Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 8. apríl 2025 16:02 Á flokksþingi Repúblikana í Bandaríkjunum árið 1988 stóð forsetaframbjóðandinn George H. W. Bush og sagði: „Read my lips: No new taxes.“ (Lestu varirnar á mér: Engir nýir skattar.) Hann sigraði kosningarnar í kjölfarið – en hækkaði svo skatta. Loforðasvikin kostuðu hann forsetastólinn. Viðreisn lofaði líka að hækka ekki skatta á almenning – bæði fyrir og eftir kosningar. Nú, innan hundrað daga frá stjórnarmyndun, hefur ríkisstjórnin kynnt fjármálaáætlun sem leggur tugmilljarða álögur á heimili landsins, dulbúnar sem „kerfisbreytingar“. Þegar orðin og aðgerðirnar fara í sitthvora áttina, tapast traustið fyrst. Nú eru „kerfisbreytingar“ orðnar hentugt orð yfir nýjar álögur – og það eru heimilin í landinu sem borga fyrir þær. Þegar fjármálaráðherra mætti fyrir svörum á Alþingi í gær, var fátt um svör um raunverulegan tilgang fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Þar eru boðaðar tugmilljarða auknar álögur á heimili landsins – á sama tíma og efnahagurinn stendur á óvissum grunni. Fjármálaráðherra gat hvorki útskýrt hver tilgangurinn væri né hverjir bæru byrðarnar. Hann sagði einfaldlega að skattar fylgdu „kerfisbreytingum“. Þetta er áhyggjuefni. Þegar skattheimta verður markmið í sjálfu sér, þá hefur ríkisstjórnin gleymt hverjum hún á að þjóna. Í fyrsta verki hefur ríkisstjórnin, þvert á eigin yfirlýsingar, lagt fram fjármálaáætlun sem felur í sér umfangsmiklar skattahækkanir á almenning. Þegar tekjurnar duga ekki lengur fyrir loforðum, er reikningurinn sendur beint á fjölskyldur landsins. Þegar fjármálaráðherra getur ekki sagt hvaða hópar verða fyrir mestum áhrifum, þá veit hann ekki hverju hann er að breyta. Þegar hann getur ekki gert grein fyrir því hvort skattabreytingarnar skili ríkissjóði meiri tekjum til lengri tíma, þá veit hann ekki hvort þær borgi sig. Þegar svar hans við gagnrýni er að vísa almennt til skattaglufa og útreikninga ráðuneytisins, þá er það ekki stefna, heldur stjórnlaus skattheimta. Stór hluti umræðunnar hefur snúist um afnám samsköttunar. Ég benti á í gær að þessi breyting bitni sérstaklega á barnafjölskyldum með ójafnar tekjur. Svör fjármálaráðherra voru óskýr og innihaldslaus. En almenningur á rétt á skýrum svörum þegar lagt er til að hækka álögur um milljarða á fjölskyldur í sömu andrá og skortur er á leikskólaplássum, matvælaverð í sögulegum hæðum og vaxtastig hefur verið hátt. Ef þessi fjármálaáætlun á að vera svar ríkisstjórnarinnar við áskorunum dagsins í dag, þá liggur eitt fyrir: Þetta er ekki stefna sem styður heimilin í landinu. Þetta er stefna sem flytur fjármuni frá heimilisbókhaldi fjölskyldunnar og yfir í opinn reikning hjá fjármálaráðuneytinu. Höfundur er þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á flokksþingi Repúblikana í Bandaríkjunum árið 1988 stóð forsetaframbjóðandinn George H. W. Bush og sagði: „Read my lips: No new taxes.“ (Lestu varirnar á mér: Engir nýir skattar.) Hann sigraði kosningarnar í kjölfarið – en hækkaði svo skatta. Loforðasvikin kostuðu hann forsetastólinn. Viðreisn lofaði líka að hækka ekki skatta á almenning – bæði fyrir og eftir kosningar. Nú, innan hundrað daga frá stjórnarmyndun, hefur ríkisstjórnin kynnt fjármálaáætlun sem leggur tugmilljarða álögur á heimili landsins, dulbúnar sem „kerfisbreytingar“. Þegar orðin og aðgerðirnar fara í sitthvora áttina, tapast traustið fyrst. Nú eru „kerfisbreytingar“ orðnar hentugt orð yfir nýjar álögur – og það eru heimilin í landinu sem borga fyrir þær. Þegar fjármálaráðherra mætti fyrir svörum á Alþingi í gær, var fátt um svör um raunverulegan tilgang fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Þar eru boðaðar tugmilljarða auknar álögur á heimili landsins – á sama tíma og efnahagurinn stendur á óvissum grunni. Fjármálaráðherra gat hvorki útskýrt hver tilgangurinn væri né hverjir bæru byrðarnar. Hann sagði einfaldlega að skattar fylgdu „kerfisbreytingum“. Þetta er áhyggjuefni. Þegar skattheimta verður markmið í sjálfu sér, þá hefur ríkisstjórnin gleymt hverjum hún á að þjóna. Í fyrsta verki hefur ríkisstjórnin, þvert á eigin yfirlýsingar, lagt fram fjármálaáætlun sem felur í sér umfangsmiklar skattahækkanir á almenning. Þegar tekjurnar duga ekki lengur fyrir loforðum, er reikningurinn sendur beint á fjölskyldur landsins. Þegar fjármálaráðherra getur ekki sagt hvaða hópar verða fyrir mestum áhrifum, þá veit hann ekki hverju hann er að breyta. Þegar hann getur ekki gert grein fyrir því hvort skattabreytingarnar skili ríkissjóði meiri tekjum til lengri tíma, þá veit hann ekki hvort þær borgi sig. Þegar svar hans við gagnrýni er að vísa almennt til skattaglufa og útreikninga ráðuneytisins, þá er það ekki stefna, heldur stjórnlaus skattheimta. Stór hluti umræðunnar hefur snúist um afnám samsköttunar. Ég benti á í gær að þessi breyting bitni sérstaklega á barnafjölskyldum með ójafnar tekjur. Svör fjármálaráðherra voru óskýr og innihaldslaus. En almenningur á rétt á skýrum svörum þegar lagt er til að hækka álögur um milljarða á fjölskyldur í sömu andrá og skortur er á leikskólaplássum, matvælaverð í sögulegum hæðum og vaxtastig hefur verið hátt. Ef þessi fjármálaáætlun á að vera svar ríkisstjórnarinnar við áskorunum dagsins í dag, þá liggur eitt fyrir: Þetta er ekki stefna sem styður heimilin í landinu. Þetta er stefna sem flytur fjármuni frá heimilisbókhaldi fjölskyldunnar og yfir í opinn reikning hjá fjármálaráðuneytinu. Höfundur er þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun