Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. apríl 2025 13:52 Steinninn er fallinn á hliðina og liggur Steinninn í Esjunni, eitt helsta kennileiti fjallsins, virðist hafa skriðið til í hlíðinni og liggur nú á hlið. Steinninn hefur hallað töluvert frá því að stika var fyrst sett á hann 2008 og er nú fallinn. Sif Sumarliðadóttir hlaupari fór upp á Esjuna með tveimur vinkonum sínum, Ragnheiði og Þóru Bríeti, í morgun og rak þá augun í að Steinninn hefði skriðið úr stað. „Skiltið vísar niður núna og kassinn liggur þvert. Það er eins og hann hafi bara farið á hvolf af syllunni,“ segir Sif sem velti fyrir sér hvort þetta tengdist skjálftum síðustu daga eða væri almenn skriða. „Manni sýnist eins og hann sé ekkert að fara lengra, mér finnst það nú ekki en hvað veit maður,“ segir hún. Fari hann á frekari hreyfingu taldi hún líklegra að hann færi niður í dalinn frekar en niður gönguleiðina. Tíð ummyndunarferli á vorin Ríkisútvarpið fjallaði um halla Steins fyrir sjö árum og sagði Ófeigur Sigurðsson, sem gekk þá daglega upp á Esjuna, að halli hans hefði aukist töluvert. Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur sem sér um stígagerð á Esju, var ekki búin að frétta af falli steinsins. Hún segir að Skógræktarfélagið þurfi að kanna málið betur áður en hægt verður að segja til um næstu skref. Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, hafði ekki frétt af falli Steins þegar fréttastofa hafði samband.Vísir/Einar „Við förum á hverju vori, lokum fjallinu og köstum niður grjóti sem er líklegt að fari. Þannig nú fer að koma sá tími aftur að við þurfum að kíkja á það,“ sagði hún. Þannig séð væri alveg viðbúið að steinninn hreyfðist í ljósi tíðarfarsins. „Það eru tíð ummyndunarferli á Íslandi, frost og þíður. Þetta er í rauninni bara skriða á fjallinu og þessi steinn er einn af þeim sem hefur fært sig eitthvað neðar,“ sagði Auður. Esjan Reykjavík Fjallamennska Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Sif Sumarliðadóttir hlaupari fór upp á Esjuna með tveimur vinkonum sínum, Ragnheiði og Þóru Bríeti, í morgun og rak þá augun í að Steinninn hefði skriðið úr stað. „Skiltið vísar niður núna og kassinn liggur þvert. Það er eins og hann hafi bara farið á hvolf af syllunni,“ segir Sif sem velti fyrir sér hvort þetta tengdist skjálftum síðustu daga eða væri almenn skriða. „Manni sýnist eins og hann sé ekkert að fara lengra, mér finnst það nú ekki en hvað veit maður,“ segir hún. Fari hann á frekari hreyfingu taldi hún líklegra að hann færi niður í dalinn frekar en niður gönguleiðina. Tíð ummyndunarferli á vorin Ríkisútvarpið fjallaði um halla Steins fyrir sjö árum og sagði Ófeigur Sigurðsson, sem gekk þá daglega upp á Esjuna, að halli hans hefði aukist töluvert. Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur sem sér um stígagerð á Esju, var ekki búin að frétta af falli steinsins. Hún segir að Skógræktarfélagið þurfi að kanna málið betur áður en hægt verður að segja til um næstu skref. Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, hafði ekki frétt af falli Steins þegar fréttastofa hafði samband.Vísir/Einar „Við förum á hverju vori, lokum fjallinu og köstum niður grjóti sem er líklegt að fari. Þannig nú fer að koma sá tími aftur að við þurfum að kíkja á það,“ sagði hún. Þannig séð væri alveg viðbúið að steinninn hreyfðist í ljósi tíðarfarsins. „Það eru tíð ummyndunarferli á Íslandi, frost og þíður. Þetta er í rauninni bara skriða á fjallinu og þessi steinn er einn af þeim sem hefur fært sig eitthvað neðar,“ sagði Auður.
Esjan Reykjavík Fjallamennska Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira