstaða til Padel iðkunar á landinu batna mikið og verða til þess að að iðkendum fjölgi verulega.“ Það er ekki eina bætingin á vallaframboði sem boðuð hefur verið. Tennishöllin, sem er við hliðina á Sporthúsinu, hefur fengið leyfi til þess að stækka húsnæði sitt og bæta við padelvöllum, líkt og Vísir greindi frá árið 2023. Kópavogur Líkamsræktarstöðvar Padel Tengdar fréttir Míglak inn í Tennishöllina í óveðrinu Mikið vatn lak inn í Tennishöllina í Kópavogi í óveðrinu sem reið yfir höfuðborgarsvæðið í dag. 14. mars 2022 21:34 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis frá Sporthúsinu segir að þrír vellirnir verði tvíliðaleiksvellir með löglegri keppnishæð, ellefu til tólf metra, og einn völlurinn verði einliðaleiksvöllur. Þá verði þægileg félagsaðstaða fyrir iðkendur. Hentar öllum aldurshópum Padel sé ört vaxandi íþrótt sem sameini eiginleika úr tennis og skvass. Hún sé leikin á minni velli en tennis, með veggjum og sérstökum spaða, sem geri hana aðgengilega og skemmtilega fyrir breiðan hóp iðkenda. Reglurnar séu einfaldar og leikurinn oftast spilaður í tvíliðaleik, sem auki félagslega þáttinn í íþróttinni. „Padel hentar fólki á öllum aldri og á mismunandi getustigum. Vegna minni krafna um styrk og úthald en í mörgum öðrum boltaíþróttum, geta byrjendur komist fljótt inn í leikinn og haft gaman af honum frá fyrstu mínútu. Við teljum Padel eiga eftir að passa mjög vel inní fjölbreytt þjónustuframboð Sporthússins,“ segir í tilkynningu. Hér má sjá tölvugerða mynd sem sýnir hvernig padelvellirnir munu koma til með að líta út.Sporthúsið Aldur iðkenda spanni allt frá börnum upp í eldri borgara. Kynjahlutfallið sé nokkuð jafnt, þó að karlar séu enn í meirihluta í keppnishaldi. Hins vegar hafi þátttaka kvenna aukist jafnt og þétt og fjölmargir kvennaklúbbar og mót hafi sprottið upp. Skortur á völlum Á heimsvísu hafi padel notið mikilla vinsælda síðustu ár, sérstaklega í Suður-Ameríku og Evrópu. Spánn hafi verið leiðandi í þróun og útbreiðslu íþróttarinnar, þar sem padel sé nú ein vinsælasta íþróttin í landinu. Vinsældir hennar séu einnig í örum vexti í öðrum löndum, þar á meðal Svíþjóð, Bretlandi og Bandaríkjunum. Padel sé víða orðin aðgengileg afþreying fyrir fólk á öllum aldri og sífellt aukin áhersla hafi verið lögð á mótahald og þjálfun bæði barna og fullorðinna víða um heim, enda sé stefnt að því að padel verði keppnisgrein á sumarólympíleikunum 2032. Á Íslandi hafi Padel náð miklum vinsældum á skömmum tíma. Fyrsta og eina aðstaðan hafi verið opnuð í Tennishöllinni árið 2020 og síðan þá hafi áhuginn aukist hratt. Mikill fjöldi Íslendinga hafi prófað íþróttina og margir vilji stunda hana reglulega, en vegna mikils skorts á völlum til þessa hafi vaxtamöguleikar hennar verið takmarkaðir. „Ljóst er að með tilkomu þessara nýju valla mun aðstaða til Padel iðkunar á landinu batna mikið og verða til þess að að iðkendum fjölgi verulega.“ Það er ekki eina bætingin á vallaframboði sem boðuð hefur verið. Tennishöllin, sem er við hliðina á Sporthúsinu, hefur fengið leyfi til þess að stækka húsnæði sitt og bæta við padelvöllum, líkt og Vísir greindi frá árið 2023.
Kópavogur Líkamsræktarstöðvar Padel Tengdar fréttir Míglak inn í Tennishöllina í óveðrinu Mikið vatn lak inn í Tennishöllina í Kópavogi í óveðrinu sem reið yfir höfuðborgarsvæðið í dag. 14. mars 2022 21:34 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Míglak inn í Tennishöllina í óveðrinu Mikið vatn lak inn í Tennishöllina í Kópavogi í óveðrinu sem reið yfir höfuðborgarsvæðið í dag. 14. mars 2022 21:34