Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2025 11:53 Þrír drengjanna eru nemendur við Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra sem er á Sauðárkróki. Vísir Tveir drengjanna sem slösuðust í alvarlegu bílslysi í grennd við Hofsós á föstudagskvöld eru enn á gjörgæslu. Samfélagið í Skagafirði er harmi slegið vegna málsins að sögn setts skólameistara, en boðað hefur verið til samverustundar í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki á morgun. Fjórir drengir á aldrinum sautján og átján ára voru í bílnum sem hafnaði utanvegar á Siglufjarðarvegi við Grafará, skammt suður af Hofsósi á föstudagskvöldið. Þeir voru allir fluttir með sjúkraflugi og þyrlu á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík. Tveir þeirra liggja enn á gjörgæslu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Þrír piltanna eru nemendur við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, en á morgun klukkan fimm hefur verið boðað til samverustundar í bóknámshúsi skólans. Þorkell Þorsteinsson er settur skólameistari við skólann. „Þarna varð alvarlegt umferðarslys á föstudagskvöldinu þar sem að mörg ungmenni komu að. Þetta er til þess að gera lítið samfélag sem við búum í, og eðlilega þá snertir þetta áfall mjög marga, einkanlega jafnaldra þessara drengja sem í hlut eiga. Hugmyndin er einfaldlega að bjóða fólki að koma saman og ræða sína líðan og upplifun,“ segir Þorkell. Fulltrúar frá félagsmálayfirvöldum í Húnavatnssýslum og í Skagafirði, barnavernd og lögreglu, auk prests, verða til staðar á fundinum. „Þetta er hugmyndin að taka saman stöðuna og hvaða lærdóm við getum væntanlega dregið af þessu og líka hitt að hreinlega bara veita hvert öðru styrk,“ Þorkell. Hann finni fyrir mikilli samstöðu og samhugur ríki meðal fólksins á svæðinu en samfélagið sé mjög slegið slegið. „Það þekkja allir alla og þetta er virkilegt högg, þetta er áfall fyrir samfélagið. Samkenndin er mikil og fólk tekur þetta til sín.“ Skagafjörður Samgönguslys Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Fjórir drengir á aldrinum sautján og átján ára voru í bílnum sem hafnaði utanvegar á Siglufjarðarvegi við Grafará, skammt suður af Hofsósi á föstudagskvöldið. Þeir voru allir fluttir með sjúkraflugi og þyrlu á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík. Tveir þeirra liggja enn á gjörgæslu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Þrír piltanna eru nemendur við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, en á morgun klukkan fimm hefur verið boðað til samverustundar í bóknámshúsi skólans. Þorkell Þorsteinsson er settur skólameistari við skólann. „Þarna varð alvarlegt umferðarslys á föstudagskvöldinu þar sem að mörg ungmenni komu að. Þetta er til þess að gera lítið samfélag sem við búum í, og eðlilega þá snertir þetta áfall mjög marga, einkanlega jafnaldra þessara drengja sem í hlut eiga. Hugmyndin er einfaldlega að bjóða fólki að koma saman og ræða sína líðan og upplifun,“ segir Þorkell. Fulltrúar frá félagsmálayfirvöldum í Húnavatnssýslum og í Skagafirði, barnavernd og lögreglu, auk prests, verða til staðar á fundinum. „Þetta er hugmyndin að taka saman stöðuna og hvaða lærdóm við getum væntanlega dregið af þessu og líka hitt að hreinlega bara veita hvert öðru styrk,“ Þorkell. Hann finni fyrir mikilli samstöðu og samhugur ríki meðal fólksins á svæðinu en samfélagið sé mjög slegið slegið. „Það þekkja allir alla og þetta er virkilegt högg, þetta er áfall fyrir samfélagið. Samkenndin er mikil og fólk tekur þetta til sín.“
Skagafjörður Samgönguslys Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira