Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2025 12:10 Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, vonar að hægt verði að flytja í nýtt athvarf að ári. Vísir/Einar Tæpar 140 milljónir söfnuðust fyrir Kvennaathvarfið í söfnunarþætti Á allra vörum sem sýndur var á RÚV í gærkvöldi. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segist í skýjunum yfir stuðningnum og stefnir á að flytja í nýtt athvarf sumarið 2026. „Við erum algjörlega í skýjunum, það er ótrúlega magnað að finna þessa samstöðu hjá þjóðinni. Þannig að þakklæti er okkur efst í huga. Við höfum fundið þetta í gegn um árin, þennan mikla stuðning frá þjóðinni, og við fundum þetta bæði í símaverinu og við að selja glossana hvað er mikill samhugur. En þetta var alveg fram úr björtustu vonum,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Bygging athvarfsins er þegar hafin en Linda segir að þetta dugi til að brúa bilið og klára það sem eftir er. „Það er mjög dýrt að byggja svona hús og kostar mörg hundruð milljónir. Við erum búnar að safna lengi en okkur vantaði þennan lokahnikk og þetta var svo sannarlega það sem við þurftum, þetta mun duga til þess.“ Mikill samhugur með þolendum ofbeldis Fjöldi fólks hefur lagt hönd á plóg í söfnuninni, bæði í þættinum í gær en líka við sölu varaglossanna, sem hafa verið í sölu síðan 20. mars. Linda segir fólk vera að senda skýr skilaboð um mikilvægi þess að standa með þolendum ofbeldis í nánum samböndum. „Fólk vill virkilega sýna lit í því og vera saman í þessu. Það er ótrúlega mikil orka sem fylgir því inn í athvarfið, við finnum það sem störfum við þetta og þær finna það konurnar sem þurfa að leita sér aðstoðar að það eru þessi skilaboð send að þær séu ekki einar, það sé samhugur. Það er bara svo mikilvægt,“ segir Linda Dröfn. Aldrei upplifað annan eins kraft Hún vonar að hægt verði að flytja starfsemina inn í nýtt Kvennaathvarf vorið eða sumarið 2026. Hún þakkar forsvarskonum Á allra vörum fyrir framtakið. „Það er búið að vera alveg ótrúlega magnað að vinna með þessum konum í Á allra vörum: Gróu, Guðnýju og Elísabetu. Það hefur kennt okkur svo margt og þvílíkan kraft hef ég aldrei upplifað. Við erum í mikilli aðdáun og miklu þakklæti sem við berum til þeirra,“ segir Linda. „Þær náttúrulega leiddu þetta verkefni. Við höfðum kynnst þeim áður í verkefninu 2017 þegar við byggðum búsetubrú. Við vorum virkilega glaðar þegar þær ákváðu að rísa aftur upp og fara í þetta verkefni með okkur eftir góða pásu.“ Kvennaathvarfið Tengdar fréttir Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Alls söfnuðust tæplega 140 milljónir fyrir Kvennaathvarfið í söfnunarþættinum Á allra vörum sem var sýndur á RÚV í gær. Markmið átaksins var að styðja við uppbyggingu nýs Kvennaathvarfs en Kvennaathvarfið er nú með í byggingu nýtt húsnæði. 6. apríl 2025 07:39 Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Árlega fylgja rúmlega hundrað börn mæðrum sínum í dvöl í Kvennaathvarfið. Rúmlega hundrað börn sem yfirgefa heimilin sín og skilja flest sitt eftir til að komast í öruggt skjól vegna heimilisofbeldis. Undanfari komu í athvarfið er mismunandi. 2. apríl 2025 18:30 Gott gloss getur gert kraftaverk! Fjáröflunar- og kynningarátakið Á allra vörum hófst 20. mars og stendur yfir til laugardagsins 5. apríl en þá lýkur átakinu með sjónvarpsþætti í beinni útsendingu á RÚV og frá þjónustuveri Símans þar sem fjöldi fólks tekur við framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Eins og áður gengur átakið út á sölu varasetta, í ár frá GOSH, og núna á að safna fyrir nýju húsnæði Kvennaathvarfsins. 28. mars 2025 10:14 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
„Við erum algjörlega í skýjunum, það er ótrúlega magnað að finna þessa samstöðu hjá þjóðinni. Þannig að þakklæti er okkur efst í huga. Við höfum fundið þetta í gegn um árin, þennan mikla stuðning frá þjóðinni, og við fundum þetta bæði í símaverinu og við að selja glossana hvað er mikill samhugur. En þetta var alveg fram úr björtustu vonum,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Bygging athvarfsins er þegar hafin en Linda segir að þetta dugi til að brúa bilið og klára það sem eftir er. „Það er mjög dýrt að byggja svona hús og kostar mörg hundruð milljónir. Við erum búnar að safna lengi en okkur vantaði þennan lokahnikk og þetta var svo sannarlega það sem við þurftum, þetta mun duga til þess.“ Mikill samhugur með þolendum ofbeldis Fjöldi fólks hefur lagt hönd á plóg í söfnuninni, bæði í þættinum í gær en líka við sölu varaglossanna, sem hafa verið í sölu síðan 20. mars. Linda segir fólk vera að senda skýr skilaboð um mikilvægi þess að standa með þolendum ofbeldis í nánum samböndum. „Fólk vill virkilega sýna lit í því og vera saman í þessu. Það er ótrúlega mikil orka sem fylgir því inn í athvarfið, við finnum það sem störfum við þetta og þær finna það konurnar sem þurfa að leita sér aðstoðar að það eru þessi skilaboð send að þær séu ekki einar, það sé samhugur. Það er bara svo mikilvægt,“ segir Linda Dröfn. Aldrei upplifað annan eins kraft Hún vonar að hægt verði að flytja starfsemina inn í nýtt Kvennaathvarf vorið eða sumarið 2026. Hún þakkar forsvarskonum Á allra vörum fyrir framtakið. „Það er búið að vera alveg ótrúlega magnað að vinna með þessum konum í Á allra vörum: Gróu, Guðnýju og Elísabetu. Það hefur kennt okkur svo margt og þvílíkan kraft hef ég aldrei upplifað. Við erum í mikilli aðdáun og miklu þakklæti sem við berum til þeirra,“ segir Linda. „Þær náttúrulega leiddu þetta verkefni. Við höfðum kynnst þeim áður í verkefninu 2017 þegar við byggðum búsetubrú. Við vorum virkilega glaðar þegar þær ákváðu að rísa aftur upp og fara í þetta verkefni með okkur eftir góða pásu.“
Kvennaathvarfið Tengdar fréttir Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Alls söfnuðust tæplega 140 milljónir fyrir Kvennaathvarfið í söfnunarþættinum Á allra vörum sem var sýndur á RÚV í gær. Markmið átaksins var að styðja við uppbyggingu nýs Kvennaathvarfs en Kvennaathvarfið er nú með í byggingu nýtt húsnæði. 6. apríl 2025 07:39 Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Árlega fylgja rúmlega hundrað börn mæðrum sínum í dvöl í Kvennaathvarfið. Rúmlega hundrað börn sem yfirgefa heimilin sín og skilja flest sitt eftir til að komast í öruggt skjól vegna heimilisofbeldis. Undanfari komu í athvarfið er mismunandi. 2. apríl 2025 18:30 Gott gloss getur gert kraftaverk! Fjáröflunar- og kynningarátakið Á allra vörum hófst 20. mars og stendur yfir til laugardagsins 5. apríl en þá lýkur átakinu með sjónvarpsþætti í beinni útsendingu á RÚV og frá þjónustuveri Símans þar sem fjöldi fólks tekur við framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Eins og áður gengur átakið út á sölu varasetta, í ár frá GOSH, og núna á að safna fyrir nýju húsnæði Kvennaathvarfsins. 28. mars 2025 10:14 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Alls söfnuðust tæplega 140 milljónir fyrir Kvennaathvarfið í söfnunarþættinum Á allra vörum sem var sýndur á RÚV í gær. Markmið átaksins var að styðja við uppbyggingu nýs Kvennaathvarfs en Kvennaathvarfið er nú með í byggingu nýtt húsnæði. 6. apríl 2025 07:39
Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Árlega fylgja rúmlega hundrað börn mæðrum sínum í dvöl í Kvennaathvarfið. Rúmlega hundrað börn sem yfirgefa heimilin sín og skilja flest sitt eftir til að komast í öruggt skjól vegna heimilisofbeldis. Undanfari komu í athvarfið er mismunandi. 2. apríl 2025 18:30
Gott gloss getur gert kraftaverk! Fjáröflunar- og kynningarátakið Á allra vörum hófst 20. mars og stendur yfir til laugardagsins 5. apríl en þá lýkur átakinu með sjónvarpsþætti í beinni útsendingu á RÚV og frá þjónustuveri Símans þar sem fjöldi fólks tekur við framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Eins og áður gengur átakið út á sölu varasetta, í ár frá GOSH, og núna á að safna fyrir nýju húsnæði Kvennaathvarfsins. 28. mars 2025 10:14