Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Árni Sæberg skrifar 10. apríl 2025 15:02 Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur sýknað Steinþór Gunnarsson í Ímon-málinu svokallaða, tíu árum eftir að hann var dæmdur í sama máli í Hæstarétti. Hann hlaut þá níu mánaða dóm. Steinþór var sakfelldur bæði í héraði og í Hæstarétti fyrir markaðsmisnotkun í starfi sínu sem þáverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans fyrir að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, í miðju bankahruninu árið 2008. Dómur Landsréttar var kveðinn upp klukkan 14 en hefur ekki verið birtur. Dómar í sama máli mildaðir Hann hlaut níu mánaða dóm á báðum dómstigum en í Hæstarétti voru sex mánuðir dómsins skilorðsbundnir. Sá dómur gekk árið 2015. Í sama máli hlutu þau Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóri Landsbankans, og Elín Sigfúsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, fangelsisdóma. Þau fengu mál sín endurupptekin fyrir Hæstarétti árið 2021 og dómar þeirra voru mildaðir verulega. Sigurjón hlaut skilorðsbundna refsingu og Elínu var ekki gerð refsing þar sem hún hafði þegar afplánað refsingu samkvæmt enduruppteknum dómi. Fór í Landsrétt frekar en Hæstarétt Steinþór fékk einnig endurupptöku í málinu en þar sem lögum hafði verið breytt þegar beiðni hans barst var málinu vísað til Landsréttar frekar en Hæstaréttar líkt og mál þeirra Sigurjóns og Elínar. Ímon-málið er eitt hrunmálanna svokölluðu þar sem dómar hafa verið enduruppteknir vegna vanhæfis Hæstaréttardómara sem dæmdu fólk í fangelsi fyrir aðkomu þess að aðdraganda efnahagshrunsins árið 2008. Dómararnir voru taldir vanhæfir vegna hlutabréfaeignar þeirra í viðskiptabönkunum þremur. Í máli þessu var það hlutabréfaeign dómara í Landsbankanum sem olli vanhæfi hans. Fréttin verður uppfærð. Dómsmál Hrunið Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Steinþór var sakfelldur bæði í héraði og í Hæstarétti fyrir markaðsmisnotkun í starfi sínu sem þáverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans fyrir að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, í miðju bankahruninu árið 2008. Dómur Landsréttar var kveðinn upp klukkan 14 en hefur ekki verið birtur. Dómar í sama máli mildaðir Hann hlaut níu mánaða dóm á báðum dómstigum en í Hæstarétti voru sex mánuðir dómsins skilorðsbundnir. Sá dómur gekk árið 2015. Í sama máli hlutu þau Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóri Landsbankans, og Elín Sigfúsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, fangelsisdóma. Þau fengu mál sín endurupptekin fyrir Hæstarétti árið 2021 og dómar þeirra voru mildaðir verulega. Sigurjón hlaut skilorðsbundna refsingu og Elínu var ekki gerð refsing þar sem hún hafði þegar afplánað refsingu samkvæmt enduruppteknum dómi. Fór í Landsrétt frekar en Hæstarétt Steinþór fékk einnig endurupptöku í málinu en þar sem lögum hafði verið breytt þegar beiðni hans barst var málinu vísað til Landsréttar frekar en Hæstaréttar líkt og mál þeirra Sigurjóns og Elínar. Ímon-málið er eitt hrunmálanna svokölluðu þar sem dómar hafa verið enduruppteknir vegna vanhæfis Hæstaréttardómara sem dæmdu fólk í fangelsi fyrir aðkomu þess að aðdraganda efnahagshrunsins árið 2008. Dómararnir voru taldir vanhæfir vegna hlutabréfaeignar þeirra í viðskiptabönkunum þremur. Í máli þessu var það hlutabréfaeign dómara í Landsbankanum sem olli vanhæfi hans. Fréttin verður uppfærð.
Dómsmál Hrunið Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent