Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar 13. apríl 2025 09:03 Í dag 12. apríl birtist frétt á Vísi þar sem haft er eftir heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna að hann ætli sér að finna orsakir einhverfu þannig að hægt verði að útrýma henni. Nú get ég ekki orða bundist. Stórhættuleg afturhaldsstefna í Bandaríkjunum er á leiðinni upp á nýjar hæðir, eða ofan í nýjar lægðir. Fyrst barátta gegn trans fólki og hreinlega opinber stefna sem gengur út á að ráðast gegn hvers kyns fjölbreytileika. Kynseginleiki er ekki lengur viðurkenndur heldur er fólki gert að fara ofan í boxið karl eða kona. Nú ætlar heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sum sé að útrýma þessum faraldri einhverfu eins og það er orðað (e. autism epidemic). Fyrir stuttu síðan var líka umræða hérlendis um rannsókn sem átti að finna orsakir einhverfu og gæti þannig minnkað hættuna á að eignast einhverf börn. Tölum þá aðeins um einhverfu. Einhverfa tengist taugaþroskun sem er öðruvísi en hjá flestum. Einhverfir skynja veröldina á aðeins annan hátt, mismikinn. Þessu má líkja við mixer sem er öðruvísi stilltur en hjá flestum. Sumir eru sérlega næmir fyrir lykt, aðrir hljóði, sumir upplifa sársauka frá fötum með grófum saumum eða miðum í hálsmáli, margir upplifa örmögnun innan um margt fólk og upplifa sig út undan félagslega. Og ef meirihlutinn telur sig ekki skilja einhverfa þá er það alveg gagnkvæmt. Við eigum oft erfitt með að skilja meirihlutann. "Einhverfufaraldurinn" er einfaldlega til kominn vegna þess að það er aukin meðvitund í samfélaginu, fleira og fleira fólk, oft fullorðið er að kafa ofan í sjálft sig í viðleitni til að skilja sig betur. Oft eftir áralanga árangurslausa reynslu af sálfræðingum, kvíðalyfjum, einelti og öðrum áföllum, því það tekur á að upplifa sig öðruvísi og á skjön við meirihlutann. Og svo kemur skömmin yfir þessu öllu. En það þýðir ekki að einhverfir séu verra fólk eða að einhverfa sé eitthvað sem þurfi að útrýma. Margir einhverfir glíma við alvarlegar áskoranir en alls ekki allir. Við höfum mörg einhverja snilligáfu, einstakan hæfileika til að geta séð hlutina öðruvísi, sökkt okkur ofan í viðfangsefni og skilið ákveðna hluta heimsins til hins ýtrasta. Einhverfa er ekki sjúkdómur, einhverfa er bara ofurlítið öðruvísi heili en flestir hafa, ekki verri heili, ekki veikur heili, bara öðruvísi og það er engin hætta fólgin í einhverfu. Hugtakið einhverfa þarf í raun ekki að vera til. Ef 80% mannkyns væri einhverft væri hugtakið ekki til og samfélagið myndi virka ágætlega, ekki eins og það er, bara aðeins öðruvísi. En svo þarf fólk að lesa svona fréttir, fylgjast með svona umræðu. Við miðaldra fólkið sem loks hefur fengið útskýringu á því af hverju lífið var alltaf fullt af kvíða, börnin sem eru að reyna að fóta sig eftir greiningu í samfélagi sem reynir sitt besta en kann ekki alveg að koma til móts við þau. Allt þetta fólk, börn og fullorðnir þurfa að hlusta á umræðu þar sem ekki er leitast eftir að skilja þau heldur koma í veg fyrir þau. Höfundur er þjóðfræðingur og forritari, með sjálflærða sérþekkingu á flokkunarfræði spendýra og liðdýra en fær alltaf smá kvíðahnút í magann ef hann þarf að tala í síma eða þrífa eldavél Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einhverfa Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Sjá meira
Í dag 12. apríl birtist frétt á Vísi þar sem haft er eftir heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna að hann ætli sér að finna orsakir einhverfu þannig að hægt verði að útrýma henni. Nú get ég ekki orða bundist. Stórhættuleg afturhaldsstefna í Bandaríkjunum er á leiðinni upp á nýjar hæðir, eða ofan í nýjar lægðir. Fyrst barátta gegn trans fólki og hreinlega opinber stefna sem gengur út á að ráðast gegn hvers kyns fjölbreytileika. Kynseginleiki er ekki lengur viðurkenndur heldur er fólki gert að fara ofan í boxið karl eða kona. Nú ætlar heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sum sé að útrýma þessum faraldri einhverfu eins og það er orðað (e. autism epidemic). Fyrir stuttu síðan var líka umræða hérlendis um rannsókn sem átti að finna orsakir einhverfu og gæti þannig minnkað hættuna á að eignast einhverf börn. Tölum þá aðeins um einhverfu. Einhverfa tengist taugaþroskun sem er öðruvísi en hjá flestum. Einhverfir skynja veröldina á aðeins annan hátt, mismikinn. Þessu má líkja við mixer sem er öðruvísi stilltur en hjá flestum. Sumir eru sérlega næmir fyrir lykt, aðrir hljóði, sumir upplifa sársauka frá fötum með grófum saumum eða miðum í hálsmáli, margir upplifa örmögnun innan um margt fólk og upplifa sig út undan félagslega. Og ef meirihlutinn telur sig ekki skilja einhverfa þá er það alveg gagnkvæmt. Við eigum oft erfitt með að skilja meirihlutann. "Einhverfufaraldurinn" er einfaldlega til kominn vegna þess að það er aukin meðvitund í samfélaginu, fleira og fleira fólk, oft fullorðið er að kafa ofan í sjálft sig í viðleitni til að skilja sig betur. Oft eftir áralanga árangurslausa reynslu af sálfræðingum, kvíðalyfjum, einelti og öðrum áföllum, því það tekur á að upplifa sig öðruvísi og á skjön við meirihlutann. Og svo kemur skömmin yfir þessu öllu. En það þýðir ekki að einhverfir séu verra fólk eða að einhverfa sé eitthvað sem þurfi að útrýma. Margir einhverfir glíma við alvarlegar áskoranir en alls ekki allir. Við höfum mörg einhverja snilligáfu, einstakan hæfileika til að geta séð hlutina öðruvísi, sökkt okkur ofan í viðfangsefni og skilið ákveðna hluta heimsins til hins ýtrasta. Einhverfa er ekki sjúkdómur, einhverfa er bara ofurlítið öðruvísi heili en flestir hafa, ekki verri heili, ekki veikur heili, bara öðruvísi og það er engin hætta fólgin í einhverfu. Hugtakið einhverfa þarf í raun ekki að vera til. Ef 80% mannkyns væri einhverft væri hugtakið ekki til og samfélagið myndi virka ágætlega, ekki eins og það er, bara aðeins öðruvísi. En svo þarf fólk að lesa svona fréttir, fylgjast með svona umræðu. Við miðaldra fólkið sem loks hefur fengið útskýringu á því af hverju lífið var alltaf fullt af kvíða, börnin sem eru að reyna að fóta sig eftir greiningu í samfélagi sem reynir sitt besta en kann ekki alveg að koma til móts við þau. Allt þetta fólk, börn og fullorðnir þurfa að hlusta á umræðu þar sem ekki er leitast eftir að skilja þau heldur koma í veg fyrir þau. Höfundur er þjóðfræðingur og forritari, með sjálflærða sérþekkingu á flokkunarfræði spendýra og liðdýra en fær alltaf smá kvíðahnút í magann ef hann þarf að tala í síma eða þrífa eldavél
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar