Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Jón Þór Stefánsson skrifar 11. apríl 2025 11:27 Atvikið sem málið varðar átti sér stað á myrku dansgólfi á balli á Vesturlandi árið 2023. Getty Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað mann af ákæru um líkamsárás. Honum var gefið að sök að slá annan mann í andlitið með þeim afleiðingum að gleraugu mannsins brotnuðu. Sá sem varð fyrir högginu fékk gler í auga og varð fyrir varanlegri sjónskerðingu. Dómurinn taldi manninn hafðan fyrir rangri sök. Atvikið sem málið varðar átti sér stað á balli á Vesturlandi árið 2023. „Hann fékk skurði á efra og neðra augnlok, horn himna augans skarst í sundur, lithimna augans skaddaðist á stóru svæði og hann varð fyrir skerðingu á sjón,“ segir í ákæru um áverkann á auganu. Í dómi héraðsdóms segir að það verði að hafa í huga að atvikið hafi átt sér stað á myrku dansgólfi þar sem margir voru og óljósar stympingar urðu. Dómurinn segir að hægt sé að slá því á föstu að maðurinn sem varð fyrir sjónskerðingunni og einhverjir aðrir hefðu átt í átökum áður en meint árás átti sér stað. Slagsmál á balli Fyrir dómi sagði sá sem varð fyrir sjónskerðingunni að umrætt kvöld hefði hann ýtt manni sem hefði reynt að skalla vin hans. Þá hefði sá grunaði reynt að kýla hann í andlitið. Hann sagðist þó ekki hafa séð höggið kom og ekki vitað með vissu hver veitti það fyrr en eftirá. Hann lýsti þó manninum sem var ákærður sem geranda. Hinn grunaði viðurkenndi fyrir dómi að hafa veitt manninum högg, en var skýr um það að það hefði lent á öxl mannsins, eða rétt fyrir ofan. Aðrir hefðu hins vegar veitt fleiri högg. Hann taldi höggið sitt ekki hafa valdið áverkanum. Það var mat dómsins að framburður meints árásarmanns hefði verið trúverðugur og fengi stoð í öðrum gögnum málsins. Í dómnum segir að enginn framburður, hvorki þess sem varð fyrir árásinni né annarra vitna, sé á þá leið að hinn grunaði hefði veitt höggið sem um ræður. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Lýsing um aflitað hár og eldingarbuxur passi ekki Tvö vitni lýstu árásarmanninum sem grönnum manni með ljóst aflitað hár. Þá hefði hann verið í buxum með eldingarmyndstri. Annað vitni sagðist ekki viss um hvort hinn grunaði eða enn annar maður, sem verður hér eftir kallaður þriðji maðurinn, hefði framið árásina. Hann sagði fyrir dómi að hann teldi framburð sinn hjá lögreglu áreiðanlegri, en þá sagðist hann hafa séð þriðja manninn lyfta hægri hendi á loft og kýla manninn með krepptum hnefa í augað. Hann greindi frá nafni þriðja mannsins og sagði hann hafa vera grannvaxinn og með aflitað ljóst hár. Í dómnum segir að sú lýsing passi ekki við hinn grunaða. Fyrir liggi upptaka frá kvöldinu sem sýndi grunaða manninn umrætt kvöld. Enn annað vitni sagði ómögulegt að hinn grunaði hefði kýlt manninn miðað við staðsetningu hans í átökunum. Dómurinn taldi ekki sannað að grunaði maðurinn hefði gerst sekur um árásina og sýknaði hann þar af leiðandi. Dómsmál Næturlíf Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað á balli á Vesturlandi árið 2023. „Hann fékk skurði á efra og neðra augnlok, horn himna augans skarst í sundur, lithimna augans skaddaðist á stóru svæði og hann varð fyrir skerðingu á sjón,“ segir í ákæru um áverkann á auganu. Í dómi héraðsdóms segir að það verði að hafa í huga að atvikið hafi átt sér stað á myrku dansgólfi þar sem margir voru og óljósar stympingar urðu. Dómurinn segir að hægt sé að slá því á föstu að maðurinn sem varð fyrir sjónskerðingunni og einhverjir aðrir hefðu átt í átökum áður en meint árás átti sér stað. Slagsmál á balli Fyrir dómi sagði sá sem varð fyrir sjónskerðingunni að umrætt kvöld hefði hann ýtt manni sem hefði reynt að skalla vin hans. Þá hefði sá grunaði reynt að kýla hann í andlitið. Hann sagðist þó ekki hafa séð höggið kom og ekki vitað með vissu hver veitti það fyrr en eftirá. Hann lýsti þó manninum sem var ákærður sem geranda. Hinn grunaði viðurkenndi fyrir dómi að hafa veitt manninum högg, en var skýr um það að það hefði lent á öxl mannsins, eða rétt fyrir ofan. Aðrir hefðu hins vegar veitt fleiri högg. Hann taldi höggið sitt ekki hafa valdið áverkanum. Það var mat dómsins að framburður meints árásarmanns hefði verið trúverðugur og fengi stoð í öðrum gögnum málsins. Í dómnum segir að enginn framburður, hvorki þess sem varð fyrir árásinni né annarra vitna, sé á þá leið að hinn grunaði hefði veitt höggið sem um ræður. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Lýsing um aflitað hár og eldingarbuxur passi ekki Tvö vitni lýstu árásarmanninum sem grönnum manni með ljóst aflitað hár. Þá hefði hann verið í buxum með eldingarmyndstri. Annað vitni sagðist ekki viss um hvort hinn grunaði eða enn annar maður, sem verður hér eftir kallaður þriðji maðurinn, hefði framið árásina. Hann sagði fyrir dómi að hann teldi framburð sinn hjá lögreglu áreiðanlegri, en þá sagðist hann hafa séð þriðja manninn lyfta hægri hendi á loft og kýla manninn með krepptum hnefa í augað. Hann greindi frá nafni þriðja mannsins og sagði hann hafa vera grannvaxinn og með aflitað ljóst hár. Í dómnum segir að sú lýsing passi ekki við hinn grunaða. Fyrir liggi upptaka frá kvöldinu sem sýndi grunaða manninn umrætt kvöld. Enn annað vitni sagði ómögulegt að hinn grunaði hefði kýlt manninn miðað við staðsetningu hans í átökunum. Dómurinn taldi ekki sannað að grunaði maðurinn hefði gerst sekur um árásina og sýknaði hann þar af leiðandi.
Dómsmál Næturlíf Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira