Fangageymslur fullar eftir nóttina Lovísa Arnardóttir skrifar 5. apríl 2025 07:31 Það virðist hafa verið nokkuð mikið um ölvun víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/GVA Fangageymslur lögreglunnar á Hverfisgötu voru fullar eftir eril næturinnar og kvöldsins. Samkvæmt dagbók lögreglunnar gistu tólf í fangageymslu í nótt. Alls voru 97 mál bókuð í kerfum lögreglunnar. Karlmaður var handtekinn fyrir að slá annan mann með glerflösku á skemmtistað og annar handtekinn fyrir að selja fíkniefni úr bíl sínum í miðbænum. Kona var handtekin fyrir utan skemmtistað sem neitaði að segja til nafns en samkvæmt dagbók var hún óviðræðuhæf vegna ölvunar. Þá handtók lögreglan annan ölvaðan mann sem var með ísexi. Samkvæmt dagbók var hann afar rólegur og ekki að ógna neinum en var þó handtekinn og fluttur á lögreglustöð til viðræðna. Fleiri voru handteknir vegna ofurölvunar í bænum. Einhverjir fengu að fara heim á meðan aðrir voru vistaðir vegna ástands síns. Þá segir í dagbók að lögregla hafi einnig sinnt útkalli vegna hávaða í heimahúsi. Lögreglan á stöð 2 í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi sinnti útkalli vegna elds í bifreið en ekki er tilkynnt í dagbók hvar eldurinn átti sér stað. Lögregla í Kópavogi og Breiðholti sinnti svo útkalli vegna líkamsárásar á krá í hverfinu auk þess sem lögreglan fór í aðgerðir vegna gruns um fíkniefnasölu í hverfinu. Lögregla fann við húsleit fíkniefna sem hún telur að hafi verið ætlað til dreifingar. Lögregla í Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ var kölluð til vegna hóps ungmenna sem safnaðist saman á bílastæði. Eitt ungmennanna var með hafnaboltakylfu og mörg þeirra ölvuð. Þá sinnti lögregla einnig útkalli vegna skemmda á leikskóla. Tveir höfðu klifrað upp á þak og köstuðu steinum í rúður. Ekki kemur fram hvar bílastæðið eða leikskólinn eru. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
Karlmaður var handtekinn fyrir að slá annan mann með glerflösku á skemmtistað og annar handtekinn fyrir að selja fíkniefni úr bíl sínum í miðbænum. Kona var handtekin fyrir utan skemmtistað sem neitaði að segja til nafns en samkvæmt dagbók var hún óviðræðuhæf vegna ölvunar. Þá handtók lögreglan annan ölvaðan mann sem var með ísexi. Samkvæmt dagbók var hann afar rólegur og ekki að ógna neinum en var þó handtekinn og fluttur á lögreglustöð til viðræðna. Fleiri voru handteknir vegna ofurölvunar í bænum. Einhverjir fengu að fara heim á meðan aðrir voru vistaðir vegna ástands síns. Þá segir í dagbók að lögregla hafi einnig sinnt útkalli vegna hávaða í heimahúsi. Lögreglan á stöð 2 í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi sinnti útkalli vegna elds í bifreið en ekki er tilkynnt í dagbók hvar eldurinn átti sér stað. Lögregla í Kópavogi og Breiðholti sinnti svo útkalli vegna líkamsárásar á krá í hverfinu auk þess sem lögreglan fór í aðgerðir vegna gruns um fíkniefnasölu í hverfinu. Lögregla fann við húsleit fíkniefna sem hún telur að hafi verið ætlað til dreifingar. Lögregla í Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ var kölluð til vegna hóps ungmenna sem safnaðist saman á bílastæði. Eitt ungmennanna var með hafnaboltakylfu og mörg þeirra ölvuð. Þá sinnti lögregla einnig útkalli vegna skemmda á leikskóla. Tveir höfðu klifrað upp á þak og köstuðu steinum í rúður. Ekki kemur fram hvar bílastæðið eða leikskólinn eru.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira