Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Árni Sæberg skrifar 10. apríl 2025 17:13 Ingó Veðurguð í Héraðsdómi Reykjavíkur, þegar aðalmeðferð í öðru meiðyrðamáli hans fór fram. Vísir/Vilhelm Kona hefur verið sýknuð af öllum kröfum Ingólfs Þórarinssonar, sem er í daglegu tali kallaður Ingó veðurguð, vegna ummæla sem hún lét falla um hann í athugasemd á Facebook. Í svari við ummælum manns sem sagði „Áfram gakk Ingó minn“ spurði konan „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kvað upp dóm í málinu í dag. Fjallað var um málsókn Ingólfs á hendur konunni í fréttinni hér að neðan: Í kröfubréfi fór Ingólfur fram á að að ummælin yrðu leiðrétt eða afturkölluð og beðist yrði afsökunar á þeim. Þá krafði Ingólfur konuna um greiðslu 250 þúsund króna í miskabætur og 150 þúsund króna í lögmannskostnað til viðbótar. Þar sem konan varð ekki við kröfu hans höfðaði hann mál og krafðist 500 þúsund króna í miskabætur og málskostnaðar. Kaldhæðnislegt svar Í niðurstöðukafla dómsins segir að ummælin sem deilt var um hefðu fallið á umræðuþræði á Facebook-síðu Vísis undir frétt sem þar var deilt um grein sem Ingólfur skrifaði sér til varnar vegna ásakana á hendur honum, sem meðal annars lutu að meintum kynferðisbrotum og óviðeigandi hegðun gagnvart ungum konum. Ingólfur hafi byggt á því að ummælin fælu í sér ærumeiðandi aðdróttanir sem vörðuðu ærumeiðingaákvæði almennra hegningarlaga. Konan hefði fullyrt fyrirvaralaust að Ingólfur hefði nauðgað og beitt ungar konur ofbeldi og þannig gefið honum að sök refsiverða háttsemi sem gæti varðað fangelsisrefsingu, án þess þó að hann hefði nokkurn tímann gerst sekur um slíka háttsemi. Konan hafi aftur á móti kveðist ekki hafa staðhæft neitt um refsiverða háttsemi Ingólfs, enda hefðu ummælin verið sett fram í spurnarformi með vísan í fréttina sem þau féllu undir og falið í sér kaldhæðnislegt svar við öðrum ummælum sem þar féllu. Friðhelgi einkalífs gegn tjáningarfrelsinu Í málinu hafi vegist á tvenns konar réttindi sem njóta stjórnarskrárverndar, annars vegar friðhelgi einkalífs Ingólfs og hins vegar tjáningarfrelsi konunnar. Eins og ítrekað hafi verið fjallað um í dómaframkvæmd sé við mat á sanngjörnu jafnvægi milli þessara grundvallarréttinda rétt að skýra þessi stjórnarskrárákvæði með hliðsjón af ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu og þeim viðmiðum sem hafi mótast í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu við úrlausn á því hvort takmörkun á tjáningarfrelsi vegna einkalífsréttinda annarra teljist nauðsynleg og samrýmist lýðræðishefðum samkvæmt tjáningarfrelsisákvæði mannréttindasáttmálans. Í dómaframkvæmd í málum af þessu tagi hafi verið gerður greinarmunur á staðhæfingu um staðreynd og gildisdómi og ákveðin viðmið verið sett til að beita við þá afmörkun. Ekki sé unnt að sanna gildisdóm þótt sýna þurfi fram á að hann eigi sér einhverja stoð í staðreyndum. Sé um að ræða staðhæfingu um staðreynd sé gjarnan litið til þess hvort viðkomandi hafi verið í góðri trú um réttmæti ummælanna. Við mat á því hvort um sé að ræða gildisdóm eða staðhæfingu um staðreynd verði að skoða heildarsamhengi og framsetningu ummæla og í því sambandi sé meðal annars litið til þess hvort ummælin séu liður í mikilvægri þjóðfélagsumræðu og hvort þau feli í sér aðdróttun um refsiverða háttsemi. Umræða um kynferðisofbeldi eigi ríkt erindi Umræða um ofbeldi, þar á meðal kynferðisofbeldi, eigi ríkt erindi í almenna þjóðfélagsumræðu, svo sem einnig hafi verið staðfest í dómaframkvæmd, og játa verði fólki talsvert svigrúm til að tjá sig um slíkt. „Ummæli stefndu sem málið varðar voru sem fyrr segir svohljóðandi: „þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi“. Þau fólu í sér viðbrögð við ummælunum„Áfram gakk Ingó minn“, sem tiltekinn maður hafði viðhaft á sama umræðuþræði sem tengdist frétt sem varðaði ásakanir á hendur stefnanda um margvíslegt kynferðislegt ofbeldi og viðbrögð stefnanda við þeim.“ Ummæli konunnar hafi þannig verið sett fram í formi spurningar til manns sem hefði haft uppi hvatningarorð til Ingólfs í framhaldi af því að hann bar opinberlega af sér sakir sem lutu að nauðgun og öðru kynferðislegu ofbeldi. Áður hefðu slíkar ásakanir á hendur honum ítrekað verið hafðar uppi á opinberum vettvangi og hlotið mikla umfjöllun fjölmiðla. Ingólfur, sem sé þjóðþekktur tónlistarmaður, hefði þannig sjálfur stigið fram opinberlega til að tjá sig um þær ásakanir sem hann hafði sætt. Með því hafi hann stuðlað að frekari umræðuum þær ásakanir, sem konan hafi blandað sér í með fyrrgreindum hætti. Trúverður skýring að ekki hafi um fullyrðingu verið að ræða Konan hafi meðal annars gefið þá skýringu á ummælunum að með þeim hafi hún verið að spyrja manninn sem skrifaði „Áfram gakk Ingó minn“ hvort hann væri að meina að Ingólfur ætti að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi, en ekki verið að fullyrða að hann hefði gerst sekur um slíka háttsemi. „Að mati dómsins má telja þá skýringu stefndu trúverðuga, eða a.m.k. að rétt sé að hún njóti vafans þar að lútandi, þegar framsetning ummæla hennar er skoðuð í samhengi við þau ummæli sem þau fólu í sér svar við, sem og inntak fréttarinnar sem þau voru rituð undir og greinar stefnanda sem var kveikjan að fréttinni.“ Ummælin sem konan brást þannig við hafi líka getað gefið tilefni til spurninga um hvað átt væri við með þeim. Að mati dómsins sé rétt að líta svo á að spurning sem borin er fram í þessu samhengi, um hvort verið sé að hvetja til kynferðisbrota, geti falið í sér framlag til opinberrar umræðu um þau. Þá hafi ummæli konunnar ekki snúið að meintri nauðgun eða öðru ofbeldi Ingólfs gegn tilteknum einstaklingi heldur hafi spurning hennar verið sett fram með almennari hætti. Hóf umræðuna sjálfur Þegar þessi framsetning ummæla konunnar og samhengi þeirra sé virt í heild sé að mati dómsins rétt að líta svo á að konan hafi ekki fortakslaust gefið til kynna að Ingólfur hefði gerst sekur um nauðgun og ofbeldi. Auk þess að vera sett fram í formi spurningar beri ummælin keim af kaldhæðni þegar þau séu skoðuð í samhengi við þau ummæli sem þau fólu í sér svar við. Því hafi verið um að ræða gildisdóm þótt ummælin hefðu á sér visst yfirbragð staðhæfingar um staðreynd. Sá gildisdómur hafi átt sér stoð í almennri umræðu og ásökunum sem áður hefðu verið hafðar uppi á hendur Ingólfi og falið í sér vísun til þeirrar umræðu. Konan hafi þannig ekki hafið þá umræðu sem um ræðir heldur hafi hún tekið þátt í umræðu sem efnt hefði verið til að frumkvæði annarra, meðal annars Ingólfs sjálfs, á opinberum vettvangi. Þegar ummæli konunnar séu skoðuð í heildarsamhengi við þá umræðu sem fram fór um Ingólf verði að telja ólíklegt að þau hafi, ein og sér, haft verulegar afleiðingar fyrir hann. Að öllu framangreindu virtu sé það niðurstaða dómsins að ummæli konunnar hafi rúmast innan tjáningarfrelsis hennar og hafi ekki farið í bága við ærumeiðingaákvæði almennra hegningarlaga. Konan verði því sýknuð af kröfum Ingólfs. Í samræmi við þessi málsúrslit verði Ingólfur dæmdur til að greiða konunni 1,2 milljónir króna í málskostnað. Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Dómsmál Tengdar fréttir Kærasta Ingólfs segir yfirlýsta femínista hafa ítrekað beitt sig ofbeldi Alexandra Eir Davíðsdóttir segist ítrekað hafa verið beitt ofbeldi af hálfu hópa sem segjast berjast gegn ofbeldi og réttindum kvenna, einungis vegna þess hver maki hennar er. Hún segir þetta fólk hafa birt heimilisfang hennar opinberlega svo hægt væri að eggja húsið eða beita hana eða kærasta hennar líkamlegu ofbeldi. 7. mars 2023 12:31 „Tjáningarfrelsinu einu að þakka hvert við erum komin í dag þegar kemur að kynferðisbrotamálum“ Dómur í meiðyrðamáli Ingólfs Þórarinssonar er ekki til marks um að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. Þetta segir lögmaður Sindra Þórs sem var sýknaður í málinu. 1. júní 2022 21:01 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kvað upp dóm í málinu í dag. Fjallað var um málsókn Ingólfs á hendur konunni í fréttinni hér að neðan: Í kröfubréfi fór Ingólfur fram á að að ummælin yrðu leiðrétt eða afturkölluð og beðist yrði afsökunar á þeim. Þá krafði Ingólfur konuna um greiðslu 250 þúsund króna í miskabætur og 150 þúsund króna í lögmannskostnað til viðbótar. Þar sem konan varð ekki við kröfu hans höfðaði hann mál og krafðist 500 þúsund króna í miskabætur og málskostnaðar. Kaldhæðnislegt svar Í niðurstöðukafla dómsins segir að ummælin sem deilt var um hefðu fallið á umræðuþræði á Facebook-síðu Vísis undir frétt sem þar var deilt um grein sem Ingólfur skrifaði sér til varnar vegna ásakana á hendur honum, sem meðal annars lutu að meintum kynferðisbrotum og óviðeigandi hegðun gagnvart ungum konum. Ingólfur hafi byggt á því að ummælin fælu í sér ærumeiðandi aðdróttanir sem vörðuðu ærumeiðingaákvæði almennra hegningarlaga. Konan hefði fullyrt fyrirvaralaust að Ingólfur hefði nauðgað og beitt ungar konur ofbeldi og þannig gefið honum að sök refsiverða háttsemi sem gæti varðað fangelsisrefsingu, án þess þó að hann hefði nokkurn tímann gerst sekur um slíka háttsemi. Konan hafi aftur á móti kveðist ekki hafa staðhæft neitt um refsiverða háttsemi Ingólfs, enda hefðu ummælin verið sett fram í spurnarformi með vísan í fréttina sem þau féllu undir og falið í sér kaldhæðnislegt svar við öðrum ummælum sem þar féllu. Friðhelgi einkalífs gegn tjáningarfrelsinu Í málinu hafi vegist á tvenns konar réttindi sem njóta stjórnarskrárverndar, annars vegar friðhelgi einkalífs Ingólfs og hins vegar tjáningarfrelsi konunnar. Eins og ítrekað hafi verið fjallað um í dómaframkvæmd sé við mat á sanngjörnu jafnvægi milli þessara grundvallarréttinda rétt að skýra þessi stjórnarskrárákvæði með hliðsjón af ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu og þeim viðmiðum sem hafi mótast í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu við úrlausn á því hvort takmörkun á tjáningarfrelsi vegna einkalífsréttinda annarra teljist nauðsynleg og samrýmist lýðræðishefðum samkvæmt tjáningarfrelsisákvæði mannréttindasáttmálans. Í dómaframkvæmd í málum af þessu tagi hafi verið gerður greinarmunur á staðhæfingu um staðreynd og gildisdómi og ákveðin viðmið verið sett til að beita við þá afmörkun. Ekki sé unnt að sanna gildisdóm þótt sýna þurfi fram á að hann eigi sér einhverja stoð í staðreyndum. Sé um að ræða staðhæfingu um staðreynd sé gjarnan litið til þess hvort viðkomandi hafi verið í góðri trú um réttmæti ummælanna. Við mat á því hvort um sé að ræða gildisdóm eða staðhæfingu um staðreynd verði að skoða heildarsamhengi og framsetningu ummæla og í því sambandi sé meðal annars litið til þess hvort ummælin séu liður í mikilvægri þjóðfélagsumræðu og hvort þau feli í sér aðdróttun um refsiverða háttsemi. Umræða um kynferðisofbeldi eigi ríkt erindi Umræða um ofbeldi, þar á meðal kynferðisofbeldi, eigi ríkt erindi í almenna þjóðfélagsumræðu, svo sem einnig hafi verið staðfest í dómaframkvæmd, og játa verði fólki talsvert svigrúm til að tjá sig um slíkt. „Ummæli stefndu sem málið varðar voru sem fyrr segir svohljóðandi: „þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi“. Þau fólu í sér viðbrögð við ummælunum„Áfram gakk Ingó minn“, sem tiltekinn maður hafði viðhaft á sama umræðuþræði sem tengdist frétt sem varðaði ásakanir á hendur stefnanda um margvíslegt kynferðislegt ofbeldi og viðbrögð stefnanda við þeim.“ Ummæli konunnar hafi þannig verið sett fram í formi spurningar til manns sem hefði haft uppi hvatningarorð til Ingólfs í framhaldi af því að hann bar opinberlega af sér sakir sem lutu að nauðgun og öðru kynferðislegu ofbeldi. Áður hefðu slíkar ásakanir á hendur honum ítrekað verið hafðar uppi á opinberum vettvangi og hlotið mikla umfjöllun fjölmiðla. Ingólfur, sem sé þjóðþekktur tónlistarmaður, hefði þannig sjálfur stigið fram opinberlega til að tjá sig um þær ásakanir sem hann hafði sætt. Með því hafi hann stuðlað að frekari umræðuum þær ásakanir, sem konan hafi blandað sér í með fyrrgreindum hætti. Trúverður skýring að ekki hafi um fullyrðingu verið að ræða Konan hafi meðal annars gefið þá skýringu á ummælunum að með þeim hafi hún verið að spyrja manninn sem skrifaði „Áfram gakk Ingó minn“ hvort hann væri að meina að Ingólfur ætti að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi, en ekki verið að fullyrða að hann hefði gerst sekur um slíka háttsemi. „Að mati dómsins má telja þá skýringu stefndu trúverðuga, eða a.m.k. að rétt sé að hún njóti vafans þar að lútandi, þegar framsetning ummæla hennar er skoðuð í samhengi við þau ummæli sem þau fólu í sér svar við, sem og inntak fréttarinnar sem þau voru rituð undir og greinar stefnanda sem var kveikjan að fréttinni.“ Ummælin sem konan brást þannig við hafi líka getað gefið tilefni til spurninga um hvað átt væri við með þeim. Að mati dómsins sé rétt að líta svo á að spurning sem borin er fram í þessu samhengi, um hvort verið sé að hvetja til kynferðisbrota, geti falið í sér framlag til opinberrar umræðu um þau. Þá hafi ummæli konunnar ekki snúið að meintri nauðgun eða öðru ofbeldi Ingólfs gegn tilteknum einstaklingi heldur hafi spurning hennar verið sett fram með almennari hætti. Hóf umræðuna sjálfur Þegar þessi framsetning ummæla konunnar og samhengi þeirra sé virt í heild sé að mati dómsins rétt að líta svo á að konan hafi ekki fortakslaust gefið til kynna að Ingólfur hefði gerst sekur um nauðgun og ofbeldi. Auk þess að vera sett fram í formi spurningar beri ummælin keim af kaldhæðni þegar þau séu skoðuð í samhengi við þau ummæli sem þau fólu í sér svar við. Því hafi verið um að ræða gildisdóm þótt ummælin hefðu á sér visst yfirbragð staðhæfingar um staðreynd. Sá gildisdómur hafi átt sér stoð í almennri umræðu og ásökunum sem áður hefðu verið hafðar uppi á hendur Ingólfi og falið í sér vísun til þeirrar umræðu. Konan hafi þannig ekki hafið þá umræðu sem um ræðir heldur hafi hún tekið þátt í umræðu sem efnt hefði verið til að frumkvæði annarra, meðal annars Ingólfs sjálfs, á opinberum vettvangi. Þegar ummæli konunnar séu skoðuð í heildarsamhengi við þá umræðu sem fram fór um Ingólf verði að telja ólíklegt að þau hafi, ein og sér, haft verulegar afleiðingar fyrir hann. Að öllu framangreindu virtu sé það niðurstaða dómsins að ummæli konunnar hafi rúmast innan tjáningarfrelsis hennar og hafi ekki farið í bága við ærumeiðingaákvæði almennra hegningarlaga. Konan verði því sýknuð af kröfum Ingólfs. Í samræmi við þessi málsúrslit verði Ingólfur dæmdur til að greiða konunni 1,2 milljónir króna í málskostnað.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Dómsmál Tengdar fréttir Kærasta Ingólfs segir yfirlýsta femínista hafa ítrekað beitt sig ofbeldi Alexandra Eir Davíðsdóttir segist ítrekað hafa verið beitt ofbeldi af hálfu hópa sem segjast berjast gegn ofbeldi og réttindum kvenna, einungis vegna þess hver maki hennar er. Hún segir þetta fólk hafa birt heimilisfang hennar opinberlega svo hægt væri að eggja húsið eða beita hana eða kærasta hennar líkamlegu ofbeldi. 7. mars 2023 12:31 „Tjáningarfrelsinu einu að þakka hvert við erum komin í dag þegar kemur að kynferðisbrotamálum“ Dómur í meiðyrðamáli Ingólfs Þórarinssonar er ekki til marks um að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. Þetta segir lögmaður Sindra Þórs sem var sýknaður í málinu. 1. júní 2022 21:01 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Kærasta Ingólfs segir yfirlýsta femínista hafa ítrekað beitt sig ofbeldi Alexandra Eir Davíðsdóttir segist ítrekað hafa verið beitt ofbeldi af hálfu hópa sem segjast berjast gegn ofbeldi og réttindum kvenna, einungis vegna þess hver maki hennar er. Hún segir þetta fólk hafa birt heimilisfang hennar opinberlega svo hægt væri að eggja húsið eða beita hana eða kærasta hennar líkamlegu ofbeldi. 7. mars 2023 12:31
„Tjáningarfrelsinu einu að þakka hvert við erum komin í dag þegar kemur að kynferðisbrotamálum“ Dómur í meiðyrðamáli Ingólfs Þórarinssonar er ekki til marks um að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. Þetta segir lögmaður Sindra Þórs sem var sýknaður í málinu. 1. júní 2022 21:01