Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2025 10:53 Alexander Stubb, forseti Finnlands, á þemaþingi Norðurlandsráðs í síðustu viku. Hann er liðtækur kylfingur og spilaði golf með Bandaríkjaforseta á dögunum. Magnus Fröderberg/norden.org Forseti Finnlands telur að Norðurlöndin ættu að leggja áherslu á góð samskipti við Bandaríkin til þess að tryggja að þau fari ekki í „ranga átt“. Hann sagðist ekki trúaður á að Bandaríkin segðu skilið við NATO þegar íslenskur þingmaður spurði hann út í framtíð vestræna varnarsamstarfsins. Blikur hafa verið á lofti um framtíð Atlantshafsbandalagsins eftir forsetaskipti í Bandaríkjunum í byrjun árs. Stjórn repúblikana hefur sagt Evrópuríkjum að varnir Evrópu séu ekki lengur forgangsmál hennar. Þá vakti ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að stöðva tímabundið hernaðaraðstoð við Úkraínu og taka undir málflutning stjórnvalda í Kreml um stríðið ugg í brjósti evrópskra ráðamanna. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Alexander Stubb, forseta Finnlands hvort Bandaríkin væru enn traustur bandamaður á þemaþingi Norðurlandaráðs þar sem öryggis- og varnarmál voru í öndvegi í síðustu viku. Vísaði hún til „ólíðandi“ orðræðu vestanhafs í garð Grænlendinga og Dana en Bandaríkjastjórn hefur ítrekað lýst því yfir að hún ætli að komast yfir danska landssvæðið með einum eða öðrum hætti að undanförnu. Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, spurði Stubb út í sambandið við Bandaríkin.Magnus Fröderberg/norden.org Stubb, sem hafði spilað golf með Bandaríkjaforseta á Flórída skömmu áður, sagði að allir yrðu að skilja að samband Bandaríkjanna og Evrópu væri að breytast. Breytingar væru alltaf erfiðar og ógnvekjandi en Norðurlöndin þyrftu að ákveða hvernig þau ætluðu að bregðast við. Að hans dómi ættu Norðurlöndin að rækta góð tengsl við Bandaríkjastjórn og tryggja að hún verði áfram virk í NATO. „Af því sem ég hef heyrt og af samræðum mínum við bandaríska forsetann sé ég engar vísbendingar frá alvörugefnu fólki um að Bandaríkin yfirgefi NATO,“ sagði finnski forsetinn. Hafa ýmislegt fram að færa Norðurlöndin gætu hvert og eitt eflt tengslin við Bandaríkin og hefðu ýmislegt fram að færa. „Á þessari stundu hef ég mikla trú á að við ættum að vinna með Bandaríkjunum til að tryggja að þau fari ekki í ranga átt,“ sagði Stubb. Núverandi Bandaríkjaforseti hefur verið afar gagnrýninn á NATO og bandalagsríki Bandaríkjanna þar, sérstaklega vegna þess að hann telur þau ekki leggja nógu mikið fé til eigin varna. Á fyrra kjörtímabili hans frá 2017 til 2021 ræddi hann um að draga Bandaríkin út úr NATO. Hann hótaði einnig að koma ekki aðildarríkjum NATO til varnar ef ráðist væri á þau en það er grundvallarforsenda varnarbandalagsins að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll. Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Finnland Bandaríkin NATO Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Blikur hafa verið á lofti um framtíð Atlantshafsbandalagsins eftir forsetaskipti í Bandaríkjunum í byrjun árs. Stjórn repúblikana hefur sagt Evrópuríkjum að varnir Evrópu séu ekki lengur forgangsmál hennar. Þá vakti ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að stöðva tímabundið hernaðaraðstoð við Úkraínu og taka undir málflutning stjórnvalda í Kreml um stríðið ugg í brjósti evrópskra ráðamanna. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Alexander Stubb, forseta Finnlands hvort Bandaríkin væru enn traustur bandamaður á þemaþingi Norðurlandaráðs þar sem öryggis- og varnarmál voru í öndvegi í síðustu viku. Vísaði hún til „ólíðandi“ orðræðu vestanhafs í garð Grænlendinga og Dana en Bandaríkjastjórn hefur ítrekað lýst því yfir að hún ætli að komast yfir danska landssvæðið með einum eða öðrum hætti að undanförnu. Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, spurði Stubb út í sambandið við Bandaríkin.Magnus Fröderberg/norden.org Stubb, sem hafði spilað golf með Bandaríkjaforseta á Flórída skömmu áður, sagði að allir yrðu að skilja að samband Bandaríkjanna og Evrópu væri að breytast. Breytingar væru alltaf erfiðar og ógnvekjandi en Norðurlöndin þyrftu að ákveða hvernig þau ætluðu að bregðast við. Að hans dómi ættu Norðurlöndin að rækta góð tengsl við Bandaríkjastjórn og tryggja að hún verði áfram virk í NATO. „Af því sem ég hef heyrt og af samræðum mínum við bandaríska forsetann sé ég engar vísbendingar frá alvörugefnu fólki um að Bandaríkin yfirgefi NATO,“ sagði finnski forsetinn. Hafa ýmislegt fram að færa Norðurlöndin gætu hvert og eitt eflt tengslin við Bandaríkin og hefðu ýmislegt fram að færa. „Á þessari stundu hef ég mikla trú á að við ættum að vinna með Bandaríkjunum til að tryggja að þau fari ekki í ranga átt,“ sagði Stubb. Núverandi Bandaríkjaforseti hefur verið afar gagnrýninn á NATO og bandalagsríki Bandaríkjanna þar, sérstaklega vegna þess að hann telur þau ekki leggja nógu mikið fé til eigin varna. Á fyrra kjörtímabili hans frá 2017 til 2021 ræddi hann um að draga Bandaríkin út úr NATO. Hann hótaði einnig að koma ekki aðildarríkjum NATO til varnar ef ráðist væri á þau en það er grundvallarforsenda varnarbandalagsins að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll.
Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Finnland Bandaríkin NATO Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira