Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. apríl 2025 20:04 Söngkonan Melody tekur þátt í keppninni fyrir hönd Spánar með lagið Esa diva. Getty Spænska ríkissjónvarpið RTVE hefur óskað eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í bréfi til Evrópska útvarpssambandsins (EBU). Bréfið var sent til Noel Curran, forstjóra EBU, og var óskað eftir rökræðum um þátttöku ísraelska almenningssjónvarpsins (KAN) í Eurovision. Í fréttatilkynningu frá RTVE segir að fulltrúar þar viðurkenni áhyggjur sem ýmsir hópar á Spáni hafi um ástandið á Gasa. France24 greinir frá. Átökin á milli Ísrael og Palestínu hafa staðið í mörg ár en stríð er nú á milli Hamas og Ísrael á Gasaströndinni. Samið var um vopnahlé í byrjun þessa árs en Ísraelar hófu aftur árásir á Gasaströndina í marsmánuði. „RTVE telur eðlilegt að EBU viðurkenni tilvist þessarar umræðu og auðveldi samræður meðal EBU-útvarpsstofnana um þátttöku ísraelska almenningssjónvarpsins,“ segir í tilkynningu RTVE. Söngkonan Yuval Raphael er fulltrúi Ísraels í keppninni í ár en hún er ein þeirra sem lifði af árás Hamas-liða á tónlistarhátíðina Nova 7. október 2023. Hún hafi falið sig í sprengjubyrgi með fimmtíu öðrum en einungis ellefu þeirra lifðu af. Ýmsir hópar hérlendis hafa einnig kallað eftir því að Ríkisútvarpið beiti sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Hópur sem kallar sig fyrrverandi aðdáendur Eurovision afhentu Stefáni Eiríkssyni, útvarpsstjóra RÚV, undirskriftalista til að mótmæla þátttöku Íslands á meðan Ísrael fær leyfi til að taka þátt. VÆB bræður taka þátt í Eurovision fyrir hönd Íslands með lagið Róa. Keppnin fer fram í Basel í Sviss og stíga bræðurnir fyrstir öllum á svið þriðjudaginn 13. maí. Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Spánn Eurovision 2025 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Sjá meira
Bréfið var sent til Noel Curran, forstjóra EBU, og var óskað eftir rökræðum um þátttöku ísraelska almenningssjónvarpsins (KAN) í Eurovision. Í fréttatilkynningu frá RTVE segir að fulltrúar þar viðurkenni áhyggjur sem ýmsir hópar á Spáni hafi um ástandið á Gasa. France24 greinir frá. Átökin á milli Ísrael og Palestínu hafa staðið í mörg ár en stríð er nú á milli Hamas og Ísrael á Gasaströndinni. Samið var um vopnahlé í byrjun þessa árs en Ísraelar hófu aftur árásir á Gasaströndina í marsmánuði. „RTVE telur eðlilegt að EBU viðurkenni tilvist þessarar umræðu og auðveldi samræður meðal EBU-útvarpsstofnana um þátttöku ísraelska almenningssjónvarpsins,“ segir í tilkynningu RTVE. Söngkonan Yuval Raphael er fulltrúi Ísraels í keppninni í ár en hún er ein þeirra sem lifði af árás Hamas-liða á tónlistarhátíðina Nova 7. október 2023. Hún hafi falið sig í sprengjubyrgi með fimmtíu öðrum en einungis ellefu þeirra lifðu af. Ýmsir hópar hérlendis hafa einnig kallað eftir því að Ríkisútvarpið beiti sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Hópur sem kallar sig fyrrverandi aðdáendur Eurovision afhentu Stefáni Eiríkssyni, útvarpsstjóra RÚV, undirskriftalista til að mótmæla þátttöku Íslands á meðan Ísrael fær leyfi til að taka þátt. VÆB bræður taka þátt í Eurovision fyrir hönd Íslands með lagið Róa. Keppnin fer fram í Basel í Sviss og stíga bræðurnir fyrstir öllum á svið þriðjudaginn 13. maí.
Eurovision Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Spánn Eurovision 2025 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Sjá meira