Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar 8. apríl 2025 14:30 Félag lesblindra á Íslandi hefur lagt sig eftir að kynna nýjar lausnir sem nýtast lesblindum og þeim sem eiga við lestrarörðugleika að etja. Það er reynsla félagsins að mikilvægt sé að fylgjast með tækninýjungum og kynna þær fyrir þeim sem glíma við lesblindu en þó ekki síður stjórnendum í skólakerfinu. Óhætt er að segja að það sé nánast ótrúlegt hve hraðar breytingar hafa verið á búnaði sem getur nýst þeim sem eiga við lestrarerfiðleika að etja. Snjallsímavæðing og tengd forrit skipta miklu en einnig sérhæfður búnaður sem hannaður hefur verið til að þjónusta lesblinda. Nú er svo komið að það er mjög einfalt að hlusta á allan texta á skjá og um leið er unnt að tala við tækið. Raddgreiningabúnaður studdur af gervigreind færir lesblindum byltingu og stöðugt erum við að sjá fleiri möguleika, kjósi stjórnendur í skólakerfinu að grípa þá. Félag lesblindra hefur hvatt og stutt fólk til að nota alla þá tækni sem býðst. Það er nefnilega þannig að það helst í hendur, að því fleiri notendur, því betri virkni. Þeir sem komast upp á lagið með nýja tækni verða henni fljótt vanir sem svo auðveldar notkunina. Félag lesblindra hefur undanfarið unnið að því að kynna sérhæfð hjálpargögn fyrir stjórnendum í skólakerfinu enda nauðsynleg til að hjálpa börnunum með lesblindu. Við höfum fundað með skólum landsins og kynnt nýja lausn sem mun stórbæta aðgengi barna með lesblindu að námsefninu. Nú stendur yfir vinna hjá ReadSpeaker TextAid við að smíða nýjan talgervil en sú vinna er langt komin. Unnið er að því að fínstilla hann svo hann verði sem líkastur lifandi rödd. Við hjá félaginu höfum miklar væntingar til þess að þessi búnaður nýtist vel en ReadSpeaker hefur getið sér gott orð vegna íslensku vefþulunnar en mikill fjöldi vefja nýtir sér hana. Lesblinda - útbreitt vandamál Það er mikilvægt að hafa hugfast að einn af hverjum 10 nemendum í efri bekkjum íslenskra grunnskóla segir að lesblinda hafi mikil eða mjög mikil áhrif á frammistöðu þeirra í námi. Þetta er niðurstaða viðamikillar könnunar meðal ungmenna í 8., 9. eða 10. bekk grunnskóla sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Félag lesblindra á Íslandi (FLÍ) árið 2023. Niðurstöður könnunar ættu að opna augu fólks fyrir þeim vanda sem við er að glíma. Alls hafði 21% svarenda á aldrinum 18 til 24 ára, sem tóku þátt í könnun rannsóknarinnar, verið greind með lesblindu. Nokkuð fleiri karlar en konur höfðu greinst með lesblindu og algengast var að svarendur hefðu fengið greininguna á aldrinum 10 til 15 ára eða 21,9%. Næstflestir voru greindir fyrir 10 ára aldur eða 14,9% og fæstir þátttakenda með lesblindu höfðu greinst eftir 15 ára aldur eða 4,6%. Skýr tengsl milli lesblindu og kvíða Könnunin meðal ungmenna á aldrinum 18 til 24 ára leiddi í ljós skýr tengsl á milli lesblindu og kvíða. Kvíðinn mældist þó mismikill eftir því á hvaða aldri barnið eða ungmennið hafði greinst. Þá mældust þeir þátttakendur sem fengu lesblindugreiningu eftir 10 ára aldur með meiri kvíða að meðaltali en þau sem ekki voru með lesblindugreiningu. Á sama tíma leiddi könnunin í ljós að þeir þátttakendur sem áttu auðvelt með að fá aðstoð með heimanám mældust með minni kvíða en þeir sem fengu takmarkaða eða enga aðstoð heima fyrir. Það var auðvitað sláandi niðurstaða en ekki óvænt að birtingarmyndir kvíða hjá þátttakendum í rannsókninni voru aðallega tengdar skólakerfinu. Þannig benda niðurstöður rannsóknar FLÍ til þess að skólamenningin hafi ekki veitt lesblindum börnum nægilegt rými til þátttöku og þroska í námi til jafns við önnur börn. Brýnt er að vinna bug á því. Höfundur er formaður Félags lesblindra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Félag lesblindra á Íslandi hefur lagt sig eftir að kynna nýjar lausnir sem nýtast lesblindum og þeim sem eiga við lestrarörðugleika að etja. Það er reynsla félagsins að mikilvægt sé að fylgjast með tækninýjungum og kynna þær fyrir þeim sem glíma við lesblindu en þó ekki síður stjórnendum í skólakerfinu. Óhætt er að segja að það sé nánast ótrúlegt hve hraðar breytingar hafa verið á búnaði sem getur nýst þeim sem eiga við lestrarerfiðleika að etja. Snjallsímavæðing og tengd forrit skipta miklu en einnig sérhæfður búnaður sem hannaður hefur verið til að þjónusta lesblinda. Nú er svo komið að það er mjög einfalt að hlusta á allan texta á skjá og um leið er unnt að tala við tækið. Raddgreiningabúnaður studdur af gervigreind færir lesblindum byltingu og stöðugt erum við að sjá fleiri möguleika, kjósi stjórnendur í skólakerfinu að grípa þá. Félag lesblindra hefur hvatt og stutt fólk til að nota alla þá tækni sem býðst. Það er nefnilega þannig að það helst í hendur, að því fleiri notendur, því betri virkni. Þeir sem komast upp á lagið með nýja tækni verða henni fljótt vanir sem svo auðveldar notkunina. Félag lesblindra hefur undanfarið unnið að því að kynna sérhæfð hjálpargögn fyrir stjórnendum í skólakerfinu enda nauðsynleg til að hjálpa börnunum með lesblindu. Við höfum fundað með skólum landsins og kynnt nýja lausn sem mun stórbæta aðgengi barna með lesblindu að námsefninu. Nú stendur yfir vinna hjá ReadSpeaker TextAid við að smíða nýjan talgervil en sú vinna er langt komin. Unnið er að því að fínstilla hann svo hann verði sem líkastur lifandi rödd. Við hjá félaginu höfum miklar væntingar til þess að þessi búnaður nýtist vel en ReadSpeaker hefur getið sér gott orð vegna íslensku vefþulunnar en mikill fjöldi vefja nýtir sér hana. Lesblinda - útbreitt vandamál Það er mikilvægt að hafa hugfast að einn af hverjum 10 nemendum í efri bekkjum íslenskra grunnskóla segir að lesblinda hafi mikil eða mjög mikil áhrif á frammistöðu þeirra í námi. Þetta er niðurstaða viðamikillar könnunar meðal ungmenna í 8., 9. eða 10. bekk grunnskóla sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Félag lesblindra á Íslandi (FLÍ) árið 2023. Niðurstöður könnunar ættu að opna augu fólks fyrir þeim vanda sem við er að glíma. Alls hafði 21% svarenda á aldrinum 18 til 24 ára, sem tóku þátt í könnun rannsóknarinnar, verið greind með lesblindu. Nokkuð fleiri karlar en konur höfðu greinst með lesblindu og algengast var að svarendur hefðu fengið greininguna á aldrinum 10 til 15 ára eða 21,9%. Næstflestir voru greindir fyrir 10 ára aldur eða 14,9% og fæstir þátttakenda með lesblindu höfðu greinst eftir 15 ára aldur eða 4,6%. Skýr tengsl milli lesblindu og kvíða Könnunin meðal ungmenna á aldrinum 18 til 24 ára leiddi í ljós skýr tengsl á milli lesblindu og kvíða. Kvíðinn mældist þó mismikill eftir því á hvaða aldri barnið eða ungmennið hafði greinst. Þá mældust þeir þátttakendur sem fengu lesblindugreiningu eftir 10 ára aldur með meiri kvíða að meðaltali en þau sem ekki voru með lesblindugreiningu. Á sama tíma leiddi könnunin í ljós að þeir þátttakendur sem áttu auðvelt með að fá aðstoð með heimanám mældust með minni kvíða en þeir sem fengu takmarkaða eða enga aðstoð heima fyrir. Það var auðvitað sláandi niðurstaða en ekki óvænt að birtingarmyndir kvíða hjá þátttakendum í rannsókninni voru aðallega tengdar skólakerfinu. Þannig benda niðurstöður rannsóknar FLÍ til þess að skólamenningin hafi ekki veitt lesblindum börnum nægilegt rými til þátttöku og þroska í námi til jafns við önnur börn. Brýnt er að vinna bug á því. Höfundur er formaður Félags lesblindra á Íslandi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun