Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2025 10:53 Alexander Stubb, forseti Finnlands, á þemaþingi Norðurlandsráðs í síðustu viku. Hann er liðtækur kylfingur og spilaði golf með Bandaríkjaforseta á dögunum. Magnus Fröderberg/norden.org Forseti Finnlands telur að Norðurlöndin ættu að leggja áherslu á góð samskipti við Bandaríkin til þess að tryggja að þau fari ekki í „ranga átt“. Hann sagðist ekki trúaður á að Bandaríkin segðu skilið við NATO þegar íslenskur þingmaður spurði hann út í framtíð vestræna varnarsamstarfsins. Blikur hafa verið á lofti um framtíð Atlantshafsbandalagsins eftir forsetaskipti í Bandaríkjunum í byrjun árs. Stjórn repúblikana hefur sagt Evrópuríkjum að varnir Evrópu séu ekki lengur forgangsmál hennar. Þá vakti ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að stöðva tímabundið hernaðaraðstoð við Úkraínu og taka undir málflutning stjórnvalda í Kreml um stríðið ugg í brjósti evrópskra ráðamanna. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Alexander Stubb, forseta Finnlands hvort Bandaríkin væru enn traustur bandamaður á þemaþingi Norðurlandaráðs þar sem öryggis- og varnarmál voru í öndvegi í síðustu viku. Vísaði hún til „ólíðandi“ orðræðu vestanhafs í garð Grænlendinga og Dana en Bandaríkjastjórn hefur ítrekað lýst því yfir að hún ætli að komast yfir danska landssvæðið með einum eða öðrum hætti að undanförnu. Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, spurði Stubb út í sambandið við Bandaríkin.Magnus Fröderberg/norden.org Stubb, sem hafði spilað golf með Bandaríkjaforseta á Flórída skömmu áður, sagði að allir yrðu að skilja að samband Bandaríkjanna og Evrópu væri að breytast. Breytingar væru alltaf erfiðar og ógnvekjandi en Norðurlöndin þyrftu að ákveða hvernig þau ætluðu að bregðast við. Að hans dómi ættu Norðurlöndin að rækta góð tengsl við Bandaríkjastjórn og tryggja að hún verði áfram virk í NATO. „Af því sem ég hef heyrt og af samræðum mínum við bandaríska forsetann sé ég engar vísbendingar frá alvörugefnu fólki um að Bandaríkin yfirgefi NATO,“ sagði finnski forsetinn. Hafa ýmislegt fram að færa Norðurlöndin gætu hvert og eitt eflt tengslin við Bandaríkin og hefðu ýmislegt fram að færa. „Á þessari stundu hef ég mikla trú á að við ættum að vinna með Bandaríkjunum til að tryggja að þau fari ekki í ranga átt,“ sagði Stubb. Núverandi Bandaríkjaforseti hefur verið afar gagnrýninn á NATO og bandalagsríki Bandaríkjanna þar, sérstaklega vegna þess að hann telur þau ekki leggja nógu mikið fé til eigin varna. Á fyrra kjörtímabili hans frá 2017 til 2021 ræddi hann um að draga Bandaríkin út úr NATO. Hann hótaði einnig að koma ekki aðildarríkjum NATO til varnar ef ráðist væri á þau en það er grundvallarforsenda varnarbandalagsins að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll. Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Finnland Bandaríkin NATO Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Blikur hafa verið á lofti um framtíð Atlantshafsbandalagsins eftir forsetaskipti í Bandaríkjunum í byrjun árs. Stjórn repúblikana hefur sagt Evrópuríkjum að varnir Evrópu séu ekki lengur forgangsmál hennar. Þá vakti ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að stöðva tímabundið hernaðaraðstoð við Úkraínu og taka undir málflutning stjórnvalda í Kreml um stríðið ugg í brjósti evrópskra ráðamanna. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Alexander Stubb, forseta Finnlands hvort Bandaríkin væru enn traustur bandamaður á þemaþingi Norðurlandaráðs þar sem öryggis- og varnarmál voru í öndvegi í síðustu viku. Vísaði hún til „ólíðandi“ orðræðu vestanhafs í garð Grænlendinga og Dana en Bandaríkjastjórn hefur ítrekað lýst því yfir að hún ætli að komast yfir danska landssvæðið með einum eða öðrum hætti að undanförnu. Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, spurði Stubb út í sambandið við Bandaríkin.Magnus Fröderberg/norden.org Stubb, sem hafði spilað golf með Bandaríkjaforseta á Flórída skömmu áður, sagði að allir yrðu að skilja að samband Bandaríkjanna og Evrópu væri að breytast. Breytingar væru alltaf erfiðar og ógnvekjandi en Norðurlöndin þyrftu að ákveða hvernig þau ætluðu að bregðast við. Að hans dómi ættu Norðurlöndin að rækta góð tengsl við Bandaríkjastjórn og tryggja að hún verði áfram virk í NATO. „Af því sem ég hef heyrt og af samræðum mínum við bandaríska forsetann sé ég engar vísbendingar frá alvörugefnu fólki um að Bandaríkin yfirgefi NATO,“ sagði finnski forsetinn. Hafa ýmislegt fram að færa Norðurlöndin gætu hvert og eitt eflt tengslin við Bandaríkin og hefðu ýmislegt fram að færa. „Á þessari stundu hef ég mikla trú á að við ættum að vinna með Bandaríkjunum til að tryggja að þau fari ekki í ranga átt,“ sagði Stubb. Núverandi Bandaríkjaforseti hefur verið afar gagnrýninn á NATO og bandalagsríki Bandaríkjanna þar, sérstaklega vegna þess að hann telur þau ekki leggja nógu mikið fé til eigin varna. Á fyrra kjörtímabili hans frá 2017 til 2021 ræddi hann um að draga Bandaríkin út úr NATO. Hann hótaði einnig að koma ekki aðildarríkjum NATO til varnar ef ráðist væri á þau en það er grundvallarforsenda varnarbandalagsins að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll.
Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Finnland Bandaríkin NATO Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira