Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 07:52 Um helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins eru hlynnt inngöngu í Evrópusambandið. Vísir/Anton Brink Ríflega 44 prósent eru hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið en hátt í 36 prósent andvíg. Það kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Þar kemur einnig fram að það sé svipað hlutfall og fyrir þremur árum þegar stuðningur hafði verið að aukast við inngöngu. Alls eru 36 andvíg inngöngu og tuttugu prósent hvorki hlynnt né andvíg. Í samantekt Gallup kemur fram að fyrir fimmtán árum hafi 26 prósent verið hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu, 37 prósent fyrir ellefu árum og 47 prósent fyrir þremur árum. Stuðningur er svipaður og fyrir þremur árum en þó á sama tíma fleiri alfarið andvígir en fyrir þremur árum. Gallup Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru frekar hlynntir inngöngu en íbúar landsbyggðarinnar og fólk með háskólamenntun er sömuleiðis frekar hlynnt inngöngu en fólk með minni menntun. Ef litið er til þess hvaða flokk fólk kaus í síðustu alþingiskosningum eru þau sem kusu Viðreisn helst hlynnt inngöngu og þau sem kusu Samfylkinguna. Greining úr Þjóðarpúlsi Gallup eftir bakgrunnsbreytum. Gallup Þau sem kusu Framsóknarflokkinn eru helst andvíg, eða 81 prósent, en kjósendur Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins eru sömuleiðis nokkuð andvígir. 74 prósent kjósenda Miðflokksins eru andvíg og 66 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Mikill meirihluti hlynntur veru Íslands í NATO Í sömu könnun var einnig spurt um veru Íslands í NATO. Samkvæmt könnuninni eru 71 prósent landsmanna hlynnt veru Ísland í NATO en um tólf prósent andvíg. Þetta er svipað hlutfall og hefur áður mælst. Fólk yfir fimmtugu og undir þrítugu er almennt hlynntara veru Íslands í NATO en fólk milli þrítugs og fimmtugs, sem er aftur líklegra en yngra og eldra fólk til að segjast hvorki hlynnt né andvígt. Þau sem kysu Vinstri græn ef kosið yrði til Alþingis í dag eru síst hlynnt veru Íslands í NATO en þar á eftir koma þau sem kysu Pírata og Sósíalistaflokk Íslands. Fleiri sem kjósa þessa flokka eru þó hlynnt veru Íslands í NATO en þau sem kjósa þessa flokka og eru andvíg. Þau sem kysu stjórnarflokkana eða Framsóknarflokkinn eru helst hlynnt veru Íslands í NATO. Evrópusambandið NATO Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Alls eru 36 andvíg inngöngu og tuttugu prósent hvorki hlynnt né andvíg. Í samantekt Gallup kemur fram að fyrir fimmtán árum hafi 26 prósent verið hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu, 37 prósent fyrir ellefu árum og 47 prósent fyrir þremur árum. Stuðningur er svipaður og fyrir þremur árum en þó á sama tíma fleiri alfarið andvígir en fyrir þremur árum. Gallup Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru frekar hlynntir inngöngu en íbúar landsbyggðarinnar og fólk með háskólamenntun er sömuleiðis frekar hlynnt inngöngu en fólk með minni menntun. Ef litið er til þess hvaða flokk fólk kaus í síðustu alþingiskosningum eru þau sem kusu Viðreisn helst hlynnt inngöngu og þau sem kusu Samfylkinguna. Greining úr Þjóðarpúlsi Gallup eftir bakgrunnsbreytum. Gallup Þau sem kusu Framsóknarflokkinn eru helst andvíg, eða 81 prósent, en kjósendur Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins eru sömuleiðis nokkuð andvígir. 74 prósent kjósenda Miðflokksins eru andvíg og 66 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Mikill meirihluti hlynntur veru Íslands í NATO Í sömu könnun var einnig spurt um veru Íslands í NATO. Samkvæmt könnuninni eru 71 prósent landsmanna hlynnt veru Ísland í NATO en um tólf prósent andvíg. Þetta er svipað hlutfall og hefur áður mælst. Fólk yfir fimmtugu og undir þrítugu er almennt hlynntara veru Íslands í NATO en fólk milli þrítugs og fimmtugs, sem er aftur líklegra en yngra og eldra fólk til að segjast hvorki hlynnt né andvígt. Þau sem kysu Vinstri græn ef kosið yrði til Alþingis í dag eru síst hlynnt veru Íslands í NATO en þar á eftir koma þau sem kysu Pírata og Sósíalistaflokk Íslands. Fleiri sem kjósa þessa flokka eru þó hlynnt veru Íslands í NATO en þau sem kjósa þessa flokka og eru andvíg. Þau sem kysu stjórnarflokkana eða Framsóknarflokkinn eru helst hlynnt veru Íslands í NATO.
Evrópusambandið NATO Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira