Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar 14. apríl 2025 10:32 Ég varð mamma fyrir 3 árum. Ólíkt vinkonum mínum fól mín „meðganga” mín í sér andlegar breytingar, ekki líkamlegar, þar sem við maðurinn minn sóttum um að verða fósturforeldrar. Umsóknarferlið, umsagnir, mat á hæfni, fósturnámskeið. Okkar undirbúningur snerist um að kafa ofan í saumana á okkar sambandi, okkar æsku og áföllum, okkar samskiptamynstri. Eitthvað sem allir foreldrar ættu eflaust að gera áður en farið er af stað í barneignir. Ástæður fólks fyrir að stíga inn í þetta hlutverk eru fjölbreyttar, en mín ástæða var að ég vildi stækka fjölskylduna mína. Ég vildi sjá manninn minn í föðurhlutverkinu, enda vissi ég að þarna væri á ferðinni besti pabbi sem hægt væri að finna. Ég vissi að þetta væri ekki „hefðbundna” leiðin, þetta var svo sannarlega ekki einfalda leiðin, en þetta var okkar leið. Ég hitti barnið mitt í fyrsta skipti ekki á fæðingardeildinni heldur á vistheimili barna. Hann þá tveggja ára að verða þriggja, og ég leit á þetta fallegasta barn sem ég hafði nokkurn tímann séð og tilfinningarnar voru margs konar. Ég var sorgmædd fyrir hönd hans að hann væri í þessum aðstæðum. Sorgmædd að hann gæti ekki alist upp á heimilinu sem hann fæddist á. Ég var líka sorgmædd fyrir hönd kynmóður hans, sem ég var núna að upplifa mjög erfiða tíma. Hún elskar strákinn sinn en er ekki í stakk búinn að veita honum það öryggi sem hann þarf á að halda. Ég var hamingjusöm fyrir mína hönd að vera sú sem fengi að skipa svona stórt hlutverk í hans lífi. Við vorum tilbúin að vera foreldrar þessa fallega barns. Við vissum ekki hve lengi við fengjum að vera í því hlutverki, en við tókum óvissuna í fangið vitandi að það skipti máli. Þó að mín leið að móðurhlutverkinu hafi verið öðruvísi en vinkvenna minna, þá erum við allar alvöru mömmur, eða er það ekki? ------------------------------- Fyrir allar mömmur er það erfitt þegar barnið manns er veikt. Litli gormurinn minn var með óþol fyrir eggjum og með mikið exem. Meðan hann var ennþá í tímabundnu fóstri hjá okkur var það áskorun að þurfa að leysa út ofnæmismixtúrur, sterakrem eða panta tíma hjá barnalækni. Af hverju? Jú því ég er ekki alvöru mamma hans, og það höfum við verið minnt á aftur og aftur. Sonur minn á tvær mömmur. Önnur gekk með hann í maganum, hin gekk með hann í hjartanu. Báðar erum við mikilvægar. Báðar erum við alvöru mömmur. Alls konar sérfræðingar þurftu að alls konar ákvarðanir um hagi sonar míns. Stundum voru teknar ákvarðanir sem okkur var sagt að væru honum fyrir bestu. Það voru samt við sem sátum með grátandi, kvíðið og órólegt barn í fanginu og sáum skýrt að þær ákvarðanir sem teknar voru tikkuðu kannski í rétt box í lögum og reglugerðum, en voru alls ekki teknar með hans þarfir og tilfinningar að leiðarljósi. Við reyndum að hafa áhrif á ákvarðanatökuna, biðja um endurskoðun og tala hans máli þegar hann gat það ekki sjálfur. En það skipti ekki máli, því ég er ekki alvöru mamma hans og á ekki að hafa neitt um það að segja. Fyrsta utanlandsferðin saman. Svo mikil spenna, talið niður í ferðina í alltof (alltof!) langan tíma. Við hjónin vorum vel undirbúin til að sækja um vegabréfið, því við gátum auðvitað ekki farið sömu leið og allir aðrir foreldrar. Vopnuð umsókn, staðfestingu frá barnavernd að við megum sækja um vegabréf og megum ferðast með hann mættum við til sýslumanns. Litli maðurinn var svo spenntur, hann var búinn að ákveða að standa á höndum í myndatökunni. Sýna listir sínar. „Já bíddu nú við”, sagði konan í afgreiðslunni og horfði á mig og barnið mitt til skiptis. Þú ert ekki alvöru mamma hans? „Ha, jú. Ég er alvöru mamma hans, ég er fósturmamma.” „Ah já! Gunni, geturðu komið og hjálpað mér. Hérna eru hjón að sækja um vegabréf fyrir barn, en þau eru ekki alvöru foreldrar hans. “ Sonur minn horfði hissa á konuna og mig. Hann skildi ekki alveg hvað hún var að meina. Hann veit að hann á tvær mömmur. Hann veit að önnur mamma hans þurfti hjálp og þess vegna flutti hann til okkar. Hann veit margt, en að ég væri ekki alvöru mamma hans skildi hann ekki. Hann hafði heyrt þetta sagt áður; af lækninum hans, af afgreiðslufólki í apótekinu, nú hér. Nú var hann orðinn eldri, farinn að skilja meira. En þetta skildi hann ekki. Ef við vorum ekki alvöru foreldrar hans, hvað vorum við þá? Eitt af því mikilvægasta sem lögð er áhersla á í ferlinu þegar maður sækir um að verða fósturforeldri er að börn þurfi að upplifa að þau tilheyri, en hvernig eiga þau að tilheyra ef þau fá að heyra og finna að foreldrar þeirra séu ekki alvöru? Að fjölskyldur þeirra séu ekki alvöru. Það kom mér einmitt helst á óvart í þessu hlutverki hvernig kerfið horfir á mig og aðra í minni stöðu. Okkur er sagt, beint og óbeint, að við séum ekki alvöru. Við erum þjónustuveitendur. Ég get fullyrt það að það er enginn sem þekkir barnið mitt betur en ég og maðurinn minn. Við erum þau sem vökum með honum svefnlausar nætur, við vinnum með honum úr áföllum hans, við leysum út sterakremið þegar exemið angrar, við huggum hann þegar hann grætur og knúsum hann þegar hann þarf. Ekkert af þessu er þjónusta, þetta er það sem fjölskyldur gera. Það sem foreldrar gera. Ég ber ábyrgð á að hann finni að hann tilheyri hjá mér, en samt virðist kerfið okkar ekki vilja undirbyggja það og oftar en ekki upplifi ég að það komi hreinlega í veg fyrir það. Heimili mitt er ekki stofnun. Mér er sagt að treysta á lögin. Treysta á kerfið. Treysta á fagfólkið. Treysta á stjórnvöld. En í sannleika sagt, ef það er eitthvað sem ég hef fundið fyrir á mínum 3 árum sem næstum-því-alvöru-mamma, þá er það sú upplifun að kerfið sé ekki byggt fyrir mig. Að það sé ekki byggt fyrir barnið mitt. Það sé byggt fyrir kerfið sjálft. Það sé byggt fyrir lögfræðinga. Sérfræðinga. Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt. Lög og reglur eiga að vinna og virka fyrir son minn. Hann er alvöru barn og ég er alvöru mamma. Höfundur er fósturforeldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég varð mamma fyrir 3 árum. Ólíkt vinkonum mínum fól mín „meðganga” mín í sér andlegar breytingar, ekki líkamlegar, þar sem við maðurinn minn sóttum um að verða fósturforeldrar. Umsóknarferlið, umsagnir, mat á hæfni, fósturnámskeið. Okkar undirbúningur snerist um að kafa ofan í saumana á okkar sambandi, okkar æsku og áföllum, okkar samskiptamynstri. Eitthvað sem allir foreldrar ættu eflaust að gera áður en farið er af stað í barneignir. Ástæður fólks fyrir að stíga inn í þetta hlutverk eru fjölbreyttar, en mín ástæða var að ég vildi stækka fjölskylduna mína. Ég vildi sjá manninn minn í föðurhlutverkinu, enda vissi ég að þarna væri á ferðinni besti pabbi sem hægt væri að finna. Ég vissi að þetta væri ekki „hefðbundna” leiðin, þetta var svo sannarlega ekki einfalda leiðin, en þetta var okkar leið. Ég hitti barnið mitt í fyrsta skipti ekki á fæðingardeildinni heldur á vistheimili barna. Hann þá tveggja ára að verða þriggja, og ég leit á þetta fallegasta barn sem ég hafði nokkurn tímann séð og tilfinningarnar voru margs konar. Ég var sorgmædd fyrir hönd hans að hann væri í þessum aðstæðum. Sorgmædd að hann gæti ekki alist upp á heimilinu sem hann fæddist á. Ég var líka sorgmædd fyrir hönd kynmóður hans, sem ég var núna að upplifa mjög erfiða tíma. Hún elskar strákinn sinn en er ekki í stakk búinn að veita honum það öryggi sem hann þarf á að halda. Ég var hamingjusöm fyrir mína hönd að vera sú sem fengi að skipa svona stórt hlutverk í hans lífi. Við vorum tilbúin að vera foreldrar þessa fallega barns. Við vissum ekki hve lengi við fengjum að vera í því hlutverki, en við tókum óvissuna í fangið vitandi að það skipti máli. Þó að mín leið að móðurhlutverkinu hafi verið öðruvísi en vinkvenna minna, þá erum við allar alvöru mömmur, eða er það ekki? ------------------------------- Fyrir allar mömmur er það erfitt þegar barnið manns er veikt. Litli gormurinn minn var með óþol fyrir eggjum og með mikið exem. Meðan hann var ennþá í tímabundnu fóstri hjá okkur var það áskorun að þurfa að leysa út ofnæmismixtúrur, sterakrem eða panta tíma hjá barnalækni. Af hverju? Jú því ég er ekki alvöru mamma hans, og það höfum við verið minnt á aftur og aftur. Sonur minn á tvær mömmur. Önnur gekk með hann í maganum, hin gekk með hann í hjartanu. Báðar erum við mikilvægar. Báðar erum við alvöru mömmur. Alls konar sérfræðingar þurftu að alls konar ákvarðanir um hagi sonar míns. Stundum voru teknar ákvarðanir sem okkur var sagt að væru honum fyrir bestu. Það voru samt við sem sátum með grátandi, kvíðið og órólegt barn í fanginu og sáum skýrt að þær ákvarðanir sem teknar voru tikkuðu kannski í rétt box í lögum og reglugerðum, en voru alls ekki teknar með hans þarfir og tilfinningar að leiðarljósi. Við reyndum að hafa áhrif á ákvarðanatökuna, biðja um endurskoðun og tala hans máli þegar hann gat það ekki sjálfur. En það skipti ekki máli, því ég er ekki alvöru mamma hans og á ekki að hafa neitt um það að segja. Fyrsta utanlandsferðin saman. Svo mikil spenna, talið niður í ferðina í alltof (alltof!) langan tíma. Við hjónin vorum vel undirbúin til að sækja um vegabréfið, því við gátum auðvitað ekki farið sömu leið og allir aðrir foreldrar. Vopnuð umsókn, staðfestingu frá barnavernd að við megum sækja um vegabréf og megum ferðast með hann mættum við til sýslumanns. Litli maðurinn var svo spenntur, hann var búinn að ákveða að standa á höndum í myndatökunni. Sýna listir sínar. „Já bíddu nú við”, sagði konan í afgreiðslunni og horfði á mig og barnið mitt til skiptis. Þú ert ekki alvöru mamma hans? „Ha, jú. Ég er alvöru mamma hans, ég er fósturmamma.” „Ah já! Gunni, geturðu komið og hjálpað mér. Hérna eru hjón að sækja um vegabréf fyrir barn, en þau eru ekki alvöru foreldrar hans. “ Sonur minn horfði hissa á konuna og mig. Hann skildi ekki alveg hvað hún var að meina. Hann veit að hann á tvær mömmur. Hann veit að önnur mamma hans þurfti hjálp og þess vegna flutti hann til okkar. Hann veit margt, en að ég væri ekki alvöru mamma hans skildi hann ekki. Hann hafði heyrt þetta sagt áður; af lækninum hans, af afgreiðslufólki í apótekinu, nú hér. Nú var hann orðinn eldri, farinn að skilja meira. En þetta skildi hann ekki. Ef við vorum ekki alvöru foreldrar hans, hvað vorum við þá? Eitt af því mikilvægasta sem lögð er áhersla á í ferlinu þegar maður sækir um að verða fósturforeldri er að börn þurfi að upplifa að þau tilheyri, en hvernig eiga þau að tilheyra ef þau fá að heyra og finna að foreldrar þeirra séu ekki alvöru? Að fjölskyldur þeirra séu ekki alvöru. Það kom mér einmitt helst á óvart í þessu hlutverki hvernig kerfið horfir á mig og aðra í minni stöðu. Okkur er sagt, beint og óbeint, að við séum ekki alvöru. Við erum þjónustuveitendur. Ég get fullyrt það að það er enginn sem þekkir barnið mitt betur en ég og maðurinn minn. Við erum þau sem vökum með honum svefnlausar nætur, við vinnum með honum úr áföllum hans, við leysum út sterakremið þegar exemið angrar, við huggum hann þegar hann grætur og knúsum hann þegar hann þarf. Ekkert af þessu er þjónusta, þetta er það sem fjölskyldur gera. Það sem foreldrar gera. Ég ber ábyrgð á að hann finni að hann tilheyri hjá mér, en samt virðist kerfið okkar ekki vilja undirbyggja það og oftar en ekki upplifi ég að það komi hreinlega í veg fyrir það. Heimili mitt er ekki stofnun. Mér er sagt að treysta á lögin. Treysta á kerfið. Treysta á fagfólkið. Treysta á stjórnvöld. En í sannleika sagt, ef það er eitthvað sem ég hef fundið fyrir á mínum 3 árum sem næstum-því-alvöru-mamma, þá er það sú upplifun að kerfið sé ekki byggt fyrir mig. Að það sé ekki byggt fyrir barnið mitt. Það sé byggt fyrir kerfið sjálft. Það sé byggt fyrir lögfræðinga. Sérfræðinga. Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt. Lög og reglur eiga að vinna og virka fyrir son minn. Hann er alvöru barn og ég er alvöru mamma. Höfundur er fósturforeldri.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun